Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1977 UmHORP Umsjón Erna Ragnarsdóttir ALLIR þeir, er í sumarleyfum sínum hafa lagt leið sína til Norðausturlands, ættu að kannast við Ljósa- vatnsskarð í Suður-Þingeyjarsýslu, en um það liggur þjóðgegurinn frá Akureyri til Þingeyjarsýslna og Austurlands. Undir gróinni og kjarri vaxinni hlfð- inni eru fáein reisuleg býii, hálfgrónir melar setja sérkennilegan svip á umhverfið, nokkrar seftjarnir og sjálft Ljósavatnið spegla á góðviðrisdögum snar- brött og tígurleg fjöll, er umlykja skarðið beggja vegu. Síðustu árin hefir vakið athygli ferðamannsins vegleg bygging, er smám saman hefir risið á melun- um við bæinn Stórutjarnir með hið fegursta útsýni yfir fyrrnefnt landslag. Þetta er Stórutjarnaskóli. Við náðum tali af skólastjóranum, Viktori A. Guð- laugssyni og ræðum við hann um skólann, og það mannlíf. er þar um slóðir hrærist og sitt hvað, er að skólamálum lýtur. Ef við víkjum fyrst að, hvað- Stórutjarnasköli an þi{< ber að og hversu lengi þú hefir starfað hér: Ég er Eyfirðingur að upp- runa, og þetta er sjötta skólaár- ið, sem ég starfa hér, eða allt frá því skólinn tók til starfa haustið 1971. Áður hafði ég stjórnað skóla austur i Vopna- firði nokkur ár. Ilverjir standa að þessum skóla og hvert er hlutverk hans? Skólinn er byggður af fjórum sveitarfélögum, Ljósavatns, Háls, Bárðdæla og Grýtubakka- hreppi, en hinir tveir síöast töldu reka 6 bekkja skóla á heimastöövum en senda ung- linga hingað. Skólinn er alfarið grunnskóli og hingaö sækja börn frá 6 ára til 15 ára aldurs og frá komandi hausti bætist 9. bekkur grunnskólans við, og þá spannar skólinn allt grunn- skólastigið. Ilvenær hófst hygging þessa skóla, og hvernig miðar þeim framkvæmdum? Bygging skólans hófst sumar- ið 1969. Arkitektar eru þeir Þorvaldur S. Þorvaldsson og Manfreð Vilhjálmsson. Upphaflega átti skólinn að byggjast á 4 árum, í samræmi við þá stefnu hins opinbera að þjappa verkefnum meira sam- an og stytta byggingatímann, sem hérlendis er oft æði lang- ur, þear um opinberar fram- kvæmdir er að ræða. Nú eru árin orðin 8 og við höfum ár- lega fengið sömu fjárveitingu í krónutölu og getur þá hver séð að á tímum óðaverðbólgu hefir þetta árlega dregið úr fram- kvæmdahraða og gert allt skipulag óhagkvæmara. Bygg- ing skólans er nú á lokastigi, en þó má ætla, að enn taki 1—2 ár að Ijúka framkvæmdum, ef ekki tekst að útvega fjármagn umfram það, sem gert er ráð fyrir á yfirstandandi fjárlög- um. Raunar tel ég vanstjórn af hálfu (alþingis og) fjárveit- ingavaldsins að láta sífellt und- an ágangi hinna ýmsu hags- munahópa, sem m.a. kemur fram í, að fjármagni er dreift um of, leyfðar nýjar fram- kvæmdir af vaneínum, og van- rækt að ljúka þeim verkefnum, sem til hefir verið stofnað og samið um. Ilvaða afstaða er hér til stað- ar? Á fyrstu tveim árum bygging- arinnar var reist heimavist fyr- ir um 96 nemendur, skólastjóra og tvær fjölskylduíbúðir fyrir kennara, einstaklingsíbúð, ráðskonuíbúð, mötuneyti, og anddyri, auk tveggja kennslust. í kjailara. Árið 1972 var tílbúin kennsluálma, er rúmar 4 kennslustofur og tvær minni auk hússtjórnaraðstöðu og snyrtinga. Síðan var byggt tengiálma og í henni er íþrótta- salur, setustofa nemenda, bóka- „Heimavistarskóli getur boðió upp á mjög fjölbreytt, jákvætt og uppbyggilegt ffff félags- og menningarlíf Rætt við Viktor Guðlaugsson, skólastjóra Stórutjarnarskóla safn, búningsherbergi og böð, læknaþjónusta auk ýmiss konar geymslurýmis. Sumarið 1975 var sundlaug tekin i notkun en þaö er innflutt laug 16.67 metra löng. Undanfarin tvö ár hefir nokkuð verið unnið í lóðum og vallargerð. I sumar er gert ráð fyrir að ljúka innréttingum á húsnæði til verklegrar kennslu. Hversu fjölmennur er skól- inn og hvernig er ytra skipu- lagi hans háttað? I vetur eru í skólanum 124 nemendur en verða milli 140 og 150 næsta haust. Hér starfa 13 kennarar, er skipta milli sín tæplega 10 stöðum, og 12 manns gegna ýmsum öðrum störfum svo sem ræstingum, störfum í mötuneyti skólans og húsvörslu, eða samtals um 25 manna starfslið. Skólinn er heimavistarskóli að hluta og eru öll börn 10 ára og eldri í heimavist, en 6—9 ára börnum er ekið að skóla. Hvernig gengur að ráða kennara að slíkum skóla? Eg tel að skólinn hafi verið mjög heppinn með starfslíð og mannsskipti hafa orðið mjög lítil hér við skólann. Hins vegar búum við illa hvarð snertir kennarabústaði og höfum af þeim ástæðum ekki alltaf getað ráðið það fólk, er hingað hefir leitað. Eru störf kennara við heima- vistarskóla ekki nokkuð frá- hrugðin því sem við eigum að venjast úr þéttbýlinu? Það er ljóst að heimavistar- skóli á allt undir því komið, að þangað veljist vel menntað og hæft starfslið. Öll umsjón nem- enda utan kennslustunda er hér í höndum kennara, og það er skoóun mín, að á þann hátt einan tryggjum við nægilega fjölbreytni í félagsstörfum. Hvernig skólann? Skólinn starfssemi stunda á er þeim háttað við byggir að mestu sína utan kennslu- félagsmálaklúbbum, sem nemendum er boðið uppá. Kennarar veita þessum klúbbum forstöðu eftir hæfi- leikum hvers og eins kennara. í vetur eru starfræktir þrír mis- munandi íþróttaklúbbar, fönd- ur og smíðaklúbbar, gítar, skák og leiklistarklúbbur. Vikulega er frjáls æskulýðsstarfsemi er sr. Pétur Þórarinsson prestur á Hálsi annast og fara þá fram kvöldvökur, dansleikir, kirkju- legt starf o.m.fl. Þá starfar við skólann tónlist- ardeild, sem rekin er af sveitar- félögum. Um 40—50 nemendur stunda þar nám og kennarar eru þrír m.a. tékkneskur hljóm- sveitaretjóri, er Karlakórinn GOÐI réði á sl. hausti til söng- stjórnar, Robert Bezdek frá Prag. Þessi félagsstarfssemi er að öllu leyti frjáls, þannig að nem- endur geta valiö um viðfangs- efni eftir áhugasviði, en eru á engan hátt bundnir að því. Reynsla okkar sýnir hins vegar, að nær allir nemendur taka þátt í einhverjam slíkum störf- um og sumir eru önnum kafnir hverja stund. Ilverja telur þú kosti við heimavistarformið? Heimavistarskólinn hefir allt nám nemandans með höndum. Hér er nám utan kennslu- stunda þ.e.a.s. „heimanám“ í höndum fagkennara í 7.—8. bekk þ.e.a.s. hver kennari fær úthlutað tíma í hlutfalli við vægi hans greinar skv. viðmið- unarskrá. Á þann hátt er kenn- arinn einn umsína grein og get- ur skipulagt hana að vild. Jafn- framt losnum við að fullu við þá pressu, er gjarna skapast Viktor Guðlaugsson, skólastjóri milli einstakra greina og kenn- ara, kapphlaupi um tíma nem- andans sem oft vill verða. Heimanámið er i stöðugu jafnvægi. I yngri bekkjum 4.-6. bekk annast einn kennari námsað- stoðina og til hans leita nem- endur með sín vandamál. Ég tel einnig að heimavistar- skólinn geti boðið upp á mjög fjölbreytt, jákvætt og upp- byggilegt félags- og menningar- líf. Að sjálfsögðu er eðlilegast, að nemendar hverfi til síns heima, þar sem heimangöngu verður við komið, en i dreifbýli, þar sem aka þarf langar vega- lengdir daglega við misjafnar aðstæður og veðurfar, er ég ekki í neinum vafa um, að heimavistarformið er betra. Á slíkum stað skapast lítið þjóð- félag með sínum umgengnis- venjum, nemendur kynnast, verða að taka tillit hvor til ann- ars og leysa sín vandamál sam- eiginlega. Það er líka dýrmæt reynsla. í heimavistarskóla fáum vio kennarar oft gullið tækifæri til að kynnast nemendunum frá ýmsum hliðum, taka þátt í þeirra vandamálum, töpum og '•'grum. Við lærum að meta fjöl- marga þætti nemandans, sem við e.t.v. aldrei myndum kynn- ast að öðrum kosti. En eru ekki llka einhver vandamál við að etja, er teljast gætu ókostir við þetta skóla- form? Jú, t.d. ef nemendur eiga við einhverja sálræna örðugleika að etja. Slíkt er ekki algengt hér og yfirleitt hefir tekist að vinna bug á því. Ég min tist áður á, að kennaralið þyrfti að vera vandanum vaxið, félags- lega Sinnað og fjölhæft. Ég er viss um, að þar sem skortur er á hæfu liði í heima- vistarskóla, er hann óheppileg uppeldisstofnun. Er skólinn nýttur af íbúum héraðsins til einhverra félags- starfa? Segja má, að hvert kvöld sé einhver félagsstarfssemi úr byggðarlaginu innan veggja skólans. Hér æfir karlakórinn Goði tvisvar í viku, Ungmennafélag- ið Bjarmi í Fnjóskadal æfir íþr- óttir tvö kvöld í viku, starfsfólk skólans notar íþróttasalinn eitt kvöld, kvennakór er starfandi og æfir vikulega. Þá er viku- lega kvennaleikfimi, hálsmán- aðarlegir fundir hjá Lions- klúbbnum Sigurði Lúter, sem hér starfar, spilakvöld, kirkju- kórsstarfssemi, o.m.fl., þrífst hér í skólanum. Þessi starfs- semi fer að mestu fram, eftir að notkun skólans á húsnæðinu lýkur um kl. 21.30. Þannir er skólinn nýttur fram um kl. 23.30 flest kvöld vikunnar. Teiur þú slíka starfssemi æskilega innan skólans? Mér hefir alltaf fundist frá- leitt að nýta ekki sem bezt dýr- an húsakost eins og skólana. Það er hastarlegt að sjá reistar geypidýrar byggingar eins og félagsheimili og skóla án nokk- urra tengsla. Frá mínum bæjar- dyrum séð er slikt hrein verð- mætasóun, og á að mínu mati aðeins rétt á sér á þeim stöðum, sem eru svo fjölmennir, að hægt sé að nýta að verulegu marki slíkar stofnanir aðskild- ar. Skapast engin vndamál við að skólinn verði félags- og sam- komustaður t.d. áfengisvanda- mál? Eins og allir vita, er áfengis- neyzla óheimil í skólum ríkis- ins. Hið sama gildir um félags- heimili, þar er líka bannað að hafa áfengi um hönd, skv. reglugerð frá sama aðila. Þennan skrípaleik þekkja all- ir. Ef fullorðið og ábyrgt fólk telur sig þurfa að nota áfengi á skemmtunum t.d. dansleikjum sé ég engan mun á hvort sú samkoma er haldin í samkomu- sal sem er tengdur skólanum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.