Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
25
Jakob V. Hafstein, lögfræðingur: _Bláa byltingin
Fiskiræktarmál
Reykj avíkurborgar
Fiskræktarmál
Reykjavíkurborgar
t fyrri grein minni um mál
þessi leitaðist ég við að tfunda og
gera Ijósan aðdragandann að
stofnun Veiði- og fiskræktarráðs
Reykjavíkurborgar, birti starfs-
reglur ráðsins og verkefni þess I
veigamiklum atriðum og upplýsti
jafnframt, hvaða menn ættu setu
I ráðinu.
Þá skýrði ég frá þvf að f sfðari
grein minni mundi ég vfkja nán-
ara að störfum ráðsins hingað til,
málefnum þeim er ágreiningur
hefði skapast um f ráðinu hvernig
fara skyldi með en fjölmiðlar
hafa einmitt fjallað að undan-
förnu töluvert um ágreiningsmál-
in í ráðinu, sem að mestu eiga rót
sfna að rekja til Stangaveiðifé-
lags Reykjavfkur og þeirra
áhrifa, sem félagið virðist hafa
innan ráðsins og hjá borgaryfir-
völdum.
1 þessum efnum er þó aðeins
hægt að stikla á stóru til þess að
níðast ekki á þolinmæði þeirra, er
kunna að vilja líta yfir þessar
greinar mínar og kynnast þannig
afstöðu minni til málanna, jafn-
framt því að seðja að nokkru fróð-
leiksfýsn þeirra, er spurst hafa
fyrir um mál þessi i fjölmiðlum.
Störf Veiði- og
fiskræktarráðs
Það er skoðun mín að starfsemi
Veiði- og fiskræktarráðs Reykja-
víkurborgar sé bæði þýðingarmik-
il og gagnleg fyrir borgina, borg-
arbúa alla og ekki hvað sízt fyrir
hið geysistóra vatnahverfi borgar-
innar, er spannar yfir Elliðaárn-
ar, Elliðavatn, Bugðu, Hólmsá,
Úlfarsá, Laxá i Kjós, Sog, Ulfljóts-
vatn og vötn í nágrenni borgar-
innar og i löndum borgarinnar.
Af þessari stuttu og raunar
ófullkomnu upptalningu má ljóst
vera, að verkefni Veiði- og fisk-
ræktarráðs eru meiri en nóg og að
i mörg horn er að lita, ef vel á að
fara.
1 flestum greinum hefur líka —
að því er ég bezt þykist vita —
verið gott samstarf í ráðinu og
það þegar komið ýmsu góðu til
leiðar, þó að ekki fari mikið fyrir
því, sem eðlilegt er, þegar um
byrjunarstarf er að ræða, enda er
gott að kunna fótum sínum for-
ráð.
Nefni ég í þessu sambandi
rannsóknir fiskræktarfulltrúa á
silungastofnunum í Ulfljótsvatni
og Hafravatni, rannsóknir og mat
á uppeldisskilyrðum fyrir laxinn i
Eiliðaánum í Hólmsá og Bugðu,
sammála samþykkt ráðsins um að
ráðast í mikla fiskrækt í Hólmsá
og Bugðu, framkvæmdir á að-
stöðu fyrir fatlaða og lamaða til
silungsveiða i Elliðavatni, grein-
argerð um Ulfarsá, aukna fisk-
rækt i Ulfarsá, endurmat á ánni,
tillögur um nýtingu árinnar með
bættu veiðiskipulagi jafnframt
hreinsun við ána og miklar endur-
bætur á rennsli hennar, en
Reykjavíkurborg er eigandi að
47.5 hundraðshlutum árinnar, án
þess á undanförnum 25 árum að
hafa getað notið þessara hlunn-
inda — og nú siðast mælt með
styrkveitingu til 2-ggja ungra
manna, sem unnið hafa að þvi tvö
undanfarin ár, af mikilli alúð og
áhuga, að gera merkilegar vís-
indalegar rannsóknir á lifkerfi
EUiðavatns.
Allt þetta ber vott um gott og
mikið jákvætt starf hjá ráðinu,
sem ég tel öruggt að metið verði
að verðleikum þegar frami sækir.
Þá hefur og Veiði- og fiskræktar-
ráð varað við starfsemi smábáta-
hafnar við Elliðaárvog og leitað
umsagnar erlendra sérfræðinga í
mörgum löndum um það, hver
áhrif slik starfsemi við ósa og
mynni Elliðaánna gaeti haft á
laxagöngu i ána og sjógönguseiða
úr Elliðaánum út I voginn. Vona
ég að ráðinu takist að starfa þann-
ig áfram samstillt og heilshugar,
því að þetta sannar vissulega
þörfina á þvi, að Veiði- og fisk-
ræktarráð sé til og starfi af full-
um krafti.
En svo kemur að hinni nei-
kvæðu hlið i starfsemi ráðsins,
þegar ráðsmenn eru ósammála
um starf og stefnumörkun og
hafa skipst i eins jafnstóra hópa
og hægt er í 7-manna ráði. Þetta
hefur aldrei komið fyrir í ráðinu
nema þegar málefni Stangaveiði-
félags Reykjavikur hafa legið þar
fyrir til úrlausnar. Þetta hefur
skeð frá fyrstu starfsdögum ráðs-
ins, þegar endurnýja þurfti laxa-
veiðisamningana um EUiðaárnar
og sniðgengin voru fyrirmæli
borgarstjórnar um það i 6. grein
starfsreglanna um Veiði- og fisk-
ræktarráð, að ráðið ætti að annast
og hafa íhlutun um gerð slikra
samninga. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hóf þá þegar að
senda ráðinu kaldar bréflegar
kveðjur, i stað þess að leggja
áherzlu á það að hafa sem allra
bezta samvinnu við Veiði- og fisk-
ræktarráð. Síðan hefur þetta
ástand magnast, valdið deilum og
nú mest á þessu vori, þegar um-
ræður fara fram um samninga,
varðandi rekstur og nýtingu Kiak-
og eldisstöðvarinnar, fyrst og
fremst fyrir vatnahverfi borgar-
innar.
Ég ætla mér ekki i greinarkorni
þessu að rekja þá leiðinda sögu í
smáatriðum. Slíkt hefur engan til-
gang og mundi efalaust gera illt
verra. En það er mitt álit, að
Veiði- og fiskræktarráðsmenn
verði að gera sér ljóst og skilja, að
samstillt borgarstjórn hefur sett
þeim starfsreglur og verkefni til
hagsbóta fyrir borgina og borgar-
búa, en ekki fyrir neinar útvaldar
félagsheildir eða þrýstihópa, sem
telja sig sjálfkjörna til að njóta og
nýta mestu og beztu hlunnindin,
sem vatnahverfi borgarinnar geta
boðið.
Mergurinn málsins er þvl aug-
ljóslega þessi: Eiga V'eiði- og fisk-
ræktarráðsmenn að vinna að
hagsmunum heildarinnar, borg-
arinnar og borgarbúa, eða telja
þeir sig kosna I r^ðiðtil þess að
vera þar á verði um hagsmuni
Stangaveiðifélags Reykjavfkur?
Þeir, sem i fjölmörgum tilfell-
um hafa valið sér síðari kostinn,
ættu sem allra fyrst að segja
lausu starfi sfnu I ráðinu, enda
hafa þeir, hjnir sömu miklu fleiri
aukastörf og bitlinga hjá borg-
inni, en góðu hófi gegnir, og eru
því önnum kafnir fyrir.
Stangaveiðifélag
Reykjavíkur
Þrátt fyrir það þó að ég sé bú-
inn að vera félagi í Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur yfir 30 ára skeið,
oft á tiðum tekið mikinn og
ánægjulegan þátt i starfsemi fé-
lagsins og gegnt þár ýmsum trún-
aðarstörfum af áhuga og alúð, að
mér finnst, tel ég samt sem áður
rétt að taka fram, að ég hefi
aldrei getað skilið þann hugsun-
arhátt, sem oft hefur látið á sér
kræla, að Stangaveiðifélag
Reykjavikur eigi einhvern sið-
ferðilegan eða sögulegan for-
gangsrétt á þvi, að ráða yfir og
reka iaxveiðiréttindin i Elliðaán-
um og Klak- og eldisstöðina við
Elliðaárnar. Það liggur við að
manni blöskri hrokafullt tal
manna i þessum efnum um sögu-
legt baksvið, sem þeir gjarna
smjatta á i þvi sambandi. Þeir,
sem þannig tleja sig „réttborna til
þessa rikis“ rasa um ráð fram og
vaða reyk, að minu mati.
Ég vil minna á og leggja á það
alveg sérstaka áherzlu, að borgar-
yfirvöldin hafa af óvenju mikilli
rausn og örlæti, látið Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur eftir um tugi
ára skeið, afnotaréttinn á þessum
Síðari grein
miklu verðmætum og aðstöðu við
Elliðaárnar, laxveiðina, Klak- og
eldisstöðina og vandað og
skemmtilegt veiðihús, fyrir sára-
lítið og óverulegt eftirgjald.
Þessu hefi ég fagnað og fagna
enn, enda hefur þetta verið aðal
lyftistöng félagsins bæði félags-
lega og fjárhagslega um áratuga
raðir. Stangaveiðifélag Reykja-
vikur þarf þvi sannarlega ekki að
kvarta og ætti sízt allra að tor-
velda stóraukna fiskrækt i vatna-
hverfum Reykjavíkurborgar og
bætta almenna aðstöðu i þeim
efnum.
Mér er lika vel kunnugt um
það, að einmitt hinar gifurlegu
tekjur, sem félagið hefur haft af
EUiðaánum og rekstri Klak- og
eldisstöðvarinnar, hafa gert þvi
kleyft að bjóða i og leigja ýmis
veiðivötn utan Reykjavikur vitt
um landið i samkeppni við önnur
áhugamannafélö^ um stangaveiði
og fiskrækt.'Félagið ætti þvf sfzt
af öllum að sýna kala f garð
þeirra fyrirætlana, sem borgaryf-
irvöld hafa á prjónunum f fisk-
ræktarmálum og falin hafa verið
Veiði- og fiskræktarráði.
Sé það í raun svo, að Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur sé það illa
á vegi statt, þrátt fyrir þessi
miklu hlunnindi og fjárhagslegu
aðstoð, sem borgaryfirvöld hafa
veitt þvi um langan aldur, beint
og óbeint, að tilvera þess sé i veði
— sem ég persónulega vil ekki
trúa — er miklu heiðarlegra að
ganga hreint til verks, leggja spil-
in á borðið og biðja borgaryfir-
völd aðstoðar, eins og mörg önnur
áhugamannafélög i borginni hafa
gert — og fengið. En það er mitt
álit að ófær sé sú leið, að láta ekki
önnur áhugamannafélög um þessi
málefni njóta jafnréttisaðstöðu
við Stangaveiðifélag Reykjavfkur
og enn verra, ef félagið á að geta
komið þvf til leiðar, að torvelda
samþykktar fiskræktarfram-
kvæmdir f vatnahverfum Reykja-
vfkurborgar.
Samningarnir um
Klak- og eldisstöðina
I nóvember mánuði síðastliðn-
um var gengið frá samningum við
Stangaveiðifélag Reykjavikur um
laxveiðiréttinn i Elliðaánum. Sér-
stök samninganefnd Veiði- og
fiskræktarráðs og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur fjallaði um þá samn-
inga við félagið og sendi þá fyrst
til borgarráðs. Borgarráð ákvað
að senda samningsdrögin til um-
sagnar Veiði- og fiskræktarráðs í
heild, sem — að sjálfsögðu er í
fullu samræmi við þær reglur um
störf og skyldur ráðsins, er borg-
arstjórn samþykkti hinn 7. nóv.
1974 og ég hefi áður skýrt frá i
fyrri hluta greinar þessarar.
Veiði- og fiskræktarráð gerði
sír*að veigamiklar breytingar á
samningum til stórra bóta, sem
borgarráð samþykkti svo endan-
lega. Var yið þær breytingar fyrst
og fremst haft i huga að árnar
yrðu skynsamlega skipulagðar til
veiðanna, hagur borgarinnar og
borgarbúa hafður í heiðri með
hliðsjón af sköpun aukinna og
fjölgun veiðileyfa I Elíiðaánum,
svo að fleiri gætu notið, en hingað
til. Hagur SVFR var virtur en
ekki fyrir borð borinn eða félagið
„knésett" — svo sem illgjarnar
tungur vilja vera Iáta.
Nú standa yfir samningaumleit-
anir við Stangaveiðifélagið um
Klak- og eldisstöðina við Elliða-
árnar. Þar er einnig sérstök samn-
inganefnd að störfum, en hana
skipa rafmagnsstjóri Aðalsteinn
Guðjohnsen, formaður VFR-ráðs
Ragnar Júlíusson og fiskræktar-
fulltrúi Reykjavfkurborgar Jakob
Hafstein jr.
Veiði- og fiskræktarráð klofn-
aði um það, hvort ráðið ætti sjálft
að annast rekstur Klak- og eldis-
stöðvarinnar. Meirihlutinn lagði
til að samninga um rekstur stöðv-
arinnar yrði leitað við SVFR og
hlaut sú skoðun náð fyrir augum
borgarráðs og borgarstjórnar að
meirihluta til.
Hins vegar verður að álíta, sam-
kvæmt tillögu meirihluta Veiði-
og fiskræktarráðs um þessa með-
ferð málsins, að allir Veiði- og
fksiræktarráðsmenn myndi sam-
stöðu um það, að engir samningar
verði gerðir við SVFR um rekstur
stöðvarinnar nema að tryggt verði
að vatnahverfi Reykjavfkurborg-
ar fái það magn af framleiðslu-
getu stöðvarinnar af laxa- og sil-
ungaseiðum, sem fiskræktarfull-
trúi hefur lagt til að lágmarki, f
samræmi við fyrri samþykktir
Veiði- og fiskræktarráðs um
framkvæmd fiskræktar f Hólmsá
og Bugðu og aukna fiskrækt f
Úlfarsá.
Er nú beðið eftir framvindu
þessa máls, sem virðist hafa tafist
nokkuð, eftir að stangaveiðafélag-
ið Ármenn í Reykjavik sendu ráð-
inu erindi um áhuga sinn á þvi, að
eiga viðskipti við Klak- og eldis-
stöðina við Elliðaár.
Vonandi verður niðurstaðan f
máli þessu á þann veg, að hún
þjappi ráðsmönnum saman og
eyði ágreiningsatriðum.
Æskulýðsstarfsemi
Það er óneitanlega þýðingar-
mikið að vekja æsku Reykjavikur-
borgar til umhugsunar um mögu-
leika hennar við vatnahverfi
borgarinnar, veiðiferðir og úti-
vist, veiðikunnáttu og veiði-
menningu og um leið að gera
hana að þátttakanda f vörnum og
viðhaldi þessara gæða. Veiði- og
fiskræktarráð efndi tíl litilsháttar
samstarfs við Æskulýðsráð borg-
arinnar í þessum efnum og hafði
fiskræktarfulltrúi borgarinnar
þar hönd i bagga með fyrir Veiði-
og fiskræktarráð. En þvi miður
hefur þetta samstarf orðið enda-
sleppt og færi vetur á þvi að það
yrði tekið upp að nýju hið allra
fyrsta. Iþeim efnum ætti að vera
hægt um vik þar sem varaformað-
ur Veiði- og fiskræktarráðs er for-
maður Æskulýðsráðs borgarinn-
ar, en sannast sagna hefur mér
fyndist hann sýna þessu máli
óskiljanlegt áhugaleysi. Það er þó
tæpast hætta á því að þessir aðilar
verði til þess að skerða hagsmuni
Stangaveiðifélags Reykjavfkur.
Ég get ekki látið hjá liða að
vekja athygli á þvi, að i hinni
ágætu bók um Elliðaárnar —
„perlu Reykjavikur" sem rituð er
af Guðmundi Danielssyni, gefin
út af forlagi Guðjóns Ö. Guðjóns-
sonar — er skemmtilegt viðtal við
Matthias Johannessen, ritstjóra,
þar sem hann einmitt vekur at-
hygli á hinum glæsilega vett-
vangi, sem æska Reykjavikur
gæti skapað sér við Elliðaárnar,
Elliðavatn, Hólmsá og Bugðu.
Þetta mál er þvi ekki nýtt af
nálinni, heldur nærri 10 ára gam-
alt og því sannarlega timabært að
það verði stór þáttur í „Bláu bylt-
ingunni“.
Þessari grein minni — hinni
síðari — er nú senn lokið um
„Bláu byltinguna" i vatnahverf-
um Reykjavikurborgar. Ég hefi
ieitast við á málefnalegan hátt að
gera grein fyrir afstöðu minni til
hinna ýmsu þátta þessa máls og
baráttunni fyrir því, að Veiði- og
fiskræktarráð starfi eftir þeim
reglum og skyldum, er samstæð
borgarstjórn setti ráðinu hinn 7.
nóvember 1974.
Menn geta deilt um leiðir og
starfsaðferðir og hvernig árangri
verði bezt náð og á sem fljótvirk-
asatan hátt í einstökum atriðum.
En við V'eiði- og fiskræktarráðs-
menn getum ekki og megum held-
ur ekki deila um það, að okkur
hefur verið falið að vera á verði
um mikil hagsmunamál Reykja-
vfkurborgar, ba-ta þau og efia, svo
sem okkur er framast unnt. Önn-
ur sjónarmið verða og eiga að
vfkja, meðan núverandi starfs-
reglur Veiði- og fiskræktarráðs
eru f gildi og i heiðri hafðar. Það
er mergurinn málsins.
Klakstöðin við Elliðaárnar