Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 46

Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULt 1977 UNNU SIGUR setti I MARGIR BEZTU LÉTU SIG VANTA OG SOVÉTMENN Sovétmenn sigruðu Bandarfkja- menn f landskeppni f frjálsum íþróttum sem fram fór f Sochi f Sovétríkjunum um helgina. Hlutu Sovétmenn alls 207 stig gegn 171 stigi Bandarfkjamanna. Skiptust stigin þannig að f karla- keppninni fengu Sovétmann 118 stig gegn 105, en f kvennakeppn- inni hlutu Sovétmenn 89 stig gegn 66. Þetta var f fimmtánda sinn sem Bandarfkjamenn og Sovétmenn heyja landskeppni f frjálsum íþróttum og jafnframt 12. sigur Sovétmanna. Eins og svo oft áður vantaði mikið á að Bandaríkjamenn gætu teflt fram sínu bezta liði. Margt af bezta frjálsíþróttafólki Banda- ríkjanna er nú á keppnisferðalög- um viða um heim og tekur ýmis mót fram yfir landskeppnína við Sovétmenn. Meðal þeirra sem létu sig vanta í keppnína að þessu sinni voru kúluvarpararnir A1 Feuerbach og Terry Albritton, grindahlauparinn Edwin Moses og heimsmethafinn i hástökki Dwight Stones. Voru Sovétmenn ekki síður óánægðir með það að fá ekki beztu Bandaríkjamennina til keppni heldur en Bandarikja- menn sjálfir og lét þjálfari sov- ézka liðsins, Nikolai I. Politiko, svo um rnælt eftir keppnina, að nauðsyn bæri til þess að færa keppnina í það horf sem eitt sinn hefði verið — þegar báðar þjóðir lögðu metnað sinn í að tefla fram sinum sterkustu liðum. Hann kvað einnig óliklegt að ef svo héldi sem horfði að Sovétmenn sendu sitt sterkasta lið til Banda- ríkjanna þegar landskeppnin fer fram þar að ári. Að venju náðist þó mjög góður árangur í flestum keppnisgrein- um landskeppninnar, en eina metið sem var sett var í stangar- stökki, en Vladimir Trofimenko setti nýtt Sovétmet með því að stökkva 5,59 metra. Sigraði hann i keppninni, en annar varð Banda- rikjamaðurinn Larry Jesse. Keppni var hin skemmtilegasta i mörgum greinum, sérstaklega þó i 800 metra hlaupi kvenna og í 3000 metra hindrunarhlaupi. í fyrrnefndu greininni kom ung bandarisk stúlka, Julie Brown, mjög á óvart með því að veita hinum sterku Sovétstúlkum harða keppni. Var það ekki fyrr en rétt á marklínunni sem Taty- anu Kazankinu, Ólympíumeistara í greininni, tókst að merkja sigur. Timi hennar var 2:00,7 mín., en bandariska stúlkan hljóp á 2:00,8 min. í 3000 metra hindrunar- hlaupi barðist sá Bandaríkja- mannanna sem álitinn var lélegri fyrirfram harðri baráttu um sig- urinn við Sovétmanninn Vladimir Filonov. Sigraði Sovétmaðurinn mjög naumlega á 8:29,5 mín. — frábærum tíma. Það var helzt í spretthlaupun- um og boðhlaupunum sem Banda- rikjamenn urðu sigursælir. Þann- ig unnu þeir tvöfaldan sigur í 200 metra hlaupi karla, og 110 metra grindahlaupi, auk þess sem sveit þeirra hafði yfirburði í 4x400 metra boðhlaupi. í millivega- lengdahalupunum var oftast um harða baráttu að ræða, en í löngu hlaupunum og köstunum höfðu Sovétmenn jafnan betur og höl- uðu inn mörg stig. í stangarstökkskeppni tugþrautarinnar mátti sjá furSulag tilþrif hjá mörgum keppendanna Þama ar þa8 Björn Blöndal. KR, sem far sitjandi yfir ránna. Ekki alveg samkvæmt formúlu þairra stóru. Ljósm. K.Ó. Slakur árangur í tugþraut- arkeppni íslandsmeistaramótsins Meistaramót tslands f tugþraut sem fram fór á Laugardalsvellin- um um helgina var heldur sviplít- ið. Veður til keppni var heldur slæmt, sérstaklega á laugardag- inn, og var auðséð að Elfas Sveins- son, sem fyrirfram mátti heita öruggur sigurvegari f þrautinni, gafst strax upp við að keppa að góðum árangri. Elfas er nú greini- lega f góðu formi og við hagstæð skilyrði er ekki ólfklegt að hon- um takist að hnekkja tslandsmeti Stefáns Hallgrfmssonar f tug- þrautinni þegar f sumar. — Þetta var bara æfing, sagði Elías eftir keppnina á sunnudag- inn, enda greinilegt að hann lagði sig ekki fram til annars en að sigra og var langt frá sinu bezta í Sigurður P. unglinga- öllum greinum þrautarinnar. Alls hlaut hann 6709 stig, sem ekki er árangur til þess að hrópa húrra fyrir. Annar í þrautinni varð Þrá- inn Hafsteinsson, HSK, með 6525 stig og Hafsteinn Jóhannesson, UBK, varð í þriðja sæti með 6138 stig. Björn Blöndal, KR, var lengi i fremstu röð i þrautinni, en hann var óheppinn í spjótkastinu — gerði þar öll sín köst ógild og var þar með úr leik. Tveir aðrir kepp- endur, Stefán Jóhannsson, Á og Valbjörn Þorláksson, KR, hættu einnig keppni I þrautinni. Úrslit urðu þessi: Elías Sveinsson, KR 6709 stig. (11,1 — 6,44 — 13,45 — 1,89 — 61,3 — 15,9 — 44,59 — 3,60 — 57,32 — 4:57,3) Þráinn Hafsteinsson, HSK 6525 stig. (12,1 — 6,17 — 13,34 — 1,83 — 55,3 — 16,5 — 43,64 — 3,30 — 56,00 — 4:35,6) Hafsteinn Jóhannesson, UBK 6138 stig. (11,7 — 6,33 — 11,51 — 1,89 — 56,6 — 16,3 — 37,24 — 3,60 — 48,73 — 5:25,2) Ásgeir Þór Eiríksson, ÍR 5721 stig. (12,3 — 5,72 — 13,41 — 1,79 — 56,6 — 16,8 — 35,07 — 3,00 — 44,53 — 4:48,9) Þorsteinn Þórsson, UMSS 5562 stig. (12,2 — 6,12 — 10,93 — 1,83 — 56,3 — 16,9 — 28,39 — 2,90 — 43,52 — 4:52,5) Vésteinn Hafsteinsson, HSK 5196 stig. < 12,6 — 5,38 — 11,66 — 1,73 — 57,9 — 20,6 — 36,68 — 2,70 — 43,75 — 4:34,5) Halldór Matthíasson, Á 4729 stig. (12,7 — 5,19 — 8,52 — 1,60 — 60,2 — 17,5 — 26,46 — 2,70 — 41,§5 — 4:23,6). met í 10.000 metra hlaupinu Sigurður P. Sigmundsson, hinn ungi langhlaupari úr FH, náði prýðisárangri í 10.000 metra hlaupi íslandsmeistaramótsins sem fram fór um helgina. Setti Sigurður nýtt unglingamet í greininni, hljóp á 33.00,0 mín., og bætti því eldra metið sem var í eigu íslandsmethafans, Sigfúsar Jónssonar, ÍR, mjög verulega, þar sem það var 33.34,6 mín. Er sig- urður greinilega í mikilli framför og virtist ná þessum ágæta árangri án þess að leggja verulega Siguröur P. Sigmundsson og Gunnar Þ. Sigurösson. nýir unglingamathafar f 4x800 matra boðhlaupi og Sigurður satti ainnig unglingamet I 10 km hlaupi. hart að sér. Mikla keppni hafði hann heldur ekki í hlaupinu, þar sem Ágúst Gunnarsson, UBK, sem varð í öðru sæti, hljóp á 34.12,8 mín., sem mun vera hans bezti tími á þessari vegalengd. Þriðji í hlaupinu varð Óskar Guð- mundsson, FH, á 36.22,8 mín. og fjórði varð ungur piltur úr Breiðabliki, Jóhann Sveinsson, sem hljóp á 38.55,0 mín. og setti þar með nýtt piltamet. Sigurður P. Sigmundsson eign- aðist einnig annað unglingamet um helgina, þar sem hann var f sveit FH sem varð íslandsmeist- ari í 4x800 metra hlaupi. Hljóp sveitin á 8:16,3 mín., en gamla unglingametið sem sveit úr ÍR átti var 8:29,8 min. Auk Sigurðar voru I sveitinni þeir Óskar Guð- múndsson, Einar P. Guðmunds- son og Gunnar Þ. Sigurðsson. Sveit ÍR varð í örðu sæti í hlaup- inu á 9:02,2 mín. og B-sveit FH varð i þriðja sæti á 9:33,8 mín. Íslandsmeístari i 3000 metra hiaupi kvenna varð svo hin korn- unga og skemmtilega Thelma Björnsdóttir, UBK, sem hljóp á 11:35,6 mín., án þess að leggja hart að sér. önnur I hlaupinu varð Ingunn Sighvatsdóttir, HSK, á 12:23,0 mín. Þórdís Gfsladóttir — náði ágætum árangri. Þórdís meistari í fimmtarþrautinni Þórdfs Gfsladðttir, IR, varð islandsmeistari f fimmtarþraut kvenna þetta árið, en keppni fór fram á Laugardalsvellinum um helgina. Náði Þórdfs ágætum árangri, 3288 stigum, sem er nýtt meyjamet. tslands- methafinn f greininni, Ingunn Einarsdóttir, ÍR, var ekki meðal kepp- enda, þar sem hún kom ekki til landsins úr keppnisför sinni til útlanda fyrr en á laugardaginn. Aðeins tvær stúlkur luku keppninni, Þórdís og Marfa Guðnadóttir, HSH, sem einnig náði mjög þokkalegum árangri 2861 stig. Afrek Þórdfsar f einstökum greinum þrautarinnar voru: 100 metra grinda- hlaup 15,5 sek., kúluvarp 8,28 metrar, hástökk 1,69 metrar, langstökk 4,82 metrar og 800 metra hlaup 2:35,6 mfn. Afrek Marfu voru, talin f sömu röð: 18,3 — 8,87 — 1,60 — 4,84 — 2:52,1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.