Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 1
8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐ
145. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Efnahagsmál aðal-
viðfangsefni nýrrar
ríkisstjómar Spánar
Mannræningi
myrðir gísla
á Kennedyflugvelli
Madrid, 4. júli. AP. Reuter.
ADOLFO Suarez forsætisráð-
herra Spánar myndaði í dag nýja
ríkisstjórn, sem í eiga sæti 19
ráðherrar úr mið- og hægriflokka-
samsteypunni er Suarez myndaði
Suarez forsætisráðherra Spðnar.
Kairó, 4. júli. AP, Reuter.
OSTAÐFESTAR fréttir I kvöld
herma, að öfgasinnar þeir, er
rændu fyrrverandi trúmálaráð-
herra landsins um helgina, hafi
tekið hann af lífi, þegar annar
Nabokov látinn
Montreux, 4. júlí. AP, Reuter.
SOVÉZK-BANDARtSKI rit-
höfundurinn Vladimir Nabokov
lézt í dag í Sviss, 78 ára að aldrí.
Nahokov var höfundur fjölda
bóka, en frægast verka hans er
eflaust skáldsagan „Lolita", sem
fjallaði um ást miðaldra manns á
ungri stúlku. Hann var fæddur f
Rússlandi en starfaði lengst af á
Vestur löndum, og sfðustu árin
bjuggu hann og kona hans i Sviss.
Herma heimildir, að Nabokov
hafi verið manna lfklegastur til
að fá bókmenntaverðlaun Nóbels
á þessu ári, hefði hann lifað.
Nabokov var fæddur skammt
frá St. Pétursborg árið 1899 en
hlaut menntun sína í Englandi. A
árunum milli heimsstyrjaldanna
bjó hann í Berlin en á árinu 1945
Framhald á bls. 30.
fyrir kosningarnar sem haldnar
voru á Spáni fyrir þrem vikum.
Sósíalistaflokkurinn á Spáni, sem
er næststærsti flokkur landsins, á
ekki aðild að stjórninni og heldur
ekki kommúnistaflokkur lands-
ins.
Mesta athygli varðandi stjórn-
armyndunina hefur vakið að
stofnað var nýtt embætti aðstoð-
arforsætisráðherra sem fari með
efnahagsmál og í það var skipað-
ur 52 ára gamall hagfræðiprófess-
or, Enrique Fuentes Quintana.
Quintana er ekki flokksbundinn
en segist vera jafnaðarmaður.
Tveir aðrir jafnaðarmenn eru í
stjórninni og fara þeir með ráðu-
neyti fjármála og viðskipta. Þykir
sýnt að Suarez hafi viljað koma til
móts við vinstri öflin i landinu
með þvi að skipa jafnaðarmenn í
veigamestu efnahagsstjórnarem-
bættin, en mikilvæg vandamál
bíða nú lausnar i efnahagsmálum
á Spáni. Er almennt talið að Su-
frestur, sem þeir gáfu yfirvöldum
til að verða við kröfum þeirra,
rann út. Hringt var til fréttastofu
AP í Kairó og tilkynnti um þetta
og jafnframt hvar líkið væri að
finna, en yfirvöld vildu ekki stað-
festa I kvöld að rétt hefði verið
sagt frá.
Það var hópur íhaldsamra mú-
hameðstrúamanna, sem rændi dr.
Mohammed Hussein Zahabi á
sunnudag, og hótaði að drepa
hann ef 60 skoðanabræðrum
þeirra væri ekki sleppt úr fang-
elsi og þeim greitt jafnvirði 67
milljón íslenskra króna.
Seint í gærkvöldi hafði lik
Zahabis ekki fundist og inn-
anrikisráðuneytið í K: iró taldi að
um gabb hefði verið að ræða.
arez hyggist nú beina kröftum
sínum og stjórnar sinnar að efna-
hagsvandanum, þar sem hann
hafi þegar komið fram umtals-
Framhald á bls. 30.
Hollenzkur
síldveiði-
skipstjóri
dæmdur í
stórsekt í
Bretlandi
Aberdeen, Skotlandi, 4, júlí. Reuter.
1 DAG var felldur dómur f
máli skipstjórans á hollenzka
síldveiðiskipinu Maríu, sem
tekið var fyrir ólöglegar síld-
veiðar í Norðursjó á laugar-
dag. Var skipstjórinn dæmdur
í 20 þúsund sterlingspunda
sekt (u.þ.b. 6,7 milljónir fsl.
krónur) og afli og veiðarfæri
gerð upptæk.
Dómur hefur enn ekki fallið
í máli skipstjórans á togaran-
um Jóhönnu, sem færður var
til hafnar i Leirvík á Hjalt-
landi á föstudag.
Skipstjórinn á Mariu,
Nicolas de Niet, fór þess á leit
við dómarann, að sér yrði
heimilað að kaupa aftur afla
sinn, sem í Bretlandi var tal-
inn virði um 7,5 þúsund
punda, þar eð hann taldi sig
geta fengið hærra verð fyrir
hann í Hollandi. Dómarinn
hafnaði þessari ósk.
Öll hollenzk síldveiðiskip
munu nú hætt veiðum á brezka
yfirráðasvæðinu í Norðursjón-
um og komu þau til hafnar um
helgina, flest með mjög lítinn
afla.
New York, 4. júlí. AP. Reuter.
VOPNAÐUR maður rændi I dag
langferðabíl í New York og
neyddi bílstjórann til að aka tií
Kennedyflugvallar. Þar skipaði
hann honum að aka f gegnum
öryggishlið og aka fram og aftur
um flugbrautirnar. Um 30—35
manns voru f bílnum sem var á
leið frá Manhattan til Vermont.
Sleppti ræninginn einhverjum
þeirra. en talið var að hann væri
með um 25 gísla í gærkvöld.
Öll umferð um flugvöllinn var
stöðvuð í u.þ.b. klukkustund eða
þar til lögreglu hafði tekizt að
króa bílinn af við flugskýli. Hafði
maðurinn þá haldið uppi skothríð
á lögreglubila sem veittu honum
eftirför um flugvöllinn. Ræning-
inn hafði i gær drepið tvo farþega
i langferðabilnum og sært þrjá, og
hótaði að drepa alía ef honum
yrðu ekki afhentar sex milljónir
dollara (u.þ.b. 1,2 milljarðar ísl.
króna) og séð fyrir flugvél til
undankomu. Ekki var vitað i gær-
kvöldi hver mannræninginn er né
hvert hann hyggst fljúga verði
honum leyft að komast burt.
Demirel reynir
stjórnarmyndun
Ankara, 4. júli. AP, Reuter.
SULEYMAN Demirel, leiðtogi
réttlætisflokksins, i Tyrklandi,
féllst í dag á ósk Koruturks.
forseta Tyrklands, um að hann
reyndi stjórnarmyndun. Demirel
hafði þá beitt sér fyrir því að
traustsyfirlýsing á stjórn Bulents
Ecevits væri felld, og sagði Ecevit
þá af sér, en gegnir áfram störf-
um forsætisráðherra til bráða-
birgða. Hann hafði verið við völd í
10 daga. Mikil óvissa er nú rikj-
andi um stjórnmálaástand í Tyrk-
landi þar sem ekki er talið líklegt
að Demirel geti m.vndað samstæða
stjórn.
Ný, nákvæm sovézk
eldflaug í skotstöðu
RÚSSAR hafa teflt fram
nýjum meðaldrægum
eldflaugum af gerðinni
SS-20, til að beita þeim
gegn skotmörkum í
Vestur-Evrópu, að því er
Josef Luns, fram-
kvæmdastjóri NATO,
hefur nýlega skýrt frá.
Þar með hefur í fyrsta
skipti verið opinberlega
viðurkennt að þessar
nýju og fullkomnu eld-
flaugar Varsjárbanda-
lagsins séu tilbúnar.
Éldflaugar af gerðinni SS-20
eru búnar þremur kjarnaodd-
um og þeim er komið fyrir á
vögnurn sem geta flutt þær á
nokkrum klukkustundum til
staða þar sem þeim skal beitt.
Með SS-20 geta Rússar hæft
hvaða skotmark sem er í
Vestur-Evrópu. Heita má
ógerningur að eyða þessum eld-
flaugum á jörðu niðri, þar sem
engin leið er að komast að því
með nákvæmni hvaðan þeim
kann að verða skotið.
Það veldur NATO áhyggjum,
að nákvæmni sovézkra eld-
flauga hefur verið aukin, og að
þær hafa verið búnar margodda
kjarnaoddum. Sérfræðingar
telja að slikar eldflaugar geti
valdið gereyðingu á svæði sem
er á stærð við Belgiu eða Hol-
land.
Starfsmenn NATO telja litlar
likur á samkomulagi í Salt-
viðræðunum um takmörkun
kjarnorkukapphlaupsins i
fyrirsjáanlegri framtíð. Þeir
viðurkenna að NATO kunni að
verða fyrra til að beita kjarn-
orkuvopnum, ef venjulegu her-
liði bandalagsins takist ekki að
hrinda árás herja Varsjár-
bandalagsins.
NATO mundi trúlega beita
fyrst svokallaðri kjarnorku-
sprengju, ADM, sem getur
sprengt upp fjöll sem eru i vegi
sóknarhers, til dæmis í Noregi
þar sem staðsetning kjarnorku-
vopna er bönnuð. Vitað er að
slik vopn eru til taks í Vestur-
Þýzkalandi, Grikklandi og
Tyrklandi.
Fyrrverandi ráðherra í
Egyptalandi myrtur?