Morgunblaðið - 28.04.1977, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977
47
BROTTVÍSANIR
AF LEIKVELLI,
EINSTAKLINGAR
MÍNÚTUR
Viggó Sigurösson, Vikingi 20
Sigurður Svavarsson, ÍR 18
Ólafur Einarsson Vikingi 17
Þorbergur Aðalsteins. Vikingi 16
Andrés Bridde, Fram 13
Sigurður Gíslason, IR 13
Konráð Jónsson, Þrótti 12
BROTTVÍSANIR AF
LEIKVELLI, FÉLÖG
Víkingur 79 minútur
ÍR 65 mínútur
Þróttur 44 minútur
Fram 39 minútur
FH 34 minútur
Haukar 33 minútur
Grótta 30 minútur
Valur 24 mínútur
MISHEPPNUÐ
_________VlTAKÖST__________
Vikingur ................28
Þróttur .................22
FH ......................19
Fram.....................14
IR ......................14
Grótta ................ 12
Haukar ................. 10
Valur.................... 5
FLEST VARIN
VÍTAKÖST
Guðm. Ingimundars., Gróttu 13
Gunnar Einarsson, Haukum 13
Örn Guðmundsson, ÍR 13
Rósmundur Jónsson, Víkingi 11
Birgir Finnbogason, FH 8
Ólafur Benediktsson, Val 6
Kristján Sigmundsson, Þrótti 5
Jón Breiðfjörð Val 5
Jón Sigurðsson, Fram 5
NOTAÐIR LEIKMENN
FH .......................21
Grótta ...................21
ÍR -......................20
Þróttur ..................20
Fram......................18
Valur ....................18
Haukar .................. 17
Víkingur..................15
Þrjií mörk hjá Uverpool
og þreiman enn möguleg
LIVERPOOL sigraði Everton auðveldlega 3:0 f undanúrslitum ensku
bikarkeppninnar f Manchester f gærkvöldi. Englandsmeistararnir eiga
þvf enn möguleika á „hinni ðmögulegu þrennu", þ.e. sigri f 1.
deildinni ensku, ensku bikarkeppninni og Evrópumeistarakeppninni.
(Jrslit f öllum þessum þremur mótum verða IJós innan eins mðnaðar og
það eitt er öruggt að þessi mánuður verður erfiður fyrir hina snjöllu
leikmenn Liverpool.
Vftaspyrna, sem Phil Neal
framkvæmdi, gaf Liverpool for-
ystu f leiknum eftir 30 mfnútur. I
lok leiksins innsigluðu þeir
Jimmy Case og Ray Kennedy
góðan sigur Liverpool gegn
nágrannaliðinu Everton, sem enn
verður að bíða I skugga stórveldis-
ins f borginni.
I vináttulandsleik leikmanna 23
ára og yngri sigraði England lið
Skotlands I Sheffield. Laurice
Cunningham, WBA, skoraði eina
mark leiksins. Aðeins einn
deildarleikur fór fram f Englandi
í gærkvöldi, Nottingham Forest
vann Oldham 3:0 og er Forrest nú
í 3. sæti f 2. deildinni í Englandi.
I vfkunni hafa þessir leikir far-
ið fram f 1. deildinni ensku:
Leeds — West Ham 1:1
Middlesbrough — Man. Utd. 3:0
QPR — Bristol City 0:1
Arsenal — Aston Villa 3:0
Coventry — Derby 2:0
M ei sta ra m óti ð
í borötennis
um næstu helgi
ISLANDSMÖTIÐ í borðtennis
verður haldið f Laugardalshöll
um næstu helgi og er búist við
mikilli þátttöku. Hefst mótið á
laugardag klukkan 14 og verður
þá keppt f tvfliðaleik karla og
unglinga 13—17 ára. Klukkan 15
hefst keppni f tvfliðaleik kvenna
og einliðaleik Old boys.
Tvenndarleikur hefst klukkan 17
og sömuleiðis einliðaleikur
unglingayngri en 13 ára.
Á sunnudag hefst keppnin
klukkan 10 með keppni í einliða-
leik 13—15 ára og klukkan 10.30
hefst einliðaleikur unglinga
15—17 ára. Klukkan 14 byrjar
keppnin í einliðaleik í mfl. og 1.
flokki karla, en einliðaleikur
stúlkna klukkan 15. Urslitaleikir
sunnudagsins verða milli 16 og
17.
Leiknir verða 3—5 lotur í
meistarafiokki, en annars 2—3
lotur. I tvíliðaleik kvenna keppa
allar við alla, en annars er mótið
með útsláttarfyrirkomulagi eftir
annað tap, nema í unglingaflokki,
sem er með einföldum útslætti.
Norður-Irar leika sem kunnugt er
í riðli með Islendingum í Heims-
meistarakeppninni og leika hér á
landi á Laugardalsvellinum 11.
júní.
LÉTTUR SIGUR ÞJOÐVERJA
Á MÚTI BEST OG FÉLÖGUM
NORÐUR-Irar voru eins og börn í höndum Vestur-Þjóðverja er knatt-
spyrnulandslið þessara þjóða mættust f Köln f gærkvöldi. (Jrslitin uru
5:0 sigur Þjóðverjanna og voru öll mörkin skoruð f seinni hálf leiknum.
Það tók Þjóðverjana að vfsu 54
mínútur að brjótast í gegnum
sterkan varnarvegg tranna og
annað slagið skapaði George Best
nokkra hættu f vörn þeirra með
góðum sendingum frá miðju
vallarins. Það fór þó ekki á milli
mála hverjir höfðu undirtökin f
leiknum og á 54. minútu leiksins
var ísinn brotinn. Hunter handlék
þá knöttinn eftir fyrirgjöf frá
Flohe og Rainer Bonof skoraði
glæsilega úr vftaspyrnunni.
Fjórum mínútum siðar skoraði
Klaus Fischer með skalla eftir
fyrirgjöf Bonhofs. Lék Fischer
þarna sinn fyrsta landsleik. Þegar
25. minútur voru eftir missti
Jennings frá sér skot Flohes og
Dieter Mueller fylgdi vel á eftir
og skallaði knöttinn yfir liggjandi
markvörðinn. Nýliðinn Fischer
skoraði síðan aftur á lokaminút-
unum og siðasta orðið í leiknum
átti Flohe með marki skömmu
fyrir leikslok.
Vestur-Þjóðverjar Iéku þarna
án Franz Beckenbauers, en fyrir-
liði i hans stað var Berti Vogts.
Vandræði
hjá Dönum
DANIR hafa nú valiS 16 leikmenn til
a8 mæta Pólverjum I Kaupmanna-
höfn næsta sunnudag. Er leikurinn
liSur I forkeppni HM. Til leiksins
fengu Danir ekki tvo leikmenn
Racing White Molenbeck, þá Benny
Nielsen og Morten Olsen og veikir
þa8 Ii8 Dana nokkuð.
Skotar
unnu Svía
SKOTAR unnu Svía 3:1 í vináttu-
landsleik f Glasgow I gærkvöldi.
Staðan var 1:0 fyrir Skota f hálf-
leik og það var Asa Hartford, sem
skoraði eina mark fyrri hálf-
leiksins. Atti hann skot frá vfta-
teig f stöng, þaðan fór knötturinn
f bak Hellströms í marki Svfanna
og yfir marklínuna.
Svíar jöfnuðu fljótlega i seinni
hálfleiknum og Wendt þar að
verki, skot hans af rúmlega 22
metra færi var óverjandi fyrir
vörn og markvörð. Heiðurinn af
þessu marki átti Sjöberg. Vonir
Svía urðu þó að engu 5 mínútum
síðar er Kenny Dalglish skoraði
og Joe Craig skoraði siðasta mark
leiksins fyrir Skota nokkru síðar.
Beztu menn Svia, sem leika á
Laugardalsvelli 20. júlí, voru
hinn lánlausi Hellström i mark-
inu og varnarmennirnir Nord-
quist og Anderson.
Guðmundur Magnússon skorar eitt marka FH-inga f leiknum f gær-
kvöldi. Garðar markvörður og Gunnsteinn koma engum vörnum við.
(Ljósm. Rax).
FH-INGAR SIGRUÐU
í LEIK MISTAKANNA
ÞAÐ VERÐA FH-ingar sem leika til úrslita vi8 Fram e8a Þrótt l Bikarkeppni
HSÍ, en þann rétt tryggSu þeir sér f gærkvöldi me8 þvi a8 sigra Val I
spennandi, en slökum leik. Á lokamfnútunum reyndust þeir heppnara Ii8i8 og
sigruSu me8 tveggja marka mun 25—23, eftir a8 jafnt haf8i verið svo til
allan timann. Valsmenn geta sjélfum sér mest um kennt a8 hafa „misst" af
tvennunni. því á síðustu 10 mfnútunum féllu þeir fyrst og fremst á eigin
mistökum, en framan af virtust þeir hafa alla bur8i til a8 fara meS sigur af
hólmi.
FH-ingar urðu fyrstir til að skora. en
slðan skoruðu Valsarar þrjú mörk I röð.
Var vörn þeirra sérstaklega góð i fyrri
hálfleiknum, og mörg marka FH-inga
hálfgerð heppnismörk Bæði liðin virk-
uðu mjög taugaveikluð framan af, og á
köflum Iftil brú I leik þeirra. FH-ingar
höfðu alltaf frumkvæðið I skoruninni,
og höfðu mark yfir f hálfleik (10—9). í
fyrri hálfleiknum voru Valsmenn tregir
til að nota llnuna 1 sóknum slnum, en
þá léku FH-ingar vörnina mjög framar-
lega.
Talsverð harka færðist I leikinn I
síðari hálfleiknum, og leyfðu dómarar
mönnum þá að ganga mjög langt I
brotum sinum Það er skoðun undirrit-
aðs að FH-ingar hafi grætt meir á
þessari vangæslu, og má jafnvel segja
að heppni þeirra I brotum hafi ráðið
úrslitum undir lokin. En Valsarar voru
einnig mjög slakir i vörninní undir
lokin og komust FH-ingar upp með að
leika hvað eftir annað sömu brögðin
sem gáfu þeim mörk á færibandi I
lokin
Erfitt er að segja um hvort liðið hafi
verið betra, þvi leikurinn var mikið
leikur mistaka, FH-ingar fóru með sig-
ur af hólmi. og það er það sem skiptir
máli. Voru Valsmenn þó ekkert slakari i
leik sinum.
Feilsendingar Valsara hafa þó senni-
lega verið miklu fleiri. FH-ingar voru
öllu grófari i leik sinum og fékk þjálfari
þeirra meir að segja áminningu.
Mörk FH:
Geir Hallsteinsson 8, (5 úr vlti), Viðar
Simonarson 5, Guðmundur Magnús-
son 3, Janus Guðlaugsson 2, Jón G.
Viggósson Sæmundur Stefánsson 2.
Auðunn Óskarsson 1, Árni Guðjóns-
son 1 og Guðmundur Stefánsson 1
Mörk Vals:
Jón Karlsson 4 (3 vlti), Jón P. Jónsson
4. Björn Björnsson 3, Stefán Gunnars-
son 3. Bjarni Guðmundsson 3, Þor-
björn Guðmundsson 3 (1 úrviti), Berg-
ur Guðnason 1, Gisli Blöndal 1 og
Gunnsteinn Skúlason 1.
Dómarar: Karl Jóhannsson og Gunn-
laugur Hjálmarsson —ágás.
Berti Vogts, sem I fyrsta skipti
var fyrirliði v-þýzka landsliðsins í
gærkvöldi.
Li8i8 er skipaS eftirtöldum: Birger
Jensen (Brugge). Benno Larsen
(Augsburg), Johnny Hansen (Vejle),
Niels Tune (St. Pauli), Flemming
Ahlberg (Frem). Henning Munk
Jensen (AaB), Lars Larsen (Frem),
Per Töntved (Werder Bremen), Ole
Bjömmose (Hamburg), Heino
Hansen (Muenster), Jan Höjland
(Munich), Ole Rasmussen (Hertha
Berlin), Allan Simonsen (Borussia),
Flemming Lund (Essen), Jan Sören-
sen (Frem), Ove Flindt Bjerg (Karls-
ruhe).
Kanadamenn fúsir til
að borga íslenzkum
knattspymumönnum vel
„ISLENZKIR knattspyrnumenn
til Kanada?" er yfirskrift á frétt í
blaði tslendinga í Kanada, Lög-
bergi-Heimskringlu. Fjallar Jón
Asgeirsson, fyrrum Iþróttafrétta-
maður útvarpsins, en nú ritstjóri
blaðsins, um áhuga forráðamanna
Knattspyrnusambandsins í
Kanada á að fá islenzka knatt-
spyrnumenn i kanadisk knatt-
spyrnufélög.
í blaðinu segir svo m.a.:
„Fréttir herma að þeir séu reiðu-
búnir að greiða þeim allt að 2000
dollurum I laun á mánuði og auk
þess eiga þeir að fá fritt húsnæði
og eigin bifreið til umráða. Er
ekki ósennilegt að einhverjir
knattspyrnumenn heima á íslandi
íhugi þetta tilboð — vitað er um
marga sem hafa áhuga á að kom-
ast á nýjar slóðir til að reyna fyrir
sér.“
Þannig segist Jóni Ásgeirssyni
frá i Lögbergi-Heimskringlu og
segir hann þá skoðun sina í frétt-
inni að telja verði sennilegt að
Islenzkir knattspyrnumenn,
sumir að minnsta kosti, muni
styrkja félagslið i Kanada. Klykk-
ir Jón út með þvi að segja: „Hver
veit nema íslendingar eigi eftir
að koma Kanada á lista yfir
þekktar knattspyrnuþjóðir?"
Tvö þúsund Kanadadollarar
eru jafnvirði um 360 þúsund is-
lenzkra króna.
FRAM
Sú breyting hefur orðið að aðal-
fundi Handknattleiksdeildar
Fram hefur verið frestað um einn
dag vegna úrslitaleiksins i bikar-
keppni HSÍ. Verður fundurinn á
fimmtudag í næstu viku.