Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 14

Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 Fyrsta viðtalið af fjórum, sem brezki sjónvarpsmaðurinn David Frost hefur haft við Nixon, fyrrum Bandaríkja- forseta, og sýnt var í Bandaríkjunum í siðustu viku, vakti að vonum gífurlega athygli og er talið að um 45 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á þáttinn, sem er mesti fjöldi sem nokkurn tima hefur fylgzt með viðtalsþætti. I viðtalinu viðurkenndi Nixon sem kunnugt er, að hann hefði brugðizt bandarisku þjóðinni með því að ljúga og vanvirða stjórnarskráreið sinn og taka þátt í að reyna að hylma yfir Watergatemálið. Hins vegar neitaði Nixon því algerlega að hann hefði gerzt sekur um glæpsaiplegt athæfi, eða athæfi, sem réttlætt hefði getað að Bandaríkjaþing ræki hann úr embætti. Nixon sagði að það sem hann hefði gert, hefði eingöngu verið af pólitísk- um og mannúðlegum toga spunnið. „Eg felldi sjálfan mig og rak úr embætti með því að segja afrnér," sagði Nixon f þættinum og tárin streymdu niður kinnar hans. Skoðanakannanir, sem gerðar voru strax eftir að þættinum hafði verið sjónvarpað, gáfu til kynna að Nixon hefði ekki tekizt að breyta áliti landa sinna á honum, því að í skoðana- könnun, sem Newsweek birti í gær, sögðu 69% að þeir væru fullvissir um að Nixon væri sekur um glæp, 51% taldi að Nixon hefði logið nokkrum sinnum í viðtalinu, 59% töldu að hann hefði verið að hylma yfir eitthvað í þættinum, 28% sögðust enn hafa misst álit á honum, 47% sögðu að álit þeirra hefði ekkert breyzt og 17% sögðust hafa fengið meira álit á honum. Hér á eftir fer þýðing á þeim hluta viðtalsins þar sem Frost hvetur Nixon til að viðurkenna að honum hafi orðið á mikil mistök og hugsanlegt sé að hann hafi framið glæp, að hann hafi misnot- að völd sín og vanvirt embættiseiðinn og að hann hafi brugðizt bandarfsku þjóðinni og biðjist afsökunar. Nixon: „Ég man, að þegar ég tilkynnti Ehrlichmann og Haldeman að þeir yrðu að segja af sér, munaði engu að ég skrifaði inn í ræðuna, sem ég hélt kvöldið eftir í sjónvarpi, að ég hefði einnig ákveðið að segja af mér vegna þess að mér fannst að ég bæri ábyrgð á en þó ekki þannig, að ég væri sekur um afbrotin, sem ég hef verið sakaður um, bæri ábyrgð á vitneskju um innbrotið, mútugreiðslum, að hafa lofað náðunum o.s.frv. En ég sagði ekki af mér. Ég viðurkenni að á þeim tíma velti ég mjög fyrir mér hvort ég ætti að segja af mér, en mér finnst ég skulda sögunni það að benda á að frá 30. aprfl til 9. ágúst, er ég sagði af mér, gerði ég marga góða hluti. Við héldum 2 topp- fundi. Eg held að ein af ástæðunum fyrir þvíað ég vildi sitja áfram var að ég vildi halda opinni þróuninni f sam- skiptum Bandarfkjanna og Kína, styðja við hinn veika friðarsamning í Viet- nam og ýta áfram þróuninni í Miðaust- urlöndum. Þegar ég lít til baka og brýt spurninguna um hvort ég hefði átt að segja af mér til mergjar og hvað mér finnist nú, verð ég að segja að á þessum tfma urðu mér ekki á mistök. Ég held að þau mistök, sem ég sé mest eftir, hafi gerzt eftir á í ýmsum yfir- lýsingum, sem ég gaf út. Sumar af þessum yfirlýsingum voru villandi. I því sambandi minnist ég greinar, sem Ben Bradlee, ritstjóri Washington Post Epliádag—töraiíólag LONDON — Epli á dag kemur heilsunni f lag — en tönnunum í ólag ef trúa má grein í brezka læknis- fræðitímaritinu. Það hefur verið trú manna í meira en hálfa öld að epli i lok málsverðar komi í veg fyrir tann- skemmdir, en nú lítur út fyrir að epli flýti fyrir tannskemmdum segir í greininni. Epli eru bæði sæt og súr og þar með slæm fyrir tennurnar og litlar sem engar sannanir eru fyrir því að epli komi í veg fyrir tannskemmdir að sögn tímaritsins. Tímaritið mælir hins vegar með þeirri hugmynd að ljúka máltíð með ein- hverju sem verndi tenn- urnar og telur hollt fyrir tennurnar að borða hnetur og ost eftir máltíð og milli máltíða. Alþingi ályktar: Frumvarp um atvinnumál ör- yrkja undirbúið Unnið að kostnaðargerð um endurbyggingu raflinukerfis ÞRJÁR þingsályktanir voru sam- þykktar í sameinuðu þingí sl. þriðjudag, en tveimur vfsað til ríkisstjórnar. Atvinnumál öryrkja Samþykkt var þingsályktun sem felur í sér að ríkisstjórnin láti vinna og leggi fram á næsta þingi frumvarp til laga um at- vinnumál öryrkja. Skal frumvarp- ið miða að þvf að fólk með skerta starfsgetu fái starfstækifæri við sítt hæfi, annað hvort á sérstök- um vinnustöðum á vegum ríkis og sveitarfélaga eða með þvi að opna þeim aðgang að hinum almenna vinnumarkaði með sérstökum ráðstöfunum. Flutningsmaður var Helgi F. Seljan (Abl) en til- lögu hans var nokkuð breytt í atvinnumálanefnd þingsins. Launakjör hreppstjóra Þá var samþykkt þingsályktun þar sem ríkisstjórn var falið að láta endurskoða lög og reglur um launakjör hreppstjóra. Flutnings- maður var Steingrímur Her- mannsson (F). Endurbygging raflínukerfis Samþykkt var þingsályktun um endurbyggingu raflínukerfis i landinu, þar sem ríkisstjórninni er falið að láta gera kostnaðar- áætlun um endurbyggingu raf- línukerfis í landinu, bæði stofn- og dreifilína. Aætlunin verði mið- uð við það að á næstu 4—6 árum verði byggt upp fullnægjandi línukerfi. Flutningsmenn Jón Helgason (F) og 5 aðrir Fram- sóknarmenn. í umræðu kom fram að unnið hefur verið að þessu verkefni um nokkurt skeið — og að því muni Ijúka (áætlanagerð) eftir nokkra mánuði. Vísað til ríkisstjórnar Tveimur tillögum til þings- ályktunar var vísað til ríkisstjórn- ar, án formlegs samþykkis, um sundlaug við Grensásdeild Borg- arspítala og um málefni þroska- heftra. Tollur úr 70% Í0% í frásögn á þingsíðu blaðsins í gær af samþykktum frumvarpa, féll niður er sagt var frá frum- varpi Alberts Guðmundssonar um breytingar á tollskrá, að við þá breytingu lækkar tollur á vöru- pöllum úr plasti („plastpallets") til notkunar í fiskiðnaði úr 70% nú í 2% og við næstu áramót verður tollurinn enginn séu pall- arnir fluttir inn frá löndum EFTA eða EBE. Bæði einmenningur og tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs SlÐASTA laugardag hófst firmakeppni Bridgefélags Kópavogs, sem jafnframt er einmenningskeppni. Besta árangri náðu: Stig Ingólfur Böðvarsson 114 Stefán Guðjohnsen 112 Ármann J. Lárusson 109 Keppninni lýkur laugardag- inn 7. maí (í dag) og verður spilað að Hamraborg 11 og hefst kl. 13.30 Barometerkeppninni var haldið áfram s.l. fimmtudag og eru nú aðeins eftir 1 kvöld 3 umferðir. Jón og Guðbrandur halda enn öruggri forystu eins og þeir hafa gert mestan hlut keppn- innar, en Kári og Ragnar eru komnir í annað sæti. Árni Þor- valdsson og Sævar Magnússon spiluðu fyrir Kára og Ragnar siðustu umferð og mokuðu inn 194 stigum. Staða efstu para er nú þessi: Stig 1. Jön Sigurjónsson — Guðbrandur Sigurbergss.452 2. Kári Jónasson — Ragnar Stefánsson 427 3. Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 406 4. Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason 328 5. Sævar Bjarnason — Lárus Hermannsson 318 Síðustu umferðir þessarar keppni verða spilaðar n.k. fimmtudagskvöld og lýkur þá reglulegri spilamennsku félags- ins á þessu vori. Sparisjóðurinn sigr- aði í firmakeppninni á Suðurnesjum FIRMAKEPPNI Bridgefélags Suðurnesja er nýlega lokið og tóku 72 firmu þátt ( keppninni. Keppt var í fyrsta skipti um veglegan bikar, sem Kaupfélag Suðurnesja gaf til keppninnar. Úrslit urðu þessi: (Nöfn spil- ara í sviga) Sparisjóðurinn Keflavík 121 (Haraldur Brynjólfson) JJ-réttingar og sprautuverkstæði (Jóhann Sigurðsson) Tannlækningastofa Magnúsar Torfasonar (Magnús Torfason) Dagblaðið (Sigurður Sigurbjörnsson) Ofnasmiðja Suðurnesja (Guðmundur Ingólfsson) V at nsley sustrandarhreppur (Gunnar Jónsson) Keflavfkurbær (Inga Guðleyfsdóttir) Félagsbíó (Alfreð G. Alfreðsson) Verðtíðinni lýkur 11. maí en þá verður spiluð siðasta um- ferðin i meistarakeppninni í einmenning. Spilað er í tveim- ur 16 para riðlum. Staða efstu manna fyrir sið- ustu umferðin: Stig Magnús Torfason 213 Alfreð G. Alfreðsson 205 Guðmundur Ingólfsson 203 Gunnar Jónsson 201 Haraldur Brynjólfsson er í fimmta sæti með 191 stig en hann sigraði i keppninni í fyrra. Kristmann og Jónas unnu minningarmót- ið á Selfossi MINNINGARMÓTINU um Höskuld Sigurgeirsson lauk 2. maí sl. hjá Bridgefélagi Sel- foss. Urslit urðu þessi: Stig Kristmann Guðmundsson — Jónas Magnússon 607 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 588 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 557 Bjarni Guðmundsson — Kristján Jónsson 547 Örn Vigfússon — Þórður Sigurðsson 533 GuðmundurG. Ölafsson — Haukur Baldvinss. 523

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.