Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 8

Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 (SAM LYLfS) (HAROLD is DOW STROUD BLOOMGUARD) •WHADOAYAMEAN” (“FATHER" DEAN PROUST) SARTINO) ("SPERMWHALE” WHALEN) (CALVIN MOTTS) (BAXTER SLATE ) (FRANCIS TANAGUCHI is CHARLES DURNING isLOUGOSSET is PÍRRY KING is CLYDE KUSATSU CHUCK SACCI Frjálslegur vestn GAMLA BlÖ: HJÖRTU VESTURSINS (HEARTS OF THE WEST) Leikstjóri: Howard Zieff. Handrit: Bob Thompson. Tón- list: Ken Lauber. Geró af MGM 1976. Lewis Tater (Jeff Bridges) er sveitapiltur austur í Iowa fylki, sem dreymir dýrðar- drauma um gamla, villta vestr- ið. En í hans hugarheimi, sem einkum er mótaður af Zane Grey, er það ennþá óbreytt frá timum landnemanna — þótt að komið sé fram á fjórða áratug- inn. Og drengur er ákveðinn i því að kynnast þessu stórkost- lega lifi af eigin raun, enda ætlar hann sér að verða rithöf- undur, og er sisemjandi frá morgni til kvöids. En margt fer öðru visi en ætlað er. Tater fær upplýsingar um háskóia þar vestur frá fyrir verðandi vestrahöfunda, en þegar á hólminn kemur, reynist hann aðeins vera svikamylla tveggja braskara. Tater kynnist þeim félögum á lftið uppörv- andi hátt, og má halda undan þeim á flótta — en óviljandi með fésjóð þeirra, digran, und- ir höndum. Tater er siðan bjargað á flóttanum, nær dauða en lífi, af hópi kvikmynda- gerðarmanna sem eru að taka útiatriði i vestra einhvers stað- ar í námunda við Hollywood. Og þó að á ýmsu gangi í skáld- sagnagerð hins upprennandi skálds, þvi litríkari verður fer- ill hans sem stuntmaður og aukaleikari í hinum forkostu- lega óraunveruleika i Holly- wood kreppuáranna. Og ætíð eru glæponarnir á hælum hans. Eins og búast má við af Howard Zieff (SLITHER) þá er á ferðinni ærið óvenjuleg mynd, hvað efni og stllbrögð varðar. Hann gerir góðlátiegt grín að öllu heila fratinu í Hollywood; stjörnudýrkuninni, 1. Jeff Bridges, einn af fram- tfðarmönnum bandarfsku leik- arastéttarinnar, fer á kostum f myndinni HJÖRTU VESTURS- INS. hlálegri handritagerðinni, kapphlaupinu við að komast áfram í höfuðstöðvum tilgangs- leysisins og sýndarmennskunn- ar. Zieff verður aldrei fóta- skortur f sínum hálf-absúrd gamanstfl og þó að áhorfendur veini sjaldnast af hlátri, þá er myndin óslitin skemmtun frá upphafi til enda, viðsfjarri vei- kunnum slóðum í gerð gaman- mynda. Zieff lýsir Hollywood fjórða áratugarins f gegnum auga hins litt reynda sveitapilts, sem lengst af gerir alla hluti öfugt og kemst að raun um það að frægðin er engum færð á silfur- fati. Eða einsog einn vinur hans orðar það: „Það verður enginn rithöfundur á þvf að halda því fram sjálfur, heldur eftir að aðrir telja það.“ Sá hinn sami „vinur" á þó eftir að stela frum- burði Taters á ritvellinum, handritinu að vestranum „Hearts of the West“ og verða frægur af. Oftast er stutt f slíka meinfyndni í ágætu, oft bráð- fyndnu handriti Thompsons. Jeff Bridges hefur það mik- inn, náttúrlegan sjarma og leik- hæfileika tii að bera, eins og ég hef áður sagt á þessum síðum, að hann er einn eftirtektarverð- asti karlleikarinn vestan hafs í dag. Bæði sem gamanleikari, og hér fer hann svo sannarlega á kostum, og ekki síður í drama- tískari hlutverkum — sbr. THE LAST PICTURE SHOW. Blythe Danner er ung og efni- leg leikkona sem vakti athygli mína í hörmuleg skrifuðu hlut- verki í FUTUREWORLD, sem sýnd var á dögunum í Hafnar- bfói. Hér hefur hún mun bita- stæðara hlutverk sem sviðs- stjóri hjá kvikmyndaveri og vinkona og hjálparhella sögu- hetjunnar. Þá standa „gömlu mennirnir" sig með mikiili prýði; Andy Griffith sem afdankaður auka- leikari og rithöfundur sem gef- ur Tater misholl ráð. Þá bregð- ur Donald Pleasence fyrir á sinu gamla, brjálæðislega eilifðartrippi, og Alan Arkin svikur aldrei og síst af öllu þeg- ar hann fer með hlutverk manns sem ætfð er á mörkum þess að fá móðursýkiskast. Eins bregður fyrir allmörg- um gamalkunnum andlitum úr aukahlutverkum i vestrum, sem flestir leika þarna sjálfan sig. Þeir krydda myndina óneit- anlega mikið. Þarna eru t.d. Richard B. Shull, Herbert Edel- man, Alex Rocco og Anthony James. Gerð HJÖRTU VESTURS- INS er að öllu leyti hin vandað- asta og nær myndin hámarki þegar hið sérstæða skopskyn þeirra Zieffs og Thompsons nýtur sfn til fullnustu. Þá skyggja þeir á velflesta starfs- bræður sfna. MACHISMO I Mbl. í dág (7.7) er hin ágæta hörkumynd Robert Aldrich, FOLSKUVÉLIN (THE LONGEST YARD), aug- lýst í síðasta sinn. Það er miður, þvi myndin er bæði spennandi og vel gerð þó að einhverjum hafi sjálfsagt ofboðið gegndar- laust ofbeldið. En það er vöru- merki Aldrichs, sem er sann- kallaður „karlmannamynda"- leikstjóri, en kvenpersónur eiga ekki uppá pallborðið hjá þessum yfirlýsta kvenhatara. Á undanförnum árum hefur Aldrich gert hverja myndina á fætur annarri sem fjalla um átök og baráttu á meðal karl- manna, og nægir að nefna i því sambandi THE DIRTY DOZEN, EPEROR OF THE NORTH, TO LATE THE HERO og ULZANA’s RAID. Enginn kemst jafnfætis Aldrich í þessari gerð mynda nema ef vera skyldi Peckinpah. Og víst er að áhorfendur fá allnokkuð fyrir snúð sinn þegar karli tekst vel upp — það sönnuðu undirtektir áhorfenda á þeirri „ýningu sem ég var viðstaddur f Háskólabíói á dögunum. Bók- staflega allir stóðu á öndinni í hatrömmustu atriðunum og nautnastuna steig frá áhorfend- um þegar einhver „vondu kallanna" hlaut makleg mála- gjöld. Ja, svei. En ég vona þó svo snnarlega að FÓLSKUVÉLIN gangi enn þegar þessar linur birtast, og fólk láti ekki makalausan texta í auglýsingu villa sér sýn. Það er nýjast að frétta af Aldrich að hann mun vera langt kominn með kvikmynda- gerð bókarinnar THE CHOIR- BOYS, — sem að sjálfsögðu er f anda karls og einhver harðsviraðasta lögreglusaga sem undirirritaður hefur aug- um litið sfna daga. THE CHOIRBOYS á sér vafa- laust marga unnendur hér- lendis, þar sem hún hefur fengist um all-langa hrið í pappirskiljubroti f helstu bóka- búðum borgarinnar. En bókin trónaði uppundir ár á metsölu- lista NEW YORK TIMES BOOK REVIEW. Hún er skrif- uð af fyrrverandi lögreglu- manni, Joseph Wambaugh, sem m.a. samdi THE NEW SÆBJÖRN VALDIMARSSON CENTURIONS, sem kvikmynd- uð var og sýnd á jólum f Stjörnubiói fyrir nokkrum árum. Og til gamans fyrir þá sem lesið hafa THE CHOIRBOYS, ætla ég að birta myndir af þeim harðjöxlum sem fara með aðal- hlutverkin í myndinni. Hér hefur Aldirch tekist að smala saman misvelþekktum hóp grimmdarfésa, sem öll eiga það sameiginlegt að lítt væri spenn- andi að mæta þeim í myrkri. Jafnvel þótt þeir væru í lög- reglubúningi. Pulmonaria Fyrir allmörgum árum var ég að bauka i garðinum mfnum og kom þá auga á fræplöntu sem ég hugði vera kvöldstjörnu. Setti ég hana I sólreit og fór hún fljótlega að dafna. Þegar biöðunum fjölgaði sá ég að ekki gat þetta verið kvöid- stjarna, blöðin voru lengri og mjúkhærð og nú varð ég spennt að vita hvaða gestur væri hér á ferðinni. Að tveim árum liðnum, strax og snjóa leysti, kom upp blóm- kollur jafnframt fyrstu blöðun- m og fljótlega sýndu fyrstu blómin lit. Þau voru rauðleit en urðu blá með tímanum. Ég sá strax að þetta var forláta garð- jurt en hafði ekki hugmynd um nafn á henni. Svo lifði hún og blómgaðist þó kalt væri i veðri og blómstönglarnir urðu fleiri með árunum og héldu áfram að koma fram eftir sumri. Með af Pulmonariu t.d. P.mollisina sem ber skærblá blóm mjög snemma vors og P.rubra með tigulsteinsrauð blóm sem koma nokkru seinna. Þá má ekki gleyma lækninga- jurtunum LUNGNA- og NÝRNAJURTUNUM sem koma fyrst með bláleit blóm snemma vors en eru aðallega ræktaðar vegna blaðanna sem eru með silfurhvitum flekkjum og verða stór og gróskumikil þegar líður á sumarið, eru þær kjörnar til þess að þekja mold- ina milli trjáa og runna. P. angustifolia er með löng græn blöð og dökkblá blóm og blómstrar seinna en hinar. Fleiri tegundir eru til og munu flestar vera harðgerðar hér og afbragðsgarðplöntur. Þeim er auðfjölgað með skiptingu eftir blómgun. Best liður þeim i djúpum moldar- HUNDATUNGA (Ljósm. Mbl. Kr.Ól.) tfmanum varð þetta föngulegur brúskur, 35—40 sm hár og álika um sig. Ég sýndi Jóni heitnum Rögnvaldssyni forstöðumanni Lystigarðsins á Akureyri plönt- una og sagði hann að hún héti Cynoglossum — HUNDA- TUNGA — á islensku. Nú er hún flokkuð undir nafninu Pul- monaria mollis. Margar fleiri tegundir eru til jarðvegi því ræturnar eru mjög langar. Þegar þeim er skipt þarf að stýfa af rótunum og hafa holurnar svo djúpar að ræturnar bögglist ekki þegar gróðursett er. Best er að planta nokkuð djúpt 3—4 sm ofan við rótarhálsinn. Pulmonaria er af muna- blómaætt (Boraginaceae). H.P. Fornhaga. Verzlun til sölu Vegna óvæntra aðstæðna er til sölu arðbær matvöruverzlun í fullum rekstri. Tilboð merkt: Júlí — 6108 sendist Mbl. fyrir mánudagsköld 11. þ.m. .-56 > Morgunbiam óskareftir bladburðarfólki AUSTURBÆR Sigtún UTHVERFI Blesugróf UPPL ÝS/NGARÍSIMA 35408 fHttjgtntÞIftfrftí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.