Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 3

Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 3 Þunginn ver ður á Evrópufram- bjóðendunum — segir Ineke Bakker, frkvstj. FIDE t kveðjuhófi, sem Skáksamband tslands hélt Ineke Bakker á laugardag, gat Einar S. Einarsson, forseti S.I., þess að heimsókn Bakker hefði verið mjög ánægjuleg og hún veitt mikilsverðar upplýsingar um. Alþjóðaskáksambandið og starf þess. 1 hófinu færði Uinar henni að gjöf bókina Chess in Iceland eftir prófessor Willard Fiske en bókin fjallar um skákiðkun á lslandi fram til ársins 1905. Ljósm: Sigurjón Jóhannsson. „NEI, ég hef ekki rekið augun I neitt, sem mælir á móti þvl að aðalstöðvar Alþjóðaskáksam- bandsins geti verið á Islandi," sagði Ineke Bakker, aðalfram- kvæmdastjóri FIDE, er Mbl. ræddi við hana á laugardag t lok einkaheimsóknar hennar hingað til lands. „En vísast er slfku heldur ekki til að dreifa í Júgóslavíu," bætti hún svo strax við og brosti. Það var greinilegt, að hún ætlaði ekki að láta nein þau orð falla, sem hægt væri að túlka sem stuðn- ing hennar við annan fram- bjóðandann til forsetastarfs FIDE frekar en hinn. Mbl. spurði Ineke Bakker, hvort hún teldi forsetakjörið á næsta ári myndi endurspegla þau mismunandi viðhorf, sem uppi eru um, að forsetaembætt- ið og aðalstöðvarnar verði áfram i Evrópu, eða að nú sé tímabært að flytja þær um set. Ég held að það fari ákaflega mikið eftir þeim frambjóðend- um sem koma frá Evrópu, og þunginn verði á þeim,“ svaraði hún. „Þessar raddir um að flytja aðaðstöðvar FIDE um set eru ekki nýjar. Siðast þegar dr. Euwe var endurkosinn forseti FIDE, það var 1974, heyrðust þessar raddir og þá bauð Rafael Mendez frá Puerto Rico sig fram á móti dr. Euwe, en hann hlaut mun færri atkvæði en ég held að hann hafi sjálfur átt von á.“ Þegar Mbl. spurði Ineke Bakker, hvort hún teldi að þeir evrópskir frambjóðendur, sem tilkynnt hafa framboð sitt, Svetosar Gligoric og Friðrik Ölafsson, myndu njóta þess fylgis, sem til þyrfti, brosti hún við og sagði: „Þeir eru báðir ágætir og hæfir menn." Ekki sagðist Bakker eiga von á þvi að fleiri framboð kæmu fram i Evrópu, en að öðru leyti kvaðst hún ekkert geta eða vilja segja um forsetamálið sjálft. Mbl. bar undir Ineke Bakker þá gagnrýni, sem fram hefði komið á FIDE þess efnis að Alþjóðaskáksambandið væri komið á pólitískar villigötur og hefði vanrækt málefni skák- manna sjálfra. „Alþjóðaskáksambandið hef- ur unnið ötullega að því siðustu árin að hjálpa til við þróun skákarinnar sem víðast. Ég held að árangur þess starfs megi sjá í því, að nú eru skák- samböndin innan FIDE 97 tals- ins, en voru 72 eða 76 árið 1970. Dr. Euwe hefur iagt ríka áherzlu á þetta starf. Um pólitíkina er það að segja, að við höfum reynt að láta hana hafa sem minnst áhrif á störf Alþjóðaskáksambandsins. En það gefur auga leið, þar sem 97 ólik skáksambönd eiga i hlut, að ýmsir pólitískir tilburðir geta komið upp. Ég held einnig að FIDE hafi orðið nokkuð ágengt i þvi að vinna að hagsmunamálum skákmanna sjálfra á siðustu ár- um, en þær raddir voru vissu- lega sterkar áður, sem héldu því fram að FIDE hefði van- rækt þá hlið starfans. Dr. Euwe var sjálfur heimsmeistari i skák áður fyrr, þannig að hann hefur haft næma tilfinningu fyrir þessu, en þaó er með þetta eins og annað; það getur reynzt erfitt að fá fram breytingar, þegar margir eiga i hlut og íhaldssemin er sterk í mörg- um.“ — Hvert telur þú brýnasta verkefni FIDE nú? „Ég tel að það þurfi enn að bæta aðstöðu keppnisskák- mannanna, og koma á einhverj- um föstum reglum um móts- hald og annað; reglum, sem ekki aðeins myndu gilda á FIDE-mótum, heldur öllum skákmótum, sem haldin yrðu. Og hér á ég ekki aðeins við aðbtTnaðinn og verólaun, sem margt hefur áunnizt i á síðustu árum, heldur sýnist mér ljóst, að núverandi tímamörk þurfi einnig athugunar við. Nú erum við með 40 leiki á 2'A tíma og ég held að fimm tima lota sé full- mikið af þvi góða, Einnig þykir mér fullmikið að skákmenn skuli þurfa að tefla kannski fimm til sex umferðir án hvild- ar. Þessi mál öll þarf að athuga gaumgæfilega og siðan breyta þeim til betri vegar.“ Ineke Bakker hefur starfað sem aðalritari FIDE siðan 1970. Mbl. spurði hana, hvort hún væri sjálf mikil skákmann- eskja. „Hvernig á ég, sem alltaf er í sambandi við stórmeistara skákarinnar, að geta haldið þvi fram að ég geti eitthvað teflt?“ sagði hún og brosti. „En mér er óhætt að segja, að ég kunni mannganginn.“ Jón hafði 5 vinninga eft- ir 7 umferðir JÖN L. Árnason, Islandsmeistari i skák, tekur um þessar mundir þátt í mjög fjölmennu skákmóti I Philadelphiu i Bandaríkjunum, en mót þetta nefnist W'orld Open. Jón teflir í aðal flokknum og eru keppnedur 365 alls og er teflt eftir Monrad-kerfi. Jón hefur staðið sig ágætlega, hlotið 5 vinn-' inga úr 7 fyrstu skákunum. I sjö- undi umferð tapaði hann fyrir Bandarikjamanni að nafni Valvo á mjög klaufalegan hátt, lék illa af sér i ágætri stöðu. 1 öðrum skákum Jóns fóru leikar svo að hann bar sigur úr býtum í fjórum skákum en gerði jafntefli i tveim- ur. Efstu menn hafa 6 vinninga. Sá háttúr er hafður við fram- kvæmd mótsins að tefldar eru tvær skákir á dag og þær tefldar til þrautar og getur taflmennskan tekið allt að 10 klukkustundir á dag. Er þetta því mjög þreytandi mót. Tefldar verða 9 umferðir og átti að tefla tvær þær síðustu í gærkvöldi og nótt og hafði blaðiö ekki fengið fregnir af lyktum þeirra. Fíkniefnamálin: Rannsókn er vel á veg komin RANNSÓKN á hassinál- unum þremur, sem Fíkni- efnadómstóllinn og fíkni- efnalögreglan hafa unnið að undanfarna daga er vel á veg komin. Nú sem stendur sitja finim ung- ir menn í gæzluverðhaldi vegna rannsóknar þessarra mála en voru niu þegar flest var. Tveimur var sleppt úr gæzlu um helgina. Myndtölvan komin um borð í Sigurð Bylting segja skipstjórnarmenn MYNDTÖLVAN I gangi um borð í Sigurði. Þeir sem eru á myndinni eru f.v. Jóhann Jóelsson vélstjóri á Sigurði, ögmundur Friðriksson, frkvstj. hjá Friðrik A. Jónssyni, Jan Boye Wall, sölustjóri Simrad á Norðurlöndum og Zakarias Bacher, tölvusérfræðingur, en hann stjórnaði vinnuhópnum sem fann þetta tæki upp. „Mesta þakklætið er fólgið í því að hafa fengið að taka þátt í þessu” sagði Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri eft- ir síðustu hljómleika Pólýfónkórsins á Ítalíu FYKIK helgina var lokið við að setja niður fullkomnasta fiski- leitartæki sem sett hefur verið f íslenzkt fiskiskip, en það er CD myndtiilvan frá Simrad, sem nú trónar á brúargólfi aflaskipsins Sigurðar RE. Myndtölvan, sem notuð er við nótaveiði er nú kom- in í um 30 skip í heiminum og hefur vakið gífurlega athygli, enda er um algjöra byltingu i fiskileitartækni að ræða, að sögn skipst jórnarmanna. Það var á sjávarútvegssýn- ingunni „Norfishing" í Þránd- heimi, árið 1974, sem CD mynd- tölvan var kynnt. Tölva hafði þá aldrei áður veríð notuð við fiski- leit eða köstun á fisk sem gengur i torfum, og var því eftirvænting manna mikil að sjá tölvuna í notk- un um borð í fiskiskipi. Það kom fram á blaðamanna- fundi um borð i Sigurði, á laugar- dag, aó nú þremur árum eftir að myndtölvan var kynnt væri hægt Velta SHELL 6.753 milljónir VELTA Olíufélagsins Skejungs (Shell) á siðasta ári varð 6.753 milljónir króna, en ekki um 8 milljarðar, eins og sagði i frétt í sunnudagsblaðinu. Tekjur um- fram gjöld reyndust 96 milljónir króna og afskriftir fastafjármuna um eitt hundrað milljónir. að fullyrða með vissu, að tækið hefði staðizt allar prófanir með prýði. Myndtölvan hefði verið reynd um borð í rannsóknarskip- um, togurum og nótaskipum og eftirspurn eftir henni ykist nú sifellt. CD myndtölvan samanstendur af tölvu, myndskjá og stjórnborði, og er viðbótartæki við asdisktæki af gerðunum Simrad SU, ST og SQ, sem þegar eru i fjölmörgum fiskiskipum á íslandi. Kostirnir við myndtölvuna eru að nú koma upplýsingar asdiktækisins fram á algjörlega nýjan hátt, og til þess að allar upplýsingar komi rétt fram, er logg og giróáttaviti skips tengd inn á tölvuna. Skipstjórarn- ir fá nákvæmt yfirlit um það sem gerizt undir yfirborði sjávar. Þeir fá nákvæmar upplýsingar um stöðu skipsins miðað við torfuna, sem á að kasta á eða skoða. Þá er hægt að fylgjast með nót og torfu i köstun frá einni sekúndu til annarar, með þvi einu að horfa á skjáinn og því er engin hætta á að menn taki lengur rangar ákvarð- anir. Ennfremur sýnir tölvan hve djúpt i sjónum torfan er, hve stór hún er og hvar þykkust. Þá sýnir myndtölvan i hvaða átt torfan stefnir, hraða hennar o.fl. Þá er hægt að velja um 3 svið við leitun og köstun, auk þess sem hægt er að sigla i 8 km. radius út fyrir leitarsvið tölvunnar, en það er allt Framhald á bls. 31 „SUMIR hlutir verða ekki endur- teknir“, sagði Ingólfur Guð- brandsson, söngstjóri, er hann ávarpaði Polyfónkórinn eftir sfð- ustu tónleikana, en þeir voru haldnir I kirkjunni f Lignano á Italfu í fyrrakvöld. „Við höfum sungið okkar síðasta amen“, hélt Ingólfur áfram, „og frammistaða ykkar í kvöld var slfk að það þyrfti að leita víða um heim til þess að heyra annað eins. Við ykkur vil ég aðeins segja, takk fyrir. Mesta þakklætið er fólgið i því að hafa fengið að taka þátt f þessu." Áheyrendur að þessum siðustu tónleikum kórsins i italíuferðinni voru fjölmargir og fögnuðu þeir vel kórfélögum, einsöngvurum. hljómsveit og stjórnanda, en við- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.