Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977
Hluti þátttakenda í mótinu f Hamar.
„Frískur hljómur, næst-
um því eins og eldfjall
„Ég er mest umdrandi yfir, að
það skyldi ekki ganga verr en
þetta“, sagði Björn Guðjónsson,
hljómsveitarstjóri Skólahljóm-
sveitar Kópavogs, I stuttu
spjalli við Mbl., en hljómsveit-
in hreppti 3ju verðlaun f
keppni — Janitsjarfestivalen
— f Hamar f Noregi. „Keppnin
stóð f tvo daga, en við komum
ekki fyrr en seinni daginn og
þurftum að spila á einum degi
alla dagskrána."
Björn sagði að keppnin hefði
skipzt f skyldunúmer, en það
var Suite nr. 2 eftir Egil A.
5. sinn, en um 6000 manns tóku
þátt í öllu móti.
Dagskra keppninnar var, að
sögn Björns, þannig háttað, að
um morguninn var keppnin f
leikhúsi staðarins, sfðdegis var
„marserað" um borgina, en sið-
an fór fram verðlaunaafhend-
ing.
Skólahljómsveit Kópavogs
spilaði á tveimur stöðum utan
Hamars, i Þrándheimi og
Hommelvik. Aðspurður kvað
Björn móttökurnar alls staðar
hafa verið góðar, en tók sér-
staklega fram að í Hommelvfk
Gódur árangur Skólahljómsveitar
Kópavogs í keppni í Hamar í Noregi
Gundersen sem er „moderne“
og minnir á Stravinsky, og svo
frjálst verk og valdi hljóm-
sveitin Gleðiforleik eftir Kelar-
Behla.
. Tildrög ferðarinnar, sagði
Björn, að hefðu verið þau, að
Menntamálaráðuneytinu hefði
borizt boð um mót f Hamar, og
ákveðið að senda Skólahljóm-
sveit Kópavogs, en hún hefur
spilað víða í skólum í vetur á
vegum Menntamálaráðuneytis-
ins.
Keppnin í Hamar er haldin
annað hvert ár, og var hún nú í
VALJ
V
'lz
hefðu þær verið frábærar.
Mbl. hafa borizt blöð frá
Noregi, þar sem hljómsveitinni
er hælt alveg sérstaklega, t.d.
segir Hamar Dagbladet m.a. að
leikur hljómsveitarinnar hafi
verið frísklegur og glaðlegur,
skylduverkið hafi verið spilað á
sérstakan hátt, einnig sjálf-
valdaverkið. Hamar Dagbladet
degir einnig í grein um Skóla-
hljómsveit Kópavogs: „Frfskur
hljómur, næstum því eins og
eldfjall — —“. Hamar
Arbeiderblad segir frá því, að
hljómsveitin hafi fengið 3.
verðlaun, en Adressavisen seg-
ir um leik hljómsveitarinnar í
Hommelvik: „Það sem án efa
kom mest á óvart í mótinu var
leikur Skólahljómsveitar Kópa-
vogs, sem sló um sig með Grand
March eftir Wagner, og gestirn-
ir hættu ekki fyrr en hljóm-
sveitin hafði leikið aukalag."
Björn hældi sérstaklega far-
arstjórum ferðarinnar, þeim
Gróu Sigfúsdóttur, en þetta var
hennar 3. ferð með hljómsveit-
inni, og séra Árna Pálssyni.
Mbl. innti Björn eftir því
hvað nú tæki við og svaðaði
hann: „frí í sumar og ekkert
ákveðið framundan, en reynt
verður að leggja meiri áherzlu
á yngri deild hljómsveitarinn-
ar.“
E.F.
Björn fékk heiðursslaufu Sommer-Adressa 1 Adressavisen, en hann opnaði þessa sumarsfðu blaðsins
með þvf að klippa sundur stóra siaufu. Með honum á myndinni eru Hallfrfðir Ólafsdóttir, til vinstri, og
tris Sigmarsdóttir, til hægri, en þær eru báðar f hljómsveitinni. I greininni er Skólahljómsveit
Kópavogs kynnt.
Kommún-
isminní
Evrópu tek-
ur á sig
margar
myndir
FORDÆMINGU Moskvustjórnar-
innar á Evró-kommúnismanum f
sfðasta mánuði var fyrst og
fremst beint gegn Santiago
Carillo, leiðtoga spánska
kommúnistaflokksins, en snerti
um leið kommúnistaflokkana f
Frakklandi og á ttalfu. Þeir flokk-
ar hafa að verulegu leyti tileink-
að sér meginatriði evró-
kommúnismans, enda þótt þeir
felli sig ekki alls kostar við nafn-
giftina. Kommúnistaflokkarnir á
Spáni, Italfu og f Frakklandi eiga
f raun og veru fátt eitt sameigin-
legt, og Kremlstjórnin tók þá
áhættu að þjappa þeim saman f
vörn sameiginlegra hagsmuna, en
greinilega hefur þótt sennilegra
að valda mætti missætti og ein-
angra þannig Santiago Carillo.
Orðið evró-kommúnismi er rak-
ið til Arrigos Levi, ritstjóra La
Stampa í Torino, en hann er ekki
úr röðum kommúnista. Þessu orði
var ætlað að sammerkja þá
kommúnista á Vesturlöndum,
sem hafa gefið upp alla von um að
byltingin verði að veruleika, og
sjá þvi ekki annan kost vænni til
að ná völdum en fara hina þing-
ræðislegu leið að markinu, um
leið og þeir visa á bug tilkalli
Moskvuverja til undirgefni þeirra
og afdráttarlausrar hollustu við
„fremsta sósialistariki veraldar”.
Liður í stefnubreytingunni eru
þjóðernishugsjónir og hernaðar-
legar ástæður. Flokkarnir þrír
eru allir fylgjandi landvörnum —
annað hvort sjálfstæðum eða í
tengslum við önnur vestræn ríki,
þótt ekki séu þeir sammála um
leiðir i þeim efnum. En þegar
sleppir þjóðernishugsjónum og
afstöðunni til þingræðis, þá eru
þessir þrír flokkar jafn fjarlægir i
afstöðunni til hvers annars og
gagnvart kommúnistaflokkunum
I Austur-Evrópu.
Spánski kommúnistaflokkurinn
hefur gengið lengst í þvi að hafna
strangtrúarkenningunni og nálg-
ast það, sem Rússar kalla
„borgaralýðræði". Þá kemur
ítalski flokkurinn, en franski
kommúnistaflokkurinn er
skemmst kominn á þessari braut.
Það er til dæmis eftirtektarvert,
að franska kommúnistablaðið
„L’Humanité" skírskotar yfirleitt
til „lýðræðisstjórnarinnar", sem
kæmi til valda ef vinstri öflin
sigruðu í næstu kosningum, og
gefur þar með í skyn, að núver-
andi stjórn og raunverulega hver
sú stjórn sem situr við völd án
velþóknunar kommúnistaflokks-
ins, geti ekki talizt lýðræðisleg.
Langt er síðan Italskir og spánsk-
ir kommúnistar létu af slfkum
málflutningi, en þeir halda því
fram nú, að lýðræði þjóni ekki
tilgangi sinum án þjóðfélagslegs
réttlætis.
Carillo gengur lengst, og hann
heldur þvi fram, að hin þróuðu
iðnriki ein séu þess umkomin að
viðhalda raunverulegu lýðræði
með sósialísku efnahags- og þjóð-
félagskerfi. Slík riki verða fyrstu
sósialistaríkin, sem risa undir
nafni, segir Carillo, um leið og
hann fullyrðir hispurslaust, að
Rússar séu hvorki lýðræðissinnar,
sósíalistar né kommúnistar.
Italskir kommúnistar láta sér
yfirleitt nægja að benda á að hið
sovézka kerfi mundi henta miður
vel á Italíu, þar sem þjóðarsálin
eigi fátt sameiginlegt með hinni
sovézku. Franskir kommúnistar
gera sér far um að forðast slíkar
vangaveltur, en tina úr þau atriði
í strangtrúarkenningunni, sem
þeim henta ekki, og láta hitt
liggja á milli hluta. Mismunandi
túlkun skiptir meginmáli í þessu
sambandi, að sumu leyti af þvi að
þannig er hægt að marka stefn-
una i fjölmörgum málaflokkum,
en einnig vegna þess, að þótt
kommúnistum verði ekki mikið
um að breyta flokksstefnunni af
hagsmunaástæðum, eiga þeir aft-
ur á móti mjög erfitt með að
breyta hinu fastmótaða hugsana-
kerfi sinu.
Þróunin í Júgóslaviu, eftir að
Tító var rekinn úr Kominform,
hefur haft mikil áhrif á gang
mála á Italíu, en kommúnista-
flokkurinn þar var hinn fyrst á
Vesturlöndum, sem markaði sér
óháða stefnu. Italskir kommúnist-
ar eru nú komnir svo langt á
þeirri braut að lýsa sig fúsa til að
deila völdum með hófsömum og
íhaldssömum stjórnmálaöflum —
og kalla það „sögulega málamiðl-
un“ — sem merkir ekki aðeins, að
þeir viðurkenna einkarekstur á
flestum sviðum, heldur einnig þá
stjórnarhætti sem ríkisstjórnum
lýðræðisríkja er ætlað að starfa í
samræmi við, enda þótt þeir mæli
ekki með starfsháttum rikis-
stjórna á Italiu á liðnum árum.
Stefnubreyting spænskra
kommúnista, sem ýmist störfuðu
með leynd eða í útlegð, kom siðar
til sögunnar, og ástæðan fyrir
henni var meðal annars sú, að á
Spáni áttu sér óneitanlega stað
efnahagslegar framfarir í
stjórnartíð hins hægri sinnaða
einræðisherra, Francos. Önnur
ástæða var innrás Sovétrikjanna í
Tékkóslóvakíu. (Utlegð og önnur
niðurlæging hafði þveröfug áhrif
á portúgalska kommúnista, sem
enn eru dyggir stuðningsmenn
sovézka kommúnistaflokksins og
hafna með öllu evró-
kommúnisma, en flokkur þeirra á
sér líka aðra fortíð og efnahags-