Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977
17
Þorgeirskver
Þorgeir Þorgeirsson:
UML.
Nokkrar smágreinar um
dægurmál 1974—1977.
Iðunn 1977.
Það getur hvarflað að manni
að blaðagreinar Þorgeirs Þor-
geirssonar séu skrifaðar til þess
að klekkja á mönnum sem stað-
ið hafa í vegi fyrir honum á
framabrautinni eða valda pirr-
ingi með orðum sínum og at-
höfnum. Þorgeir er manna
fundvisastur á veikleika and-
stæðinga sinna og vopndjarfur
í menningarumræðu. Púki hans
fitnar þegar menn eins og Guð-
mundur H. Garðarsson, Albert
Guðmundsson og Halldór frá
Kirkjubóli, svo að fáeinir séu
nefndir iJr persónugalleríinu
láta ljós sitt skína. Þorgeir hef-
ur lent i útistöðum við marga,
ekki síst starfsmenn útvarps og
sjónvarps, enda fá þeir á bauk-
inn. Stundum er Þorgeir
hneykslaður eins og þegar jarð-
arfararsöngvari rekur burt
andarstegg úr sundlaug Vestur-
bæjar „með ógnlegum bægsla-
gangi og gratís óhljóðum".
Ályktun Þorgeirs: „allt vill nú
maðurinn hafa andlaust". En
sem betur fer er Þorgeir ekki
meira hneykslaður en svo að
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Þorgeir Þorgeirsson.
óvart þótt íslenskir sjómenn
tali „af skynsemi og viti“ um
bækur sem þeir hafa lesið. Ég
yrði satt að segja áhyggjufullur
ef þeir gerðu það ekki. Bækur
eru sem betur fer ekki skrifað-
ar eingöngu handa ritdómurum
og háskólakennurum.
Það má Þorgeir Þorgeirsson
eiga að hann kemst fljótt að
kjarna máls í greinum sínum.
Hann hefur ekki tileinkað sér
þvælustíl sem stefnir að þvi að
komast ekki að neinni ákveð-
inni niðurstöðu. Hann kemst
víða hnyttilega að orði. Athug-
anir hans um rithöfunda og
samfélag, þátt listar í daglegu
lífi fólks, eru margar eftir-
minnilegar. Uml hefur þá kosti
að vera kver sem gaman er að
gripa niður í án tillits til þess
hvort menn eru sammála eða
ósammála höfundinum.
Ijósa og prent stafir
KR. 4S.800
*<■**•*<.
12 STAFIR
2 MIMI
SJALFV. o/o
GRAADTOTAL
EPC
reiknivélar,
án Ijósa
med minni og
sjálfv. oioreikn.,
kosta frá
KR. 34.100
SKRIFSTIFIVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 Sími 20560
hann leyfir sér ýmsa útúrdúra,
stundar uppbyggileggt háð og
skopast jafnt að sjálfum sér og
öðrum. Þegar honum er hvað
mest niðri fyrir á hann það til
að bregða upp myndum úr
æsku sinni sem koma lesendan-
um í gott skap þrátt fyrir allt.
Hann segir frá strákum sem
eru að fá náttúruna og liggja á
gluggunum í Sundhöllinni í
þeirri von að sjá kerlingar „svo
loðnar um píkuna að þær stigu í
hárið". Og hann segir frá því
þegar hann datt ofan í rotþró
fyrir norðan, vandræðadrengur
að sunnan. Þar lærði hann að
„urnla". Uml Þorgeirs er fullt
af alls kyns skringilegum sög-
um úr daglega lifinu, lifs-
reynslubrotum, sem sýna al-
vöru lífsins i nýju Ijósi og rétt-
læta birtingu þessara dægur-
greina. í greinum hqns er ekki
að finna þá menningarþreytu
sem ríður húsum hjá þeim sem
hafa atvinnu af þvi að skrifa í
blöð. Hann telur að gagnrýn-
endur séu orðnir ólæsir af tíma-
skorti, en læsari en annað fólk
eru samkvæmt Umli farmenn
og togarasjómenn. Um borð í
skipum eru bókakassar og þar
hafa menn tíma og næði til að
lesa auk þess sem bækurnar
eru ræddar í kaffi og matartím-
um. Menn hjálpast að við að
skilja bækurnar. Það er að
sjálfsögðu rétt að gagnrýnend-
ur hafa ekki nægilegan tíma til
að lesa bækur fyrir jólin. En þó
er það beisk staðreynd um is-
lenska bókaútgáfu að ekki er
ástæða til að eyða löngum tíma
í margar bækur sem hér koma
út. Yfirleitt held ég að gagnrýn-
endur reyni að gera þeim bók-
um verðug skil sem þeir telja
að eigi brýnt erindi við lesend-
ur. En það kemur mér ekki á
/
SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT
FYRIR GOOD/YEAR HJÓLBARÐA
REYKJAVIK:
Hjólbarðaþjónusta Heklu H/F
Laugav. 170—172.
Símar 21240 — 28080
Gúmmívinnustofan
Skipholti 35 síífú 31055
Hjólbarðav. Sigurjóns Gislas
Laugav. 171,sími 15508
BORGARNES:
Guðsteinn Sigurjónsson
Kjartansgötu 12,
sími 93-7395
ÓLAFSVÍK:
Maris Gilsfjörð
bifreiðarstjóri,
sími 93-6283.
GRUNDARFJÖRÐUR:
Hjólbarðav. Grundarfj
sími 93-861 1.
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Fákur H/F,
sími 94-2535.
AKUREYRI:
Hjólbarðaþjónustan
Glerárgötu 34,
sími 96-22840
HOFSÓS:
Bílaverkst. Páls Magnússon-
ar.sími 96-6380.
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Bílaverkst. Mólatindur,
sími 96-621 94
DALVÍK
Bílaverkst. Dalvíkur,
sími 96-611 22.
ESKIFJÖRÐUR:
Bifreiðav. Benna og Svenna,
sími 97-6299.
REYÐARFJÖRÐUR:
Bifreiðav. Lykill',
sími 97-41 99.
STÖÐVARFJÖRÐUR:
Sveinn Ingimundarson.
VESTMANNAEYJAR:
Hjólbarðastofa Guðna,
v/ Strandveg, s. 98-1414.
EGILSSTAOIR:
Véltækni S/ F
sími 97-1455.
SEYÐISFJÖRÐUR:
Jón Gunnþórsson,
sími 97-2305.
NESKAUPSTAÐUR:
Bifreiðaþjónustan,
simi 97-7447.
GRINDAVÍK:
Hjólbarðav. Grindavíkur,
c/o Hallgrímur Bogason.
HAFNARFJÖRÐUR:
Hjólbarðav. Fteykjavíkurv.
56, sími 51538.