Morgunblaðið - 10.05.1977, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
VlEP
MORöJKí-
kafp/nu '
CV)’"'
.1» c n
S©1
GRANI göslari
Jú, jú, að sjálfsögðu hef ég tfma til að ræða við þig, en lof mér
aðeins að Ijúa við að teikna vikuskammtinn í Morgunkaffið.
Heyrðu! Er þetta ekki
maðurinn sem fékk lánuð sýn-
ishornin af fataefnunum?
Um næturlíf
í Reykjavík
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í spili dagsins eru allir á hættu
og suður er gjafari. Hann opnar á
einum spaða, sem norður hækkar
í þrjá og er það áskorun til suðurs
að segja fjóra spaða. Vestur og
austur segja pass en hvað á suður
nú að segja? Hendur norðurs og
suðurs eru þannig:
Norður
S. 10942
II. Á8
T. KG9
L. K652
Suður
S. DG7653
H. G4
T. D3
L. ADG
Þessu er erfitt að svara. Vand-
virkir rúbertuspilarar segja
eflaust pass en sókndjarfir
keppnisspilarar segja fjóra spaða.
Pass er eflaust rétta sögnin. En
vogun vinnur, vogun tapar.
Vestur spilar út hjartakóng og
hvernig á að vinna fjóra spaða?
Gjafaslagirnir virðast óum-
flýjanlegir, tveir á spaða og einn á
hvorn rauðu litanna. Þó er til
örlítil smuga. Möguleikinn felst í,
að trompið liggi 2—1 með
háspilin skipt og að laufin skiptist
3—3. I heild þarf spilið að vera
þessu lfkt.
Norður
S. 10942
H. A8
T. KG9
L. K652
(CPIB
COPI MHICtN
m
Afsakið. Ég hélt það væri konan sem væri f baði!
„Ég hefi lesið f blöðum um
næturlif i Reykjavik og varð mér
ekki bilt við, ég hefi sjálfur dvalið
í Reykjavík mörg ár og séð með
eigin augum það ástand, sem hér
rikir. Hitt er furðulegt, að ráða-
menn þjóðarinnar skuli áratugum
saman horfa blindum augum á
þetta sér islenzka fyrirbrigði og
láta eins og það sé ekki til. Og
greinar i erlendum blöðum um
Reykjavfk sem stærstu drykkju-
búlu í Evrópu hreyfa ekki við
þeim. Hér er mikið rætt og rifist
um skólamál og flestir þykjast
vita að með andfélagslegu upp-
eldi sé hægt að gera börn að and-
félagslegum þjóðfélagsþegnum.
Hitt er eins og menn þori ekki að
gera sér grein fyrir eða að láta
uppskátt, að með ómanneskju-
legri löggjöf er hægt að skapa
ómanneskjulegt ástand í
þjóðfélaginu. Þó hafa Islendingar
upplifað Stóradóm með öllu því
böli, sem honum fylgdi, og horft
upp á stórþjóðir eins og Banda-
ríkjamenn sligast undir því ægi-
lega böli, sem viti firrt áfengislög-
gjöf um nokkurt árabil leiddi yfir
þá miklu þjóð. Tveir Islendingar,
þeir Halldór Laxness og fyrr-
verandi menntamálaráðherra
Magnús Torfi, hafa haft þann
manndóm til að bera að vekja
athygli á hvílík reginheimska
bjórbannið sé. Þeir sem til þekkja
vita. að brenndir drykkir eins og
brennivín eru mjög ungir i
Evrópu, en eftir að brennivinið
kom til sögunnar, fór það til að
byrja með eins og logi yfir akur.
Brennivínsdrykkja leiddi alls
staðar til sviþaðs ástands, eins og
nú er í Reykjavík, og ekki þarf að
lýsa. En smám saman dró úr
brennivínsdrykkjunni og nú orðið
setur hún hvergi þann svip á
mannlífið sem allir þekkja úr
Reykjavík. Að sjálfsögðu eru
alltaf til einstaklingsbundnar
undantekningar eins og t.d. eitur-
lyfjaneytendur, en ofurölva
maður á götum eða samkomu-
stöðum í Evrópu vekur aðeins
meðaumkvun eða fyrirlitningu,
þá sjaldan hann sést. Þetta vita
þeir 50 þúsund Islendingar sem
fara til útlanda á hverju ári.
Sá, sem þetta ritar, hefur komið
í stórborgir í 9 löndum og hvergi
kynnst þvi ástandi sem ríkir í
áfengismálum á Islandi, tæplega i
hafnarbúlum erlendis. Ég býst
við, að það yrði upplit á Dönum ef
hundrað þúsund börn og ung-
lingar flykktust út úr
Kaupmannahöfn um hvitasunnu-
helgi klyfjaðir brennivins-
birgðum, til þess að eyða heíginni
i rænulausu fylleríi, einhvers-
staðar út á sjálandi.—
Það sem þarf að gera hér, er að
kynna sér á raunsæjan hátt
framkvæmd þessara mála i
nágrannalöndum okkar t.d.
Vestur
S. K
H. KD1052
T. 10752
L.973
Austur
S. A8
II. 9763
T. A864
L. 1084
Suður
S. DG7653
H. G4
T. D3
L. ADG
Við tökum fyrsta slag með
hjartaás og síðan ás og drottningu
i laufi. Laufgosann tökum við
með kóng blinds og spilum
þréttánda laufinu. I það látum við
hjartagosann af hendinni og sama
er hvað austur og vestur gera.
Þeir fá aðeins tvo slagi á tromp og
tígulásinn.
ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER
10
Gerðu það fyrir mig. Mér finnst
svo hallærislegt að vera að róta
I hans plöggum, þegar hann er
ekki heima.
— Ég skal ekki segja neitt.
Henni létti bersýnilega.
— Hvað varstu að segja um
myndir, spurði hún svo.
— Ég var að spyrja hvort þú
hefðir...
— Séð nýjustu mvndirnar
hans? Já, alveg rétt. Nei, ég hef
ekki gert það. En hefurðu séð
dfnósárusamyndirnar hans.
— Hvað áttu við?
— Málverkin af fornaldar-
dýrunum, þú veizt, þessi risa-
dýr sem dóu svo út.
— Nei.
— Sjáðu hérna.
Hún gekk að myndunum f
horninu, dró fram eina f senn
og sýndi honum. Málverk eftir
málverk af grfðarlegum forn-
aldarófreskjum blöstu við’
honum, græn skrfmsli með
hlægilega Iftinn haus.
— Ég vissi ekki að hann mál-
aði svona myndir, tautaði Peter
og fann einhverja óró grfpa sig.
— Venjulega gerir hann það
ekki. Það er langt sfðan hann
málaði þessar myndir og hann
hefur aldrei sent þær á sýn-
ingu. Ef þú spyrð hann hvers
vegna hann hafi ekki gert það,
segir hann bara að þetta séu
ekki málverk, heldur bók-
menntir.
— Hefur þú hugmynd um af
hverju hann málaði alla þessa
dfnósárusa? Ef hann kallar
mvndirnar bókmenntir hlýtur
hann að vilja segja eitthvað
með þessum myndum?
— Hann segist hafa heillazt
af dýrunum við að lesa um þau.
Sérstaklega fannst honum stór-
kostlegt að svona stór og þung
dýr voru með öggulftinn heila.
Hann heldur þvf fram að þau
hafi dáið út af greindarskorti.
Heimurinn varð of flókinn
fyrir þessi heimsku dýr, segir
hann. Þau höfðu ekki nema
hundrað gramma heila f
skrokki sem vóg um fimmtfu
tonn.
— Hann ætti að sýna þær.
— Ég hef Ifka sagt það við
hann.
Hún var eðlilegri núna en
áður, andlitið einlægara. Og
röddin ekki lengur spennt og
hrokafull eins og um morgun-
inn.
— Hvað er hann að fást við
núna?
— Ég veít það ekki. Hann vill
fá mig sem módel. En ég veit
ekki hvort ég nenni að gera
það. Mér finnst það svo af-
spyrnu leiðinlegt. Það er líka
erfitt. Ég hef gert það einu
sinni. Ég fékk að vfsu að hvfla
mig á tuttugu mfnútna fresti,
en hann vann marga klukku-
tfma á hverjum degi f heila
viku, svo að þetta varð mesta
púl. Ég varð aum og stirð um
allan skrokkinn. Svo varð hann
vondur ef ég hélt ekki alltaf
nákvæmlega sömu stellingu.
Nei, ég held ekki ég vilji vera
módel aftur þó að vel sé borgað
fyrir það.
Framhaldssaga eftir Bernt
Vestre.
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi.
— Tókst myndin vel?
— Að minnsta kosti svo vel
að hann seldi hana. Hún var á
haustsýningu. Þar hékk ég al-
menningi til skoðunar. Það var
dálftið sniðugt að fylgjast með
viðbrögðum fólks og hlusta á
tal þess þegar það skoðaði
myndina.
Hún tfsti eins og henni væri
skemmt við tilhugsunina.
Peter var orðinn leíður á
masinu f henni. Hann gekk að
borði sem á lágu nokkrar teikn-
ingar og skissur og blaðaði í
þeim.
— Ég ætla út að vinna, sagði
hann svo.
Hann sveið í hörundið þegar
hann böðlaðist áfram f rósabeð-
unum. Hann hvfldi sig sjaldan
en f eitt skiptið kom hann auga
á andlit Lenu f einum glugg-
anum. Hún virtist einkennilega
föl f andliti.
Peter var enn að vinna f
garðinum, þegar Hemmer kom
heim sfðdegis.
Hann sté út úr bílnum og
gekk hugsi f áttina til hans.