Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1977, 24 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6, slmi 22480 Valdajafnvægið á N-Atlantshafi Nokkrar umræður urðu um varnarmál á Al- þingi í fyrradag. Þar lýsti Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra yfir því, að hann væri enn sömu skoðunar og hann hefði verið í vinstri stjórninni, að varn- arliðið ætti að hverfa af landi brott í áföngum, hins vegar ættu Bandaríkja- menn að haldá hér áfram um sinn lendingarrétti fyr- ir herflugvélar. Utanríkis- ráðherra sagði að þessi stefna hans hefði ekki hlot- ið kjörfylgi í kosningunum 1974 og samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks hefði leitt til þess, að samstarfsaðilar hefðu þurft að slá um tíma af hörðustu afstöðu sinni. Þá sagði Einar Ágústsson, að varnarliðið hefði verið ein- angrað meir en áður var með ýmsum aðgerðum, stefnt væri að því, að varn- arliðsmenn byggju allir innan vallarins og skilja bæri að farþegaflug og her- flug með væntanlegri flug- stöðvarbyggingu. Þar vísar ráðherrann til þess sam- komulags sem gert var haustið 1974 og hefur Morgunblaðið verið fylgjandi þeim samningi. Jafnframt þessu sagði Ein- ar Ágústsson hins vegar, að hann væri andvígur úr- sögn íslands úr Atlants- hafsbandalaginu, það væri sannfæring sín, að Atlants- hafsbandalagið væri for- senda valdajafnvægis í heiminum, sem friður grundvallaðist á. í því sam- bandi vitnaði hann til um- mæla aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkanna, sem hér var fyrir skömmu, þess efnis, að slíkt valda- jafnvægi væri forsenda friðar í heiminum. Þessi ummæli utanríkis- ráðherra eru þess eðlis, að óhjákvæmilegt er að gera þau að umtalsefni. Á tím- um vinstri stjórnar mátti ætla, að framsóknarmenn hefðu látið draga sig svo langt í átt til þess að segja varnarsamningnum upp sem raun bar vitni, vegna þess, að þeim væri í mun að halda stjórnarsamstarfinu við lýði. Slíkar ástæður eru ekki fyrir hendi nú. Sam- starfsflokkur Framsóknar- flokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn, hef- ur mjög eindregið barizt fyrir áframhaldandi varn- arsamstarfi við Bandarík- in. Ummæli utanríkisráð- herra nú koma því nokkuð á óvart. Þá vekja þessi ummæli utanríkisráðherra athygli af þeim sökum, að ósam- ræmi er í orðum hans um varnarsamstarfið og valda- jafnvægið. Svo virðist, sem grundvallarskoðun utan- ríkisráðherra sé sú, að valdajafnvægi i heiminum sé forsenda friðar. Hann telur Atlantsnafs- bandalagið og tilvist þess eina helztu forsendu valda- jafnvægis og þess vegna styður hann eindregið að- ild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Hann vill stuðla að valdajafnvægi, sem aftur stuðlar að friði. Það er auðvitað öllum ljóst og þarf ekki að hafa um það mörg orð, að ef nú væri fylgt fram þeirri stefnu Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra, að flytja varnarliðið af landi brott í áföngum, mundi það raska stórkostlega valdajafnvæg- inu á N-Atlantshafi. Um þetta þarf ekki einungis að hafa skoðanir Morgun- blaðsins, heldur mundi ut- anríkisráðherra áreiðan- lega fá þessi sömu viðbrögð i utanríkisráðuneytum allra höfuðborga Norður- landa, einnig í Helsingfors. Brottför varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli mundi valda geysilegri röskun á valdajafnvægi í okkar heimshluta. Hún mundi leiða til þess að mjög hall- aði á aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins á þessu svæði, og alveg sérstaklega mundi hún hafa í för með sér mjög erfiða stöðu lýð- ræðisríkjanna á Norður- löndum, Noregs, Danmerk- ur, Svíþjóðar og Finnlands. Noregur og Danmörk liggja undir mjög auknum hernaðarþrýstingi frá Sovétríkjunum, og það er auðvitað alveg ljóst, að slík röskun valdajafnvægis á N-Atlantshafi, sem leiða mundi af stefnu utanríkis- ráðherra íslands gagnvart varnarliðinu, hlyti að stofna lýðræði, frelsi og ör- yggi frændþjóða okkar á Norðurlöndum i hættu, að ekki sé talað um okkur ís- lendinga sjálfa, og þar með friðinum á þessum slóðum. Út frá þessum röksemd- um á Morgunblaðið erfitt með að skilja yfirlýsingar Einars Ágústssonar á Al- þirigi í fyrradag. Það er augljóslega mótsögn í því að hvetja annars vegar til brottfarar varnarliðsins nú en vilja hins vegar stuðla að valdajafnvægi. Ástæða er til að undirstrika, að ólíku er saman að jafna, hvort óbreyttur þingmaður lýsir persónulegum skoð- unum sínum eða ráðherra í ríkisstjórn. Þessi afstaða Einars Ágústssonar veldur því að sjálfsögðu, að yfir- lýsingar beggja forystu- manna Alþýðuflokksins að undanförnu, þeirra Bene- dikts Gröndals og Gylfa Þ. Gíslasonar um ótviræða og afdráttarlausa afstöðu Al- þýðuflokksins til varnar- samstarfsins við Bandarík- in og aðildar íslands að At- lantshafsbandalaginu fær margfalda þýðingu. Það er ljóst, að lýsi persónulegar skoðanir utanríkisráðherra meginstefnu Framsóknar- flokksins í varnarmálum er sú brotalöm í sameiginlegri afstöðu þeirra þriggja lýð- ræðisflokka, sem mótuðu upphaflega stefnuna í ör- yggis- og varnarmálum 1949 og 1951, að ástæða er til að hafa áhyggjur af. Þeir kjósendur í landinu, sem reynslan hefur sýnt að eru meirihluti þjóðarinn- ar, sem vill standa vörð um stefnu okkar í utanríkis- og varnarmálum, hljóta að sjálfsögðu að veita því eftirtekt, að þessa ein- dregnu og ótvíræðu af- stöðu er sem stendur ein- ungis að finna í tveimur flokkum, hjá Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðu- flokknum. Að vísu mátti skilja orð Ólafs Jóhannes- sonar, formanns Fram- sóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokks fyrir skömmu á annan veg en ummæli Einars Ágústssonar í fyrra- dag. Hér er um að tefla hin viðkvæmustu öryggismál þjóðarinnar. í engum málaflokki skiptir jafn- miklu, að festa ríki. Stefna núverandi ríkis- stjórnar er alveg Ijós og byggist á stjórnarsáttmála og endurskoðun varnar- samningsins haustið 1974. Það er öllum fyrir beztu, að meðan samstarf þessara tveggja flokka stendur, sé staðið á þeim grunni og við þá stefnu. Sigurlaug Bjarnadóttir alþm.; Hvers vegna nýjan sjóð? Eitt af hinum mörgu þing- málum, sem bíða afgreiðslu nú á síðustu dögum þingsins er til- laga til þingsáiyktunar frá ríkisstjórninni um „Skipulags- skrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð", en þannig hljóðar fyrirsögn tillög- unnar. Allmiklar umræður urðu í þessu máli við framsögu þess og skiptar skoðanir þingmanna. Kom fram breytingartillaga, þar sem lagt er til, að i stað þess að stofna sérstakan þjóðhátíð- arsjóð þá verði þessar 300 millj. kr. — ágóði af útgáfu þjóðhátið- armyntar, látnar renna til að hrinda myndarlega af stað byggingu Þjóðarbókhlöðu (200 millj.) og til Húsfriðunarsjóðs (100 millj.). Hér er sem sagt lögð til einskonar millileiö, — en ekkert hefði verið eðlilegra en að upphæðin hefði óskipt runnið tii Þjóðarbókhlöðu. Sex þingmenn úr fjórum flokkum standa að þessari breytingartillögu en þeir eru, ásamt undirritaðri: Guðmund- ur H. Garðarss., Sighvatur Björgvinss., Svava Jakobsd., Jón Ármann Héðinss. og Karvel Pálmason. Aðdragandi málsins gagnrýnisverður Fréttaflutningur fjölmiðla af þessu þingmáli hefir verið nokkuð einhiiða og tel ég því ekki úr vegi að kynna hér í meginatriðum rök okkar sex- menningánna fyrir því að ganga með þessum hætti gegn tillögu rikisstjórnarinnar í máli, sem f sjálfu sér verð- skuldar samstöðu á Alþingi: Við teljum aðdraganda málsins gagnrýnisverðan. Við teljum, að hér hafi það gerzt, þótt reynt sé að láta það líta öðruvísi út, að stofnun utan Alþingis hafi seilst inn á verksvið þess með ákvarðanatöku um ráðstöfun mikilla fjármuna, sem heyrir undir fjárveitingavald þings- ins. Við teljum, að það sé í senn óæskilegt, hættulegt — og óvið- unandi, að einstakir njenn eða stofnanir I okkar fámenna þjóð- félagi fái í hendur — eða taki sér það mikil völd, að jafnvel sjálft Alþingi verði, beint eða óbeint að lúta vilja þeirra og ákvörðunum. Ákvörðun um stofnun Þj óðhátíð ars j óðs Seðlabanki íslands, eign ís- lenzka ríkisins, gefur út í sam- ráði við Þjóðhátíðarnefnd og rikisstjórn, þjóðhátiðarmynt og annast sölu hennar i tilefni af 1100 ára afmæli íslands byggð- ar árið 1974. i des. s.l. liggur fyrir uppgjör á hagnaði þeim, sem af útgáfunni varð, nokkuð á 4. hundrað millj. kr. Banka- stjórn Seðlabankans býður i þessu tilefni til vegiegrar mót- töku forseta íslands, ríkisstjórn og fleira stórmenni og tilkynnir þar, að bankaráð Seðlabankans hafi nú „að tillögu bankastjórn- ar ákveðið að stofna sérstakan sjóð af ágóða af útgáfu þjóðhá- tíðarmyntar og er stofnfé hans 300 millj. kr.“ Er hér vitnað orðrétt til ávarps eins af banka- stjórum Seðlabankans við þetta hátíðlega tækifæri, er tilkynnt var opinberlega um þessa ákvörðun hans. Yfirgripsmikil verkefni Það fer sem sagt ekkert á milli mála, að hér var ákvörð- unin tekin og að Alþingi er hér að fjalla um þegar stofnaðan sjóð. Eftir er aðeins að sam- þykkja skipulagsskrána, sem er að efni til nákvæmlega i sam- ræmi við „tillögur“ Seðlabank- ans að öðru leyti en því, að gerð hefir verið sú þakkarverða bragarbót í meðförum forsætis- ráðuneytisins, að í stað þriggja Sigurlaug Bjarnadóttir. manna sjóðsstjórnar er nú gert ráð fyrir fimm mönnum, þar af þremur kjörnum af sameinuðu Alþingi. Þetta skal látið nægja um sjálfa meðferð málsins. En hvað um hið fyrirhugaða hlut- verk Þjóðhátíðarsjóðsins: „Varðveizla og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefir tekið f arf“? Vist eru hér stór og verðug verkefni annars veg- ar en þau eru jafnframt svo feikilega yfirgripsmikil, dreifð og margþætt, að varla er raun- hæft að ætla að þessi sjóður, þótt allgildur sé þessa stundina, geti sinnt þeim öllum að nokkru verulegu gagni. Árlegt ráöstöf- unarfé — 66 millj. Gert er ráð fyrir að árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins muni nema um 66 millj. kr. Fjórðung- ur þess skal renna til Friðiýs- ingarsjóðs (sem þegar er til) til náttúruverndar á vegum Nátt- úruverndarráðs. Meðal verk- efna þessa sjóðs eru talin: landakaup, framkvæmdir i þjóðgörðum, rekstur og umsjón um 40 friðlýstra svæða víðsveg- ar um landið, girðingar um frið- lönd, rannsóknir — svo nokkuð sé nefnt. Annar fjórðungur hins árlega ráðstöfnunarfjár á, samkvæmt skipulagsskránni, að renna til varðveizlu forn- minja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum þjóðminjasafns. Að öðru leyti á stjórn sjóðsins að út- hluta ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintil- gang hans, sem að ofan greinir. Þingsályktun frá1970 Við eigum hinsvegar eitt af- markað stórverkefni, sem of lengi hefir verið vanrækt og nú þarfnast stórátaks, það er Þjóð- arbókhlaða, sem Alþingi stend- ur auk þess siðferðilega í skuld við, vegna vanefnda þess á sér- stöku þjóðhátíðarheiti um byggingu hennar, er gefið var með þingsályktun, sem sam- þykkt var einróma á Alþingi 30. april 1970. Það er ljóst af þing- tíðindum frá þeim tíma, að um þá tillögu var mikil samstaða og einhugur á Alþingi. Einn þing- maður eftir annan reis upp til að lýsa ánægju sinni og fögnuði yfir hinum frábæru undirtekt- um við málið. Menn voru að komast í þjóðhátíðarskap. í um- ræðunum kom jafnframt fram skilningur þingmanna á því vandræðaástandi, sem ríkir í safnamálum okkar, vegna þrengsla og aðstöðuleysis. Menningarleg verðmæti liggja þar undir skemmdum. En öll þessi fögru orð og heitstreng- ingar komu því miður fyrir lítið og það fór svo, að íslenzkar bækur og bókmenntaarfleifð sjálfrar söguþjóðarinnar urðu útundan á þjóðhátiðarárinu. Þjóðhátiðargjöf Alþingis var landgræðslu- og gróðurverndar- áætlun til fjögurra ára, sem fól i sér 1000 millj. kr. verðtryggt framlag til náttúru- og land- verndar. Einnig má minna á ákvörðun um byggingu sögu- aldarbæjar í þessu sambandi. Ætla má, að þegar Iandgræðslu- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.