Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 21
Jón Stefánsson frá MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 Hvttadal - Þann 25. apríl sl. fór fram í Kristskirkju i Landakoti útför Jóns Stefánssonar frá Hvítadal. Það er nokkuð algengt hér á landi, að manna sé minnzt i blöðum eða tímaritum, þá þegar þeir eru allir. Þetta er eitt af því, sem fámennið gerir mögulegt og hefir af þessum sökum varðveitzt mikill og góður fróðleikur til handa nútíð og framtíð, sem finna má um menn og málefni, er þeir hafa haft afskipti af. Margar eru þessar greinar góðar og allar hafa það sammerkt að góður vilji hafi verið fyrir hendi, þótt verkið hafi ef til vill ekki tekizt vonum framar og verður svo að vera hér. Undirritaður kynntist Jóni Stefánssyni fyrst árið 1940. Ungur maður ættaður úr Dölum hafði hafið nám í prentmynda- gerð hjá Ólafi Hvanndal og var það efnismaður. Þá var ekki úr mörgu að velja fyrir unga félausa pilta, sem ekki áttu efnaða að, og þurftu að ákvarða uip framtíð sína. Verka- mannavinna hjá brezka setulið- inu var kostur, sem freistaði margra og gaf nokkuð i aðra hönd, en heldur voru það óglæsi- legar framtíðarhorfur. Iðnnám var þó aðgengilegra þótt hugur stæði ef til vill i aðra átt. Ekki leið á löngu áður en annar ungur piltur, einnig úr Dölum, fór að venja komur sinar í heim- sóknir til þessa sveitunga sins. Er okkur starfsmönnum var sagt að þar færi sonur Stefáns frá Hvíta- dal, þá lyftist brúnin. Skáldið frá Hvitadal átti frátekið pláss í hjarta sumra okkar og sonur hans hlaut að vekja athygli. En Jón, þvi að þetta var hann, var þó i fljótu bragði ósköp áþekkur öðrum ungum piltum, en við nánari kynni kom i ljós, að hann var vel greindur, íhugull og fjörmikill. Hann var þá nemandi við Flens- borgarskóla og er þvi lauk, hóf hann iðnnám við hlið sveitunga síns úr Dölunum og mun þar hafa ráðið sömu orsakir og áður er getið. Jón var góður fagmaður, góður starfsfélagi og vann meistara sin- um vel, enda var vinnudagur stundum langur fyrstu árin. Jón var vel látinn, enda var hann glað- lyndur og skemmtilegur í um- gengni. Hann var kvæntur Guðrúnu Álfsdóttur, en foreldrar hannar eru Álfur Arason og Guðrún Magnúsdóttir. Eignuðust þau Guðrún og Jón 6 börn og verður nánar að því vikið síðar. Þótt Jón væri ekki framgjarn um að koma skoðunum sinum á framfæri um dægurmál og önnur er varða mannleg samskipti, hafði hann þó frastmótaðar skoðanir á þeim málum. Ekki veit undirrit- aður um hvaða flokki hann fylgdi i stjórnmálum, en hann veit um samúð þann og skilning, er hann hafði á högum þeirra er minna máttu sin i þjóðfélaginu og fyrir- litningu hans á hræsni og yfir- borðsmennsku. Jón var ekki mikill fjármála- maður og lélégur þegn Mammoni hinum vinsæla. Jón var ekki á réttri hillu í lífsstarfi sínu, en tók því með karlmennsku og dugnaði og leysti af hendi sitt dagsverk með fullum sóma. Lífsstarf, eins og það er Jón leysti af hendi, og tilvist manna eins og hans eru þjóðinni slík lifsnauðsyn, að án þess fær hún ekki staðizt. Þvi miður er þetta fólk á undan- haldi. Efnishyggjan er allsráð- andi. Dýrir steinkastalar risa yfir örfáar hræður. Menn gera kröfur til annarra fyrst, en gleyma að rækta sinn eigin manndóm. Það er ekki iítið afrek sem þau Minning hjónin Guðrún og Jón leystu af hendi. Þau eignuðust 6 börn og með slika ómegð er ekki unnt fyrir húsmóður að drýgja tekjur heimilis með útivinnu. Jón stund- aði aldrei neina uppgripavinnu, hana var ekki að fá í fagi hans. En tekjur hans urðu svo drjúgar í höndum þeirra hjóna, að þeim tókst með prýði að koma upp börnum sínuin og það, sem meira er: Þeim tókst að láta þau sneiða hjá hinum geigvænlegu unglinga- vandamálum, svo að börnin öll eru til fyrirmyndar og foreldrum sínum til sóma. Með þessu hafa þau hjónin reynzt íslenzku þjóðinni hinir nýtustui þegnar; lagt henni til verðmæti, er mölur og ryð fá eigi grandað. Er rætt var við Jón um ómegð hans, svaraði hann jafnan að bragði: „Blessaður vertu, þetta skilar sér allt aftur, ég fær það launað síðar.“ Og það voru orð að sönnu. Jón Anton Stefánsson var fæddur 17/11 1925 sonur hjón- anna Stefáns Sigurðssonar frá Hvitadal og Sigríðar Jónsdóttur frá Ballará. Jón var tekinn i fóst- ur 4—5 ára gamall og voru fóstur- foreldrar hans hjónin Anna Bjarnadóttir og Jón Þórðarson f.v. kaupfélagsstj. en hann var fósturbróðir föður Jóns, Stefáns skálds í Hvitadal. Jón ólst þar síðan upp, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1940 og bjó hér með móður sinni og systkinum. Jón stundaði nám við Laugar- vatnsskóla veturinn 1938—39 og við Flensborg 1939—40. Jón lauk sióan prófi úr iðnskóla, jafnhliða iðnnámi sinu i prentmyndasmiði, sem varð hans aðalævistarf. Árið 1957 gerðist Jón stofnandi að prentmyndastofunni Prentmót ásamt nokkrum öðrum stéttar- bræðrum sinum og fl. Jón seldi síðar hlut sinn i þvi fyrirtæki til að koma upp húsi yfir sig og fjöl- skyldu sina. Jón gerðist stofnandi að Prentmyndagerð árið 1968 og varð siðar einn eigandi hennar, en þá var farið að halla undan fæti í þeirri iðngrein, með vax- andi notkun offsetprentunar. Seldi Jón þetta fyrirtæki sitt og sneri sér að húsamálun og mun þar hafa ráðið meiri tekjuvon. Vann Jón við þetta nokkur ár, unz heilsa hans bilaði. Naut hann nú elskulegrar eiginkonu sinnar og barnanna, sem nú endurguldu honum umhyggju hans og mætti hér segja fagra sögu ef rúm leyfði. Jón vann hálfsdagsvinnu við létt skrifstofustörf síðustu árin, þar til skyndilega drö ský fyrir sólu þessa heims. Börn þeirra hjóna, sem nú syrgja föður sinn og veita móður sinni aðdáunarverðan styrk, eru: Ragnhildur Anna, sem er gift Inga Þór Hafsteinssyni vélstjóra; Stefán Börkur; Sighvatur Sturla; Sigríður María; Álfhildur Agnes og yngst er Guðrún Elísabet, 15 ára. Öll búa þau nú með móður sinni, nema Ragnhildur Anna. Ungu piltarnir tveir úr Dölunum reyndust góðir starfs- menn, kappsamir og góðir starfs- félagar. Undirritaður minnist kappræðna við þá um hvor væru sögufrægari, Dalirnir eða Rangár- þing. Þeir vörðu átthaga sína af kappi og áður en varði voru þar mætt til leiks Ölafur Pá, Snorri, Guðrún, Bolli og Kjartan að ógleymdri Melkorku. Var þetta fólk allt i einu komið ljóslifandi í hverju horni svo að Rangæingur- inn varð að láta undan síga. Ekki grunaði hann það það, að hann ætti eftir að standa yfir moldum beggja og rita um þá minningarorð. Jón var glaðlyndur og orð- heppinn, enda gæddur góðri greind. Hann flikaði ekki tilfinningum sinum, eða ræddi mikið um eigin hagi. Hann fyrir- leit yfirborðsmennsku og ágirnd. Hann var ekki hrifinn af þeim, er hafa á sér yfirskin guðhræsðl- unnar, en afneita krafti hennar. 21 Hann aðhylltist kaþólskan sið í trúmálum, en mun ekki hafa litið svo á, að i himnanna riki væri skipað til borðs eftir trúflokkum, heldur væri þar farið eftir verk- um manna og hugarfari. Jón skilur eftir sig minningu um góðan dreng og nýtan þegn. Framlag hans til þjóðfélagsins er meira virði en nokkur tonn af steinsteypu, eða tiltekinn fermetrafjöldi af palesander. Heimilin eru hornsteinar þjóð- félagsins; frá þeim streymir blóðið um æðar þess. Það varðar þvi mestu, að þar sé vel unnið og hér var það gert með sóma. Starfsfélagar Jóns, stéttar- bræður og vinir og kunningjar færa fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Páll Finnbogason. Electrolux-Wascator Wascator hefur meira en 70 ára reynslu í framleidslu á stærri þvottavélum. Wascator er sænsk framleiðsla sem seld er um allan heim. Wascator býður þvottavélar af öllum stærðum og gerðum bvottavélar fyrir 7,12,1 8, 24, 40 kg. o.s. frv. Þeytivindur og þurrkarar af samsvarandi stærðum Einnig strauvélar Þvottavél (W 73) ^ 7 kg. af þvotti Þurrkari TT 754 fyrir 8 — 12 kg. Þeytivinda C8 1450/snún/mfn. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni eSa f síma 83422. Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1A. SANDSPYRNUKEPPNI KVARTMÍLUKLÚBBSINS Stórkostlegasta keppni sumarsins verður haldin sunnudaginn 19. júní að Hrauni í Ölfusi. Keppt verður í fólksbíla-, jeppa- og bifhjólaflokkum. Svæðið opnað kl. 10. Keppni hefst kl. 14. Vegleg verðlaun. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Verðlaun happdrættis verður farmiði til U.S.A. f sumar. Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 12. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.