Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1977 DÓMARAR í Hæstarétti í máli 12 af 14 einstaklingum, sem stóðu að undirskrifta- söfnuninni Varið land gegn Degi Þorleifssyni en til vara Svavari Gestssyni. Talið frá vinstri: Jðn Finnsson, Þor- steinn Thorarensen, Halldór Þorbjörnsson, Unnsteinn Beck og Guðmundur Ingvi Sigurðsson. 6....... Téðar aðferðir til undir- skriftaöflunar eru þó langt i frá alvar- legasta atriðið í málinu. Hitteralvar- legra að við umrædda söfnun hefur fyrst og fremst verið beitt ákveðnu valdi, stéttarvaldi borgarastéttarinn- ar, atvinnurekendavaldinu. . Gunnar sagði að í þessum um- mælum væri reynt að láta svo líta út sem umbjóðendur sínir byggju yfir lægri hvötum en aðrir og dylgjað væri um að vinnubrögðin við undir- skriftasöfnunina hefðu verið óvönd- uð. Reynt væri að láta líta út sem ósamræmi hefði verið söfnun undir- skriftanna og borinn væri út óhróður gegn betri vitund Jafnvel væri brugðið á það ráð að segja að ,,sá sem þetta ritar hefur fregnað" og þar væri engin önnur en hún gmala Gróa á Leiti á ferðinni. Ólyginn sagði Degi Þorleifssyni að hann skrifaði það í blað sitt og síðan fékk sagan vængi Þá væri gripið til orða eins og „virðist" en yfirleitt sæi Dagur ekki þörf á að nota slíkt orðalag Þá væri þarna brugðið á það ráð að líkja starfsaðferðum að- standenda Varins lands við Water- gatehneykslið, mesta hneykslismál síðari tíma og það væri alvarlegt að væna menn um að beita sömu að- ferðum og beitt var í tengslum við það mál. Þá sagði Gunnar að dylgjað væri um að forganga um- bjóðenda sinna í þessu máli hefði ráðist af efnahagslegum hlunnind- um og þar væru vissulega á ferðinni rakalausar dylgjur. í ræðu sinni sagði Gunnar að Dagur reyndi ítrekað að gera sér mat úr því að einhverju, sem kynni að hafa farið niður við söfnun undir- skriftanna, s.s. að einhverjir skrifuðu oftar en einu sinni á listana, of ungt fólk skrifaði á listana og annað eftir því. — Þeir menn, sem er rógsiðja töm, reyna oft að finna eitthvað. sem farið getur miður Dagur Þor- leifsson þarf ekki að freista þess að fá að vita sannleikann. það er hon- um nóg að vita það að hægt er að misfara, sagði Gunnar og bætti því við-að notkun aðstandenda Varins lands á tölvu við úrvinnslu á list- unum hefði verið gagnrýnd en spurði hvort gagnrýnin hefði orðið minni ef þeir hefðu ekki gengið úr skugga um það með þeim hætti að listarnir væru réttir Skrif Dags í hefndarskyni Næsta atriði i ræðu Gunnars fjall- aði um skýrslur um aðilayfirheyrslur í héraði og sagði Gunnar að þar hefði komið fram að Dagur Þorleifs- son hefði tekið þátt i starfsemi Varð- bergs. samtaka um vestræna sam- vinnu og jafnframt verið flokksbund- inn sjálfstæðismaður um tíma. Dómari í héraði hefði ekki ætlað Degi hærri hvatir en það að hann hefði spurt hvort það hefði verið á sama tíma og hann tók þátt í störf- um hernámsandstæðinga Svar Dags hefði verið nei. — Maður sem hvarflar frá einni stefnu til annarrar getur ekki gert sér far um slík vinnu- brögð og fyrrnefnd ummæli sýna nema í þeim tilgangi einum að koma fram hefndum á sfnum gömlu sam- herjum. Skrif hans eru því óður til hefndarinnar, eins konar galdra- seiður, er hann magnar á fyrrver- andi skoðanabræður en ástæðuna fyrir því að hann gerir þetta veit ég ekki, sagði Gunnar Undir lok ræðu sinnar sagði Gunnar að verjandi stefnda, Ingi R Helgason hrl., hefði rótað inn í rétt- inn gögnum, sem engu máli skiptu í þessu sambandi en fyrst þau hefðu verið lögð fram yrði ekki hjá því komist að vekja athygli á því, sem í þeim stæði. Meðal annars væri þarna um að ræða yfirlýsingu, sem 1 52 aðilar hefðu undirritað og voru það mest háskólamenntaðir menn. Teldu þessir 1 52 menn að aðstand- endur Varins lands hefðu mátt eiga von á þeim viðbrögðum, sem meðal annars væri hér stefnt út af og þeir klykktu út með eftirfarandi orðum „íslensk tunga á gnótt orða um innræti og verknað af því tagi, sem Framhald á bls. 26 penna Dags Þorleifssonar” — sagði Gunnar M. Guðmunds- son, lögmaður 12 aðstandenda Varins lands, við málflutning í Hæstarétti MUNNLEGUR málflutningur í máli, sem 12 af 14 einstaklingum, er stóðu að undirskriftasöfnuninni Varið land hafa höfðað gegn Degi Þorleifssyni, blaðamanni á Þjóðviljanum, en til vara Svavari Gestssyni ritstjóra Þjóðviljans, vegna meintra æru- meiðandi ummæla, fór fram f Hæstarétti sl. þriðjudag. Ummælin, sem stefnt er út af birtust f tveimur greinum f Þjóðviljanum f janúar og febrúar 1974 f héraði féll dómur f þessu máli á þann veg að stefnda Degi Þorleifssyni, var gert skylt að greiða krónur 25 þúsund f sekt og ummælin f þessum greinum skyldu auð og ómerk. Þá var stefnda skylt að sjá til þess að forsendur og niðurstaða dómsins yrði birt f Þjóðviljanum. Þessum dómi áfrýjuðu stefnendur til Hæstaréttar. GUNNAR M Guðmundsson. lög maður stefnenda, lýsti I upphafi máls slns dómkröfum stefnenda en þær eru að tilgreind ummæli I þess- um tveimur blaðagreinum verði dæmd dauð og ómerk og dæmd verði þyngsta refsing fyrir ummæl- in. Þá er gerð krafa um að stefnend- um verði dæmdar kr 100 þúsund hverjum fyrir sig I miskabætur, auk 25.000 króna til að kosta birtingu forsenda og dómsorða væntarlegs dóms I máli þessu I opinberum blöðum og stefnendum verði dæmdur sameiginlega málskostnað- ur að saklausu eftir mati dómara. Þá verði stefndi dæmdur til að sjá um að niðurstaða dómsins verði birt I Þjóðviljanum eftir uppkvaðningu hans. Ummæli þau, sem stefnt er vegna birtust eins og áður sagði I tveimur greinum I Þjóðviljanum I janúar og febrúar 1974 og voru báðar grein- arnar undirritaðar með stöfunum DÞ og kom stðar fram að höfundur greinanna var Dagur Þorleifsson blaðamaður Fyrir héraði var þvl Degi Þorleifssyni stefnt fyrir ummæl- in en til vara Svavari Gestssyni, ef svo færi, að aðalstefndi yrði sýknað- ur vegna ófullnægjandi nafngrein- ingar Gunnar sagði að nú væri fallinn dómur I máli, sem sömu aðilar hefðu höfðað vegna ærumeið- andi ummæla I grein, sem Úlfar Þormóðsson blaðamaður skrifaði í Þjóðviljann en auðkenndi með upp- hafsstöfum sfnum. í þvi máli var ritstjóra blaðsins, Svavari Gestssyni, stefnt til vara en niðurstaða málsins f Hæstarétti var sú að með tilliti til laga um prentrétt skyldi Svavar dæmdur fyrir ummælin en ekki Úlf- ar Sagði Gunnar að hann og um- bjóðendur sinir hefðu ekki talið rétt að breyta byggingu málsins að þvf leyti að stefna Svavari I stað Dags og því mótmælti hann kröfu lögmanns stefnda um það atriði. — Dagur er að okkar dómi sekur fyrir að viðhafa þessi ærumeiðandi ummæli en það er hins vegar ekki Ijóst hvort auð- kenni hans á greinum DÞ nægir til þess að hann verði dreginn til sakar fyrir þau eða hvort varastefndi ber ábyrgð á þeim samkvæmt lögum um prentrétt Um þetta verður Hæstiréttur að úrskurða, sagði Gunnar. Meiri svívirðingar, rógur og dylgjur en sögur fara af Þessu næst gerði lögmaðurinn að umtalsefni ummæli þau, sem stefnt er út af og sagði að þessi ummæli skæru sig mjög úr þeim ummælum, sem stefnt hefði verið út af hálfu aðstandenda undirskriftasöfnunar- innar, því þarna væri safnað saman svívirðingum, rógi og dylgjum í meira mæli en sögur færu af. Sagð- ist Gunnar hafa lesið yfir alla dóma Hæstaréttar um meiðyrðamál frá 1 920 en þeir væru um 60 að tölu og hefði hann hvergi fundið jafn mikið samansafn af svívirðingum og fúkyrðum. Fyrri grein, sem stefnt er út af birtist í 16. tölublaði Þjóðviljans, er út kom 20 janúar 1974 og bar yfirskriftina „Fíflum att á forað" Ummælin í greininni sem stefnt er útaf, eru þessi: 1. Fyrirsögn greinarinnar: „Fíflum att á forað" 2.....illræmdir braskarar og at- hafnamenn eða persónur sem ná- tengdar eru slíkum aðilum gegnum ættarleg eða pólitísk sambönd Raunar er alger óþarfi að skilgreina þessar kanamellur stéttarlega; svip- mótið á fésunum á myndinni sem birtist í Morgunblaðinu á miðviku- dag ætti að segja næga sögu um það, hvers konar tegund er hér á ferð. Mannvalið í þjóðníðinganefnd þessari er að vísu athyglisvert af fleiri ástæðum. Það sýnir að her- námssinnar borgarastéttarinnar eru raunverulega farnir að óttast að þeir missi úr landinu óskabarn sitt, bandaríska herinn, að málstaðurinn sé tapaður. Þess vegna hefur við valið í nefndina verið viðhöfð gamla og góða reglan: fíflinu skal á foraðið etja. Það hefur ekki þótt þorandi með tilliti til framtiðarinnar, að setja í þetta skítverk aðrar persónur en þær, sem þegar eru svo illræmdar fyrir brask og skúmaskotamakk að þær hafa engu að tapa hvað álit snertir, ásamt með nokkrum sem lengi hafa aðallega haft það hlutverk að vera til athlægis í flokkum þeim og samtökum, sem þeir hafa verið að puða i . 3 ....örgustu úrhrök afturhalds og fasisma, sem í landinu er yfirhöf- uð hægt að drífa upp. Myndin aftan á Mogganum 16. jan. er enn ein staðfesting þeirra örlaga. 4 ...góðborgarar óðfúsir að hlaupa i skarðið og þjóna sinum erlendu herrum og gerast stjórn- málamenn og gleðikonur i senn." Varðandi fyrsta atriðið benti lög- maðurinn að „fiflin", sem þarna væri rætt um væru 14 og þarna væri á ferðinni mjög móðgandi og niðrandi ummæli, þvi með þessu orði mætti skilja að þeir, sem unnið hefðu að söfnun undirskriftanna, væru menn, sem valdir hefðu verið til óhæfuverks og væru af botni þjóðfélagsins. Um ummælin, sem tölusett eru sem annar liður, sagði lögmaðurinn að orðið braskari væri notað um menn, sem svifust einskis í viðskiptum og lytu að lægstu hvötum. Braskarar væru menn, sem ekki færu troðnar slóðir í viðskiptum og það að vera kallaður braskari væri nógu slæmt en þegar talað væri um „illræmda braskara" keyrði um þverbak. Þessi ummæli bæru glöggt með sér að f greinunum væri Dagur ekki að fjalla um varnarmálin á málefnalegum grundvelli eins og verjandi hans vildi láta Ifta út fyrir, heldur væri hér eingöngu verið að ráðast á menn með persónulegu níði. Ekki dygði það að ráðast á þær persónur, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni heldur væru dregnir inn í þessa umræðu ættingjar eða aðrir, sem þeir væru í tengslum við. Með orðinu „kanamellur" sagði Gunnar að verið væri að líkja um- bjóðendum sínum við menn sem gegndu hlutverki vændiskonunnar og dylgjað er um að um- bjóðendurnir væru ekki einasta í þjónustu Varnarliðsins í Keflavík heldur að þeir ynnu því betur, sem þeir fengju hærri greiðslur. Þá gerði lögmaðurinn orðið „þjóðnfðinga- nefnd" að umtalsefni og sagði að þjóðnfðingar væru væntanlega þeir menn, sem nfddust á hagsmunum lands og þjóðar eða væru nánast landráðamenn. Minnti lögmaðurinn á að landráð væru að skilningi Hegningarlaganna eitt svívirði- legasta brot sem um getur og slíkir menn væru nánast óalandi og óferjandi. Gunnar sagði að með þessum ummælum léti höfundur þeirra i Ijós að það væri ekki nóg að um- bjóðendur sínir væru á botninum í þjóðfélaginu heldur væru þeir það langt leiddir að þeir hefðu engu að tapa. Það hefði hins vegar einungis verið áhugi þeirra, sem að undir- skriftasöfnuninni stóðu að kanna vilja þjóðarinnar f máli sem stjórn- völd voru á þessum tíma að kasta á milli sín sem fjöreggi. í greinum Dags hefði æra umbjóðenda sinna sagði Gunnar, verið skorin niður við trog Borinn út óhróður um menn gegn betri vitund Um þriðja töluliðinn sagði Gunnar að greinarhöfundur hefði greinilega ekki fengið fullnaðarútrás fyrir hvatir sínar heldur þyrfti hann að kenna þá við „fasisma", þá illræmdu stjórn- málastefnu og tekið er fram að þarna eigi að vera á ferðinni örgustu úrhrök þessarar stefnu. í fjórða liðnum sagði Gunnar að enn væri dylgjað um landráð og Ijóst væri að greinarhöfundur hefði meiri áhuga á að sverta þá menn, sem um væri fjallað en rökræða um varnarmálin Síðari greinin, sem stefnt er út af birtist í Þjóðviljanum 2. febrúar 1974 og bar yfirskriftina „Atvinnu- rekendavaldið afhjúpað" Þau um- mæli í greininni, sem kært er út af eru: 1 .....sérstöku einstaklinga, sem sigað var fram til þess að sníkja undirskriftir undir landráðavíxilinn, er almennt er nú kenndur við Water- gate, sem vel fer á, táknrænt séð 2 .... Hér er sem sagt um að ræða þess konar „athafnamenn ', að varla er grundvöllur fyrir því að gera ráð fyrir að þeir hafi nokkurn tíma nennt eða séð ástæðu til að hug- leiða svoleiðis mál i nokkurri alvöru „Varnarástríða", þessara manna mótast fyrst og fremst af efnahags- legum hlunnindum, sem þeir eða aðilar þeim á einhvern hátt tengdir hafa af hérvist hersins og eru nú beinlínis að ærast 3. ... Innan um þennan siðvillta söfnuð sniglast svo tveir tragikom- iskir persónuleikar, einmanalegir menntamenn, sem maður freistast til að halda að svo lengi hafa starað á stjörnurnar eða grúft sig niður í skræður að þeir séu hættir að taka að nokkru ráði eftir því, sem gerist á jörðinni í kringum þá. Þeir verð- skulda líklega fyrst og fremst vorkunnsemi og í svæsnasta lagi góðlátlegt grín: kumpánar þeirra geta hinsvegar ekki vakið annað en fyrirlitningu og ógeð hjá hverjum sæmilega siðuðum manni." 4. . . pólitísku siðleysi fundar- boðenda. 5. ... Öllum brögðum (millifyrir- sögn) og ummælin „Aðferðir þær, — öll þrjú eintökin " „Annarlegar hvatir stýrðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.