Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLl 1977
MORö-dh;
tíAFfíNU
I S-J.
Vandamálið er að með aldrin-
um ætlar hún að llkjast móður
sinni.
Ég gleypti appelsfnu áðan.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Eins og venjulega á þriðjudögum
er spil dagsins úrspilsæfing. Suð-
ur var gjafari og allir á hættu.
Norður
S. G53
H. D83
T. 74
L. ÁD864
Suður
S. Á1062
H. ÁG
T. ÁD3
L. G1093
Suður er sagnhafi í þrem grönd-
um og vestur spilar út tigul-
fimmu. Austur lætur gosann og
suður tekur með drottningu.
Hvernig er nú best að spila spilið?
Spilið er einfalt ef vestur á lauf-
kónginn en þá gefur laufsvíning
níunda slaginn. En spilið getur
tapast ef austur á laufkónginn en
vestur hjartakónginn. Þegar spil-
ið kom fyrir svínaði sagnhafi
strax laufinu, kóngurinn lá vit-
laust og austur spilaði tigli, sem
sagnhafi gaf en tók næsta og síð-
an tapaði hann spilinu þegar
hann reyndi hjartasvininguna
Allt spilið var þannig:
Norður
S. G53
H. D83
T. 74
L. ÁD864
Vestur Austur
S. D97 S. K84
H. K94 H. 107652
T. K10952 T. G86
L. 75 L. K2
Suður
S. Á1062
H. ÁG
T. ÁD3
L. G1093
Besta leiðin er í raun og veru
mjög einföld. Og eflaust hafa
margir séð hana nú þegar. Átta
slagir eru öruggir og málið snýst
um að tryggja þann niunda. En
það er best að gera með því að
spila hjartagosa i öðrum slag.
Sama er hvor fær slaginn, tigul-
inn gefum við einu sinni og síðan
svínum við laufi.
(!)
„Hryggbraut hún þig?“
,4á.“
„Sagðirðu ekki við hana, að
þú værir ekki verðugur þess að
eignast hana fyrir konu? Það
hefur alltaf góð áhrif.“
,Jú, það var komið fram á
varirnar á mér, en hún varð á
undan að segja það.“
— Hér skaltu sjá mynd af
mér á hesti.
— Já, það er sýnilega augna-
bliksmynd.
— Hvers vegna segirðu það?
— Vegna þess að þú ert á
baki.
Frúin: Það er allt morandi af
prentvillum i matreiðslubók-
inni.
Bóndinn: Já, ég hef fengið að
kenna á þvf.
— Hefur þú sagt honum Jóni
að ég var lygari? spurði Eggert
vondur.
— Nei, nei, það hélt ég að hann
— Mamma, er pabbi stund-
um óþekkur? ,
— Nei, nei, barnið mitt.
Pabbi er alltaf þægur.
— Hvers vegna gaf vinnukon-
an honum þá utanundir f gær-
kvöldi?
Kennslukonan: Hvað er
þetta, Pétur. Ertu að leika þér
hér og kemur ekki f skólann?
Pétur: Þarna kemur það. Ég
vissi að ég hafði gleymt ein-
hverju.
Gesturinn (vondur): Það er
hár f súpunni.
Þjónninn: Ljóst eða rautt? Ef
það er Ijóst, er það af Kötu,
annars af Stfnu.
— Þykir þér spfnat gott?
— Nei, og mér þykir vænt
um, að mér skuli ekki þykja
það gott, þvf að ef mér þætti
það gott, myndi ég borða það,
en ég hata þetta kálgresi.
! hóteli.
Ungfrúin: Getið þér hjálpað
mér til þess að fá herbergi og
bað?
Þjónninn: Ég get hjálpað
yður til þess að fá herbergi, en
þér verðið að baða yður sjálfar.
Veðurfregnir
0 Veður-
fregnir.
Jón Sigurðsson,
Suðurgötu 69,
Reykjavík, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Kærar þakkir fyrir allt gamalt
og tott. Nú er ég enn á ferðinni
með raus, eða réttara sagt fyrir-
spurn:
Nú nýlega var ég á ferð um
Norðurlönd, en daginn áður en ég
fór var sagt í fréttum, að 12 stiga
hiti hefði verið í Kaupmanna-
höfn, Ósló og Stokkhólmi klukkan
6 um morguninn. Þegar ég kom til
Kaupmannahafnar voru þar óvart
25 stig. Ekki er ég að kvarta yfir
því, en ég tel að Veðurstofa, Ríkis-
útvarpið eða Sjónvarpið ættu að
gefa nákvæmari upplýsingar um
hitastigið, t.d. frá þvi klukkan 10
um morgun eða 12 á hádegi.
Blessaðir veðurfræðingarnir
væru vissulega indælir ef þeir
gæfu okkur upplýsingar um hita-
stig á Norðurlöndum, í Bretlandi,
Þýzkalandi og á Spáni — þ.e.a.s.
þeim löndum, sem við förum helzt
til. Það er alltaf gaman að vita um
sína nánustu eða vini, til dæmis
hvort þeir eru heppnir með veður
eða ekki.
Vona ég að bæði útvarp og sjón-
varp lagfæri þetta. Það ætti ekki
að valda aukakostnaði.
Fyrst ég minnist á sjónvarp þá
vil ég benda á að ef send er út dýr
stillimynd þá eiga þeir, sem hafa
not af henni, allir með tölu, að
bera þann kostnað, hvort sem um
er að ræða sjónvarpsbúðir eða
sjónvarpsverkstæði. Hinn al-
menni notandi á ekki að taka þátt
1 þessum kostnaði.
Með kæru þakklæti,
Jón Sigurðsson."
0 VottarJehóva
og við hinir.
Þetta er yfirskriftin á bréfi
frá Þórhalli Sigmundssyni,
Bugðulæk 12, Reykjavik:
„Það er bláköld staðreynd, að
ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER
52
allt
— í skóginumvirðist
dimmara.
— Ertu hræddur?
Peter sneri sér frá honum.
— Það er engin ástæða til að
blygðast sfn fyrir það, sagði
Hemmer. — Þú hefur orðið fyr-
ir mjög svo ónotalegri reynslu.
En ég er búinn að segja að þú
þarft ekki að lenda í neinni
hættu. Þú ekur mér bara þang-
að sem þú skildir við hann.
— Það getur eitthvað komið
fyrir þig.
— Það höfum við talað um,
sagði Hemmer stuttlega.
— Hvernig ætlarðu að rata
þegar orðið er skuggsýnt.
— Ég þekki skóginn.
— Er ekki betra að...
— Betra hvað?
— Ég veit það ekki. Ég er
dálftið f vafa. Kannski Frede
verði rólegri á morgun. Þá hef-
ur hann kannski fengíð svefn.
— lleldurðu að hann sé
taugaóstyrkur núna?
— Já. Já, það held ég. Og ef
þú finnur hann eftir að myrkur
er skollið á gæti það komið
honum á óvart og hann gæti
skotið í ógáti. Þú myndir ekki
fá tfma tii að gera vart við þig.
— Kannski þetta sé rétt hjá
þér, sagði Hemmer. — Á hinn
bóginn getur vel verið að ég
komi að honum sofandi. Þá
væri málið náttúrlega mjög
einfalt fyrir mig.
— En heldurðu að þú finnir
hann. Þú hefur merkt við
nokkra af þeim bústöðum sem
eru inní f skóginum, en ertu
viss um að hann haldi til í
þeim. Við vitum ekki nema
hann sé kominn á allt aðrar
slóðir núna.
Hemmer hikaði við.
— Það verður eintómur rugl-
ingur úr þvi ef við förum núna,
sagði Peter áfram þegar hann
fann að llemmer var á báðum
áttum. — Á morgun höfum við
þó allan daginn og getum
skipulagt þetta almennilega.
Og ef við finnum hann ekki þar
sem ég skildi við hann gætum
við borið niður annars staðar.
— Kannski er þetta rétt hjá
þér.
Peter létti fyrir brjósti.
— Og þá getum við hugsað
okkar ráð, bætti hann við.
Ilemmer leit tortrygginn á
hann.
— ilugsað okkar ráð? spurði
hann.
— Ég á við, það gæti verið að
við.. .nei, ég veit reyndar ekk-
ert um það.
— Ilvað ertu eiginlega að
fara?
— Að kannski sé ekki vitur-
legt af okkur að reyna að ná
honum einir.
— Þú ætlar þó varla að siga
lögreglunni á hann?
— Nei, sagði Peter hrað-
mæltur.
— En hvað þá?
— Peter svaraði ekki.
— Ertu að dylja mig ein-
hvers?
— Nei, sagði Peter aftur.
— Ég hef nú grun um það.
En gott væri ef mér skjátlaðist.
— Ég skal viðurkenna að ég
hef hugsað um það að kannski
Framhaldssaga eftir Bernt
Vestre.
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi.
va-ri það bezt ef lögreglan sæi
um þetta, sagði Peter lágróma.
— Já, grunaði ekki Gvend.
En það væri hrjáheði í þessari
stöðu að leita til lögreglunnar.
— Lögreglan hefur ekki
leyfi til að skjóta. Þeir myndu
aðeins reyna að fá hann til að
ganga þeim á hönd. Ef það
tekst ekkí, sitja þeir um hann
unz hann gefst upp af þreytu.
— En Frede?
— Ilvað áttu við?
— Þó að þeir skjóti ekki á
hann — gæti verið að hann
gæti skaðað sjálfan sig, sagði
Hemmer loðinmæltur.
— Ekki held ég það.
— Þú veizt ekki neitt.
— Nei.
— Ég fellst á að bfða þar til á
morgun. En hlífðu mér við aö
heyra frekar minnzt á lögregl-
una.
Peter var í miðjum draumi,
þegar hann fann að hönd var
lögð á ennið á honum. Hann
þaut upp.
— Það er ég — Lena. Vertu
kyrr.