Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI 1977
27
Frábær
RAGNAR Olafsson sigraði IGlass
Export-golfkeppninni, sem fram
fór á golfvelli Ness á fimmtudag
og föstudag f sfðustu viku. Lék
Ragnar holurnar 36 á 143 högg-
um, sem er mjög góður árangur,
hringina 4 lék hann á 33, 39, 37 og
34 höggum. í öðru sæti varð Loft-
ur Ólafsson á 145 höggum, Björg-
vin Þorsteinsson og Jón Haukur
Guðlaugsson urðu jafnir f þriðja
sæti með 146 högg, en Björgvin
vann f bráðabana. Sigurður Ilaf-
steinsson lék á 147 höggum, Þór-
hallur Hólmgeirsson á 148 og
Geir Svansson á 149 höggum og
langstökks-
árangur
Frábær árangur náðist í lang-
stökki á móti sem fram fór í
Wolverhampton i Englandi um
helgina. Evrópumeistarinn f
greininni, Stekic frá Júgóslaviu,
hafði forystu í keppninni fram i
sfðustu umferó og hafði stokkið
8,32 metra, en i síðustu umferð
bætti franski blökkumaðurinn
Jacques Russeau um betur og
stökk 8,33 metra.
Björn Borg — sigraði f einum tvfsýnasta úrslitaleik sem fram hefur farið í Wimbledonkeppninni.
BORG VANN LOKS SIGUR EFTIR
ÞRIGGJA KLUKKUSTUNDA BARÁTTU
Wimbledon-tenniskeppn-
inni f ár, sem fram fór á
sunnudaginn, mun lengi í
minnum hafður. Wimble-
don-keppni þessi er nánast
heimsmeistarakeppni í
tennis, og voru flestir
beztu tennisleikarar heims
mættir þar til keppni, að
venju. Til úrslita léku
Bandarfkjamaðurinn
Jimmy Connors og Svíinn
Björn Borg og stóð viður-
eign þeirra f þrjár klukku-
stundir og 10 mfnútur. Var
hvert einasta áhorfenda-
stæði skipað meðan á
keppninni stóð, auk þess
sem leiknum var sjónvarp-
að beint til flestra Evrópu-
landa, svo og til Bandaríkj-
anna.
Ætlaði allt vitlaust að verða á
leikvanginum er úrslit f þessari
æsispennandi viðureign fengust
loks og Björn Borg stóð uppi sem
sigurvegari. Með sigri f þessari
keppni hefur Borg rækilega
undirstrikað að hann er nú
fremstur allra tennisleikara f
heimi. Er þetta raunar í annað
skiptið sem Björn Borg sigrar í
Wimbledonkeppninni, þar sem
hann sigraði einnig 1976. Sagði
Borg eftir keppnina á sunnudag-
inn að keppnin 1976 hefði verið
hreinn barnaleikur hjá þvf sem
Kenýabúinn Kimombwa — setti nýlega heimsmet f 10 km hlaupi.
DJÚPT Á EIMVÍGI
BOIT OG JUANTORENA
ttalinn Pietro Mennea náði bezta
tíma f 200 metra hlaupi sem náðst
hefur f heiminum f ár er hann
hljóp á 20,11 sek. á miklu frjáls-
íþróttamóti sem fram fór I lYlilanó
um helgina. Vann hann öruggan
sigur yfir Ólympfumeistaranum
og heimsmethafanum Don
Quarrie frá Jamaica, sem hljóp á
20,41 sek.
Margir af beztu frjálsiþrótta-
mönnum heims voru meðal kepp-
enda á móti þessu, m.a. Kúbumað-
urinn Alberto Juantorena og
Kenyabúinn Mike Boit. Báðir
voru þeir skráðir til leiks í 800
metra hlaupinu og keppa f 1.500
metra hlaupi í staðinn. Þessir
tveir hlaupagarpar hafa verið
meðal keppenda á mörgum frjáls-
fþróttamótum að undanförnu, en
svo virðist sem þeir hafi lftinn
áhuga á að mætast f keppni. Ein-
vígi þeirra hafa verið boðuð æ
ofan í æ, en aldrei orðið af þeim.
Meðal úrslita á mótinu f Mílanó
má nefna að Albejandro
Cansanas frá Kúbu sigraði í 110
metra grindahlauppi á 13,50 sek.,
Samson Kimombwa frá Kenfa
sigraði f 5.000 metra hlaupi á
13:21,90 mfn. Háði hann lengi
harða keppni við Italana Luigi
Zarcone og Franco Fava, en á
síðasta hring stakk hann þá al-
gjörlega af. Hljóp Zarcone á
13:25,30 mfn og Fava á 13:28,04
mín.
Mac Wilkins frá Bandaríkjun-
um sigraði f kringlukasti, kastaði
,62,52 metra, Andrea Lynch, Bret-
hún var núna, og að hann hefði
aldrei fyrr þurft að hafa eins mik-
ið fyrir sigri f móti.
Keppnin f Wimbledon er búin
að standa í rúma viku. Til að
byrja með var róðurinn léttur fyr-
ir helztu kappanna, en þegar kom
að undanúrslitum lenti Borg á
móti hinum fræga rúmenska
tennisleikara Nastase. Var sá
leikur mjög sögulegur, þar sem
Nastase, sem frægur er fyrir mik-
ið skap sitt, lét það að þessu sinni
hlaupa algjörlega með sig f gönur.
Hafði hann betur f viðureigninni
við Borg til að byrja með, en
Sviinn þekkti hins vegar keppi-
naut sinn og fór að gera ýmislegt
til þess að gera honum gramt i
geði. Fór svo að Nastase klagaði í
dómarann á fárra mínútna fresti
og missti algjörlega tök á leikn-
um.
Það, að þeir Borg og Connors
mættust í úrslitum, var óska-
draumur allra tennisaðdáenda.
Þessir tveir leikmenn þykja mjög
keimlikir og spilastíll þeirra svip-
aður. Báðir búa yfir frábærri
tækni, og hafa ótrúlegt úthald. í
fyrstu lotu var þó enginn vafi um
hver yrði sigurvegari. Connors
lék gjörsamlega öaðfinnanlega og
sigraði 6:3. Borg svaraði í næstu
lotu með því að sigra 6:2 og hann
vann einnig sigur f þriðju lotunni
6:1. Virtist Connors þá búinn að
vera. í fjórðu lotunni hafði Borg
betur til að byrja með og var
kominn i 5:1, er Bandarfkja-
maðurinn náði sér heldur betur á
strik og sigraði 7:5. Stöðu nú leik-
ar jafnir, hvor hafði unnið tvær
lotur og þurfti þvi að leika
fimmtu lotuna til úrslita. Eftir
gífurlega baráttu hafði Borg bet-
ur og sigraði 6:4. Leit þó ekki vel
út fyrir honum um tíma, þar sem
Connors komst í 4:0.
— Ég skil ekki hvaó gerðist hjá
mér í síðustu lotunni, sagði Conn-
ors eftir keppnina — ég hafi þetta
f hendi minni, en missti sfðan
móðinn. Ætlaði að slappa aðeins
af, en Borg náði hins vegar að
nýta sér það til fulls. Annars þarf
ég ekki að kvarta, sagði Connors,
— ég hef sigrað f Wimbledon og
verið þar f úrslitum tvívegis að
auki, — það er hreint ekki svo
slæmt.
— Ég hef aldrei verið svona
þreyltur á ævi minni, sagði Borg
eftir keppnina, — það var barátta
upp á líf og dauða um hvern ein-
asta bolta. Ég held að ég vildi ekki
ganga f gegnum aðra slíka
martröð, þótt allt gull heimsins
væri í boði.
Kvennakeppnin i Wimbledon
þótti hins vegar með sviplausasta
móti í ár. Sigurvegari í henni varð
Yvonne Vermaak frá Suður-
Afrfku sem sigraði brezku stúlk-
una Sue Mappin i úrslitaleik 6:2
og 7:5.
landi, sigraði f 100 metra hlaupi
kevnna á 11,56 sek., Alberto
Junatorena frá Kúbu sigraði f 400
metra hlaupi á 45,58 sek., á undan
Bandarikjamani'inum Robert
Taylor sem verð, annar á 46,10
sek., Mike Boit aði í 1500
metra hlaupi á 3:3í> mín., Sara
Simeoni, ítaliu, sigrat í hástökki
kvenna, stökk 1,88 metra, Silvio
Leonard, Kúbu, sigraði f 100
metra hlaupi á 10,27 sek.,
Miroslav SaviC, Júgóslavfu, í 800
metra hlaupi á 1:46,60 min., Dan
Ripley, Bandaríkjunum, sigraði f
stangarstökki, stökk 5,40 metra,
Dwight Stones, Bandaríkjunum, f
hástökki, stökk 2,27 metra, og
Rita Bottiglieri, Italfu, sigraði í
200 metra hlaupi kvenna á 23,38
sek.
Hástökksheimsmet
Á sunnudagskvöldið setti svo
til óþekktur Sovétmaður,
Vladimir Yashcheno að nafni,
nýtt heimsmet f hástökki f
unglingalandskeppni Banda-
rfkjanna og Sovétrfkjanna f
frjálsum fþróttum sem fram
fór f Riehmond f Virginiu f
Bandarfkjunum. Stökk hann
2,33 metra, en eldra heimsmet-
ið sem Bandarfkjamaðurinn
Dwight Stones átti var 2,32
metrar. Yashcheno þessi hefur
Iftið keppt utan Sovétrfkjanna,
en fréttir höfðu borizt þaðan
um góðan árangur hans að
undanförnu, og m.a. þvf að
hann hefði sett heimsmet ungl-
inga með þvf að stökkva 2,27
metra.
í keppninni á sunnudags-
kvöldið sýndi Yashcheno gffur-
legt öryggi. Hann fór yfir f
fyrstu tilraun unz komið var að
hæðinni 2,27 metrum, en yfir
hana fór hann f annarri tilraun.
Hann gerði sfðan atlögu að
Evrópumetinu 2,30 metrum og
lét hækka f 2,31 metra. Þá hæð
fór hann í fyrstu tilraun. Sfðan
var hækkað f 2,33 metra og nýtt
heimsmet leit dagsins Ijós. Fáir
höfðu búizt við þvf að Sovét-
maður þessi myndi láta veru-
lega að sér kveða á næstunni,
en miklar vangaveltur hafa
hins vegar verið um möguleika
Stones að bæta sig. Er greini-
legt að hann má nú taka á hon-
um stóra sfnum til þess að ná
metinu aftur. Yashcheno er að-
eins 18 ára að aldri.
t unglingalandskeppni þeirri
sem met þetta var sett f sigruðu
Bandarfkjamenn með 214 stig-
um gegn 163.
Vel
spiiað á
Nesvelli
sést á þessu að vel hefur verið
spilað á Nesinu þessa daga, enda
er völlurinn nú mjög góður og
veður var ágætt til keppni, sér-
staklega fyrri daginn.
12,93 sek.
Austur-þýzka stúlkan Johanna
Klier-Schaller náði bezta tíma
sem náðst hefur í 100 metra
grindahlaupi kvenna á móti sem
fram fór í Dresden i Austur-
Þýzkalandi um helgina. Hljóp
hún á 12,93 sek.