Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 Frimex 77 heppnaðist vel Nokkrar hugleidingar ad henni lokinni Enda þótt sá árstlmi sé nú, að flestir frímerkjasafnarar hafi læst söfn sín niður, svo að þeir geti notað hið stutta sumar okkar sér til líkamlegrar heilsubótar, vil ég enn senda frá mér einn frlmerkjaþátt. Hins vegar lofa ég því, að hann verður hinn síðasti að sinni. Ástæðan fyrir því, að ég sezt niður til að semja þennan þátt, er einkum sú, að enn hefur ekki verið greint frá frímerkjasýning- unni Frímex 77 og þeim dómum, sem felldir voru um sýningarefn- ið. Vitaskuld verður eins og oftast áður að stikla á helztu atriðum, en engu að slður er einsætt að segja hér frá þessari afmælissýn- ingu Félags frlmerkjasafnara, sem var að allra dómi hin skemmtilegasta. Sjálfsagt er, að hver safnari lit- ur sínum augum á það efni, sem fram er boðið á frímerkjasýning- um, og er ég þar engin undan- tekning. Hlýtur lýsing mín því að takmarkast að sumu leyti af því, sem ég hef einkum áhuga á. Ég neita því alls ekki, að mér finnst alltaf gaman að svonefndu klass- ísku efni, þ.e. frímerkjum og stimplum frá fyrstu áratugum frí- merkjanna, og þá ekki sízt á heil- um umslögum. Þess vegna þótti mér fróðlegt að virða fyrir mér söfn þeirra Svíanna, Bernhards Beskow frá Stokkhólmi og Ingv- ars Andersson frá Gautaborg. Hinn fyrrnefndi sýndi íslands- safn, þar sem áherzla var lögð á miðjun merkjanna og mismun- andi prentanir. Voru I safni hans mörg óvenjufalleg eintök. Fyrir þetta safn hlaut hann 80 stig og gyllt silfur. Ingvar Andersson sýndi antikva- og lapidarstimpla allt frá skildingamerkjum og svo allar götur, meðan þeir voru í notkun. Raðaði Ingvar póstaf- greiðslustöðum I stafrófsröð og sýndi síðan stimpla þeirra á ýms- um útgáfum og eins á bréfsnyfs- um og heilum umslögum. Kæmi mér ekki á óvart, að margur safn- ari hér heima hafi fengið áhuga á þessu söfnunarsviði við það að kynna sér safn Andersson. Fyrir þetta efni fékk hann 70 stig og silfurverðlaun, og urðu það sizt hærri verðlaun en ég átti von á. Tveir aðrir Svíar sýndu þarna stimplasöfn. Sven Ahman sýndi erlenda stimpla á íslenzkum frí- merkjum og hlaut bronsverðlaun fyrir. Margir skemmtilegir stimplar voru í safni hans, en það var hins vegar ekki skemmtilega sett upp og næstum of hlaðið. Sama má segja um númera- og kórónustimplasafn Sture Heg- land. Þar er margt fágætra stimpla, en hér var það engan veginn í sýningarhæfu ástandi að minu mati, enda hlaut það ein- ungis viðurkenningu af hálfu dómnefndar. Af íslenzkum söfnurum er Helgi Gunnlaugsson þegar orðinn þekktur fyrir Færeyjasafn sitt, enda fékk það 80 stig og gyilt silfur. Þá sýndi Hálfdan Helgason í fyrsta sinn safn sitt af græn- lenzkum frímerkjum og stimplum og bréfum. Var það einkar skemmtilega sett upp og með margvíslegum fróðleik I oróum. Hefði mér ekki komið á óvart, þótt þetta safn hefði fengið öllu fleiri stig en 62 og silfraó brons. Safn Jóns Halldórssonar af stimplum á 20 aur. Landsbóka- safnsmerkinu frá 1925 er ótrú- lega fjölbreytt og áhugavert. Fyr- ir það fékk hann 61 stig og silfrað brons. Hygg ég hann megi vel við una, því að uppsetning safnsins var ekki nógu skemmtileg. Þá var safn Bandaríkjamanns- ins Wayne C. Sommer af númera- stimplum sérstætt og þá ekki sízt fyrir það, að hann lætur mynd fyigja af hverri póststöð. Hefur hann í því skyni ferðazt um landið á undanförnum árum og kynnt sér bæði póststöðvarnar og póst- leiðir. Fyrir þett safn hlaut hann 62 stig og silfrað brons. Hæstu stigatölu á Frimex 77 hlaut norskt rannsóknarsafn, sem sýnt var undir dulnefni, eða 87 stig og gyllt silfur. Er þetta safn vafalaust vel að þessum verðlaun- um komið, því að í því eru mörg sjaldséð frimerki. Hins vegar mætti segja mér, að mörgum með- alsafnara hafi þótt það nokkuð strembið til skoðunar. íslandssafn Stefans Jerkström hlaut 73 stig og silfur og sömu verðlaun hlaut safn Franks C. Mooney af margs konar afbrigð- um islenzkra frímerkja. Safn Sigurðar H. Þorsteinssonar, Flug siðari ára, hlaut einnig silfur eóa 74 stig. Ég hygg þeir hafi orðið fleiri en ég hálfundrandi á þeirri niðurstöðu dómnefndar. Hér var að visu póstsögulegt efni, en mik- ill hluti þess var búinn til af sýn- anda og mjög einhæft. Er skoðun min sú, að það hafi lítið sameigin- legt með raunverulegri „fíla- telíu“. Mörg umslaganna voru með prentuðu heimilisfangi send- anda og viðtakanda, sem var sami maður, og sams konar merki var notað til burðargjalds. Við þetta urðu rammarnir mjög einhæfir á að líta. Mín skoðun er sú, að slik söfn eigi fremur heima í kynn- ingardeild með jólamerkjum og öðru slíku efni en í samkeppnis- deild. Hið sama er að segja um efni eins og Hafnia 76, þar sem safnað var saman alls kyns efni frá hinni miklu og ágætu alþjóða- sýningu í Danmörku á siðasta ári. Og raunar getur sýningarefni eins og Landhelgin og landgrunn- ið og Skákmót flokkazt undir hið sama. Frlmerkl eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Það er viðs fjarri, að ég sé með þessum orðum að dæma þessi söfnunarsvið úr leik, því að eðli- legt er, að menn leiti inn á nýjar brautir í þessum efnum sem öðr- um. Ég tel aftur á móti, að tak- mörk séu fyrir því, hvað sýna eigi i samkeppnisdeildum frímerkja- sýninga. Hér vil ég taka skýrt fram, að þetta mun leyfilegt samkv. reglum Alþjóðasambands frímerkjasafnara (F.I.P.), svo að sýnendur voru i þessum tilvikum í fullum rétti með efni sitt. Engu að siður geta slíkar reglur orkað tvímælis. Þá er annað atriðið mjög umdeilanlegt, þótt það muni einn- ig leyfilegt samkv. reglum F.I.P. Þar á ég við, að dómendur á sýn- ingum geti jafnframt verið þátt- takendur í samkeppnisdeild. Vissulega getur verið slæmt fyrir frimerkjasafnara að vera útilok- aða frá þátttöku í sýningum fyrir þær sakir og þá ekki sizt, þegar Ur samkeppnisdeild Frímex 1977 þeir eiga góð söfn, sem aðrir gætu bæði haft gagn og gaman af að kynnast. En allt um það er þetta ekki viðfelldin stefna. Það er svo annað mál og raunar sjálfsagt, að þeir safnarar, sem beðnir eru um að taka sæti í dómnefnd, fái boð um að sýna söfn sin eða hluta þeirra í heiðursdeild, enda mun það oft eiga sér stað. Þá má og gera ráð fyrir, að þeir hafi oft áður verið búnir að sýna söfn sin á frímerkjasýningum og hljóta þar verðug verðlaun fyrir. Ég held þetta mál sé mjög Ihugunar- vert og þá ekki sizt I okkar fámenna landi. Frimex 77 var hin fróðlegasta frímerkjasýning og skemmtileg- asta, svo sem áður segir, og var •vel sótt, bæði af lærðum og leik- um, ef svo má að orði komast. Hef ég fyrir satt, að margir hafi komið þar oftar en einu sinni og sumir margoft. Hitti ég þar ýmsa, sem ég veit vel, að eru ekki safnarar í eiginlegum skilningi, en hafa engu að síður gaman af að kynn- ast þessari tómstundaiðju. Ég vil hér þakka öllum þeim, sem stóðu að Frimex 77, fyrir ánægjulega sýningu. Hér var dyggilega og vel unnið til að minnast 20 ára afmælis Félags frimerkjasafnara. Eftir sýning- unni að dæma verður ekki annað séð en mikil gróska sé í starfsemi félagsins. Stjórn F.F. minntist afmælisins með ágætu kaffisamsæti að kvöldi laugardags 11. júní, þ.e. á sjálfan afmælisdaginn. Stýrði Magni R. Magnússon samsætinu og fórst það vel og röggsamlega úr hendi. Stutt ávörp voru flutt, en þessu næst lýsti formaður dómnefndar, Guðmundur Árnason, niðurstöð- um hennar, og verðlaun voru af- hent jafnframt. Eins voru tveir ágætir félagsmenn, Halldór Sig- urþórsson og Öskar Jónatansson, sæmdir gullmerki F.F. fyrir vel unnin störf. Fyrr þennan sama dag hélt F.F. mjög fjölbreytt frimerkjauppboð og það með efni, sem sjaldan eða aldrei hefur áður verið boðið upp hér á landi. Ekki var þetta upp- boð eins fjörugt og búast befði mátt við, og er það vissulega íhug- unarefni, hvers vegna svo fór. Sleppi ég hugleiðingum um það að sinni. Að endingu vil ég vikja að þvi máli, sem ég held, að íslenzkir frímerkjasafnarar fagni almennt, að skuli vera komið i höfn. Þar á ég vitanlega við inngöngu F.F. i Landssamband Islenzkra frí- merkjasafnara. Vék ég nokkuð að þessu máli í síðasta þætti 9. f.m. Landsþing L.Í.F. 10. landsþing L.Í.F. var haldið i Álftamýrarskóla 12. júní. Sátu 23 fulltrúar þingið, og voru þeir víðs vegar að af landinu að þvi, er segir I fréttabréfi sambandsins. Hófst þingið kl. 9 að morgni og lauk ekki fyrr en að aflíðandi nóni. Aðalmál þingsins var breyt- ing á stofnskrá L.Í.F., sem hafði það í för með sér, að öll aðildarfé lög þess fá fulltrúatölu í samræmi við félagatölu sina. Er stofnskrár- breytingin hafði verið samþykkt, var innganga F.F. samþykkt sam- hljóða. Tóku þá 5 fulltrúar þess sæti á þinginu, enda er það lang- stærsta aðildarfélagið. Þingið samþykkti að heiðra Guðmund Ingimundarson, Sigurð Pétursson og Sigurð P. Gestsson með sérstöku heiðursskjali Landssambandsins, og einnig fékk Álftamýrarskóli slikt skjal fyrir veitta aðstoð við Frimex 77. Viðurkenningu fyrir góða stimplun og frágang á pósti við stimplun hlaut pósthúsið á Dal- vik. Er sú viðurkenning stundum nefnd „silfurstimpillinn". Póst- húsið á Hvammstanga hlaut þessa viðurkenningu i fyrra, en þá var hún veitt í fyrsta skipti. Stjórn L.Í.F. skipa nú: Sigurður H. Þorsteinsson forseti, Sigurður P. Gestsson varaforseti, Hálfdán Helgason ritari og Páll Ásgeirs- son gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Jón Halldórsson, Jón Aðal- steinn Jónsson og Sigurður Ág- ústsson. Nú er svo komið, að öll fri- merkjafélög í landinu og frí- merkjaklúbbar eru sameinuð i L.Í.F., og má gera ráð fyrir, að félagsmenn þeirra séu ekki undir 400. Bráðlega kemur út á vegum Landssambandsins kennslubók i frimerkjasöfnun fyrir byrjendur. Er ætlunin að hafa upplag bókar- innar ekki stórt, en gefa hana heldur út oftar með viðbótum og breytingum, svo að hún geti sem bezt gegnt þvi hlutverki að fræða almenning um þetta vinsæla og holla tómstundastarf. Þá verður fljótlega ráðizt i að þýða og gefa út kennslubók i upp- setningu safna fyrir sýningar. Er enginn efi á, að slík kennslubók verður vel þegin af söfnurum hér á landi, enda verður þýðingu hennar hagað á þann hátt, að efni bókarinnar komi okkur að sem beztum notum. Stjórn L.Í.F. hefur þegar haldið einn fund með sér eftir þingið, og var það samdóma álit hennar, að nú beri að leggja mikla áherzlu á fræðslustarfsemi næstu árin og yfirleitt auka samvinnu milli að- ildarfélaganna til muna frá þvi, íem verið hefur. Tímaritið Grúsk verður gefið út til haustsins af F.f’. og L.Í.F’., en siðan er gert ráð fyrir, að L.Í.F. annist eitt útgáfuna. Ákveðið var, að utanfélagsmenn geti gerzt áskrifendur að timaritinu, og verður áskriftargjaldið 900 kr. fyrir 3 blöð á ári (heimsend i pósti). Erlendir safnarar geta einnig gerzt áskrifendur, og kost- ar áskrift þeirra 10 dollara, enda er þá gert ráð fyrir, að blöðin verói send þeim í flugpósti. Utan- áskrift tímaritsins er: Timaritið Grúsk, Pósthólf 5530, 125 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.