Morgunblaðið - 09.07.1977, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977
Miðstjórn ASÍ;
Kjarabætumar varð-
Erlendir ferðamenn I Reykjavfk f gær.
Ferðamannastraumurinn:
Svipaður og var í fyrra
Lakari nýting hjá stærstu hótelunum
CJTLENDINGUM, sem komu til
landsins f júnfmánuði, fjölgaði
Iftið eitt miðað við sama mánuð
f fyrra, eða f 10.271 núna á móti
9.962 f fyrra, og útlendingar
sem komu til landsins fyrri
hluta þessa árs, þ.e. 6 fyrstu
mánuðina, eru einnig lftið eitt
fleiri en á sama tfmahili f fyrra
eða 27.551 á móti 26.983 í fyrra.
Engu að sfður segja forráða-
menn stærstu hótelanna f
Reykjavfk, að ekki sé eins góð
nýting hjá þeim f fyrrasumar
og horfur eru á þvf að útkoma
sumarsins verði eitthvað lak-
ari.
Samkvæmt upplýsingum Em-
ils Guðmundssonar hjá Hótel
Loftleiðum var herbergjanýt-
ing Loftleiðahótelsins lakari
nú, bæði í maí og júní, en í
sömu mánuðum f fyrra og allt
útlit er fyrir að júlímánuður
verði einnig lakari, en hins veg-
ar lítur ágúst allvel út. Að sögn
Emils er nú áberandi hversu
minna er af sjálfstæðum ferða-
löngum, þ.e. einstaklingum sem
koma utan víð skipulagðar hóp-
ferðir, og einnig hefur nú verið
minna af ráðstefnuhópum en
áður. Hins vegar kvað Emil
Hótel Esju vera með betri nýt-
ingu, bæði í mai og júní, en í
fyrra, en það kæmi aðallega tii
af þvi að Esja hefði fengið
stóra, þýzka ferðamannahópa í
þessum mánuðum.
Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri á Hótel Sögu, tók í sama
streng. Hann kvað verulegar
gloppur vera í nýtingunni ef
litið væri á sumarið i heild, en
tók fram að dálítið erfitt væri
að meta aðstæður nú, þar sem
hótel hans væri með 30% meira
herbergjaframboð en í fyrra.
Þó taldi hann að júli og ágúst
myndu koma út með svipaða
nýtingu og í fyrra þrátt fyrir
þessa aukningu, en nýtingin i
júni og mai hefði hins vegar
verið lakari nú i ár heldur en á
sama tima í fyrra, þrátt fyrir
sama herbergjaframboð, þar
sem aukningin kom ekki til sög-
unnar fyrr en um sl. mánaða-
mót.
Samkvæmt upplýsingum
Helgu Ingólfsdóttur hjá Flug-
leiðum virðast sumarflugleiðir
félagsins ætla að gefa góða
raun í sumar, þó sérstaklega
hin nýjasta þeirra — Parísar-
flugið. Þar lofa bókanir mjög
góðu alveg út þennan mánuð
svo og þær ferðir sem þegar
hafa verið farnar frá París og
hingað til lands og vélarnar
hafa verið fullsetnar í fyrstu
ferðunum. DUsseldorf-leiðin
kemur einnig vel út og er vel
bókað í þær í þessum mánuði,
en einnig virðist Frankfurt-
leiðin vera að taka við sér þrátt
fyrir hæga byrjun. Helga gat
þess einnig, að fyrr í sumar
hefðu Flugleiðir staðið fyrir
leiguflugi til Sviss og borga í
Þýzkalandi, og hefðu i þessum
ferðum komið um 2700 manns.
Um hinar almennu leiðir áætl-
unarflugsins í Evrópu sagði
Helga, að vel horfði með flugið
til Kaupmannahafnar og Osló,
svo og til Glasgow og London en
Stokkhólmur væri einna lakast-
ur í þessu efni.
ar og verndaðar
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
ályktun miðstjórnar ASl, þar sem
lýst er fyllsta samþykki við kjara-
samningana, sem undirritaðir
voru 22. júnf, og telur að verka-
lýðshreyfingin hafi náð með þeim
mikilvægum áfanga f fram-
kvæmd þeirrar stefnu, sem mörk-
uð var á sfðasta þingi ASl.
I ályktuninni er bent á nauðsyn
þess, að verkalýðssamtökin haldi
vel vöku sinni að samningum
loknum, og beiti áhrifavaldi sfnu
til að verja og vernda þær beinu
og óbeinu kjarabætur, sem knúð-
ar hafa verið fram, fyrir öllum
hugsanlegum aðgerðum af opin-
berri hálfu, sem rýra kynnu
ávinning verkafólks af samning-
unum. Bendir miðstjórnin sér-
staklega á nauðsyn sterks aðhalds
í verðlagsmálum og felur fulltrú-
um sinum í verðlagsnefnd að
fylgja þar fram þeim sjónarmið-
um og hindra eftir mætti að
launahækkunum verði veitt út í
almennt verðlag í ríkara mæli en
brýnasta nauðsyn krefur.
Þá vekur miðstjórnin athygli á
að ýmsir mikilvægir hópar launa-
fólks eigi enn eftir að semja um
kjör sin, svo sem BSRB og BHM
og Samband bankamanna, og tel-
ur afar mikilvægt að þeir kjara-
samningar sem enn standa opnir
verði gerðir á grundvelli þeirrar
launajöfnunarstefnu, sem ASl
hefur markað í framkvæmd. Er
skorað á alla aðila sem enn hafa
ekki lokið kjarasamningum að
tryggja framgang launajöfnunar-
stefnunnar á sama hátt og aðild-
arfélög ASÍ hafa gert fyrir sitt
leyti.
Frystihúsakonur
hætta kl. 5 á föstu-
dögum á Akranesi
VERKAKONUR sem vinna í
fyrstihúsum á Akranesi sam-
þykktu á fundi i félagi sínu nú í
vikunni, að þær mundu ekki
vinna eftirvinnu á föstudögum
framvegis í sumar og gildir þessi
samþykkt fram til 1. október, að
sögn forráðamanns félagsins.
Hættu konurnar vinnu i frysti-
húsinu í gær kl. 5. Ekki eru hlið-
stæður fyrir slíkri samþykkt inn-
an verkalýðsfélagsins á Akranesi,
enda hefur starf frystihúsa-
kvenna þá sérstöðu, að þar er um
nokkuð óreglulega vinnu að ræða.
Ufsablokkin hækkaði
mest í Bandaríkjunum
Hækkun varð á öllum tegundum
nema 4x15 punda þorskflökum
HÆKKUNIN á þorskblokk á
Bandarfkjamarkaði f júnfbyrjun
varð 10 sent, úr 95 f 105 sent
pundið, á ýsublokk og steinbfts-
blokk varð hækkunin 5 sent,
karfablokkin hækkaði um 6 sent,
ufsablokkin um 13 sent og iöngu-
hlokkin um 5 sent. Af 176 millj-
ónum punda á Bandarfkjamarkað
f fyrra, voru 38 milljón pund
þorskblokk. Þá hækkuðu þorsk-
flök, 4x15 pund, úr 114 sentum f
123 sent, en þessi pakkning er
Iftilf jörlegt magn, en 10x5 punda
pakkningin hefur staðið f
óbreyttu verði; 109,5 sent, frá þvf
f febrúar. Samtals voru þorsk-
blokkin og þorskflökin 93 mill-
jónir punda af 176 milljón punda
heildarmagninu.
Ysuflök í pakkningu 3x18 pund
hækkuðu úr 114 sentum í 118,50,
en þessi pakkning er lítilfjörlegt
magn af íslenzkum fiski á Banda-
ríkjamarkaði. Steinbítsflök hækk-
uðu úr 112 sentum f 121 sent og
karfaflök í 10x5 punda pakkning-
um hafa hækkað um 2—3 sent
almennt.
Eins og sagði i Mbl. i gær er
meðaltalshækkunin á þeim fisk-
tegundum, sem teljast til verð-
jöfnunarflokka, 4,75 sent pundið;
úr 88,25 sentum í 93 sent og þýðir
þessi hækkun 1600—1700 milijón
króna tekjuauka á ári, ef miðað er
við gengi dollara nú og útflutn-
ingarmagnið i fyrra.
Nú fást, sem fyrr segir 105 sent
fyrir þorskblokkina á Bandarfkja-
markaði, fyrir ýsuflokkina fæst
sama verð, fyrir steinbftsblokkina
90 sent, fyrir karfablokkina 74
sent, fyrir ufsablokkina 65 sent
og fyrir löngublokkina 80 sent.
Innbrot
með lagi
Náttfara
I FYRRINÓTT var farið inn í
íbúðarhús við Sunnuflöt í
Garðabæ og þaðan stolið
tveimur ávísanaheftum og ein-
hverjum öðrum verðmætum
svo sem peningum. Innbrotið
var framkvæmt á líkan hátt og
hjá Náttfara í fyrrasumar.
Þjófurinn fór inn um svaladyr
og framdi þjófnaðinn á meðan
íbúar hússins voru í fasta-
svefni. Er sérstök ástæða fyrir
fólk að gæta vel að umbúnaði
svalahurða og glugga og hafa á
þeim góðar krækjur.
Sumarsýning í
Sólon íslandus
1 DAG kl. 3, verður opnuð í
sýningarsalnum Sólon Islandus
sumarsýning, þar sem um 20
islenzkir listamenn sýna mynd-
verk af ýmsu tagi. Sýning þessi
stendur yfir allt til ágústloka,
og eru öll verkin til sölu. Sýn-
ingarsalurinn Sólon Islandus er
opinn frá kl. 2—6 daglega og
frá kl. 2—10 um helgar. Lokað
er á mánudögum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
hluta þess hóps listafólks sem á
verk á sumarsýningunni. Þau
eru: Sigurður örlygsson, Kol-
brún Björgólfsdóttir, Sigurður
Eyþórsson, Ásrún Kristjáns-
dóttir, Magnús Kjartansson og
Þorbjörg Þórðardóttir.
(Ljósm. Emilia).
Atvinnuleysió:
Færri á skrá,
en f leiri dagar
UM StÐUSTU mánaðamót voru
alls 172 vinnufærir menn á at-
vinnuleysisskrá á landinu öllu á
móti 441 f sama mánuði f fyrra.
Atvinnuleysisdagar f mánuði nú
voru hins vegar 3.753 á móti 3.643
f fyrra.
I kaupstöðum landsins voru alls
126 skráðir atvinnulausir á móti
356 í fyrra, en atvinnuleysisdagar
í mánuði voru 2.484 en 2.272 í júní
í fyrra. I Reykjavík voru 81 á skrá
í stað 302 i fyrra og i Hafnarfirði
voru 19 á skrá í stað 29 f fyrra, en
annars staðar var atvinnuleysi
minna. I 13 kaupstöðum var eng-
inn á skrá.
I kauptúnum með yfir 1000
íbúa voru 27 á skrá í júnf á móti
51 í fyrra og atvinnuleysisdagar i
mánuði 722 á móti 628 i fyrra, en f
minni kauptúnunum voru 19 á
skrá nú á móti 34 í fyrra og at-
vinnuleysisdagar i mánuði 547 f
stað 743 í fyrra.