Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977
35
Jörfagleði Dalamanna:
ii*á: L . |
Hyggjast endurtaka að ári
Stykkishólmur:
Mildur vetur
hefur kvatt
Stykkishólmi, sumardaginn fyrsta.
VETURINN hefir verið ákaflega
mildur hér um slóðir. Frost sára-
lítil, sem kemur m.a. fram í því,
að höfnin hefir aldrei verið ísi-
lögð og því samgöngur á sjó verið
greiðar, en ef um einhver og lang-
varandi frost eru að ræða er
höfnin fljót að frjósa og teppast.
Þannig er það með samgöngur á
landi að þær hafa aldrei teppst og
því einni ferð fleiri í viku en
ráðgert er í áætlun.
Gæftir hafa verið með ágætum,
en afli því miður mjög miklu
lakari en áður, sérstaklega á þetta
við um netaveiðar. Hæsti bátur
hér frá áramótum og þá er átt við
bæði línu og net er með tæpar 600
lestir. Er það Þórsnes II, skip-
stjóri Kristinn 0. Jónsson, Næstu
bátar eru miklu neóar og hæstu
netabátar munu vera með um 250
lestir. Þessa aflatregðu miðað við
hina ágætu gæftir kenna menn
ágangi togaraflotans sem hefir
sópað fiskinum upp fyrir Vest-
fjörðum og hefir fiskur því litinn
frið til að ganga á mið neta-
bátanna. Þá skal þess getið að
undanfarin ár hefir veiðst
ógrynni af svartfugl í netin, en nú
i vetur bregður svo við að hann
sést ekki og virðist það stafa af
því hversu lítið æti er þarna á
miðunum. Þessi lélega veiði hefir
einnig mikil áhrif á vinnu I landi
og hag fiskvinnslustöðva. Hér í
Stykkishólmi eru 3 vinnslu-
stöðvar. Ein þeirra, Rækjunes,
vinnur mest og einungis skelfisk
en skelfiskveiðar hafa verið hér
stundaðar i allan vetur. Átta
bátar stunda netaveióar héðan.
— fréttaritari.
Dagana 21. — 23. apríl
héldu dalamenn Jörfa-
gleði, héraðshátíð, og
endurvöktu þar með Jörfa-
gleði, sem var haldin fyrr á
öldum, síðast 1708. Dag-
skrá Jörfagleðinnar var
fjölbreytt, málverkasýning
frá Listasafni A.S.Í., opnað
var Byggðasafn í Lauga-
skóla og jafnframt sýnd
skólavinna nemenda. Skát-
ar sáu um dagskrá í Dala-
búð og var þar einnig kaffi-
sla og síðan var hátíðin sett
með bókmenntakvöldi
hinn 21. aprxl.
Þar flutti Pétur Þorsteinsson,
sýslumaður, ávarp og Vilhjálmur
Hjálmarsson, menntamálaráð-
herra, setti Hátíðina. Þá lék
Lúðrasveit tónlistarskólans undir
stjórn Ómars Óskarssonar og Guð-
mundur G. Hagaiín sá um skálda-
kynningu, minntist m.a. Stefáns
frá Hvítadal. Árni Björnsson,
þjóðháttafræðingur sá um þjóð-
fræðaþátt og Sigurrós Sigtryggs-
Engin ákvörðun
ENGIN ákvörðun hefur verið tek-
in um hvenær fundur verður með
islenzkum ráðherrum og Finn
Olov Gundelach frá Efnahags-
bandalaginu og brezka ráðherran-
um Frank Judd, en þeir hafa ósk-
að eftir að ræða við þá Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra, og
Matthías Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra. Hins vegar gerir ut-
anrikisráðuneytið ráð fyrir þvi að
þessir fundir verði í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum Hen-
riks Sv. Björnssonar, ráðuneytis-
stjóra, hefur mestum erfiðleikum
verið bundið að finna tima, sem
allir aðilar geta hitzt á.
Opnum
á morgun
Dömudeild • Herradeild -Barnaog unglingadeild
Skódeild • Heimilisdeild
TORGIÐ, ný stórverslun meó fatnað á tveimur hæðum og kjallara, sem
leggur áherslu á vandaðan innlendan og erlendan fatnað, eftirsóttan fyrir
gæði, tísku og hagstætt verð.
Komiö í TORGIÐ og skoðið vandaðan nýtískulegan fatnað í stórkostlegu
úrvali á góðu verði fyrir börn, unglinga og fullorðna á öllum aldri.
TORGIÐ verður opið kl. 9—18, einnig laugardaga kl. 9—12.
Austurstræti ÍCP
sími: 27211
dóttir las ljóð Hallgríms Jónsson-
ar frá Ljárskógum. Einnig söng
tvöfaldur kvartett. Kvöldið eftir
sýndi Leikklúbbur Laxdæla
Silfurtunglið eftir Halldór
Laxness. Leikstjóri var Magnús
Jónsson og var leiknum vel tekið
að sögn Kristjönu Ágústsdóttur,
fréttaritara Mbi. i Búðardal og
sagði hún einnig að það væri mál
manna að Jörfagleðina skyldi
endurtaka, enda hefðu ekki verið
neinar héraðssamkomur í Dala-
sýslu um langt skeið. Jörfagleðin
að þessu sinni endaði á tónlistar-
kvöldi og dansleik.
Leyft Hagkaups-
verð verð
Saltkjöt ^86-Q kr. kg. 700 kr. kg.
SúpukjötTSS. kr. kg. 650 kr. kg.
Unghænur 860 kr. kg. 600 kr. kg.
Hrefnukjöt ggQ kr. kg.
Kaffi á gamla verðinu,
verð pr. pk. 360
Kynningarverð
á agúrkum kr. 400 pr. kg.
I SKEIFUNNI löllslMI 86566
JDDO
Byrjendanámskeið fyrir herra
hefst 2. maí. Japanski þjálfarinn Yoshihiko Yura
kennir. Innritun og upplýsingar í sima 83295, alla
virka daga frá kl. 13—22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
ÁRMÚLA 32.
* ****** #**.****«,
i i;ib 1 11:1 I t í J J.f J
ty. t;fi'joii'f ri j'i
I
i
i
i