Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 31 Bridge ALLS hafa nú verið spilaðar 6 umferðir í sumarspilamennsku TBK í Domus Medica. (Jrslit s.l. fimmtudag urðu þessi: A — RIÐILL: 1 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 261. 2 Ester Jakobsdóttir — Kristjana Steingrimsdóttir 252. 3 Bjarni Jónsson — Cyrus Hjartarson 241. B — RIÐILL. 1 Gisli Hafliðason — Sigurður B Þorsteinsson 263. 2 Gissur Ingólfsson — Tryggvi Gislason 247. 3 Arnar Ingólfsson — Zophonias Benediktsson 241. Röð efstu manna i heiidarstiga- kapphlaupinu er þessi: (Fyrsta sæti gefur 3 stig, annað sætið 2 stig og þriðja sæti 1 stig) Gisli Hafliðason 11. Sigurður B. Þorsteinsson 11. Einar Þorfinsson 8. Sigtryggur Sigurðsson 8 Jón Hilmarsson 6. Þorfinnur Karlsson 6. — Tvö alvarleg umferðarslys Framhald af bls. 48 Keflavík í geysihörðum árekstri á Reykjanesbraut, fyrir ofan Þúfu- barð i Hafnarfirði. Gerðist þetta laust eftir klukkan 13. 1 fólksbif- reiðinni voru hjón með litið barn og slasaðist ökumaður mjög mik- ið. Er hann margbrotinn á hönd- um og fótum og ennfremur hlaut hann fleiri meiðslu. Kona hans og barn slösuðust minna. Bifreiðin er gjörónýt talin og nokkrar skemmdir urðu á vörubifreiðinni. Á sunnudag varð barn fyrir bif- reið á Selvogsgötu í Hafnarfirði en það slapp án teljandi meiðsla. Þá kom upp eldur í bifreið s.l. sunnudagskvöld, þar sem hún var stödd í Kópavogsgjánni svo- nefndu. Eldurinn kom upp í mælaborði. Ökumaður og farþegi reyndu að ráða niðurlögum elds- ins en við það missti ökumaður- inn stjórn á bílnum og valt hann út af veginum. Slasaðist farþeg- inn eitthvað í baki við veltuna. Lögreglan kom á staðinn og reyndi að ráða niðurlögum elds- ins, en við það brenndist lögreglu- þjónn töluvert á andliti þannig að hann er frá vinnu. Billinn er gjör- ónýtur. Þá fótbrotnaði kona i umferðar- slysi á Laugavegi skömmu eftir hádegi i gær. Tildrögin voru þau, að bifreið stanzaði á veginum og einnig sú næsta á eftir. Konan ætlaði að ganga yfir götuna milli bifreiðanna en þá kom þriðja bif- reiðin aðvífandi og ók á þá aftari þannig að konan klemmdist á milli tveggja fremri bifreiðanna með fyrrgreindum afleiðingum. — Myndtölvan Framhald af bls. 3 að 4000 metrar, og halda siðan beint á þá torfu sem skoðuð var, með því að nota minni tölvurnar, ef ekki hefur fundizt nein betri torfa. Eins og fyrr segir, þá hefur CD myndtölvan verið i notkun frá árinu 1974, og þar til nú hefur ekkert islenzkt fiskiskip verið bú- ið þessu tæki, að það er sett i Sigurð. Hins vegar er tækið, eins og fyrr segir, komið í um 30 skip frá Noregi, Færeyjum, Sviþjóð, Danmörku, Frakklandi og ír- landi. Meðal þeirra skipa sem þegar hafa fengið þetta tæki er dansk islenz.ka fiskiskipið Isafold frá Hirtshals. Þá hefur tækið verið pantað i 2 fl. fiskiskip sem nú eru i smíðum. CD myndtölvan kostar um 18 milljónir islenzkra króna, en þess má geta að þegar lokið var við smiði fyrsta tækisins, árið 1973, tók það meira rými en ummál brúarinnar á Sigurði er. Siðan þá hefur tekist að þjappa því saman i einn lítinn kassa. Þá kom fram að nú er sýningar- bill frá Simrad kominn til lands- ins og verður fram i næsta mánuð á ferð hringinn í kring um landið með flest nýustu fiskileitar- og fjarskiptatækin frá Simrad. — Engir toll- múrar lengur... Framhald af bls. 2 sögunni. Hins vegar eru enn toll- ar á þessum vörum frá EFTA- löndum og EBE, þegar varningur er fluttur til Íslands, þar sem Is- lendingar fengu 10 ára aðlögunar tima, þegar þeir gengu i EFTA, eins og áður segir. Þegar islendingar gerðu siðan samnig við Efnahagsbandalagið 1972 varð i viðræðum milli aðil- anna Ijóst að til þess að ná gagn- kvæmni, sem var undirtónn allra samninganna, væri slíkt ekki unnt ef eingöngu ætti að miða við iðnaðarvörur. Féllst Efnahags- bandalagið á rökstuðning íslend- inga i þessu máli og ákvað að lækka einhliða hjá sér tolla á nokkrum mikilvægum sjávar- afurðum frá islandi. Norðmenn fengu svipaðan samning, en þó ekki eins hagstæðan. Þvi er nú svo komið að engir tollar gilda lengur á þessu svæði EBE og EFTA, og hvað snertir fiskút- flutning okkar, eru engir tollar á honum, en um þá fjallaði marg- umtöluð bókun 6. Tollvernd Islendinga gagnvart iðnaðarvörum þessara landa fylg- ir enn samkomulaginu um að- lögunar tima, sem gert var við inngöngu Islendinga i EFTA á sínum tíma. — Mesta þakk- lætið ... Framhald af bls. 3 fangsefnið á tvennum síðustu tón- leikunum var Messías. 1 stuttu samtali við Mbl. sögðu hjónin Neil Mackie og Kathlen Livingstone einsöngvarar að það væri hin mikla sönggleði kórsins sem vekti svo mikla ánægju, þeim virtist hver og einn syngja frá hjartans rótum og því skipaði kór- inn sér í hóp fremstu kóra sem þau þekktu til i Bretlandi. Höfðu þau orð á því að það væri sorglegt að tónleikarnir á ítalíu skyldu vera síðustu tónleikar kórsins. Margir kórfélaganna munu dvelja í Lignano í nokkra daga, en aðrir koma heim á miðvikudags- kvöld. — Norðmenn fresta... Framhald af bls. 18 Lars Korvald og Erland Sten- berg, létu i ljós ugg um, að samþykkt samningsdraganna gæti haft alvarleg áhrif á niður- stöður viðræðanna um land- grunnið. Berge Furre, þingleiðtogi Sósialistíska þjóðarflokksins, lýsti sig hlynntan samþykkt draganna þar sem það gæti haft alvarleg pólitisk áhrif ef þeim væri hafnað, og aukið viðsjár og kalt stríð á norðurslóðum. — Stjórnmála- skóli Framhald af bls. 37 lögðu þar margir hönd á plóginn til þess að svo gæti orðið. — Aðbúnaður i Valhöll á Þingvöll- um er hinn ákjósanlegasti til ráðstefnuhalds og þjónusta þar er til fyrirmyndar í öllum greinum. Starfsemi Nemendasambands stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins hefur verið mjög virk á yfirstandandi starfsári og má þakka það að hluta þeim áhuga, sem virðist vaxandi fyrir þvi að ganga í nemendasambandið, þegar námskeiðum stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins lýkur hverju sinni. Núverandi stjórn sambandsins er þannig skipuð: Gísli Marteins- son formaður, Geir R. Andersen varaformaður og Finnbjörn Hjartarson, Friða Proppé, Hrönn Haraldsdóttir, Margrét Arnórs- dóttir og Þórður Ingason með- stjórnendur. (Fréttatilkynning) BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, svo og alla þjónustu. Sendum í póstkröfu ^TÍÐMIP Einholti 2 Reykjavik Sími 23220 Fyrri sendingar seldust upp á nokkrum dögum. Næsta sending á leiðinni. Pantið strax. ] Hámarkshraði 155 km, Q Bensineyðsla um 10 lítrar per 100 km ' Kraftbremsur með dískum á öllum hjólum j~ Radial — dekk Q Tvöföld framljós með stillingu ( ' Læst benzinlok Q Bakkljós j Rautt Ijós í öllum hurðum ]__Teppalagður Q Loftræsti- kerfi j_Öryggisgler jjj^ 2ja hraða miðstöð Q 2ja hraða rúðuþurrkur jj Rafmagnsrúðu- sprauta Q Hanzkahólf og hilla Q Kveikjari Q Litaður baksýnisspegill L' Verkfærataska Q Gljábrennt lakk j~ Ljós i farangurs- geymslu ~ 2ja hólfa karborator Q Syn- kromeseraður girkassi L Hituð afturrúða “ Hallanleg sætisbök Höfuðpúðar Aðeins ^, kr. 1250 Þ15- Leitid upplýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf, SIÐUMULA 35. slmi 85855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.