Morgunblaðið - 10.05.1977, Side 40

Morgunblaðið - 10.05.1977, Side 40
Al (íLVS1 NíiASÍMINN ER: 22480 Blor£miWníní> AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 Árangurslít- ill sáttafundur Viðræður SÍS og ASÍ hefjast í dag Vestmannaeyjar: Stöðva bátana vegna yfirvinnubannsins STUTTUR og árangurslftill sátta- fundur var haldinn f gær. Aðal- samninganefndir aðila vinnu- markaðarins sátu f gær tvær klukkustundir á fundi, en sfðan hófust viðræður f hópum um að- ferðir við afgreiðslu sérkrafna. Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvað Iftið hafa gerzt á samningafund- inum, en hins vegar kvað hann Alþýðusambandið hafa fengið í gær svar við tilmælum þess um að viðræður hæfust milli Alþýðu- sambandsins og Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Fyrsti viðræðufundurinn verð- ur í dag kl. 14 i Sambandshúsinu. Á baknefndarfundi Alþýðusam- bandsins siðastliðinn laugardag var samþykkt að kjósa sérstaka viðræðunefnd til þess að ræða við stjórn Sambandsins og lýsti bak- nefndarfundurinn yfir því að svo virtist sem Sambandið ætti ekki lengur samleið með vinnuveitend- um. í viðræðunefnd Alþýðusam- bandsins voru kjörnir.til viðræðn- anna: Jón Ingimarsson, Jón Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum og slysum í Reykjavik fjóra fyrstu mánuði ársins, ef miðað er við sömu mán- uði tvö árin á undan. Fjóra fyrstu mánuði þessa árs hafa orðið 817 umferðaróhöpp f Reykjavík og f þeim hefur slasast 51. Sömu mán- uði f fyrra voru óhöppin 1073 og tala slasaðra 70 og fjóra fyrstu mánuði ársins 1975 voru óhöppin 1100 að tölu og fjöldi slasaðra 115. Þessar tölur fékk Morgunblaðið í gær hjá Óskari Ólasyni, yfirlög- regluþjóni umferðarmála í Reykjavík. Kvað Óskar mjög gleðilega þróun hafa orðið í um- feröinni í Reykjavík á síðustu misserum, umferðaróhöppum hefði fækkað verulega og sömu- leiðis slysum. Sagði Óskar að margt hjálpaðist þarna að, en það mikilvægasta væri eflaust að öku- menn virtust sýna meiri aðgæzlu í umferðinni en áður. / Geir og Olafur hætta við utan- ferðir vegna kjaradeilunnar VEGNA kjaradeilunnar hafa þeir Geir Ifallgrfmsson og Ólafur Jó- hannesson hætt við utanferðir f vikunni að þvf er segir í frétt frá rfkisstjórninni. Forsætisráðherra hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða þátttöku í fundí leiðtoga Atlantshafs- bandalagsríkjanna í London 10. og 11. mai og leiðtogafundi EFTA-ríkjanna i Vinarborg 13. maí. Ólafur Jóhannesson hefur hætt við þátttöku í síðarnefnda fundinum af sömu ástæðu og for- sætisráðherra. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sem er erlendis, mun sitja þessa fundi fyrir Islands hönd ásamt embættismönnum. Helgason, Guðjón Jónsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Björn Þórhallsson, Björn Jónsson og Kolbeinn Friðbjarnarson. For- stjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að ályktun Sambándsstjórnarinnar hefði ver- ið stefnuyfirlýsing og hefði hún alls ekkert á móti þvi að ræða við nefnd ASÍ og skýra fyrir henni ályktunina. Umsagnar Erlends er nánar getið á bls. 2 í blaðinu i dag. Viðræður við landssambönd innan ASÍ tóku síðan við af fundi aðalsamninganefndanna i gær klukkan 16. Rætt var um sérkröf- ur verzlunarmanna, verkamanna, félaga innan Sambands bygging- armanna, félaga innan Málm- og skipasmiðasambandsins, rafiðn- aðarsambandsins og Iðjufélag- anna. Ráðgert var síðan að fleiri hópar ræddu sérkröfumeðferð ár- degis í dag. Á samningamönnum mátti í gær heyra að sérkröfurnar væru erfiðar viðfangs, þar sem Framhald á bls. 24. Þegar litið er á aprilmánuð einan, kemur í ljós að umferðar- óhöpp urðu 209 á móti 180 árið 1976 og 250 árið 1975. í apríl í ár slösuðust 7 manr.s í umferðinni á Framhald á bls. 24. BATAR, sem landa hjá Fiskiðjunni í Vestmanna- eyjum, fengu að fara út aftur í gær eftir stöðvun á föstudag og í dag stöðvar Vinnslustöðin sína báta fram yfir helgina. „Við komum tii með að haga seglum eftir vindi í yfir- vinnubanninu,“ sagði Hjörtur Ilermannsson, yfirverkstjóri Fiskiðjunn- ar,“ og það er ekki hægt án einhverra takmarkana.“ „Þetta er enginn vinnu- tími, þegar ekki má byrja fyrr en klukkan átta og allt þarf að vera komið úí úr húsinu klukkan fimm,“ sagði Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Að sögn Stefáns leggja 15—20 bátar upp hjá Vinnslustöðinni og hefur heldur lifnað yfir afla tog- bátanna. Þá afla togararnir vel og er Klakkur farinn á veiðar eftir AÐ KRÖFU enska bankans Williams and Glyn’s Bank Limi- ted, verður flutningaskipið Suðri selt á nauðungaruppboði í Rotter- dam f Hollandi 1. júnf n.k. Upp- hæðin, sem bankinn nefnir til skuldar á reikningi eiganda skipsins, Jóns M. Franklfn, er tæpar 180 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar. „Þetta er allt í lausu loft ennþá,“ sagði Magnús Ármann hjá Gunnar Guðjónsson sf. skipamiðlun. „Það var gert samkomulag við bankann f janú- ÞAÐ BLÆS ekki byrlega fyrir þeim skipsmönnum á Brendan. í gær voru þeir enn að dúlla f logni út af Gróttu og virðist lftil breyt- ing verða á strax, því veðurstofan spáir áframhaldandi logni næstu tvo dagana. Þessa mynd tók Ól.K.M. af Brendan út af Gróttu um helgina. að landa 130 tonnum og Vest- mennaey kom inn í gær með 160 tonn. Þá sagði Stefán að nú væri alversti tíminn með mannskap. Aðkomufólk má heita allt farið og fermingar og annað í gangi hjá heimafólki. Hjörtur Hermannsson sagði að nú væru bátar komnir á spærling og aðrir að skipta yfir í humar og þetta létti á frystihúsinu. Hjá Fiskiðjunni leggja upp 23 bátar. ar út af 25—26 milljón króna gjaldfallinni afborgun af þessu láni, en sfðan kom krafa frá bank- anum um viðgerð á skipinu og nú er með öllu óljóst, hvernig þessu reiðir af.“ Þetta samkomulag, sem gert var í janúar, var háð þvi skilyrði bankans að skipið færi í skoðun. Að skoðun lokinni setti bankinn fram kröfur um að skipið færi I viðgerð og að gert yrði við þrjú tjón á þvi, þar af það stærsta frá því að skipinu hlekktist á í Horna- firði í nóvember sl. Viðgerð þess- ari á að ljúka nú í mánaðarlok. Krían komin „KRÍAN er komin“, sagði Sel- tjarnarnessbúi, sem hafði sam- band við Mbl. f gær. „Ég stóð úti við á laugardag og þá sá ég krfur koma af hafi. Ég er ekki f neinum vafa um þetta,“ bætti maðurinn við. AFMÆLIS- og minningar- greinar, sem eiga að birtast í Morgunblaðinu n.k. sunnudag, verða að berast eigi sfðar en á miðvikudagskvöld. Vegna yfirvinnubannsins er einnig óhjákvæmilegt að tafir verða á birtingu á ýmsu efni, greinum o.fl. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. A fyrsta sáttafundi sjómanna og útvegsmanna f gær. Frá vinstri eru: Agúst Flygenring, Kristján Ragnarsson, formaður Ll(J, Björn Guðmundsson, en andspænis þeim við borðið sitja fulltrúar sjó- manna, Jónas Þorsteinsson, forseti Farmannasambandsins, og Ósk- ar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins. Lengst til hægri situr Jónas Ilaraldsson, skrifstofustjóri LtU, og f gættinni er Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri Félags fslenzkra botnvörpu- skipaeigenda. Fyrsti fundur með sjómönnum og útvegsmönn- um var í gær FYRSTI samningafundur sjó- manna og útvegsmanna var haldinn f húsakynnum Lands- sambands fslenzkra útvegs- manna f gær klukkan 14. Fund- urinn var stuttur, aðeins um hálf klukkustund og urðu aðil- ar ásáttir um að vfsa deilunni til sáttasemjara rfkisins, sem þegar var gert að fundinum loknum. Morgunblaðið hefur áður get- ið krafna sjómanna, en þær voru afhentar útvegsmönnum síðastliðinn fimmtudag. Sjó- mannafélögin hafa enn ekki aflað sér verkfallsheimildar og fyrir helgi sagði Óskar Vigfús- son að það yrði ekki fyrr en eftir að ljóst væri á hvern hátt útvegsmenn tækju undir kröf- ur sjómanna. Það er nú á valdi sáttasemj- ara að boða til næsta fundar með deiluaðilum. U mf er ðar sly s- um fækkar veru- lega í Reykjavík Beðið um uppboð á Suðra 1 Hollandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.