Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 13

Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 prentun þess 1878 og mismun og magn i tökkum. Mjög eftirtektarverð er leió- rétting höfundar á skekkju prentupplags 10 aur. almennra í stað þjónustu. Þar fæst ein- mitt skýring á einum lit í þjón- ustumerkinu, sem áður var ókunn ástæða fyrir. Auk þess hefur höfundi nú tekizt að sanna, að 20 aur. fjólubláir (endurprentun 1881) með B- Reykjavikurstimpli þurfa ekki að vera eftirstimplaðir. Þrír yfirprentunin Saga þessarar útgáfu hefur lengi verið umdeild, og það sem fram kemur í þessum kafla, skýrir málið allnokkuð. Leitt er, að frekari gögn skuli ekki hafa fundizt, m.a. vegna upp- lagstalna, tilkomu fíntakkaðra merkja og nauðsynjar á að breyta prentsátri. Alkunnur er áhugi höfundar á þessari út- gáfu og þvf vafasamt, að frekari upplýsingar séu finnanlegar, enda rekur hann ýtarlega áhrif utanaðkomandi aðila á útgáf- una og ýmsa vafasama hluti þar að lútandi. 1 GILDI ’02 — ’03 Saga yfirprentunarinnar og þörf fyrir hana er ýtarlega rak- in í ritinu, og er auðsjáanlegt, að skjótt hafa yfirvöld kunnað að meta þátt safnara til tekju- öfiunar. Eftir lestur þessa kafla hlýtur það gjarnan að hvarfla að söfnurum, hvort telja beri öll verðgildin til útgáfunnar eða aðeins þau, sem til voru I birgðum póstsins og sannan- lega voru til sölu á pósthúsum landsins og því notuð til burð- argjalds. Segja má lika, að vandséður sé tilgangur með yf- irprentun sumra merkjanna, nema þau séu metin sem fri- merkjablóm, lítt tengd raun- verulegum frímerkjum. Sem oft áður virðist andi spekúlanta og hagnaðarsjónarmið póstsins hafa ráðið hér ríkjum á kostnað safnarans. Saga islenzku frimerkjanna síðustu 50 árin eða svo er hins vegar rakin í bókinni í smálet- ursköflum samhliða myndum, nægilega ýtarlega, þannig að öll aðalatriði koma fram. Jón Aðalsteinn Jónsson, höf- undur bókarinnar, hefur leyst sinn hlut frábærlega vel af hendi, og fullyrði ég, að betri maður hefði eigi fengizt til þessa verks — bæði hvað mál- feguW) og þekkingu á íslenzk- um frimerkjum snertir. Fri- merkjasafnarar og aðrir þeir, sem áhuga hafa á að fræðast um frímerki okkar, mega vera þakklátir öllum þeim, sem hafa staðið að þessu mikla ritverki. Að lokum vil ég þó minnast á, að söfnurum finnst verð bókar- rinnar allhátt, og á þar líklega ýÁrrzsrjJ! f aJ „í- Postanviisning Té'c'- - Tii ..—XÆ | \ r • .. ' \ 'V JÍÚLkUXJkL- -iöte=sr- -Sö- \ i.....,, , imm , ■. .. ...tíu r * és&jfg. ......................v^l ...........> Bréf og póstávlsun með aurafrimerkjum. aðalþátt i stóraukinn kostnaður við birtingu litmynda af öllum útgefnum frímerkjum 1873 — 1973. Um þá stefnu má vissu- lega deila, svo sem fram kemur í formála höfundar. Er ég sam- mála honum um það, að söfnur- um hefði nægt að hafa einungis myndir af hverju nýju „mótífi” og þá eðlilega aðeins mynd af einu merki úr seríu, þar sem öll merkin — allt að 21 — bera sömu mynd. Er ljóst, að sú stefna, sem valin var af is- lenzku póststjórninni, hefur hleypt verði bókarinnar veru- lega upp. Hér hefur sennilega ráðið, að bókin verður öll glæsi- legri en ella og þá um leið eigu- legri fyrir menn, sem gaman hafa af að kynnast islenzkum frímerkjum, þótt þeir séu ekki safnarar i beinum skilningi. Þá má sú ákvörðun teljast furðuleg, að i raun sé aðeins einn útsölustaður bókarinnar, enda mun það liðinn timi, að menn fari langa leið til að- drátta á bókum. Þegar frá iiður falla slik atr- iði I gleymsku, en með útgáfu bókarinnar íslenzk frfmerki i hundrað ár 1873 — 1973 hefur Póst- og simamálastjórnin reist sér verðugan minnisvarða, sem eindregið er mælt með, að safn- arar og aðrir áhugamenn um íslenzk frímerki eignist og kynni sér sem bezt. Þór Þorsteins rferöir /vætwnö-' ESHÖFN w ;V' KEFLAVI Áætlunarferðir 4 sinnum i víku Æ\intijratéri)ir til næstn náiímmia Gvænland Ferö til Grænlands - þo stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurö og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og viö þekkjum það - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar ferðir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboösmenn eöa ferðaskrifstofurnar um nánari upplýsingar. Færeijjar Þaö sem gerir Færeyjaferð aö ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoöunarferöum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hiö vingjarnlega viömót fólksins. Ef þú ert einhvers staöar velkominn erlendis - þá er þaö í Færeyjum. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR /SLAJVDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.