Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 16

Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 „Ef við erum að útrýma smáf iski þá eru Sunn- lendingar búnir með stóra fiskinn" Að undanförnu hefur mikið verið rætt um smáfiska- dráp á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi og sýnist sitt hverjum. Fjöldi útgerðarmanna og sjómanna á Suðvestur- og Suðurlandi heldur því fram að smáfiskadráp togara, sem stunda veiðar á þessum svæðum sé geigvænlegt og verið sé að klára allan fisk, sem á næstu árum á eftir að koma til hrygningar. Vestfirðingar og Norðlendingar halda því aftur á móti fram, að smáfiskadráp sé tiltölulega lítið, eða innan við 10% af heildarafla hvers skips, millifiskur sé um 50% af veiðinni og stórfiskur um 40%. Þessu til sönnunar leggja Vestfirðingar fram sínar matsnótur, þá benda þeir á að netagirðing sé nú úti fyrir öllu Suðurlandi þ.e. frá Hornafirði að Látrabjargi og verið sé að útrýma þeim litla hrygningarstofni, sem enn sé lifandi við landið. Það sé öllu betra að grisja aðeins fiskstofnana á meðan þeir eru í uppvexti og friða síðan hrygningarstofninn, þannig að tryggt verði að þroskurinn gefi alltaf af sér næg afkvæmi. Vestfirðingar segja ennfremur að þeim finnist einkennilegt að mest skuli hafa verið deilt á þá fyrir smáfiskadráp, frá Vestfjörðum séu aðeins gerðir út 9 togarar, en á veiðisvæðum þessara skipa sé allur íslenzki togaraflotinn 8 — 10 mánuði ársins, að undanskildum austfirzku togurunum. Til þess að kynnast viðhorfum Vestfirðinga betur í þessum mál- um, kom Morgunblaðið við á ísafirði fyrir helgina og ræddi þar við ýmsa aðila um þessi mál. Rætt við Vestfirðinga um smáfiskadráp og friðunaraðgerðir //______________Fyrri grein Við erum ekki smáfiskamorðingjar Jóhann T. Bjarnason framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur lagt mikla vinnu í að reikna út aflabrögð togara á Vestfjörðum og afkomu frystihúsa þar og mótmæiti hann strax harðlega þeim fullyrðingum sjómanna og útgerðarmanna á Suðurlandi að Vestfirðingar væru smáfiskamorðingjar og sagði að þeir ættu að horfa fyrst i eigin barm. „Ég átti heima i Vestmannaeyjum um 4 ára skeið, á beztu aflaárunum, sem þar voru, þá var ástandið þar þannig að sumt af þeim fiski sem barst á land t.d. í páskahrot- unni, var mjög léleg vara. Mér blöskraði þó mest að sjá hve mikið af hrognum kom á land. Ef maður spurði hvort ekki ætti að gefa fiskinum kost á, að hrygna var sagt, að svo mikill fiskur væri i sjónum, að þess þyrfti ekki. Málin hafa ekkert breytzt, Sunnlendingar halda áfram, að veiða hrygningarfiskinn, áður en hann hrygnir og skamma síðan okkur Vestfirðinga á svi- virðilegan hátt fyrir að drepa smáfisk. Er ekki nær að leyfa fiskinum að hrygna þann- ig að eitthvað klekist út og klakið eigi kost á að verða að fiski? Að ósi skal á stemma," segir Jóhann. Hlutdeild vestfirzku frystihúsanna í heildarútflutningsverðmæti er mun meiri heldur en hlutdeild í heildarframleiðslu- magni og að sögn Jóhanns nemur það þrem hundraðshlutum. 1 Eyjum og víðar á Suður- landi snýst þetta við, þar er útflutnings- verðmætið minna miðað við framleiðslu- magn. „Eftir þessu að dæma, mætti halda að útlendingar væru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir smáfiskinn, heldur en hinn svo- kallaða stórþorsk, sem fæst við Suðurland" segir Jóhann. Vestfjarðafrystihúsin fengu 50 kr. hærra útborgunarverð en frysti- húsin í Eyjum árið 1975 „í sambandi við útborgunarverð á hvert kiló til frystihúsanna má geta þess, að fyrir árið 1975, fengu frystihúsin í Eyjum kr. 175.51 á kíló, en frystihúsin á Vestfjörðum I kr. 224.80 á kiló. Þannig fengu þau kr. 49.29 meira fyrir hvert kíló sem þau verkuðu en húsin i Vestmannaeyjum. Hins vegar var meðalverð á kíló til allra frystihúsa á land- inu sem eru innan vébanda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna kr. 199.50. Vestfirzku húsin fengu þvi 25.30 kr. meira á hvert kíló en landsmeðaltalið er, og ef litið er á hvað Vestfjarðahúsin fengu mikið hærra útborg- unarverð en húsin í Vestmannaeyjum, þá fengu þau 413 millj. kr. hærra heildarverð fyrir sina afurð, heldur en ef þau hefðu fengið miðað við útborgunarverð til Vest- mannaeyja," sagði Jóhann T. Bjarnason ennfremur. Að sögn Jóhanns þá fer svo til öll fram- leiðsla vestfirzku frystihúsanna i neytenda- umbúðir, en víða annarsstaðar á landinu fer mikið af framleiðslunni i blokk. Sagði hann, að þetta hefði komið Vestfirðingum mjög til góða þegar blokkin féll í verði en verð á neytendapakkningum hélzt. Aflaverðmætið 3900 mill j. kr. upp úr sjó á s.l. ári Aflaverðmæti vestfirzkra skipa upp úr sjó nam tæplega 3900 milljónum króna á s.l. ári, en í Vestmannaeyjum var verðmætið rúmlega 2100 milljónir króna. Aflaverð- mæti skipa frá Grindavík var rösklega 1000 Jóhann T. Bjarnason Friðbjörn Við matsstörf í hraðfrystihúsi Norðurtanga á ísafirði milljónir, í Þorlákshöfn 677.7 milljónir, í Keflavík 1618 milljónir, í Reykjavfk 2000 milljónir kr., á Akureyri 974 milljónir kr. „Aflaverðmæti skipa frá Isafirði og Hnífs- dal var 1317,2 millj. kr. og frá Bolungavík 730 millj. kr. að loðnunni meðtalinni. Það ástand, sem rikir hér, má meðal annars rekja til þess hve vel frystihúsin eru rekin, og þau hafa nægt hráefni árið um kring. Ef væri verið að vinna eitthvert rusl í þessum húsum, væri ástandið ekki gott“, sagði Jóhann. Fiskur eins og á mynd- inni í Morgunbíaðinu hef- ur ekki komið hér á land. „Mér er ekki kunnugt um að neinn fiskur áþekkur þeim, sem voru á myndinni i Morgunblaðinu þann 1. maí s.l. hafi borizt á land hér á Vestfjörðum a.m.k. hefur slikur fiskur ekki farið i gegnum hendurnar á mér,“ sagði Friðbjörn Friðbjarnarson fisk- matsmaður á Isafirði þegar Morgunblaðið ræddi við hann. 1 samtalinu sagði Friðbjörn, að togararnir væru t.d. alltaf með þó nokkuð mikið af stórfiski í aflanum og i siðustu löndun hefðu 24% verið stórfiskur hjá Guðbjörgu þ.e. fiskur yfir 70 cm. Aldrei hefði komið fyrir að hlutur stórfisks í afla hefði farið undir 17%. „Um smáfiskinn er það að segja, að hann er og hefur verið 3 — 6% í veiðiferð á þessu ári og telzt það vart mikið. Annar háttur á matinu hér Matið á fiskinum fer þannig fram hér, að ég tek eitt bretti af vörubílunum, en á því eru 10 kassar, síðan er allur fiskur tekinn úr kössunum veginn og mældur. Hér tökum við því hátt í 700 kiló i matið, en mér er kunnugt um að t.d. i Reykjavík eru aðeins teknir nokkrir fiskar úr kös á vörubil. Það er ekki hægt að koma við neinu svindli þegar matið fer fram, þvi sjómenn vita aldrei hvaða bretti er tekið í matið. Ég viðurkenni þó að i siðustu tveim veiðiferð- um togaranna hefur fiskurinn verið heldur smærri en hann var fyrr í vetur, þegar þeir voru með 60% stórfisk, en þá voru þeir að veiðum undan Víkurál." Friðbjörn segist hafa verið 38 ár til sjós áður en hann fór i fiskmatið. Fiskurinn undan Vestfjörðum og Norðurlandi sé nú eins og þá, það skipti ekki máli á hvernig skipum fiskurinn er veiddur. Úr frystihúsinu í Hnífsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.