Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977
KEPPNINNI í 1. deild ís-
landsmótsins í hand-
knattleik er fyrir nokkru
lokið og eins og öllum er
eflaust í fersku minni voru
það Valsmenn sem stóðu
með pálmann í höndunum
að mótinu loknu. Víkingur
varð í öðru sæti og FII-
ingar númer þrjú. Niður í
2. deild féll lið Gróttu.
Þróttur hefur enn von um
að halda sér uppi, en þarf
að leika aukaleiki vð KR.
í einkunnagjöf blaða-
manna Morgunblaðsins
hlutu þeir flest stig og
bezta meðaleinkunn Björg-
vin Björgvinsson úr
Víkingi og Hörður Sig-
marsson úr Haukum.
Hlutu þeir alls 42 stig úr
sínum 14 leikjum eða að
meðaltali 3 slétta fyrir
hvern leik, sem er mjög
góður árangur. Verðaþeim
veitt vegleg verðlaun
næsta haust að íslandsmót-
inu í knattspyrnu ioknu en
Morgunblaðið hefur haft
þann háttinn á undanfarið
að afhenda „Leikmönnum
íslandsmótsins“ í hand-
knattleik og knattspyrnu
afreksviðurkenningar
sínar saman að haustinu.
Línumaðurinn snjalli úr
Vikingi, Björgvin Björgvinsson,
hefur ekki áður unnið til slíkra
verðlauna í einkunnagjöf
Morgunblaðsins, en það þarf
engum að koma á óvart að hann
er nú í efsta sætinu. Fórnfúsari
leikmaður finnst varla í
íslenzkum handknattleik, bar-
áttumaður er Björgvin ódrepandi
og sífellt i eldlínunni, hvort
heldur er í sókn eða vörn.
Hörður Sigmarsson hefur áður
orðið „leikmaður íslandsmótsins“
og auk þess varð hann einnig
markakóngur íslandsmótsins að
þessu sinni. Skoraði alls 23
mörkum meira en næsti maður og
segir það sina sögu um hæfni
Harðar og hversu dýrmætur hann
er fyrir sitt lið. Sá háttur er
hafður á við einkunnagjöfina að
blaðamenn Morgunblaðsins
fylgjast með öllum leikjum
íslandsmótsins og gefa hverjum
leikmanni einkunn frá 1—5 að
leiknum loknum. Aðeins þeir sem
leikið hafa 10 leiki eða fleiri í
mótinu koma til greina og er
meðaltal leíkja látið ráða.
Ef litið er á listann yfir marka-
skorarana í 1. deildinni þá kemur
í ljós að meðal þeirra sem skorað
hafa flest mörk i mótinu í ár eru
nú nokkrir leikmenn, sem ekki
hafa áður verið svo ofarlega sem
nú. Má nefna Konráð Jónsson úr
Þrótti, Þorbjörn Guðmundsson úr
Val og Jón Pétur Jónsson úr Val.
Mun sá síðastnefndi hafa skorað
flest mörk í íslandsmótinu ef víta-
köst eru ekki talin með.
Höröur
um ref
IIÖRÐUR Ilarðarson úr Ármanni
skoraði flest mörk allra leik-
manna í 2. deildinni í vetur, alls
89. Sigtryggur Guðlaugsson úr
Þór varð í öðru sæti með 79 mörk.
Alls voru það 18 leikmenn, sem
skoruðu 40 mörk eða fleiri í
Jeikjunum í 2. deildinni og eru
þeir úr öllum liðunum í deild-
inni, nema ÍBK. Eins og kunnugt
er féllu Keflvfkingar niður i
þriðju deild en Ármenningar
unnu öruggan sigur í 2. deild. í 2.
sæti í deildinni urðu KR-ingar og
leika þeir aukaleiki við Þrótt um
sæti í 1. deildinni, en Leiknir sem
varð í næst neðsta sæti 2. deildar
leikur tvo leiki við Dalvíkinga um
sætið i deildinni.
Á meðfylgjandi mynd er það
markakóngur 2. deildar, Hörður
Harðarsson, sem gerir þrekæfing-
ar. Æfði Hörður með landsliðinu
allt siðastliðið sumar og þó hann
V__________________
BJÖRGVIN OG HÖRÐUR EFSTIR í
EINKUNNAGJÖF MORGUNBLAÐSINS
Lokastaðan í 1. deildinni hefur
þegar verið birt og er þvi ástæðu-
laust að rifja hana upp hér en
langflest mörk liðanna í deildinni
skoruðu leikmenn Víkings, alls
357, en FH-ingar skoruðu næst
flest mörk 331, Fæst mörk skor-
uðu Þróttur, Grótta og Fram, en
þessi lið urðu í þremur neðstu
sætunum. Þróttur gerði 273 mörk,
Grótta 274 og Fram 286 mörk.
Valsmenn fengu á sig fæst mörk
allra liðanna, 262, en Haukar 20
mörkum meira, 282. Grótta, ÍR,
Fram og Víkingur fengu flest
mörk á sig, 336, 324, 317, og 311.
VALSMENN PRUÐASTIR,
VÍKINGAR GRÓFASTIR
En það er hægt að leika ser að
fleiri tölum en hér að framan er
minnst á. Til dæmis voru
Víkingar í miklum sérflokki
þegar litið er á brottvisanir af
leikvelli. Var Víkingi vikið af
velli í 79 mínútur samtals, eða
meira en heilum leik. iR-ingar
voru einnig mikið utan vallar,
liðlega heilan leik eða 65
minútur. Sjö leikmönnum var
vikið af velli í 10 mínútur eða
meira í mótinu og af þeim eru 5
úr Víkingi og ÍR með Viggó'Sig-
urðsson efstan á blaði, samtals 20
minútur.
Valsmenn sluppu hins vegar
bezt frá brottvísunum í mótinu og
leikmenn liðsins voru aðeins 24
mínútur utan vallar allt mótið.
Sömuleiðis sýndu Valsmenn
nákvæmni I vítaköstum og aðeins
5 sinnum i öllu íslandsmótinu
brást Valsmönnum bogalistin í
vítaköstunum. Einnig hér eru
leikmenn silfurliðs Víkings
ónákvæmastir, þeir klúðruðu 28
vitaköstum í íslandsmótinu að
þessu sinni.
Þrír markverðir liðanna i 1.
deildinni voru öðrum snjallari við
að verja frá vítaskyttunum. Þeir
Guðmundur Gróttumarkvörður,
Gunnar i Haukum og Örn ÍR-
ingur vörðu hver um sig 13 víta-
köst í mótinu.
En látum tölurnar tala.
EINKUNNAGJÖFIN
Eftirtaldir leikmenn urðu efstir
í einkunnagjöf blaðamanna
H. skaut öör-
fyrir rass
væri ekki valinn til áframhald-
andi æfinga með liðinu í vetur, þá
hafa landsliðsæfingarnar eflaust
komið honum til góöa.
Markahæstu leikmenn í 2. deild:
Hörður Harðars. Árm. 89
Sigtryggur Guðlaugss. Þór 79
Þorbjörn Jenss. Þór 71
Sigurður Sigurðss. KA 68
Hörður llilmarss. KÁ 56
Ililmar Björnss. KR 36
Ásmundur Kristinss. Leikni 55
Haukur öttesen KR 52
Friðrik Ásmundss. Árm 49
Gunnar Björnss. Stjörnunni 48
Magnús Teitss. Stjörnunni 47
Ármann Sverriss. KA 45
Eyjólfur Bragas. Stjörnunni 45
Einar Ágústss. Fylki 44
Ólafur Láruss. KR 43
Þorleifur Ananíass. KA 42
Pétur Ingólfss. Árm. 41
Símon Unndórss. KR 41
Morgunblaðsins, fyrst heildar-
stigafjöldi, þá leikjafjöldi og loks
meðaleinkunn.
Björgvin Björgvinsson,
Víkingi 42—14—3.00
Hörður Sigmarsson,
Haukum 42—14—3.00
Ólafur Einarsson,
Vikingi 39—14—2.79
Þorbjörn Guðmundsson
Val 39—14—2.79
Jón Pétur Jónsson,
Val 37—14—2.64
Brynjólfur Markússon
ÍR 36—14—2.57
Viðar Símonarson,
FH 36—14—2.57
Sveinlaugur Kristjánsson,
Þrótti 33—13—2.54
Þorbergur Aðalsteinsson,
Víkingi
Geir Hallsteinsson,
FH 35—14—2.50
Konráð Jónsson,
Þrótti 25—14—2.50
Pálmi Pálmas., Fram30—12—2.50
Jón Karlsson, Val 32—13—2.46
Ágúst Svavarss., ÍR 27—11—2.45
Árni Indriðason,
Gróttu 34—14—2.43
Viggó Sigurðsson,
Víkingi 34—14—2.43
Andrés Bridde,
Fram 24—10—2.40
MARKAHÆSTU
LEIKMENN 1. DEILDAR
' Hörður Sigmarsson,
Haukum 111
Ólafur Einarsson, Víkingi 88
Konráð Jónsson, Þrótti 86
Viðar Símonarson, FH 80
Þorbjörn Guðmundsson, Val 80
Geir Hallsteinsson, FH 79
Brynjólfur Markússon, ÍR 77
Jón Pétur Jónsson, Val 73
Pálmi Pálmason, Fram 70
Jön Karlsson, Val 69
Viggó Sigurðsson, Víkingi 65
Björgvin Björgvinsson,
Víkingi 62
Þorbergur Aðalsteinsson,
Víkingi 60
Ágúst Svavarsson, ÍR 57
Janus Guðlaugsson, FH 57
Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 53
Árni Indriðason, Gróttu 48
Sveinlaugur Kristjansson,
Þrótti 44
Björn Pétursson, Gróttu 42
Gunnar Lúðviksson, Gróttu 40
Sú bezta í kvenna-
ha nd knattlei knu m
KOLBRUN Jóhannesdóttir var valin bezta handknattleikskona þessa
tslandsmóts og fékk hún veglegan bikar til varðveizlu f eitt ár og skjal
til minningar um útnefndinguna. Var það sérstök nefnd, sem valdi
Kolbrúnu og fer það tæpast á milli mála, að hún er vel að þessu
sæmdarheiti komin. Kolbrún hefur varið mark Framstúlknanna af
miki.lli prýði í allan vetur og aldrei betur en f landsleikjunum gegn
V-Þjóðverjum á dögunum og í úrslitaleik 1. deildar gegn Fram. 1
nefndinni, sem fylgdist með flestum leikjum í 1. deildinni f vetur, áttu
sæti þær Sylvía Hallsteinsdóttir, Sigrfður Sigurðardóttir og Sigrún
Guðmundsdóttir.