Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON MINJAR OG MENNTIR Afmælisrit helgað Kristjáni Eld- járn 576 bls. Bókaútg. Menningar- sjóðs. Rvfk 1976 MINJAR OG MENNTIR er kjör- gripur frá bókagerðarsjónarmiöi séð og veglegasta afmælisrit sem gefíð hefur verið út hérlendis til þessa. Með því er verið að heiðra Kristján Eldjárn sem fræðimann fyrst og fremst. Eigi að síður hafa forráðamenn útgáfunnar haft það sjónarmið fyrir augum að afmæl- isgjöf þessi yrði að vera konung- leg — og það er hún. Utlit bókar- innar — upphleyptur kjölur t.d. — minnir á veglega bundnar bækur frá blómaskeiði hand- verksins. Brotið er allstórt og þykktin eftir því. Pappir góður, prentun vönduð, einnig mynd- prentun. Og tvö kfló vegur gripur- inn — maður freistast ekki til að lesa þvílíka bók í óvirðulegum stellingum, t.d. liggjandi út af; hún þarf helst að hvíla á borði fyrír framan þann sem les. En hvað um efni þessarar miklu bókar? Skemmst er frá að segja að mikil og góð akademía lærðra manna hefur lagst þarna á eitt til að heiðra forsetann með þessum veglega hætti. Höfundarnir eru hvorki meira né minna en fjöru- tíu og tveir, þar af tuttugu og sex íslenskir, hinir af ýmsum þjóð- ernum. Eínn er í hópnum færey- ingur, Sverri Dahl. Skrifar hver á sinni tungu, nema Jónas Kristjánsson sem skrifar ritgerð sína á ensku, The Legendary Saga. Ritgerðunum er raðað í staf- rófsröð eftir nöfnum höfundanna og verður Andrés Björnsson fremstur í röðinni. Nefnir hann ritgerð sina Frá Grlmi Thomsen og Norðmönnum. Andrés er Grims Thomsens sérfræðingur. Þarna segir frá skrifum Gríms um norska skáldið Andreas Munch og andsvörum ungs norðmanns við þeim skrifum. Var þar á ferðinni hinn sigildi og dæmigerði »reiði ungi maður« allra tíma; sjálfglað- ur oghvatvís; viðurkenndi raunar að hann hefði ekki lesið skrif Grims, þess þyrfti ekki með, »Grímur hafi aldrei ritað neina bókmenntagagnrýni sem gagn sé 1« og »merkur danskur höfundur hafi nefnt hann »fslenskan harð- fisk«.« Ungi maðurinn, sem fordæmdi Grím svona harkalega, var raunar enginn annar en Björnstjerne Björnsson. En hann var aðeins skamman tíma reiður ungur mað- ur. Áður en langt um leið varð hann mikils metinn rithöfundur, þjóðskáld, ræðumaður með þan- inn brjóstkassa; ánægður brodd- borgari sem menn kepptust við að heiðra. Og fyrsti Nóbelshöfundur Norðurlanda. Um Grím er það hins vegar að segja að hugmynd sú, sem við gerum okkur af hon- um, er jafnan einhliða: við sjáum fyrír okkur kaldranalegan, snefs- inn, meinhæðinn og viðskotaillan bónda á Bessastöðum sem slær höfðingja út af laginu með beitt- um tilsvörum en virðir kotunga ekki viðlits. Ritgerð Andrésar Björnssonar gefur af báðum þess- um mönnum, Björnsson og Grími, aðra mynd en hina venjulegu. Næstur er Árni Björnsson með Þorrablót. Árni er snarpur f sinni grein: þjóðháttunum. í ritgerð- inni rekur hann hvernig þorra- blót i núverandi mynd hófust og þróuðust til þess að vera almennt skemmtunarform víða um land. Þá minnist Árni á »þorramatinn« sem Naustið kaus að auglýsa svo og bætti þar með orði við tung- una. (í því sambandi get ég ekki stillt mig um að geta þess innan sviga að fyrir nokkrum árum voru unglingar á vorprófi spurðir um merkingu orðsins »þorri« á skrif- legu prófi. Svöruðu þá margir að »þorri« merkti »þjóðlegur mat- ur«, whangikjöt og svið og svoleið- is«. Þannig voru svörin og gefur auga leið að ekki hefur alltaf ÞRIÐJI GRUNDARSTÓLLINN? Stóll Þórunnar húsfrúr á Grund, Þjms. 10925. margar myndir, meðal annars hafi Hjálmar talið sig þekkja þar Þór með hamarinn Mjölni. Og á fremri uppstandara hafi verið skorin fjögur manns- andlit, sem horft hafi í allar fjórar áttir, að því er Sigurð minnti að Hjálmar segði sér. Parturinn af bakslánni og upphaflegi uppstandarinn eru úr birki, eins og Grundarstólarnir, en uppstandarinn, sem Hjálmar smíðaði, úr furu. Þessi stólpartur er miklum mun ljósari en Grundarstólamir, heldur sínum eðli- lega viðarlit, enda hefur hann aldrei verið bæsaður né litaður. Sums staðar má sjá, að viðurinn er eilítið feyskinn orðinn og birkið virðist mun mýkra í sér en í Grundarstólunum. í skránni um safnið, þar sem Sigurður málari lýsir stólbakinu segir hann, að þessi stólpartur sé fullt eins forneskjulegur og Grundarstóiarnir, en ekki fer hann nánar út í samanburð. Jón Sigurðsson gerir Grundarstólunum nokk- Minjar og menntir 33 513 Sfða úr bókinni Kjörgripur þurft gagngerðara tilefni til að gerbreyta merkingu orða, en or- sökin er vitanlega áðurnefnd aug- lýsing). Ritgerð Árna er skemmtileg. Og hún er markverð bæði vegna þeirra fræða sem hún fjallar um og eins að því leytinu að hún minnir svo rækilega á að saga þjóðar er annað og meira en röð pólitfskra stóratburða. Það er ekki af stóru atriðunum heldur þvert á móti smáatriðunum sem marka má hvernig lífið í raun og veru var á hverjum tíma. Þá kemur ritgerð á þýsku, ’ls- lenzkur aðall’ als Boheme-Roman eftir Oskar Bandle. íslenskur að- all telst til höfuðverka Þórbergs. Að visu hefur verið lögð meiri áhersla á Bréf til Láru sakir þess timamótagildis sem það er talið hafa og Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem er sannarlega einn af tindum islenskra ævi- sagna. Væri hins vegar haft í huga almennt listgildi hygg ég íslenskur aðall hefði vinninginn. Þórbergur var á toppnum í flestu tilliti þegar hann skrifaði þá bók. En ástæða þess að Oskar Bandle gerir hana að umræðuefni hér öðrum bókum fremur mun sú að hún hefur verið þýdd á dönsku og þýsku (Unterwegs zu meiner Ge- liebten) og, ef ég man rétt, fleiri mál. Þá koma ritgerðir þriggja nafna: Hörð höfuðbein (rann- sóknarefni úr íslendingasögum) eftir Bjarna Einarsson, Aldur og uppruni Knúts sögu helga eftir Bjarna Guðnason og Við borð liggur eftir Bjarna Vilhjálmsson. í siðast töldu ritgerðinni er leitast við að rekja uppruna samnefnds orðtaks. Telur Bjarni Vilhjálms- son að talshátturinn geti »átt rót sína að rekja til orðafars duflara eða fjárhættuspilara, sem iðka leik sinn við borð.« í orðtakinu felist því wlíking við þá áhættu, sem tekin er, þegar fé er lagt undir við teningavarp eða í tafli, sem raunar fór oft saman.« Hákon Christie á ritgerð sem heitir Da stavkirkene ble reddet og ar á eftir fer þáttur Sverris Dahls, Miðaldar skírnarkör í För- oyum — á færeysku. Einar Ólafur Sveinsson ritar um Landvættasög- una og vættir þær sem »voru í lög leiddar í skjaldarmerki Islands með konungsúrskurði 1929.« Elsa E. Guðjónsson nefnir ritsmíð sína Altarisdúkur Ara á Sökku, ensk áhrif f fslenskum útsaumi á 17. öld og fylgja margar myndir. Finnbogi Guðmundsson skrifar Um gamansemi Snorra I Ólafs sögu helga I Heimskringlu. Þá kemur alllöng ritgerð eftir Peter Foote sem er íslendingum að góðu kunnur og nefnist Postulatal, vitaskuld rituð á ensku. Þar á eftir fer ritsmíð á sænsku og ber langan titil: Byggnadsminnenas vittnesbörd om Finlands kultur- kontakter under medeltiden, höf- undur C.J. Gardberg, myndir fylgja. Gísli Gestsson nefnir fram- lag sitt Fjórar baðstofur og er ritsmið sú byggð á fornleifarann- sóknum — fjallar um eina bað- stofu á Grænlandi en þrjár ís- lenskar. Fleiri hugsa til Græn- lands því einnig næsta ritgerð er um grænlenskt rannsóknarefni: En nordbos gravkors pá Grön- lands östkyst eftir P. V. Glob. Halldór Halldórsson lætur ritsmfð sfna heita Um orðin gosi og gos- karl og Hörður Agústsson nefnir sina Bæjardyraport Þóru Björns- dóttur á Reynistað. Uppdrættir fylgja ritgerð Harðar, myndir einnig. Rannsóknir Harðar væru merkilegar þó þeirra sæi ekki stað nema á pappír. Nú, þegar þær eru orðnar að veruleika i torfi, grjóti og timbri austur í Þjórsárdal, hafa þær fe'ngið sitt gildi staðfest. Jakob Benedikts- son skrifar örstutta ritgerð er hann nefnir Konungs umboð, at- vik I Fóstbræðra sögu. Ritgerð Jóns Helgasonar, Vísur Skðld- Ilelga, er einnig stutt. í nokkru lengra máli fjallar Jón Samsonar- son um sitt efni er hann kallar Þular um Maríu. Jón Steffensen skrifar Um dagbækur Sveins læknis Pálssonar. »Ef dæma má,« segir hann, »af þeim ritum Sveins er þegar hafa verið prentuð þá mætti ætla, að dagbækur hans væru mjög merk heimild ekki ein- ungis um æfi hans heldur einnig um samtíð hans.« Jón kveður fræðimenn lítt hafa leitað til þess- ara dagbóka eða stuðst við þær, meðal annars vegna þess að þær séu óaðgengilegar til lestrar, skammstafanir t.d. margar og sumar óljósar. Áður er nefnd rit- gerð Jónasar Kristjánssonar, The Legendary Saga, en svo nefnir hann sögu af Ólafi helga sem talin er rituð í Þrændalögum um 1250 (Það er að segja handritið) og varðveitt í bókasafni Uppsalahá- skóla. Og aftur er Grænland á dagskrá: Om Grönlands middel- alderlige kirkebygninger eftir Knud J. Krogh. AUmargir upp- drættir fylgja. Lúðvík Kristjáns- son gerist alllangorður undir fyr- irsögninni Þjóðskáldið Matthfas — Þjóðólfur — Eirfkur Magnús- son. Þá kemur Elien Marie Mageröy með Gjemt, men ikke glemt, — ljósmyndir af íslenskum öskum, skápum og fleira fylgja — og Hallvard Mageröy með Af sin- um bjarnarins (um efni úr Snorra-Eddu). Viggo Nielsen skrifar um efnið Jellingmonu- menternes rehabilitering, sem hann svo nefnir, og Erik Nylén um Gödsel och guld. Hvor tveggja ritgerðin fjallar um skandinavísk efni. Ólafur Halldórsson ritar Um Húsafellsbók sem varðveitt er f Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, »pappirshandrit íslenskt«. Robert Courts Heuse nefnist ritgerð eftir Thorkild Ramskou og Forsyning — selforsyning heitir ritgerð eft- ir Holger Rasmussen með eink- unnarorðum eða útleggingartexta úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Er þar skyggnst aftur til tíma einokunarverslunarinnar sem höfundur kveður hafa hlotið ill. eftirmæli, einnig af dana hálfu. Þá kemur alllöng ritgerð á þýsku eftir Kurt Schier og heitir Die Húsdrápa von Ulfur Uggason und die bildliche tíberlieferung alt- nordischer Mythen. Selma Jóns- dóttir ræðir um örlög saltara en Sigurður Þórarinsson bregður sér inn í þingeyskan eyðidal, grefur eftir öskulögum f fornum bæjar- rústum og birtir hér niðurstöðuna sem heitir í samræmi við efni: Þáttur af Þegjandadal. Fornar bæjarrústir blasa við augum viðs vegar um landið. Fyrrum kvað oftast við sama svarið ef spurt var um aldur: »Frá því fyrir svarta- dauða«. Eftir að jarðfræðingar tóku að rannsaka sögu eldgosa og öskulaga hafa þeir tekið þennan þátt byggðasögunnar — aldur bæjarrústa — á arma sfna. Von- andi verður þeim rannsóknum haldið áfram með vaxandi ná- kvæmni. Povl Simonsen hefur kjörið sér efnið Grundar-Helga og gravskik ’að fornum sið’ og fylgja uppdrættir og Ijósmyndir. Og eins og i framhaldi af því ritar Stefán Karlsson þátt sem hann nefnir Greftrun Auðar djúpúðgu. Þá kemur Sveinbjörn Rafnsson — Mjóadalsfundurinn heitir ritgerð hans og fjallar um haugfé úr Mjóadal sem er dalur er gengur inn af Norðurárdal i Mýrasýslu, fróðleg ritgerð og skemmtileg. Leiðréttir Sveinbjörn rugling í sambandi við fornleifafund þar á fyrri hluta nítjándu aldar. Málsat- vik voru sem hér segir: Séra Þor- steinn Helgason i Reykholti glat- aði forngripum sem þar höfðu fundist og hann hafði undir hönd- um og fundust þeir aftur. Var sá fundur siðan talinn fyrsti fundur. »Sumir hjálpa erroribus á gang,« sagði Árni Magnússon, »og aðrir leitast síðan við að útryðja aptur þeim sömu erroribus.« Og Svein- björn er einn þeirra. David M. Wilson á ritgerðina The Borre Style in the British Isles. Er stafrófsröðin þá komin að eftirmanni forsetans — miðað við hans fyrra embætti — Þór Magnússyni, er á þarna ritgerðina Þriðji GrundarstóIIinn? Lærður maður, Þór, og skýr í framsetn- ingu. Þórður Tómasson, sem skrifar Um skeifur og skeifna- smfði, er líka lærður á sínu sviði, sjálflærður. Hvor tveggi er safna- maður af fyrstu gráðu og þó hvor með sínum hætti. Þórhallur Vil- mundarson ritar Af sturlum og stöðlum en lestina rekur Þorkell Grimsson með Miðaldabyggð á Reyðarfelli. Það eru rústir Reyðarfells i Hálsasveit í Borgar- firði sem Þorkell ritar um. Eru þeim stað gerð tvöföld skil í ritinu þvi ein baðstofan, sem Gísli Gests- son lýsir í sinni ritgerð, er einmitt baðstofan í Reyðarfellsrústunum. Er þá upp talinn höfundalisti Minja og mennta, mikil skrá og virðuleg! Þó margra grasa kenni í ritinu fer það hvergi langt frá sérgrein og áhugasviði forsetans. Eins og upptalningin ber með sér er þetta að meginhluta fornleifa- rit. Þar sem vikið er frá fornleif- um í bókstaflegum skilningi er tekið til við andlegar minjar liðna tímans, sem eru þó oft að meira eða minna leyti tengdar hinum er áf föstu efni eru gjörðar. Að innri frágangi er ritið jafn- vandað sem á ytra borði og hefur ærinn vandi hvílt á ritstjóranum, Guðna Kolbeinssyni, sem og þeim ritnefndarmönnum, Bjarna Vilhjálmssyni, Jónasi Kristjáns- syni og Þór Magnússyni. Fyrst söfnun efnis, siðan, niðurröðun, skipulagning; og að lokum eftirlit með verkinu öllu. Stafsetninguna hafa þeir ekki samræmt og sannarlega gætir þarna margra menja íslensks ritháttar. Sumir rita á nútimastafsetningu, en fleiri þó, má ég segja, á stafsetn- ingunni frá 1930. Það, sem tilfært er úr eldri heimildum, prenta menn stafrétt og verður útkoman fjölskrúðugt og vægast sagt sundurleitt safn stafsetningar- reglna — eða óreglna — frá ýms- um timum. Ekki er mér kunnugt um hversu margir höfundanna hafa skrifað ritgerðir sínar gagngert fyrir ritstjóra bókarinnar, bein- linis til kvaddir, eða hvort þeir hafa átt þetta i fórum slnum og ætlað að birta hvort eð var. Einu gildir því allir hafa gengið til verks vakandi og meðvitandi þess að bók verður ekki, fremur en aðrir hlutir, gerð öðru visi en ai nökkuru efni. Þó tilefnið sé hátið legt, heiðra menn svo best fræði mann að þeir gangi sjálfir ótrauð ir á vit sinna fræða og það hafa ai minu viti gert allir fjörutíu oj tveir höfundar þessarar bókar. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.