Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977
Nokkrir úr hópi Vtsuvina.
Ljósmynd Mbl. Frióþjöfur.
Vlsuvinir taka lagið í kvöld
FELAGIÐ Vísuvinir sér um dagskrána á tónleikum f Tónabæ í kvöld,
en þeir munu standa yfir frá kl. 8—23. Félagió Vísuvinir er félags-
skapur áhugafólks um vfsna og þjóólagaflutning. Þeir sem koma fra
eru m.a. Agnar G.L. Asgrímsson, Arni Johnsen, Hjalti Jón Sveinsson,
Bryndis Júlfusdóttir Stefán Andrésson, Hanne Gustavi, Gfsli Helga-
son, Margrét Pálsdóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir og Rannveig Fríða
Bragadóttir.
Framleiðendur um skortinn á nautakjöti:
Of lítill verðmunur
á gæðaQokkunum
VERULEGUR skortur er oróinn á
nautakjöti, eins og fram hefur
komió, og af þvi tilefni sneri
Morgunhlaðió sér til forráóa-
manna tveggja búa, sem lagt hafa
áherzlu á nautgriparækt, Sveins
Runólfssonar, landgræðslustjóra
f Gunnarsholti og Ingimars
Sveinssonar á Egilsstöðum, og
spurói þá hvort þeir hefðu orðið
varir viö meiri eftirspurn nú en
endranær.
Sveinn Runólfsson sagði, að það
hefði jafnan verið mikil efsir-
spurn eftir nautkjöti frá Gunnars-
holti, svo að allt kjöt sem fengizt i
gripaslátruninni i október og
nóvember seldist svo til jafnóó-
um. Þá væri venjulega slátrað um
150 gripum og fengjust út úr því
um 30 tonn, en söluandvirðið væri
um 15—20 milljónir króna.
húsin ef niðurgreiðslur ættu að
fást.
Ingimar Sveinsson á Egilsstöð-
um tók í sama streng og Sveinn og
kvað eftirspurn eftir nautakjöti
frá Egilsstaðabúinu jafnan hafa
verið það mikla að þar hefði kjöt-
ið selzt svo til samstundis og slátr-
að hefði verið, en kaupfélagið
annaðist söluna á því. Hins vegar
væri honum kunnugt um að svo
til allt kjöt hjá kaupfélaginu nú
væri selt, svo að eftirspurnin væri
greinilega mikil.
Venjan hefur verið að slátra um
60—70 gripum frá Egilsstaðabú-
inu á ári, en Ingimar kvaðst búast
við, að i haust fjölgaöi þeim í 100
gripi. Það stæði þó tkki i neinu
sambandi við nautakjötsskortinn,
heldur til viðbótar sem orðið
hefði við búizt.
Ingimar taldi, að ástæðurnar
fyrir skortinn á nautakjöti mætti
nú m.a. rekja til skammsýni yfir-
valda. Fyrir fáeinum árum hefði
litillega orðið vart offramleiðslu á
nautakjöti, og hefði þá verið rek-
inn harður áróður fyri því að
bændur drægju úr nautgripa-
rækt, auk þess sem stjórnvöld
hefðu hækkað kálfafóður, sem
unnið væri úr undanrennu, veru-
lega, með það fyrir augum að
draga úr framleiðslunni. Auk
þess hefði þaó vafalaust sitt að
segja, að rekinn hefði verið mjög
harður áróður gegn neyzlu kinda-
kjöts af manneldisfræðingum,
sem Ingimar taldi nánast jaðra
við atvinnuróg, en þessi áróður
hefði síðan vafalaust átt sinn þátt
í því að auka neyzlu á nautakjöti,
ásamt niðurgreiðslunum.
— Lokaða svæð-
ið opnað til
grálúðuveiða?
Framhald af bls. 48
hefðu Pólverjar veitt nokkur þús-
und tonn, og árið 1975 hefðu A-
Þjóðverjar veitt 16 þúsund tonn
af þessum fiski, en aðrar þjóðir
nokkurt magn. Þetta hefði stofn-
inn ekki þolað þá, en væri nú að
ná sér.
A siöasta ári veiddu lslendingar
aðeins 1689 lestir af grálúðu, en
Stúlka fyrir bíl
á Nýbýlavegi
UM KL. 20 í ga-rkvöldi varó um-
ferðaróhapp á Nýbýlavegi á móts
vió nr. 50 og vildi þaö þannig til
aö 6 ára gömul slúlka hljóp út á
götuna og lenti á hílnum. Itlaul
hún höfuóáverka og skarst í and-
liti, en slasaóist ekki hættulega.
Bifreiðin sem stúlkan lenti á er
gul talin af tegundinni Vauxhall
Viva og var henni ekið austur
Nýbýlaveg, án þess að stanza, en
talið er að bílstjórinn hafi ekki
orðiö var við stúlkuna. Er hann
vinsamlegast beðinn um að hafa
samband við lögregluna i Kópa-
vogi, en slysið átti sér stað kl.
20.10.
Spánverjar
reka Rússa
úr landi
Madrid, 4. júli. AP. Reuter.
SPÆNSK stjórnvöld ráku í dag
úr landi starfsmann spænsk-
sovézks verslunarfyrirtækis og
sökuðu hann um njósnir. Maður
þessi, Sveshnikov að nafni, er
annar Sovétmaðurinn sem rekinn
er úr landi á Spáni frá þvi ríkin
tvö tóku upp stjórnmálasamband
fyrir fimm mánuðum.
Sumargistihús-
næði á Dalvík
Hótel Víkurröst á Dalvík hefur
opnaó sumargistihúsnæói sitt. Er
þar um að ræða 20 eins og tveggja
manna herbergi í húsnæði gagn-
fræðaskólans.
Veitingasalur hótelsins er op-
inn allan daginn til kl. 22. Aðstaða
er til að hafa smærri ráðstefnur
og fundi á staönum.
— Nabokov
Framhald af bls. 1
hlaut hann bandarískan ríkis-
borgararétt og kenndi hann við
ýmsa háskóla þar i landi í mörg ár
þar á eftir Bækur hans voru
skrífaðar ýmist á rússnesku eða
ensku.
Ijóst er að veiðin verður allmiklu
meiri á þessu ári. „Sjálfur hef ég
talið að það mætti veiða i kringum
15 þúsund lestir af grálúðu ár-
lega, en spurningin er enn hvort
stofninn sé búinn að ná sér eftir
rányrkju A-Þjóðverjanna,“ sagði
Aðalstein.
Aðalsteinn bætti við að grálúða
yrði ekki kynþroska fyrr en 8—10
ára, og tæki endurnýjun stofnsins
því nokkurn tíma. 1 rannsóknar-
leiðangrinum á Hafþóri hefðu
þeir lagt línu á nokkrum stöðum
og á svæðinu norður af Kolbeins-
ey hefðu þeir fengið 80 lúður á
400 öngla, sem yrði að teljast
mjög gott.
Morgunblaðið spurði Aðalstein
hvort óhætt væri að auka lúðu-
veiðar við ísland að einhverju
marki. Kvað hann svo ekki vera
og sagði að lúðustofninn væri
ákaflega litill og mest væri veitt
af smálúðu. Þótt stofninn væri í
töluverðri hættu nú væri svo til
ögjörningur að friða hann, þar
sem lúðan héldi sig ávallt með
öðrum fisktegundum sem við
veiddum. Þá virtist nokkuð Ijóst,
að mikið af hrygningu lúðunnar
tapaðist vestur i haf ár hvert.
BlLSLYS varó við Þorvaldsstaóaá
á Árskógsströnd á áttunda tfman-
um í morgun. Fólksbíll frá Siglu-
firöi kom noróan þjóðveginn en
bæói er blindbeygja og blindhæó
noröan vió brúna yfir Þorvalds-
staóá. Bíllinn hefur verió á mjög
mikilli ferö, enda fipaóist öku-
manni þegar hann kom í heygj-
Ekki væru neinar áætlanir hjá
búinu um að auka framleiðsluna,
enda þótt möguleikar væru á því
að hafa þar margfalt fleiri gripi.
Astæðan væri sú, að hann teldi
ekki rétt að ríkisbú hefðu öllu
meiri umsvif á þessu sviði, enda
mætti ætla að það yrði ekki vel
liðið. Einnig kæmi það til, að á
Gunnarsholti væri tæpast nógu
afurðamikið kyn til að það borg-
aði sig að færa út kvíarnar í naut-
griparækt, því að enda þótt kjötið
væri afburðagott, þá væri þetta
kyn fremur seinþroska.
Sveinn kvað það skoöun sina, að
það sem helzt stæði hér í veginum
fyrir nautgriparækt væri hversu
lítill verðmunur væri á fyrsta
flokks og annars flokks kjöti,
þannig að fyrir bændur borgaði
það sig naumast að leggja áherzlu
á framleiðslu 1. flokks kjöts.
Ástæðurnar fyrir skortinum nú
mætti einnig að einhverju leyti
rekja til niðurgreiðslnanna, sem
hefðu að miklu leyti tekið fyrir
sölu á nautakjöti beint til neyt-
enda, eins og áður hefði tiðkast í
töluveröum mæli, og nú yrði öll
sala að fara fram í gegnum slátur-
una, þannig að hann hilti ekki
brúna, en sveif yfir gljúfrið um
10 metra vegalengd, nokkurn veg-
inn lárétt. Þar rakst framendi
bílsins í þverhníptan klett á syðri
gljúfurhurminum og hrapaöi síð-
an ofan í ána um 7—8 metra
niður. Þar hafnaði hann á hjólun-
um mjög illa farinn eöa ónýtur.
Tveir menn voru i bílnum og
— Hvalveiði-
kvótinn nær
óbreyttur
Framhald af bls. 48
Kvótinn á Norður-
Atlantshafinu fyrir búrhvala-
veiðar er 685, en Þórður kvað
þá tölu ekki raunhæfa. íslend-
ingar hefðu veitt III búrhvali
s.l. ár, en ekki væri vitað um
fjölda búrhvala sem Portúgalir
og Spánverjar veiddu, þar sem
þeir væru ekki í Hvalveiðiráð-
inu.
Kvótinn á fjölda sandreyða
var lækkaður úr 132 í 84 næsta
ár, en Þórður kvað litið vitað
um þann stofn utan það, að
miklar sveiflur væru í veiðinni
og virtist það ekki fara eftir
styrkleika árganga. Kvótinn á
fjölda langreyða er miðaður við
meðaltal 5 ára og staðan nú var
það miklu verri en s.l. ár, að
ástæða þótti til að lækka kvót-
ann.
Þorður kvað ástæðu til að
undirstrika það að Islandsveið-
voru þeir að flýta sér til <þess að
ná morgunflugvélinni frá Akur-
eyri til Reykjavíkur. Annar
þeirra slapp alveg ómeiddur,
komst i annan bíl og náði flugvél-
inni, en hinn var fluttur í sjúkra-
hús á Akureyri tiltölulega lítið
meiddur.
Sv.P.
in væri ákaflega lítil og visinda-
menn sammála um að langreyð-
ur væri ekki í hættu, enda veið-
in mjög stöðug s.l. 30 ár. Þá
kvað hann ástæðu til að benda á
að þeir búrhvalir sem væru
veiddir hér norður frá væru
karldýr, sem búið væri að reka
frá fjölkvænishópunum á hefð-
bundnum svæðum þeirra við
Spán og Portúgal. Þessi burt-
reknu karldýr leita norður í höf
og hafa engin áhrif á vöxt og
viðgang stofnsins, en kvendýr
hefur aldei sézt á íslandsmið-
um. Þórður kvað hin ýmsu frið-
unar félög ekki vita um ýmis
slík atriði og þvi væri málflutn-
ingur þeirra oft úr lausu lofti
gripinn. Flest friðunarfélögin
kvað hann frá Bandaríkjunum,
en benti á að Bandaríkjamenn
hefðu drepið allt að 400 þús
höfrunga á ári í sambandi við
túnfiskveiðar sinar, en nú væru
þeir hins vegar búnir að setja
59 þúsunda kvóta, en höfrung-
arnir eru ekki notaðir, þeir
lenda í túnfiskveiðarfærunum.
Þórður sagði að fulltrúar frið-
unarfélaga hefðu leyfi til þess
að vera áheyrnarfulltrúar á
fundum Hvalveiðiráðsins, en
nú væri svo komið að þetta fólk
væri farið að ge£a lífið á þess-
um ráðstefnum óbærilegt. Kvað
hann siðferðið í lágmarki, þvi
friðunarfólkið færi óhikað með
rangfærslur og reyndi að gera
alla tortryggilega sem ekki
blésu í lúðra og heimtuðu al-
gjöra friðun. Þá kvað hann
ýmsa fundarmenn hafa orðið
fyrir beinum árásum og væri
þetta fólk orðið mikil plága á
fundunum.
— Spánn
Framhald af bls. 1
verðum stjórnarfarsumbótum.
Suarez steig einnig i dag mikil-
vægt skref i þá átt að draga úr
áhrifum hersins á stjórn landsins.
Stofnað var nýtt varnarmálaráðu-
neyti, sem á að fara með stjórn
landhers, flughers og flota í stað
þriggja sérráðuneyta, sem með
þessi mál hafa farið. Manuel
Gutierrez Mellado verður hinn
nýi varnarmálaráðherra.
Utanríkisráðherra Spánar verð-
ur áfram Marcelino Oreja og er
hann einn af sex ráðherrum í
fyrra ráðuneyti Suarezar, sem
forsætisráðherrann bað um að
gegna störfum áfram.
Upplýsinga- og ferðamálaráðu-
neytið verður lagt niður, en á
stjórnartíma F’ranco annaðist
þetta ráðuneyti opinbera ritskoð-
un. Ferðamál munu hér eftir
heyra undir viðskiptaráðuneytið.
Stofnað var nýtt ráðuneyti til að
fjaíla um málefni einstakra hér-
aða og landshluta. Er talið að
stofnun þess hafi ráðiö vaxandi
kröfur í héruóum Baska og í Kata-
lóníu um aukna sjálfstjórn.
Rlllinn ók út af vinstra megin á myndinní vió brúarendann, liaug yfir ána ug I bergió hægra megin og
hrapaði sfðan f ána. Ljósmynd Mbl. Sv. P.
F ólksbíllinn sveif yfir gljúfrið
Akuruyri 4. júlí