Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5, JÚLÍ 1977
39
Minning:
Sigþrúður Arinbjörns-
dóttir á Kollabúðum
F. 20. marz 1895.
D. 2. júnf 1977.
VEGNA mistaka við birtingu
minningargreina um hina
látnu, hér I blaðinu eru grein-
arnar birtar hér aftur — og
beðizt afsökunar á mistökun-
um.
Sigþrúður var fædd á Hríshóli í
Reykhólasveit. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og
Arinbjörn Jónsson. Guðrún var
norðan úr Strandasýslu. Höfðu
þau kynnst þegar Arinbjörn var í
Vonarholti. Hann var sonur Jóns
bonda í Vogbotnskoti við Króks-
fjörð og síðar á Hyrningsstöðum,
Björnssonar I Berufirði Magnús-
sonar.
Ekki var hún nema fimm ára
þegar hún fór í fóstur til afasyst-
ur sinnar, Kristlnar Björnsdóttur
á Kinnarstöðum og manns henn-
ar, Jóns bónda Hákonarsonar.
Eftir aðeins tvö ár hallaði svo
undan hjá þeim gömlu hjónunum,
að hún varð að fara I annað fóstur
og annað, bæði að Miðjanesi og á
Skáldsstöðum. Fóstrinu lauk þar
vegna veikinda húsmóðurinnar,
Guðbjargar Stefánsdóttur. Frá
tólf til sautján ára aldurs var Sig-
þrúður á Kambi I Reykhólasveit,
en þá réðist hún að Kollabúðum.
Húsbændur þar voru hjónin
Sesselja Einarsdóttir og Kristján
Sigurðsson. Börnin á Kollabúðum
voru Guðrún og Sigurður og svo
fósturbróðir þeirra, Jónas
Andrésson bróðursonur Kristjáns
bónda. Þær voru frænkur,
Sesselja húsfreyja og Sigþrúður.
Einar á Kollabúðum Sumarliða-
son, faðir Sesselju, og Sigþrúður
Sumarliðadóttir, móðir Arin-
björns, voru systkini. Efalítið hef-
ir þessi náni skyldleiki átt sinn
þátt I þeim ævilöngu tryggðum
sem tókust með aðkomustúlkunni
og heimilinu á Kollabúðum.
Þar er skemmst frá að segja, að
hún var óslitið hjá því Kollabúða-
fólki frá 17 ára aldri 1912 og allt
þar til hún fór frá Kollabúðum
sjúk og þrotin að kröftum I júlí-
mánuði 1968, 73 ára að aldri.
Þessi 56 ár voru drjúgur og við-
burðaríkur tími. Fyrst var hún
efalítið vinnukona eins og gerðist
og gekk þá til sveita. Snemma fór
heilsa Sesselju húsfreyju að bila
og líka átti Guðrún á Kollabúðum
við þungbær veikindi að etja.
Hún þjáðist af liðagigt. Árið 1926
orti Lárus skáld Þórðarson I
Börmum sveitarrímu. Það ár og
reyndar annað til var Kollabúða-
fólkið I Skógum. Þá sagði Lárus:
Jafnan glæðir góðvilja/ grundin
hæða linna./ Sjúk þ^ mæðist
Sesselja/ sem er gæðakvinna.
Þá þegar, 1926, hafa líkamleg
bágindi hennar verið byrjuð. Þau
hafa verið misjafnlega aðgangs-
hörð, en gæfa hennar og alls
Kollabúðaheimilisins var að Sig-
þrúður var ætið hennar önnur
hönd. Sigþrúður var um langan
aldur burðarás heimilisins.
Kristján var forstands- og sinnu-
bóndi. Hann var hugsunarsamur,
velviljaður, tilfinninganæmur og
um leið kappfullur. Sigurður son-
ur hans varð umsvifamikill og at-
orkusamur I búskapnum. Kolla-
búðir eru „erfið jörð“. Þar var
mikill og langsóttur engjahey-
skapur. Þar eru langar og mann-
frekar smalamennskur, veður oft
hörð og reyndi mikið bæði á karla
og konur. Á þessum vettvangi var
Sigþrúður allt I öllu.
Heimili fóstursystkinanna sem
að heiman fóru, Guðrúnar og
Jónasar, voru ætíð I nágrenninu
og ætíð nátengd Kollabúðaheimil-
inu. Jónas bjó ýmist I Skógum eða
á Múlakoti, (Múla I Þorskafirði).
Hann missti tvær konur, en sú
þriðja ól upp með honum börnin
sem hann hafði eignast. Þegar á
reyndi var heimili hans eins og
grein á Kollabúðaheimilinu. Guð-
rún bjó á Múlakoti með Sigvalda
manni sínum. Hún var sárþjáð og
farlama meðan hún var enn á
besta aldri og naut vissulega
samúðar og umhyggju frá Kolla-
búðum. Guðrún varð skammlíf.
Að henni látinni bjó Sigvaldi á
Kollabúðum og ól þar upp Guð-
nýju dóttur þeirra Guðrúnar, en
hana fóstraði Arnfriður frænka
hennar. Þær Guðrún voru syst-
kinabörn. í þessari fjölskyldu-
hvirfingu mátti líta á að Sigþrúð-
ur væri einskonar miðpunktur
um áratugi. Hún var ýmist önnur
hönd húsfreyju, eða staðgengill I
veikindum hennar.
Þrúða á Kollabúðum, en svo
nefndum við sveitungarnir hana
löngum, var allt I senn, húsmóðir,
hjúkrunarkona og þó sjálfs-
mennskukona frekar en hjú. Hún
mun hafa getað ráðið mörgu þvl
sem hún vildi, svo miklu vörðuðu
störf hennar. Hún var þolgóð og
hún dreifði ekki kröftunum út
fyrir þessa fjölskylduhvirfingu
sem hún hafði tengst böndum ætt-
ar, samvista og vináttu. Enn verð-
ur að nefna til sögunnar heimilis-
manna á Kollabúðum, mann sem
aldrei varð nema stórt barn, Hall-
dór Guðmundsson. Þá sá ég sjálf-
ur með eigin augum, þegar Þrúða
kom með hann langt til blindan,
úr augnlækningaferð að sunnan,
hvílika nákvæmni og umhyggju
hún sýndi þessu ellimóða og
bjargarvana olnbogabarni. Ég
hafði séð Þrúðu þegar erill var
mestur, eins og I leitum á haustin.
Ég leit upp til hennar þvi hún bar
með sér ötulleik og festu. Nú sá
ég I henni liknarsysturina og sá
hana jafnframt I þvi hlutverki
sem hún var án efa stærst i.
Það er sögn kunnugra, að Sig-
þrúður hafi að upplagi verið
hneigð til handiðna. Henni hafi
látið betur skapandi handavinna
en hversdagsstörf. Hún hafi verið
hugkvæm og lagvirk og henni
hafi unnist með afbrigðum vel.
Ég var ekki nákunnugur Kolla-
búðaheimilinu, til þess var of
langt og fáförult i milli. En aldrei
sá ég né vissi til annars en að
geðprýði og skapstyrkur ein-
kenndu hana. Saman fóru i fasinu
kapp og íhygli. Hún gat minnt á
klett sem haggast ekki þó um
hann skoli.
Sesselja á Kollabúðum var
fædd 2. nóv. 1868. Hún var þvi
meira en hálfnuð með 100. æviár-
ið i júlí 1968, þegar Sigþrúður
varð svo veik að hún varð að fara
á sjúkrahús og átti ekki aftur-
kvæmt til heimilis að Kollabúð-
um. Þá hafði hún rækt hlutverk
sitt þar í 56 ár og var orðin 73 ára.
Síðustu 10 árin, i það minnsta,
hafði Sesselja notið óslitinnar
hjúkrunarumönnunar frá hendi
Sigþrúðar, að þvi er gagnkunnugt
fólk segir.
Mörgu er haldið á lofti sem
minna er í sniðum en afrek Sig-
þrúðar. Ekki var mikið á munun-
um að hún entist til að hjálpa
frænku sinni þar til yfir lauk.
Sesselja lést 7. október og vantaði
3 vikur og 5 daga til að lifa í öld.
Saga Sigþrúðar er fyrst og síð-
ast tengd Kollabúðum. Fljótfarið
er yfir það sem er þess utan. Hún
komst aftur til nokkurrar heilsu
miðað við aldurinn. Hún átti
heimili með Jóni bróður sínum
sem orðinn var einn sins liðs. Að
honum látnum varð Sigurgeir
sonur hans einkum til að halda i
hönd með henni.
Vikið er að því snemma í þessu
skrifi, að Þrúða var i bernsku í
fóstri á Miðjanesi. Það var hjá
Steinunni ömmu minni og Jóni
afa mínum. Amma dó áður en ég
fæddist og afi fór áður en ég man
eftir. Ég vissi lítt að hér hafði hún
átt sín léttu bernskuspor og
kannske líka þung spor foreldra-
lauss tökubarns. En einn góðan
veðurdag var hún svo komin með
Jóni bróður sínum. Hún kom til
að minnast horfinna stunda og til
að ganga á vit fornra kynna. Mér
til ósegjanlegrar ánægju þá var
ekki beiskju eöa sárindi að
merkja i þessum endurfundum.
Koma Sigþrúðar minnti mig
meira á komu Péturs Jónssonar
frá Stökkum, þegar hann kom um
iangan veg á efstu árum til að
heilsa bernskustöðvunum hér á
Miðjanesi. Hann þaut útfyrir tún-
garð og settist með stein fyrir sæti
og annan stein fyrir borð, sömu
steinana og hann sat við í
bernskuleikjunum. Að þessu
búnu var honum ekkert lengur að
vanbúnaði að fara í ferðina löngu.
Mér datt ferðin sú arna hjá
Pétri í hug og að likt væri á komið
með Sigþrúði og honum. Ég fyllt-
ist þakklæti að fá að sjá og lifa
fögnuð af þessu tæi og yfir þvi að
eiga heima þar sem svona ljúfar
minningar ríktu.
Hversu mörg eru þau sumar-
dvalarbörnin á Kollabúðum öll ár
Sigþrúðar þar, sem eiga þar góðs
að minnast og eiga þar margt gott
henni að þakka? Nú rækir þar
enginn hlutverk fóstru. Nú er
„Fólkslaust á Kollabúðum" eins
og Guðmundur Ingi Kristjánsson
skáid á Kirkjubóli segir I einu
kvæði sinu sem hann las á sam-
komu hér austurfrá.
Síðast sá ég Þrúðu á skírdags-
móti Barðstrendingafélagsins fyr-
ir rúmu ári. Þá hnykkti mér við
að sjá hve illa hún var komin í
höndunum. Þær voru orðnar af-
skræmdar af gigtinni. En glaðleg
virtist mér hún í bragði og hress*í
lundinni og gott er að muna hana
þannig.
Svo var það í vor á kynningar-
degi gigtlækninga, að alþjóð voru
sýndar i sjónvarpi hart leiknar
höndur, sem enn bjástruðu við
sitt daglega brauð. Þar gat að líta
höndur Þrúðu á Kollabúðum. Þær
báru fram þar og þá þann vitnis-
burð, sem ekki verður með neinu.
móti hrakinn. Ég fer nærri urn
hversu nærgöngular tilfinningar
fylgja þvi að rekast óforvarandi á
mynd af umkomuleysi sinna eigin
handa. Það er svo osk mín, von og
bæn, að nú réttist úr iðnu hönd-
unum hennar Þrúðu. Það ætti
hún sannarlega skilið.
Þessi sundarlausu minninga-
brot tók ég saman á jarðarfarar-
daginn hennar, 10. júní. Á Kolla-
búðum er grafreitur heima í túni.
Þar hvila margir sem Sigþrúður
átti lengst samleið með. Víst hefði
verið við hæfi að hún léti þar
staðar numið að leiðarlokum. En
henni var ekki umhugað um það
og henni var ekki að skapi að láta
stjana við sig, hvorki lífs né liðna.
En þeir sem voru I Fossvogs-
kirkju á fjórða tímanum í dag,
þeir voru þar að kveðja heil-
steypta manndómskonu eftir góða
og langa samfylgd.
Játvarður Jökull Júlfusson
Föstudaginn 10. júní síðastlið-
inn fór fram útför Sigþrúðar
Arinbjarnardóttur frá Kollabúð-
um. Þrúða en svo var hún alltaf
nefnd í daglegu tali, var fædd 20
mars 1895 á Hrishóli i Reykhóla-
sókn. Arinbjörn faðir hennar
mun þá hafa búið á Hríshóli og
siðar i Berufirði. Hann var fædd-
ur 1961, sonur Jóns bónda á Hyrn-
ingsstöðum og Hamarlandi, fædd-
ur 1935, Björnssonar bónda i
Berufirði, fæddur 25. janúar 1789
á Skerðingstöðum, Magnússonar,
fæddur í september 1770, bónda á
Hofsstöðum, 1816, Magnússonar.
Frá Birni Magnússyni í Berufirði
er kölluð Berufjarðarætt.
Móðir Arinbjarnar, kona Jóns á
Hyrningsstöðum, var Sigþrúður
systir Sumarliða gullsmiðs á
Kollabúðum Sumarliðadóttir,
fædd um 1799, Brandssonar
bónda í Hlið í Þorskafirði, fæddur
1768, Árnasonar bónda þar, Jóns-
sonar bónda í Skáleyjum,
1703—1733, Árnasonar á Stakka-
bergi, Jónssonar skálds í Rauðs-
eyjum Guðmundssonar. Guðrún
kona Arinbjarnar og móðir Sig-
þrúðar var dóttir Jóns bónda i
Arnkötludal í Strandasýslu, fædd-
ur 1825, Jónatanssonar bónda á
Ásmundarnesi, fæddur 1769, dá-
inn 1840, Hálfdánarsonar. Móðir
Guðrúnar var Ingibjörg Jónsdótt-
ir af Snæfellsnesi. Kona Jónatans
á Ásmundarnesi og móðir Jóns I
Arnkötludal var Guðríður Guð-
mundsdóttir bónda í Húsavík, dá-
inn 1801, Arnfinnssonar á Hey-
dalsá Brynjólfssonar. En móðir
Jónatans var Kristin Þorsteins-
dóttir frá Kvenhóli í Dalasýslu,
Iilugasonar.
Guðrún móðir Þrúðu dó 1898,
þegar Þrúða var þriggja ára. Þá
hætti Arinbjörn búskap sinn og
var I húsmennsku og vistum og
mun hafa haft sum barna sinna
með sér. Ekki hefi ég getað aflað
mér fullrar vissu fyrir þvi, hvar
Þrúða var frá 3 til 9 ára aldurs, þó
minnir mig að ég hafi heyrt að
hún hafi verið með föður sínum á
Kinnarstöðum fyrstu árin eftir að
móðir hennar dó. En 9 ára gömul
fer hún að Miðjanesi til Jóns og
Steinunnar og er hjá þeim til
ellefu ára, 1904 til 1906. Svo fer
hún að Kambi þegar hún er tólf
ára og er þar til sextán ára, 1907
til 1912. Þar næst fer hún að
Kollabúðum, þar sem varð svo að
mestu óslitið heimili hennar siðan
um 55 ára skeið. Einn vetur i
kringum 1920 er hún á ísafirði og
nam þar fatasaum, það mun þó
ekki hafa verið algengt með ung-
ar stúlkur í þá daga og ekki hvað
sist fátækar almúgastúlkur. Þetta
nám hefur verið Þrúðu ómetan-
legt veganesti, þá var ekki hlaup-
ið út i næstu búð eftir nýjum
klæðnaði. Þrúða var einstaklega
lagin og listræn f sér. Það var
alveg sama á hverju hún snerti,
það lék allt i'höndunum á henni,
sem byggðist fyrst og fremst á
samviskusemi og virðingu fyrir
verkinu og einstakri trúmennsku
hvort heldur hún vann fyrir
sjálfa sig eða aðra. Enda var lífs-
starf hennar óslitið þjónustu- og
liknarstarf. Fljótlega eftir að hún
kom að Kollabúðum til Sesselju
frænku sinnar og Kristjáns bónda
þar, fór heilsu Sesselju að hraka
og börn hennar enn ung og féll
því meiri ábyrgð í hlut Þrúðu en
ella hefði orðið. Þjónustubrögð
voru mikil á Kollabúðum, þar var
oft margt í heimili. Enda hús-
bændurnir einstakar gæðamann-
eskjur, hvort heldur áttu hlut að
máli menn eða málleysingjar. Eft-
ir að húsmóðirin verður alveg
rúmföst og svo síðar þegar Guð-
rún dóttir hjónanna veikist lika,
segir sig sjálft að vinnudagur
Þrúðu hefur oft verið langur. Það
hefur ekki verið mældur timi í
átta stundum þar, en öll innan-
hússtörf leysti hún með prýði af
hendi og hjúkraði þeim er sjúkir
voru svo vel að ekki varð á betra
kosið og sýnir það betur en orð fá
lýst fórnfýsi hennar til að veita
þeim lið, sem hjálparþurfa voru.
Þrúða var trúuð kona, hún glataði
aldrei sinni sinlægu barnatrú.Mér
finnst eiga vel við hana áttunda
versið fertugasta sálmi
Davíðs:Mig langar tii að gjöra
þinn vilja, minn guð. Og þitt lög-
mál er innst i minu hjarta.“ Svo
sannarlega reyndi hún að starfa
eftir þvi lögmáli, að gera alltaf
rétt, vera sönn og trú köllun
sinni. Það má segja að hún hafi
alið upp fósturson. Þvi að á Kolla-
búðum var maður sem gekk aldr-
ei heill til skógar og var ekki eins
og annað fólk í daglegri um-
gengni og þurfti á sumum sviðum
að umhirðu sem barn. Þennan
mann annaðist Þrúða alla tið og
reyndist honum sem umhyggju-
söm móðir. Einu sinni spurði ég
þennan mann, hvort Þrúða væri
ekki vond við hann og svaraði
hann þá: „Hún Þrúða er aldrei
vond við neinn, hún er alltaf góð
við alla." Þetta tel ég vera göð
meðmæli, þetta voru meðmæli I
fyllstu einlægni frá þakklátu
hjarta.
Þrúða átti fjögur systkini, sem
öll náðu fullorðins aldri, þau voru
þessi: Óskar Arinbjarnarson
bóndi á Sveinungseyri. Hann
drukknaði á Breiðafirði 1954.
Guðbjörg Arinbjarnardóttir, dáin
um 1940, átti við langvarandi van-
heilsu að stríða. Jón Arinbjarnar-
son, vann við skrifstofustörf og
eitthvað mun hann hafa fengist
við verslun annað slagið. Jónina
Arinbjarnardóttir, fyrrverandi
húsfreyja á Hyrningsstöðum, sem
er ein eftirlifandi og dvelur á
elliheimilinu á Fellsenda I Dala-
sýslu, 89 ára að aldri. Tveir bræð-
ur þeirra dóu mjög ungir, þeir
hétu Jóhannes og Kristinn. Þrúða
var mjög vel gefin kona, feikilega
mikið lesin og minnug. Hafði mik-
ið yndi af söng og annarri klass-
iskri músik. Hún var mjög listræn
i sér, það var sama á hverju hún
snerti, það lék allt í höndunum á
henni. Eftir hana liggja heil
ógrynni hjá ættingjum og vinum
af handavinnu. Saumuðum dúk-
um, púðum og teppum og allavega
útprjóni. Hvert einasta handtak
hnitmiðað og vandað, hvert nál-
spor sérstætt listaverk. Það hlýt-
ur að vera hverjum og einum, sem
til heimilisástæðna þekkti, hrein
ráðgáta hvernig hún fór að því að
afkasta svo miklu magni og ekki
hvað sist eftir að ævi tók að halla,
þvi þá þjáði hana oft langtimum
saman liðagigt og einkum í hönd-
um og voru þær allar orðnar
krepptar og hnýttar. Samt hélt
hún áfram við útsaum með sama
snilldarhandbragðinu, þar til
stuttu áður en hún lést.
Þrúða var glaðlynd og létt I
samræðum og átti gjarnan til góð-
lega glettni en þó græskulausa.
Þrúða giftist aldrei og var aldrei
við karlmann kennd. Þegar Guð-
björg systir hennr dó, lét hún
eftir sig ungan son, sem Þrúða tók
að sér, en hann lifði aðeins fá ár
eftir lát móður sinnar og var það
Þrúðu mikill harmur, sem og
raunar allra á Kollabúðum, því
allir reyndust honum með af-
brigðum vel. Ég sem þessar línur
rita er systursonur Þrúðu og hefi
henni vissulega margt að þakka
frá fyrstu tíð og við systkinin öll
ásamt móður okkar. En þvi miður
er ég ekki maður fyrir því að gera
því skil sem verðugt er. Þrúða
unni Kollabúðum heitt. Hverri
hæð og laut, hverri lind og iæk. Sá
í fjarlægðarbláma á löngum og
dimmum vetrarkvöldum hilla
undir sólroðin ský vorboðans. Og
vonin um grænkandi dalinn stytti
henni skammdegiskvöldin. Svo
þegar sumarið bræddi vetrar-
klæðin af holtum og börðum og
fyrstu blómin breiddu úr blóm-
krónum sinum fylltist sál hennar
fögnuði. Hún unni allri fegurð,
það eru ófá þau blóm sem hún
saumaði myndir af.
Þegar Kristján heitinn féll frá,
sem hafði verið svo lengi hús-
bóndi hennar, tók Sigurður sonur
hans við búsforráðum hjá honum
og annaðist jafnframt Sesselju
frænku sína, sem þá var að verða
hundrað ára. En Þrúðu entist
ekki heilsa og varð að hverfa suð-
ur til að leita sér lækninga og átti
ekki afturkvæmt aftur véstur sök-
um vanheilsu. Það hafa ábyggi-
lega verið henni þung spor þegar
hún þurfti að kveðja Sesselju í
hinsta sinn.
Fyrst eftir að hún flutti hér
suður, bjó hún hjá Jóni bróður
sínum á milli þess sem hún var á
sjúkrahúsum, uns hann andaðist.
Eftir það flutti hún á elliheimilið
Grund og þar andaðist hún.
Með þessum fátæklegú orðum
minum vil ég flytja frænku minni
þakkir okkar allra systkinanna og
móður okkar fyrir allt það sem
hún var okkur og reyndist okkur
frá fyrstu tið. Við flytjum hénni
hér með okkar hinstu kveðjur.
Far þú f friði
fridur Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt «k allt.
Guðmundur A. Jónsson.