Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 43

Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 23 L >‘L, ... •* þ X *; • ' * **• - , £jj**i* ' ' v * , - <*• , >^-r - <, " 't L ■' ' "s- «* ■ GIsli Torfason hendir sér fram og skorar þriðja mark Keflvfkinga með skalla. KR vörnin kom engum vörnum við. Ungu Ijónin bættu enn sigri í safnið Á LAUGARDAGINN voru liðin nákvæmlega 10 ár sfðan grasvöllurinn í Keflavfk var vígður og héldu heimamenn upp á afmælið með því að sigra KR 4:2 í góðum leik. Ungu Ijónin í Keflavfk bættu þarna enn einum sigri í safnið, en ekkert lið hefur komið jafn mikið á óvart f deildinni og lið ÍBK. Urslitin auka hins vegar áhyggjur KR-inga og fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að gamla Vesturbæjarstórveldið leiki í 2. deild næsta ár í fyrsta skipti í sögu félagsins. KR-ingar léku undan allsterk- um vindi og voru miklu sprækari til að byrja með en Keflvikingarn- ir. Kom það ekki á óvart að KR- ingar skyldu verða fyrri til að skora en það gerðist á 38. mínútu. Vilhelm Fredriksen sendi lang- sendingu fram völlinn, örn Ósk- IBK—KR 4:2 Texti og mynd: Sigtryggur Sigtryggsson. ingum þegar Keflvíkingar jöfn- uðu metin mlnútu síðar. Ólafur Júlíusson sendi þá góðan bolta frá vinstri kantinum upp að marki KR. Steinar Jóhannsson, sem nú lék með Keflvikingum að nýju, fylgdi vel eftir og skoraði af stuttu færi úr þröngri aðstöðu. Vel að verki staðið hjá Ólafi og Steinari en KR-vörnin og Halldór markvörður voru illa á verði. Ekki voru liðnar nema fimm mínútur af seinni hálfleik þegar Keflvíkingar höfðu tekið foryst- una. Markið skoraði Ólafur Júli- usson með skoti frá vitateigslinu en áður hafði hann platað varnar- menn KR illilega. Skot Ólafs var frekar laust og á mitt markið en Halldór missti boltann klaufalega undir sig. Á 14. minútu seinni hálfleiks tókst Halldóri að bjarga naumlega í horn eftir upphlaup ÍBK. Ólafur Júliusson tók spyrn- una frá vinstri og gaf mjög góða sendingu að stönginni fjær þar sem Gisli Torfason kom á fullri ferð og skallaði boltann kröftug- lega í markið. Á 21. mínútu seinni hálfleiksins sóttu KR-ingar að marki ÍBK. Boltinn var gefinn út til vinstri á . Stefán Örn Sigurðsson, hann lék upp aó markinu, plataði bakvörð- inn og skoraði með ágætu vinstri- fótarskoti i hornið fjær. KR-ingar eygðu nú möguleika á að jafna metin og gat maður haldið að það myndi hleypa fjöri i þá en svo varð ekki. Þeir hresstust litið við markið og á 29. minútu gerðu Keflvikingar út um leikinn. Gísli Torfason sendi þá langsendingu frá hægri þvert yfir völl til Sig- urðar Björgvinssonar. Sigurður skallaði boltann fyrir fætur Ein- ars Á. Ólafssonar bakvarðar og Einar skaut viðstöðulausu þrumu- skoti af rúmlega 20 metra færi. Boltinn þaut yfir Halldór mark- vörð og i netið rétt undir þverslá. Skotið var stórfallegt en furðu- legt var það nú samt að sjá bolt- ann svifa yfir tæplega tveggja metra markvörð og hafna i mark- inu án þess hann væri einu sinni nálægt því að ná boltanum. Sem fyrr segir var þetta fjörug- ur og skemmtilegur leikur og nóg af mörkum. Keflvíkingar komust ekki almennilega í gang fyrr en líða tók á leikinn en þeir náðu þá oft ágætum sóknarlotum. Var Ól- afur Júliusson fremstur i flokki og hann átti stærstan þátt i mörk- unum. Standa honum fáir á sporði í nákvæmum sendingum. Gisli Torfason var að vanda mjög traustur þótt ekki gengi hann heill til skógar og Einar bakvörð- ur átti prýðilegan leik. Þá er Gisli Grétarsson mjög vaxandi leikmað- ur. Árangur liðsins í sumar hefur verið miklu betri en bjartsýnustu áhangendur liðsins þorðu að vona og enginn vafi er á því að Hólbert þjálfari getur gert liðið ennþá betra þegar ungu mennirnir hafa öðlazt meiri reynslu. Utlitið er vægast sagt orðið dökkt hjá Vesturbæjarliðinu KR. Ekkert nema stórbreyting á leik liðsins getur forðað því frá falli. KR hefur oft sloppið fyrir horn á siðustu árum en líkurnar hafa aldrei verið eins Iitlar og nú. Það var aðeins einn maður i liðinu sem sýndi góðan leik, Stefán Örn Sigurðsson. Þar er á ferðinni leik- maður, sem ekki hefur notið þeirrar athygli sem skyldi. Hann er góður bæði í vörn og sókn og hann mætti að minu mati gjarna fá tækifæri til að reyna sig í stöðu vinstri bakvarðar í úrvalsleik. Aðrir leikmenn KR voru heldur slakir og örugglega mun Halldór markvörður reyna að gleyma leiknum hið fyrsta. I STUTTU MÁLI: Keflavikurvöllur 2. júlí, íslands- mótið 1. deild, ÍBK—KR 4:2 (1:1). Mörk ÍBK: Steinar Jóhannsson á 39. mínútu, Ólafur Júliusson á 50. mínútu, Gísli Torfason á 59. min- útu og Einar Á. Ólafsson á 74. mlnútu. Mörk KR: Örn Óskarsson á 38. minútu og Stefán Örn Sigurðsson á 66. mínútu. Áminningar: Hilmar Hjálmars- son ÍBK og Guðjón Hilmarsson KR fengu að sjá gula spjaldið. Áhorfendur: 677. arsson, friskasti framlínumaður KR-inga, stakk vörn Keflvíkinga af og skoraði með góðu skoti. Sig- urviman var ekki runnin af KR- • », Llð vlkunnar Sigurður Dagsson Val Guðmundur Kjartansson Val GIsli Torfason ÍBK Ólafur Sigurvinsson ÍBV Ragnar Glslason Vlking Atli Eðvaldsson Val Ólafur Júlíusson ÍBK Albert Guðmundsson Val Ó1 afur Danivalsson FH Guðmundur Þorbjörnsson Val Tómas Pálsson IBV 1. deild: 2. deild: Valur 11 7 2 2 19:9 16 Þróttur, R 8 6 1 1 17:8 13 Akranes 11 7 1 3 18:10 15 KA 8 6 1 1 18:10 13 Víkingur 11 5 5 1 12:9 15 Haukar 7 3 4 0 9:4 10 ÍBK 11 5 3 3 16:15 13 Ármann 7 4 1 2 12:5 9 ÍBV 11 5 2 4 13:10 12 ÍBÍ 8 3 2 3 8:10 8 UBK 11 4 2 5 14:15 10 Reynir, S 7 3 1 3 12:14 7 FH 11 4 1 6 16:17 9 Selfoss 7 2 1 4 6:8 5 Fram 11 2 4 5 13:18 8 Völsungur 8 2 1 5 7:11 5 KR 11 2 2 7 17:22 -6 Þróttur, N 8 1 3 4 7:14 5 Þór 11 2 2 7 13:24 6 Reynir 8 0 1 7 5:17 1 Elnkunnagjöfln AKRANES: Jón Þorbjörnsson 3 Björn Lárusson 1 Guðjón Þórðarson 1 Jón G unnlaugsson 2 Jón Alfreðsson 2 Jóhannes Guðjónsson 3 Hörður Jóhannesson 2 Árni Sveinsson 3 Karl Þórðarson 2 Pétur Pétursson 3 Kristinn Björnsson 1 Jón Áskelsson (vm) 1 GuðbjörnTryggvason (vm) 1 VALUR: Sigurður Dagsson 3 Grímur Sæmundsen 3 Guðmundur Kjartanss. 3 Dýri Guðmundsson 2 MagnúsBergs 2 Hörður Hilmarsson 3 Atli Eðvaldsson 4 Albert Guðmundsson 4 Ingi Björn Albertsson 2 Guðmundur Þorbjörnss. 4 Bergsveinn Alfonsson 2 Jón Einarsson (vm) ^ 1 DÓMARI: Rafn Hjaltalfn 3 VIKINGUR: Diðrik Ólafsson 2 Ragnar Gfslason 3 Magnús Þorvaldsson 3 Eirlkur Þorsteinsson 1 Kári Kaaber 2 Ilelgi Helgason 1 Róbert Agnarsson 2 GunnarÖrn Kristjánsson 2 Jóhannes Bárðarson 3 Hannes Lárusson 1 Theódór Magnússon 1 Gunnl. Kristfinnss. (vm) 2 ÞÓR: Samúel Jóhannsson 1 Oddur Óskarson 2 Aðalsteinn Sigurgeirss. 2 Gunnar Austfjörð 2 Pétur Sigurðsson 1 Sævar Jónatansson 2 Sigurður Lárusson 1 Sigþór Ómarsson 3 Árni Gunnarsson 3 Nói Björnsson 2 Guðm. Skarphéðinss. 1 Helgi Örlygsson (vm) 1 DÓMARI: Guðmundur Haraldsson 1 BREIÐABLIK: Ómar Guðmundsson 2 Magnús Steinþórsson 1 Bjarni Bjarnason 1 Valdimar Valdimarss. s 3 Einar Friðþjófsson 2 Ólafur Friðriksson 1 Vignir Baldursson 2 Þór Hreiðarsson 3 Hinrik Þórhalisson 1 Glsli Sigurðsson 1 Ileiðar Breiðf jörð 1 Sigurjón Rannverss. (vm) 2 ÍBV: Sigurður Ilaraldsson 2 Ólafur Sigurvinsson 3 Einar Friðþjófsson 2 Þórður Ilallgrlmsson 3 Friðfinnur Finnbogason 2 Sveinn Sveinsson 3 Valþór Sigþórsson 2 Óskar Valtýsson 2 Siguriás Þorleifsson 2 Tómas Pálsson 4 Karl Sveinsson 2 DÓMARI: Arnar Einarsson 2 FRAM: Árni Stefánsson 1 Simon Kristjánsson 2 Rafn Rafnsson I Gunnar Guðmundsson 2 Kristinn Atlason 1 Sigurbergur Sigsteinss. 2 Eggert Steingrlmss. 1 RúnarGislason 2 Sumarliði Guðbjartss. 1 Ásgeir Eltasson 2 Pétur Ormslev 3 Kristinn Jörundss. (vm) 2 Kristján Sigurgeirss. (vm) 1 FH: Þorvaldur Þórðarson 2 Andrés Krist jánsson 2 PálmiJónsson 2 Gunnar Bjarnason 2 Viðar Halldórsson 3 ÞórirJónsson 2 Ólafur Danivalsson 4 Janus Guðlaugsson 3 Árni Geirsson 2 Magnús Teitsson 2 Helgi Ragnarson (vm) 2 ÁsgeirArnbjörnss. (vm) 1 DÓMARI: Kjartan Ólafsson 4 ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2 Steinar Jóhannsson 2 Óskar Færseth 2 Gísli Grétarsson 3 Gísli Torfason 3 Sigurður Björgvinss. 2 Einar Á. Ólafsson 3 Hilmar Hjálmarsson 1 Ómar Ingvarsson 1 Ólafur JúIIusson 4 Þórður Karlsson 2 Marlnó Einarsson (vm) 1 Ingiber Óskarsson (vm) 1 KR: Halldór Pálsson 1 Guðjón Ililmarsson 1 Sigurður Indriðason 2 Ottó Guðmundsson 2 Magnús Ingimundars. 2 Stefán Örn Stefánss. 3 Árni Guðmundsson 1 Biirkur Ingason 1 Vilhelm Frederiksen 1 Magnús Jónsson 2 Örn Oskarsson 2 Guðmundur Ingvason (vm) 1 Sverrir Herbertss. (vm) 1 DÓMARI: Þorvarður Björnsson 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.