Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 Markús Örn Antonsson: 625 heimili nutu heim- Uisaðstoðar síðastl. ár Eðlilegt að ríkið taki þátt í kostnaði Markús Örn Antonsson (S) ræddi nokkuð um heimilishjálp á vegum borgarinnar á fundi borgarstjðrnar 16. júní. t ræðu borgarfulltrúans kom m.a. fram, að árið 1976 nutu heimilishjálpar (67 ára og eldri) 625 heimili og er það 27% aukning frá árinu 1975. Af þessu voru 82 langtfmatilfelli, sem þurftu daglega heimilishjálp en f 543 tilfellum var um að ræða heimilisþjónustu 1—3svar f viku. Heimilishjálp I viðlögum var veitt á 380 heimilum og er það 15% aukning frá árinu áður. Af 380 var 55 iangtfmaaðstoð en 325 tilfelli voru skammtímahjálp. Það voru þvf 1005 heimili sem nutu aðstoðar árið 1976. Samkvæmt reikningum borgar- innar, sagði Markús Örn, voru út- gjöld 115,614 milljónir en inn- borgað fyrir veitta aðstoð voru 3.465 þúsund. Á fjárhagsáætlun Markús örn Antonsson Borgarstjóri: Ibúðabyggðin hefur full- komið útsýni yfir sundin Sigurjðn Pétursson (Abl) kvaddi sér hljððs á fundi borgar- stjðrnar 2. júnf vegna skipulags við Elliðaárvog (milli Elliðaár- vogs og Skútuvogs). Þar hefur verið úthlutað 8 iðnaðarlððum og taldi Sigurjðn, að húsin skyggðu á útsýnið út yfir sundin. Sigurjón sagði Kiettagarða vera hrikalegt dæmi um misheppnað skipulag, þetta væri ekki eins slæmt en nðgu slæmt samt. Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson (S), svaraði og sagði að þegar byggðin þarna hefði ver- ið skipulögð hefði verió haft að Birgir Isl. Gunnarsson leiðarljósi að byggðin skyggði sem minnst á útsýni til Sundanna. Birgir ísleifur sagði að þarna væri um 8 iðnaðarlóðir að ræða. Óbyggðar geilar væru nokkuð langar milli húsa og þakmænir væri aðeins 1.5 m. yfir götuna ofan við. Þökin yrðu hallandi. Eins og ljóst mætti þvf vera út frá þessu hefði allt verið gert sem hægt var með skynsamlegum að- ferðum til að hefta útsýnið sem minnst. Enda væri staðreyndin sú, að maður sem gengi götuna ofan við, sæi auðveldlega út yfir sundin. öll íbúðabyggðin hefði fullkomið útsýni yfir sundin. Rætt hefði verið um að þeir sem ækju um götuna misstu útsýni, en borgarstjóri sagðist halda að öku- menn sem götuna færu hefðu öðru að sinna en vera horfa til hliðar út yfir sundin. Niðurstaðan væri þvi sú, að útsýni yrði á engan hátt heft þarna. 1 ræðu borgar- stjóra kom fram að ef þessir 1.5 m. hefðu átt að hverfa alveg niður fyrir götuna hefði þurft að sprengja 2 m. niður í hreina klöpp á öllum átta iðnaðarlóðunum. Slikt myndi lauslega áætlað kosta 40 milljónir króna á lóð. Birgir ísleifur sagði að miðað við allar aðstæður hefði verið komið eins mikið á móts við þá sem vilja hafa óheft útsýni sem kostur væri. Skipulagið var stað- fest með 11 gegn 3. 1976 voru rúmar 87 ,milljónir. Markús Örn sagði að á árinu hefði komið til framkvæmda breyting á lögum þannig, að ríkið hættir greiðslu 1á hluta kostnaðar við heimilishjálp. Þá kom fram, að ekki var heimiluð umbeðin hækk- un á greiðslu fyrir veitta heimilis- hjálp sem verið hefur óbreytt 75 kr. á klst. um árabil unz i ársbyrj- un 1977 var heimiluð hækkun í kr. 200,- pr. klst. Ellilifeyrisþegar sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri eru þó undanþegnir greiðslu. Á vegum Reykjavíkur- borgar eru i dag 249 konur í 149 stöðugildum (miðað við fullt starf), sem starfa við heimilis- hjálp. Markús Örn sagði að þrátt fyrir þetta hefði myndazt langur biðlisti, reyndar lengri en nokk- urn tíma áður. T.a.m. hefði lokun sjúkraheilda vegna sumarleyfa hjúkrunarfólks og þar af leiðandi útskrrftir sjúklinga haft áhrif á eftirspurn eftir heimilishjálp. Siðan sagði Markús Örn, að auk fjölskyldu- og ellimáladeilda Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar er náin skipulögð samvinna við ýmsar sjúkrastofn- anir og aðra þá aðila, sem sinna störfum nátengdum starfsemi heimilishjálpar, sérstaklega heimahjúkrun á vegum Heilsu- verndarstöðvar og Öldrunar- deildar að Hátúni 10. Borgarfull- trúinn sagði, að útskrift sjúkl- inga, m.a. öldrunarsjúklinga, lenti með síauknum þunga á heimilishjálp Reykjavíkurborgar. Til marks um það nefndi Markús Framhald á bls. 35 Starfs- nefnda og ráða Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins flutti tillögu á fundi borgar- stjórnar 16. júni þess efnis, að allar tilnefningar eða kosn- ingar í stjórnir, ráð eða nefnd- ir á vegum borgarinnar skuli vera bundnar við ákveðið kjör- tímabil, sem ýmist verði eitt eða fjögur ár nema annað sé ákveðið i lögum. Þetta skal einnig gilda um nefndir, sem kosnar eru til að gegna ákveðnu tímabundnu verk- efni, ef verkefnið tekur lengri tima en fjögur ár. Alltaf skal kosið á ný eftir borgarstjórnar- kosningar. Magnús Örn Framhald á bls. 19 Jafnrétti ríki á öllum Á fundi borgarstjórnar 5. maí lögðu borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsis fram eftirfarandi til- lögu. „19. júní 1975 samþykkti borgarstj. tillögu um jafnréttis- mál. í henni segir m.a.: Borgar- stjórn Reykjavíkur leggur áherzlu á, að jafnréttissjónarmið gildi á öllum sviðum meðal starfs- manna borgarinnar, jafnt varð- ándi láun sem alla aðra aðstöðu. í tilefni komandi kjarasamninga ítrekar borgarstjórn þessa sam- þykkt og felur launamálanefnd og vinnumálastjóra að taka mál þeirra starfshópa sem eingöngu eða að mestu leyti eru skipaðir konum til sérstakrar meðferðar með hliðsjón af þessum vilja borgaryfirvalda." Guðmunda Helgadóttir (Abl) fylgdi tillög- unni úr hlaði og sagði m.a., að þó íslendingar ræddu mikið jafnrétt- ismál þá viðgengist hér misrétti í launum. Margrét Einarsdóttir (S) sagði að jafnréttismál væru ætið mikið rædd og sumir brostu að þeim. Hins vegar væri staðreynd- in sú, að nauðsyn bæri til að ræða þessi mál mikið og gæta yrði þess, að sofna ekki á verðinum. Margrét sagðist vilja gera smá orðalagsbreytingar og svo vilja vekja athygli á því, að margt hefði verið gert til að rétta hlut þeirra starfsstétta sem um væri að ræða, þó margt væri ógert. Nefndi hún tvö atriði sem bætt hefðu verið hjá borginni og hefðu haft góð áhrif. Margrét lagði síðan fram breytingartillögu frá borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins sem hljóðaði svo: „19. júnf 1975 sam- þykkti borgarstjórn tillögu um jafnréttismál. Fyrsta málsgrein tillögunnar hljóðar svo: „Borgar- stjórn Reykjavíkur leggur áherzlu á, að jafnréttissjónarmið gildi á öllum sviðum meðal starfs- manna borgarinnar, jafnt varð- andi laun sem alla aðra aðstöðu." í þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið siðan eða á ár- inu 1976 var stigið spor til að rétta hlut þeirra starfsstétta sem nán- ast eingöngu eru skipaðar konum. En í tilefni komandi kjarasamn- inga þá ítrekar borgarstjórn þessa samþykkt frá 1975 og felur borgarráði að sjá til þess að haldið verði áfram þeirri stefnu sem mörkuð var, að taka mál þeirra starfshópa sem eingöngu eða að mestu leyti eru skipaðir konum til sérstakrar meðferðar með hlið- sjón af þessum vilja borgaryfir- valda." Adda Bára Sigfúsdðttir þakkaði Margréti Einarsdóttur góðar undirtektir og ræddi svo nokkuð um hreytingatillögur hennar. Adda Bára sagði síðan að 58 starfsmenn borgarinnar hefðu á síðastliðnu ári haft árstekjur á bilinu 600—800 þúsund. Af þess- um hópi hefðu 7 tilheyrt verka- kvennafélaginu Framsókn, 49 Starfsstúlknafélaginu Sókn og karlmenn hefðu aðeins verið 2 og tilheyrt Dagsbrún. Markús Örn Antonsson (S) sagði að umræðan gæfi ástæðu til að skoðanir full- trúa í launamálanefnd heyrðust. Breytingar á byggingarsamþykkt: A að kref jast leyf- is til flutnings eða niðurrifs húsa? Önnur umræða um breytingu á byggingarsamþykkt Reykjavfkur fór fram 2. júní á fundi borgar- stjðrnar. Voru borgarfulltrúar nokkuð sáttir um breytingarnar og svo breytingartillögur borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þó varð eitt atriði deiluefni en í þvi segir: „Á sama hátt þarf leyfi byggingarnefndar til flutnings eða niðurrifs á húsi.“ Hilmar Guð- laugsson sagðist hafa verið á móti þessu og vera það. Hann teldi að með þessu ákvæði væri eignar- réttur húseigenda verulega skert- ur og ef til vill bryti ákvæðið f bága við lög. Sigurjón Pétursson taldi að umrætt ákvæði ætti að vera i byggingarsamþykktinni. Elín Pálmadóttir var sömu skoð- unar. Kristján Benediktsson tók undir orð Sigurjóns og Elinar. Da- víð Oddsson sagðist ekki hafa séð enn sem komið væri lagalegan grundvöll fyrir innsetningu ákvæðisins. Breytingartillögurn- ar endanlegu voru siðan sam- þykktar með 8 atkvæðum gegn 7. Þær eru: Aftan við 2. mgr. 26. gr. bætist: „Ef gangur gegnum hús er ætlaður fyrir umferð sorpbif- reiða skal hann ekki lægri en 3.8 m að innanmáli." 2. mgr. 38. gr. orðist svo: „Óheimilt er að gera sérstaka ibúð í risi timburhúss nema að fengnu leyfi byggingar- nefndar og skal frágangur háður samþykki slökkviliðsstjóra.“ Aftan við 45. gr. komi ný mgr. svohljóðandi: „Ef notað er eldnæmt efni til hitaeinangrunar, svidum Hann sagði það sína skoðun að fullt jafnrétti ríkti varðandi ráðn- ingar í stöður hjá borginni og undanfarið hefðu konur heldur sótt á. Hjá borginní hefðu verið hafðar f heiðri allar þær reglur varðandi jafnrétti sem fram hefðu komið. Markús Örn sagði að hafa yrði í huga að Reykjavikur- borg þyrfti að taka tillit til síns rtiótaðila t.d. þegar um flutning milli launaflokka væri að ræða. Hann sagðist vænta þess, að af hálfu starfsmannafélags borgar- innar væri sá hinn sami vilji fyrir hendi og hjá borginni. Kristján Benediktsson og Adda Bára Sig- fúsdóttir tóku einnig til máls. Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var síðan samþykkt, en Adda Bára skýrði frá afstöðu sinni varðandi orða- lagsbreytinguna. er skylt að verja það með eld- traustu efni, t.d. 2 sm múrhúð- un.“ í 4. mgr. 54 gr. kemur „1.2 m“ f stað „1 m“. 1. mgr. 56. gr. orðist svo: „Heim- ilt er að gera kvisti á húsum, en það telst ígildi sérstakrar hæðar, ef samanlögð lengd kvists eða kvista er meira en % af húshlið- inni. Ef kvistur á sambyggðu húsi verður nær lóðarmörkum en 1.5 m skulu gerðar sérstakar ráðstaf- anir til eldvarna vegna aðliggj- andi húss. Þegar gerður er kvist- ur á eldra húsi skal þess gætt, að hann falli vel að þvi, t.d. hvað þakform, gluggasetningu og efni snertir. Aftan við 1. mgr. 66. gr. bætist orðin: „svo og arin“. Aftan við 70. gr. komi ný mgr., sem verður 6. mgr., svohljóðandi: „Ef hús er þrjár hæðir eða meira, skal i stigahúsi gera sérstakar ráðstaf- anir til reyklosunar, nema opnan- legir gluggar séu á stigahúsinu. Skulu þær vera i þvi fólgnar, að efst i stigahúsi sé haft op og þann- ig frá gengið, að út um það megi hleypa reyk. Búnaði til að opna skal komið fyrir í hverjum stiga- palli. Opið skal þó ekki minna en 10% af heildarflatarmáli stiga- húss þó aldrei minna en 1 ferm. Ef vafi leikur á þvi, hvað telja skuli til stigahúss i þessu sam- bandi, ákveður slökkviliðsstjóri, hversu stórt opið skuli vera. í kjallara og öðru húsrými neðan- jarðar sem eingöngu er notað til geymslu, skulu möguleikar vera á reyklosun (glugga á útvegg eða annars konar). Flatarmál sliks ops skal vera a.m.k. 0.5% af gólf- fleti. Ef um er að ræða annars konar notkun, fer um flatarmál ops eftir ákvörðun slökkviliðs- stjóra. 75. gr. orðist svo: „Ef hús er sex hæðir eða meira, er nægi- legt að hafa einn stiga, enda sé þá gengt í stiga um svalir, en ekki beint af göngum.“ 79. gr. orðist svo: „Lofthæð íbúðarherbergis, sem gengið hef- ur verið frá að fullu, má að jafn- aði ekki vera minni en 2.4 m. Byggingarnefnd getur leyft að lofthæð fari allt ofan I 2.2. m. ef sérstakar ástæður mæla með þvi. í þak- eða kvistherbergjum má meðallofthæð vera 2.2 m, enda sé lofthæð 2.35 m. i a.m.k. þriðjungi herbergisins." Aftan við 86. bætist ný mgr. svohljóðandi: „Þannig skai frá gufubaðstofu í heimahúsum geng- ið, að einangrun sé fullnægjandi gagnvart hita og raka, loftræsting sé nægileg og þannig frá dyrum gengið að auðvelt sé að komast út." Frá borgarstjórn - Frá borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.