Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
+ Móðir okkar. HALLFRÍÐUR GUORÚN GUOMUNDSDÓTTIR frá Ófeigsfirði Hringbraut 86 andaðist f Landsspltalanum sunnudaginn 8 maf. F.h. aðstandenda, Sigrún Sturlaugsdóttir.
+ Móðir okkar, PÁLÍNA GUOJÓNSDÓTTIR. Hrafnistu. andaðist að Landsspftalanum 8 maí. Börnin.
+ Móðir okkar, tengdamóðir og amma JÓNÍNA LOFTSDÓTTIR, Sólheimum 23, lést f Heilsuverndarstöð Reykjavfkur hinn 7. maf Kristján Hafliðason, Helga Wium, Loftur Hafliðason Sigrfður Danielsdóttir, Ásdfs Hafliðadóttir. Gunnar Sigurgfslason. Hákon J. Hafliðason og bamaborn
+ Faðir okkar, bróðir og mágur, ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON. Mánagötu 24. andaðist 7 þ.m Fyrir hönd barna hans og tengdabarna, Kristján B. Þórarinsson. Kristlaug Ólafsdóttir. Valdimar Guðjónsson.
+ Ff0ken RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR fyrrum skólastjóri Kvennaskólans 1 Reykjavlk andaðist í Landspítalanum laugardaginn 7 maí Vandamenn
+ Eiginmaður minn. faðir og tengdafaðir, PÁLL G. ÞORLEIFSSON, Kleppsvegi 18. andaðistá Landakotsspitala. sunnudaginn 8 maf Elka Guðbjörg Þorláksdóttir, Valgerður Pálsdóttir. Hreinn Bergsveinsson.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, DAGBJÖRT EIRÍKSDÓTTIR, Hverfisgötu 83, andaðist að heimili sfnu sunnudaginn 8 maf. Aðstandendur.
+ Jarðarför GUÐFINNU BJÖRNSDÓTTUR. Hagamel 47. ferframfrá Neskirkju þriðjudaginn 10 maf kl 13.30 Ásdfs Magnúsdóttir Benedikt Guðmundsson
+ Jarðarför bróður okkar SIGURJÓNS OTTESEN, Hagamel 40, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11 maf kl 10.30 Blóm vinsamlega afþökkuð. Guðný Ottesen. Lárus Ottesen.
Minning:
Kristmann Hjörleifs-
son skrifstofustjóri
Fæddur 6. september 1920.
Dáinn 3. maf 1977
„Þetta er bara svona, þaó er
staðreynd, það þýðir ekkert að
tala um það.“ Hve oft sagðir þú
ekki þessi orð við mig þegar
vandamál lfðandi stundar bar á
góma. Það er staðreynd, sem við
verðum að sætta okkur við, að þú
leystir landfestar hérvistar og
lagðir á djúpið þann 3. maí s.l.
Menn hafa oft hugsað sér dauð-
ann, sem sjóferð yfir hafið. Eitt af
skáldum þjóðarinnar hefir i
minningarljóðum eftir látinn vin
komist svo að orði:
„Nú eru þá sigldur á ókunnan sæ
þú ægilegt hafsdjúpió þráðir æ.
En hérsit ég eftir hljóður.
Og grátskvld viðkvæmni grlpur mig
um giaumlausa nótt, er ég hugsa um þig
sem breyskan, en hjartfólginn bréður".
Við sem eftir stöndum á strönd-
inni vonum að landtakan verði
góð hinumegin og þaó skipti til
hins betra. Þú tókst veikindum
þínum með slíkri karlmennsku,
sannfærður um bata, að okkur
vini þína óraði ekki fyrir svo
snöggum umskiptum. Er við frétt-
um lát Kristmanns, var það okkur
vinum hans hin mesta sorgar-
fregn, þvi að elskan og virðingin
syrgir eins fyrir það, þó hún viti,
að enginn má sköpum renna. En
vitneskjan um að látinn lifir, það
er huggun harmi gegn.
Kristmann var fæddur 6. sept-
ember 1920, sonur hjónanna
Kristínar Þorleifsdóttur og Hjör-
leifs Kristmannssonar, skósmiðs,
að Þórsgötu 23 í Reykjavík. Eru
þau hjón látin.
Eftirlifandi systkini
Kristmanns eru: Gerður, verzl-
unarstjóri, Hjördfs húsfrú, Helgi
skósmiður, og Ásgeir, fram-
kvæmdastjóri, öll búsett í Reykja-
vfk. Kristmann lauk prófi frá
Verzlunarskóla íslands árið 1938
með hæstu einkunn. Hóf síðan
störf hjá útgerðarfélagi Geirs
Thorsteinssonar. Það markaði
tímamót i lífi hans, þvf þá fékk
hann ódrepandi áhuga á togaraút-
gerð, sem entist honum til ævi-
loka. Okkar kynni hófust, er hann
kom skrifstofustjóri til útgerðar
Guðmundar Jörundssonar fyrir
um 10 árum síðan. Ég mun seint
gleyma því, þegar þessi vörpulegi
maður snaraði sér inn f loft-
skeytaklefann á b/v Narfa, sem
þá var staddur i Þorlákshöfn, eld-
snemma morguns þann 18. ágúst
1967. Hann mun hafa hafið störf
hjá útgerðinni nokkru fyrr, en
þarna urðu okkar fyrstu kynni.
Áhugi hans á útgerðinni var slik-
ur, að hann var ávallt mættur með
forstjóranum til skips, hvort held-
ur var að nóttu eða degi, bæði við
komu og brottför skipsins. Um
skrifstofustörfin þarf ekki að
ræða, þar var allt í fyllstu röð og
reglu, enda maðurinn afburða
snjall bókhaldari og skrifstofu-
maður og fljótur að átta sig á
hlutunum, gjörþekkti allt í þágu
skips og útgerðar. Guðmundur
Jörundsson kunni vel að meta
áhuga hans og hæfni og var gott
samstarf þeirra á milli, sem þró-
aðist upp i vináttu. Ég átti því láni
að fagna að eignast vináttu þessa
mæta manns. Vináttu, sem aldrei
bar skugga á. Áttum við margar
skemmtilegar samverustundir á
góðum degi. Kristmann var hrók-
ur alls fagnaðar á góðri stund,
enda maður víðlesinn, fróður og
kunni vel að segja frá. Og til hans
var leitað ráða, þegar úrlausna
þurfti við. Kristmann var meðlim-
ur Oddfellowreglunnar og starf-
aði þar af sínum alkunna dugn-
aði, og bar velferð reglunnar og
reglubræðra fyrir brjósti, enda
áhuginn lifandi, viljinn einlægur
og tryggðin óþreytandi og er hans
nú saknað af reglubræðrum.
Árið 1947 steig Kristmann eitt
sitt mesta gæfuspor, þegar hann
gekk að eiga Huldu Einarsdóttur
Bogasonar frá Hringsdal í Arnar-
firði, sem reyndist honum góð og
ástrik eiginkona til hinstu stund-
ar, enda mat hann hana mikils.
Ég minnist þess að er Kristmann
heyrði góðrar konu getið, þá sagði
hann oft: „Ætli að hún sé ekki
ættuð að vestan þessi", og segir
það sína sögu. Hulda bjó manni
sínum fagurt heimili, þar var gott
að koma. Og eigum við vinir
þeirra hjóna margar fagrar minn-
ingar frá samverustundum okkar
þar.
Meðan þeir lifa er kynntust
Kristmanni, blessa þeir minningu
hans með þakklátum hug. Hulda
mín, ég sendi þér og systkinum
Kristmanns mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Endurminn-
ingin um góðan dreng er besti
minnisvarði hans.
Ólafur K. Björnsson.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
+
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
útför sonar okkar og bróður
HJALTA ÞÓRS
SÍGURÐSSONAK.
SigurSur Fjeldsted.
Þórunn Árnason,
Sigurður Sigurðsson,
Sesselja Kristfn Sigurðardóttir.
S. Helgason hf. STEINIDJA
fínholtl 6 Slmar 16677 og U2S4
Eiginmaður minn, sonur okkar og faðir,
RAGNARJÓHANNSSON,
Hverfisgötu 83,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11 maí kl. 3
e.h.
Hafdfs Ellertsdóttir,
Margrét Árnadóttir,
Jóhann Jónsson
og bömin.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginkonu
minnar, fósturmóður og tengdamóður,
HERMÍNU GÍSLADÓTTUR
Ijósmóður,
Barnahlfð 37.
Einar Sigmundsson,
Þorsteinn Einarsson, Halldóra Hálfdánardóttir,
AHreð Eymundsson, Unnur Ólafsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð, tryggð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns mlns,
MAGNÚSAR G. WAAGE,
Ásgarði 61.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs deildar A-7, Borgarspítalan-
um. fyrir veitta hjúkrun Einnig hjartans þakkir til barna, tengdabarna
og barnabarna fyrir ómetanlega hjálp og umhyggju.
Guð blessi ykkur öll,
Jóhanna S. Waage