Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5, JULI 1977 Tómas Þorvaldsson f ræðustól á aðalfundi S.l.F. mióunum leysi allan okkar vanda. Við höldum áfram að sópa upp fiskinum sjálfir, og ég er hrædd- ur um að þar ráði skammsýni um of ferðinni. Það hefur verið deilt hart un það í fjölmiðlum undanfarið, hvort um óþarft smáfiskadráp hafi vérið að ræða eða ekki, og hafa ekki verið spöruð þar stóru orðin. Ég hef oft áður látið i ljós mina skoðun á þessu máli, og ég held ég sleppi þvi alveg hér að hafa um það stór orð, þvi það gildir alveg sama máli um smá- þorskinn og annað ungviði, að sé hann drepinn smár, verður hann aldrei stór. Eins og ég hef reyndar komið inná áður, þá var styrkur okkar Islendinga i sölumálum á fiski lengi vel sá, að við gátum ábyrgst stóran og góðan fisk. Fiskurinn samningum en verður þá ekki bara þrautarlendingin sú, að hygla að pólitískum gæðingum, eins og svo oft hefur orðið raunin á hér á landi, þegar haftapólitikin hefur verið við lýði. En það sorg- lega hefur gerst um leið og þessi togarakaup i seinni tið hafa farið fram, að mínum dómi, að þá hafa verið seld úr landi mörg þau skip, sem hingað til hafa flutt að landi góðan og stóran fisk án þess að valda verulegum spjöllum á fisk- stofnunum eða lífriki hafsins. Við skulum vona að þessi kynslóð megi bera gæfu til þess að snúa vörn upp í sókn og þessu stjórn- leysi linni, sem einkennt hefur siðustu missirin. Annars eigum við það á hættu að komandi kyn- slóðir neyðist til að kenna okkur um að hafa eytt öilum helztu nytjafiskum, eins og við höfum kennt forfeðrum okkar um að hafa rutt og brennt skóga og eytt tíma, að sögu Sölusambandsins verði gerð skil. Það er heldur ekki venjan að hafa í frammi langar afmælisgreinar eða afmælisræður um afmælisbarn, sem er ekki nema 45 ára. Þrátt fyrir það er víst hægt að segja það, að 45 ár eru talsvert hár aldur fyrir sam- tök sem þessi, sem fyrst og fremst er haldið saman af félagslegum áhuga þeirra manna, sem í þeim eru, og styrkur Sölusambandsins hefur alltaf verið fólginn i þeim einhug, sem ríkt hefur í samtök- unum, hvort sem vel eða iila hef- ur áraö. Við íslendingar höfum oft verið einhuga i þeim málum, sem hvað mest hafa varðað lífs- hamingju þjóóarinnar. Við vorum einhuga i sjálfstæðisbaráttunni og í landhelgisbaráttunni, og þessvegna höfum við náð þeim áfanga, sem við nú höfum náð. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um útfærslu landhelginnar og þann mikla árangur, sem við íslending- ar höfum náð í þessum efnum, og er það ekki að undra, þar sem sjávaraflinn stendur undir vel- ferðinni hérlendis og án hans yrðu aörir atvinnuvegir lítils megnugir. En það er fleira að hyggja að en stórri landhelgi. Við getum ekki látið svo sem bara það eitt að losna við útlendingana af hefur farið stöðugt smækkandi, og þvi miður hafa hin 'stórvirku fiskiskip, togararnir, sem við höf- um flutt inn í meira mæli heldur en æskilegt hefði verið að flestra dómi, ekki bætandi áhrif á gæði landaðs fisks. En svo mikii er -^óknin, að mér þykir horfa áþekkt og um síldarstofninn, er hann gekk til þurrðar á sínum tíma, enda er þessum stórvirka flota að meginhluta beitt á smáfiskinn á sama hátt og við beittum hinum mikilvirka síldveiðiflota þá nær eingöngu á smásíld. En það er ekkert launungamál, að sú of- sókn, sem er í þorskstofninn, er fyrst og fremst tilkomin vegna hins mikla fjölda togara, sem keyptir hafa verið til landsins til skamms tíma. A þessum togara- kaupum hefur ekki verið neitt lát, þar til nú nýverið að hertar voru þær reglur, sem gilda um inn- flutning slíkra skipa. En það á vissulega eftir að reyna á það, hvort þær reglur halda, þegar tii pólitískra hrossakaupa kemur enda kosningar i nánd. Það hefur verið þannig um hnútana búið, að það er vart hægt að segja lengur, að innflutningur á þeim sé frjáls, svo hörð eru skilyrði fyrir kaup- Séð yfir fundarsalinn. Ljósm. Mbl. Kr. Öl. Tómas Þorvaldsson á aðalfundi S.I.F.: 1 UPPHAFI aðalfundar Sölusam- bands islenzkra fiskframleiðenda sem haldinn var { byrjun júní flutti Tómas Þorvaldsson, for- maður stjórnar S.Í.F., ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um hin ýmsu vandamál, sem nú steðja að sjávarútveginum, og birtist hún hér á sfðunni. Ég býð ykkur hjartanlega vel- komna til þessa 44. aðalfundar Sölusambands íslenzkra fiskfram- leiðenda. Frá þvi að við komum saman siðast hafa látizt eftirtaldir félagar: Einar Sigurðsson, útgerðarmað- ur í Reykjavík, sem sæti átti í varastjórn Sölusambandsins frá 1969 til 1976. Einar var, eins og kunnugt er, einn af okkar farsæl- ustu útgerðarmönnum og fisk- verkendum um langan aldur og mikilvirkur i félagsmálum sjávar- útvegsins. Sveinbjörn Árnason í Kothús- um i Garði var varaendurskoð- andi Sölusambandsins frá 1940 til 1948 og aðalendurskoðandi félagsins frá 1948 til dánardæg- urs, en hann lézt þann 3. júní s.l. Gengdi hann því þessu starfi fyrir Sölusambandið hátt á fjórða ára- tug. Vilhjálmur Árnason, Reykja- vik, var einn þekktasti og farsæl- asti togaraskipstjóri landsins um langan aldur og átti m.a. sæti í hagsmunanefnd samtakanna um langt skeið, og var gott með hon- um að vinna. Auk þeirra hafa látizt við störf á hafinu sjö sjómenn frá því að við komum hér saman siðast 11. júní i fyrra. Ég vil biðja fundar- menn að rísa úr sætum og votta hinum látnu virðingu sína. Enda þótt nú séu liðin 45 ár frá stofnun Sölusambandsins, þá ætla ég ekki að flytja hér afmæliser- indi. Það verður að biða betri landið, en hér skilur á milli feigs og ófeigs. Nú til dags höfum við þekkingu og alla möguleika til að vinna öðruvisi að þessum málum heldur en forfeður vorir höfðu á þeim tíma, ef hreppa- og lands- hlutapólitik verður ekki látin ráða alveg ferðinni. Þvi var öðru- visi farið með forfeður okkar. Þeir áttu ekki á öðru kost en að ganga á gæði landsins, þvi öldum saman bjuggu þeir við einangrun og stopular siglingar. Fleytur áttu þeir fáar og smáar og voru ekki þess umkomnir að nýta hina miklu matarkistu i kringum land- ið og horféllu því, ef hið minnsta bar út af i landbúnaði. Það er verulega alvarlegt mál, sem við stöndum frammi fyrir, að hin gömlu og gjöfulustu þorsk- fiskimið í heimi, sem eru hér við Suðurland allt til Vestfjarða og aldrei gefið af sér annað en full- vaxinn fisk, hafa aldrei skilað jafn rýrum afla miðað við sóknar- einingu en einmitt á síðustu vetrarvertíð. Verði framhaldið næstu árin líkt og það var i vetur, og njótum við þá ekki sömu ein- stöku veðurblíðunnar og við höfð- um á nýliðinni vetrarvertið, þá er ekki glæsilegt framundan. Ég held að það sé mjög vafasöm byggðarstefnu-politik aó búa svo um hnútana, að um leið og einu byggðarlagi er gert auðveldara fyrir að lifa, að þá sé um leið dregið úr möguleikum annarra. En það eru fleiri hliðar á þessu máli heldur en bara veiðar og vinnsla. Það þarf líka að selja þessa vöru, sem við veiðum og vinnum. Jafnhliða og i kjölfar út- færslu okkar islendinga í 200 míl- ur hafa ýmis önnur ríki fylgt for- dæmi okkar og væntanlega koma þau, sem enn hafa ekki gert það, til með að gera það nú fljótlega. Við það skapast alveg ný sjónar- mið hjá þessum ríkjum, strand- ríkjum, sem hingað til hafa keypt af okkur talsvert af okkar fiskaf- urðum. Þau hafa mörg hver keypt af okkur samskonar fisk og þau hafa sjálf verið að veiða, annað- hvort á okkar miðum eða miðum annarra, miðum sem nú hafa ver- ið innlimuð i landhelgi viðkom- andi ríkja óg eru þessvegna öðr- um lokuð. Við það að fá ekki lengur að veiða þennan fisk, sem þeir hafa um langan aldur veitt og hefur verið snar' þáttur I matarræði þeirra, þá opnast augu þeirra fyrir þvi, að ef til vill hafi þeir á sinum heimaslóðum einnig fisk, sem þeir geti nýtt á sama hátt og við erum nú að hugsa til að nýta nýjar tegundir hér við land, sem okkur hefði ekki dottið í hug að líta á. Þessi ríki fara nú að reyna að nýta sér þá mögu- leika, sem þessar fisktegundir gefa þeim, og við þetta riðlast nokkuð markaðshlutföllin. Við höfum vissulega orðið varir við þetta sjónarmið siðustu misserin, og vonandi eru þetta eingöngu vangaveltur meðan að þessi ríki eru að aðlaga sig breyttum að- stæðum en ekki visbending um að meiri háttar breytingar séu væntanlegar í þessum efnum. En það hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægara fyrir okkur íslend- inga en einmitt nú, að fara að huga að nýjum markaðssvæðum fyrir fiskafurðir okkar. Kemur þar fyrst og fremst til hin land- luktu riki, sem svo hafa verið nefnd, en það er dýrt og tímafrekt að skapa neysluvenjur og sérstak- lega þegar um matarvenjur er að ræða. En það er ósk mín og von að lifbeltin tvö, sem framfleytt hafa Islenzku þjóðinni frá öndverðu og gera enn, verði varðveitt svo, að það megi þau gera um langan aldur, þar á ég við annars vegar lífbelti frá fjöru til fjalls og hins- vegar frá fjöru og út á yztu fiski- mið. Sumur hér á landi eru svo stutt og gróður viðkvæmur i landi, að allt hnjask, sem hann verður fyrir að óþörfu er voði, og langan tima tekur að bæta um og er jafnvel óbætanlegt. Sama máli tel ég að gegni um líf og botngróð- ur á lífbelti því, sem nær frá f jöru og út á yztu fiskimið. Því tel ég, að hér þurfi að fara að með mikilli gát og skynsemi, svo ekki hljótist varanlegt tjón af. Góðir fundarmenn, ég tel ekki ástæðu til að hafa hér um langt mál að sinni. Sagan segir okkur, að íslendingar hafi komið til ís- lands fyrst og fremst vegna þess, að allir vildu vera kongar og ekki beygja sig undir þann aga, sem þeir voru beittir i Noregi á þeim tima, og vist er um það, að allir erum við stórhuga nokkuð, og mín skoðun er sú, að við hefðum mátt spara stórhuginn og fara hægar í endurnýjun fiskiskipa- flotans, heldur en við höfum gert undanfarin ár. Þjóðarpyngjan væri þyngri og þorskurinn stærri, og færri fiska þyrfti að drepa til að framfleyta þjóðinni. Og þó að útlendingarnir séu flestir farnir og sókn þeirra hafi minnkað á miðin, þá held ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þvi á næstunni, að of þröngt verði um þorskinn á miðunum. „Skammsýnin ræð- ur um of ferðinni’ ’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.