Morgunblaðið - 07.05.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 07.05.1977, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1977 MORfi-dKi- MTFINU Það er einmitt svona sem fólkið vill sjá barið, eldsnöggt spitalavfnk og ósvikið rothögg. Ætlar þú að horfa á hálftíma hléið? Af hverju forgangur almenningsvagna? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Óvenjuleg grandsögn, sem sýn- ir tvflita hendi og þá venjulega láglitina er almennt mikið notuð. Þetta er mjög gagnleg sagnvenja en er þvf miður oft notuð á vit- lausum tfma. Flestir spilarar gleyma þvf, að doblið er einnig hægt að nota f sama tilgangi. Spilið f dag sýnir vel hversu óvenjulega grandsögnin getur verið tvíeggjað vopn. Gjafari vestur, og vestur á hættu. Norður Vestur S. KDG3 II. ÁG63 T. ÁIO L. 1094 S. 10987642 H. 10 T. G876 L. 3 Suður S. 5 H. K52 T. KD32 L. DG872 Austur S. Á H. D9874 T. 954 L. AK65 Vestur opnaði á einum spaða og austur sagði tvö hjörtu. Nú þótti spilaranum í suður rétt að biðja félaga sinn að velja á milli láglit- anna og sagði tvö grönd. Austur og vestur fóru síðan í sex hjörtu en þá fórnaði norður í sjö tfgla. Hann bjóst eðlilega við meiri skiptingu á hendi suðurs og gerði ekki ráð fyrir að fórnin yrði mjög dýr. En hann fékk aðeins sjö slagi, 1100 til austurs og vestur. í umræðum um spilið voru spil- ararnir sammála um að sex hjörtu stæðu og fórnin því góð. En áhorf- andi bað spilarana að bfða við og spurði austur hvernig hann myndi spila spilið kæmi suður eðlilega út með tígulkóng. Eftir dálitla umhugsun komst austur að þeirri niðurstöðuk, að hann myndi sennilega tapa spil- inu. Besta úrspilsleiðin og jafn- framt sú eðlilegasta, væri að nýta spaðalit vesturs strax til að losna við tígultaparana. Hann myndi því taka á tígulás, spaðaás og spila hjarta á ásinn. Samkvæmt áætlun myndi hann síðan láta tígul á spaðakónginn en þá trompar suður og spilið er tapað. Þessi úrspilsleið er mun réttari spila- mennska en vinningslleiðin eins og spilið liggur. Fórn norðurs var rétt sögn en grandsögn suður aftur á móti mjög slæm. Með svona spil er mun betra að dobla og gefa þar með félaga sínum meira svigrúm og betri möguleika til að komast að réttri niðurstöðu. Já, þetta er mynd af kærastanum mínum, þvf spyrðu? Þannig hafa nokkrir spurt, sem hafa haft samband við Velvak- anda nýverið eftir að samþykkt voru á Alþingi lög þess efnis að almenningsvagnar skyldu hafa forgang i umferðinni. Segir í þessum Iögum og greinargerð að er bílstjóri almenningsvagns gefi marki um að hann ætli að aka frá auðkenndri biðstöð út 1 umferð- ina, þá eigi aðvífandi bifreiðar að draga úr hraða og hleypa vagnin- um inn á götuna. — Mér finnst með þessum lög- um, sagði einn ökumaður, að hér með sé verið að viðurkenna það sem ökumenn strætisvagnanna hafa alltaf gert, en það er að troðast einhvern veginn út á göt- ur þegar þeir aka frá biðstöðvun- um. Það er verið að viðurkenna þennan troðning. Auðvitað má segja sem svo, að það sé betra að hafa þetta skýrt afmarkað í lög- um, frekar en að láta þá komast upp með troðning, en ég kem samt ekki auga á hvernig á að framkvæma þetta í smáatriðum. Hver á að meta hvort strætisvagni sé óhætt að aka frá biðstöðinni, má hann gera það hvenær sem er eða verður hann að biða þess að aðvífandi bílstjóri hægi á sér og stöðvi? Er það þá ekki á valdi hins aðvifandi bílstjóra hvort hann hleypir vagninum að eða ekki, og ef svo er í hverju er þá breytingin fólgin frá því sem nú er? Strætisvagnar hafa notið for- gangs að vissu marki, þ.e. mjög margir bílstjórar hafa þann sið að „gefa réttinn" ef þeir sjá að strætisvagn bíður. Ég held að hér sé um að ræða óþarfa lagasetn- ingu, það hefði án efa mátt reka meiri áróður fyrir tillitssemi við strætisvagna, áður en til slikrar lagasetningar kom. — I þessum dúr voru skoðanir annarra og það má vera að helzta skýringin á þessari lagasetningu sé sú að bílstjórar almennings- vagna séu orðnir þreyttir á að bíða eftir tillitssemi reykvískra ökumanna og því hafi verið knúið á með þessa lagasetningu. Oft hef- ur mátt sjá strætisvagna hálf inni- lokaða og bílastrauminn þjóta framhjá án þess að nokkur stöðvi, oftast kannski 1—2 i hverjum bil meðan strætisvagninn er fullur af fólki. En frekari umræður væri ekki úr vegi að fá, enda þótt þær breyti engu með hina nýju laga- setningu. % Með morgun- kaffinu — án sígarettu Undir ofangreindri fyrir- sögn barst á dögunum eftirfar- ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. 8 — Þá dreymir þig um að mála eða skrifa. Ég sé það i augunum á þér. Þau eru döpur. — Hefur fólk sem skrifar dapurleg augu? — Þig dreymir sem sagt um að skrifa? Mér þætti fróðlegt að vita hvort eitthvað getur orðið úr þér. Þú ert ekki sérlega trúaður á eigin getu, sýnist mér. Peter svaraði ekki. — Þú hefur vlst heldur ekkert gaman af að tala? Eöa ertu reiður út í mig af þvi að ég rak þig úr rúminu í nótt? Varð þér kalt að hafa enga sæng? — Hún hló við. Ég sá að þú varst af þeirri manngerð sem myndir hverfa um leið og ég klæddi mig úr fötunum. Uppáþrengjandi crtu ekki. Peter tók fram kaffikrúsir og sykurkar. — Gjörðu svo vel, sagði hann stuttlega og setti bolla fyrir framan hana. — Ég drekk kaffið mitt úti. Hann hafði ekki setið nema örstutta stund úti á veröndinni þegar hún kom á eftir honum og var nú komin í slopp, en berfætt og skólaus. — Flýrðu? spurði hún. Hann svaraðí ekki. — Gerirðu það venjulega? — Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um, svaraði hann hranalega. — Sem stendur vil ég fá að vera I friði. — Ekki finnst mér það eftir raddblænum að dæma. Þú ert að skrökva að mér. Kannski að sjálfum þér Ifka. Þú hefur nefnilega ekkert á móti þvf að hafa mig hérna. Því að þú ert einmana. Og svo seturðu eitt- hvað á svið til að láta ekki á þvf bera hversu einmana þú ert. Þú hugsar með þér: Ég verð fyrir alia muni að halda grfmunni. Og þú segir: Nú vil ég fá að vera f friði. En værirðu hug- rakkari segðirðu: Það veit hamingján heil og sæl að það er gott að þú ert hérna hjá mér. Ilvers vegna segirðu ekki það sem þér býr f brjósti? Hún scttist við hlið hans á bekknum, hneppti frá sér sloppnum og náttjakkanum. Hann sat kyrr litla stund og horfði til lofts, en loks gat hann ekki á sér setið og gaut til hennar augunum. Hún hafði Iftil brjóst en stinn. Hún brosti við honum og hann flýtti sér að Ifta undan. — Þú minnir mig á Frede, sagði hún. — Hann er Ifka svo einmana. Það er kannski þess vegna sem hann er alltaf að tala um hvað sé nauðsynlegt að margir búi saman. Þú hefur víst ekki áhuga á slfkum búskap. Nei, annars, þú hefur tekið þá ákvörðun að látast ekki taka eftir mér. — Æ, blessuð hættu þessu, sagði hann. — Ef þú þarft cndi- lega að tala reyndu þá að tala um sjálfa þig. — Um mig? Það var eins og henni yrði hverft við augnablik. — Um mig getum við talað seinna, sagði hún fljótmælt. Ilonum óx kjarkur við þetta. — Þú hrffur mig ekki með þessu mali né heldur tekurðu mig á sálfræðinni þinni. Þú veizt að hjá Hemmer býr oft fóik sem er listafólk eða langar til að verða það. Og svo upp- götvar þú af þvf að ég tala af mér, að mig langar að skrifa. Þú talar um að ég sé veikgeðja og þó ósköp væn sál af þvf ég reif ekki utan af þér fötin. Og nú ertu farin að tala um ein- manaleika af þvf að þú finnur að þú æsir mig upp. Hún kipraði varirnar en sagði ckkert. — Já, auðvitað æsirðu mig upp, hvæsti hann. — Og á ég að segja þér vegna hvers. Vegna þess að það er langt sfðan ég hef verið með konu. Hvaða kvenmaður sem er hefði æsandi áhrif á mig núna. Og mér finnst lúalegt að veifa framan { mig brjóstunum eins og til að reyna mig. Hún hneppti að sér náttjakk- anum. — Áttu sfgarettu? spurði hún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.