Morgunblaðið - 09.07.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1977
17
4LIT4/MKI
„Ummæli Brynjólfs Bjarnasonar í leyniskýrslum kommúnista um atburðina
árið 1946 taka af öll tvímæli um það, að þeir voru erindrekar ráðstjórnarinn-
ar á íslandi."
eftir HANNES GISSURARSON
ERINDREKAR RÁÐ-
STJÓRNARINNAR
Á ÍSLANDI
Minnisblöð kommúnistans Kristins
E. Andréssonar um „leynifundi þing-
manna um herstöðvarmálið 1946“ voru
birt í 1. hefti Tímarits Máls og menn-
ingar 1977 i tilefni rannsóknar Þórs
Whiteheads á Keflavikursamningnum
1946. Þar er það haft eftir Brynjólfi
Bjarnasyni, þá einum aðalforingja
kommúnista, að hann vildi fylgja
Rússum, ef Islendingar yrðu að velja
um samvinnu við Vesturlönd eða Ráð-
stjórnarrikjunum. í minnisblöðunum,
sem Kristinn reit reyndar í óleyfi að
fundum loknum, með því að umræður
á þeim áttu að vera trúnaðarmál, (en
kommúnistar virðast ekki skilja orðið
,,trúnaðarmál“), segir svo: „Greinilegt
var, að menn vildu skiptingu í blokkir.
01. Thors, Asgeir Asgeirsson, Stefán
Jóhann o.fl. lýstu þvi yfir, að þeir vildu
fylgja Vesturblokk. Brynjólfur Bjarna-
son sagði, að ef við yrðum neyddir til
Kommúnistar á íslandi vita það, að
sagan sigraði þá, ómerkti allan mál-
flutning þeirra, og þeir ætla því að
snúa vopnunum í höndum hennar —
sigra söguna með þvi að endurrita hana
og endursegja. Þeir ætla að draga und-
an allar lofgerðir sinar um ógnarstjörn-
ina í austri, allar heimsóknir Einars
Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar
í Kremlkastala, og reyna að telja is-
lenzkum almenningi trú um það, að
sókn okkar úr fátæktinni til bjargálna
sé kommúnistum að þakka. Minningar
stalinistans Jóns Rafnssonar eru lesnar
í útvarp, bókaútgáfur kommúnista gefa
út úrval verka þeirra, og sjónvarpið
tekur viðtal við Brynjólf Bjarnason,
hvíthærðan, gamlan og góðlegan mann,
sem virðist hafa mestan áhuga á til-
gangi manns og heims. Væntanlega
verður næst tekið viðtal við Einar
Olgeirsson, sem fær að tala óra sína um
áflog á mannamótum, bryggjum og í
verksmiðjum á kreppuárunum inn á
myndsegulband. Ummælin, sem Krist-
inn E. Andrésson hefur eftir skoðana-
bróður sinum, eru okkur því holl
áminning i allri helgisagnasmíðinni.
En hvað fólst i því árið 1946 að fylgja
Rússum? Ég held, að það hafi varla
yfir Brynjólf Bjarnason, málsvara
Stalins á íslandi, fannhvítan hjúp,
enda var helgisagnasmíðin annað aðal-
tilefni greinarinnar. Páll Skúlason,
prófessor í heimspeki í Háskóla ís-
lar.ds, lagði það til á síðasta aðalfundi
Félags áhugamanna um heimspeki, að
Brynjólfur yrði gerður að heiðurs-
félaga þess vegna heimspekiverka
sinna. Ég held, að bregðast verði við
þessari tillögu Páls eins og Orwell
brást við verðlaunaveitingu til Ezra
Pound eftir síðari heimsstyrjöldina, en
Pound hafði stutt fasista: Með þvi að
gera strangan greinarmun á hugverk-
um manna og stjórnmálaathöfnum
þeirra (þótt Brynjólfur geti reyndar
ekki sjálfur gert þennan greinarmun
sem fylgismaður Marxs, þvi að Marx
hélt fram fullkominni einingu kcnn-
ingar og athafna) og leggja áherzlu á
það, að viðurkenning á hugverki feli
alls ekki i sér viðurkenningu stjórn-
málaathafna. Og Brynjólfur Bjarnason,
sem hefur ritað fimm heimspekibæk-
ur, er verður viðurkenningar sem
heimspekingur, gáfur hans og siðferði-
leg alvara leynast engum lesanda
verka hans. Að visu verður að geta
þess, að félag áhugamanna um heim-
komið sér illa fyrir skoðanabræður
Kremlverja á Vesturlöndum. Hann
kallar ógnir fjórða áratugsins í Ráð-
stjórnarrikjunum „barnasjúkdöma" og
segir til afsökunar milljónamorðunum:
„Það var óhjákvæmilegt að greiða
stéttarandstæðingunum þung högg.“
Og enn segir hann: „1 striði er aldrei
hægt að gefa neina örugga tryggingu
fyrir því að höggin, sem greiða á and-
stæðingunum, komi ekki niður á röng-
um stað.“ Brynjólfur hefur ekkert við
það að athuga, að „högg séu greidd“ —
menn skotnir og þjóðir undirokaðar —
þau verða einungis að koma niður á
réttum stað. Vandi stjórnmálanna virð-
ist i huga hans vera þessi: Hver á að
skjóta hvern? — en ekki hinn: Hvernig
á að koma í veg fyrir, að menn skjóti
hvern annan? I þessu skilur feigan og
ófeigan, ofbeldissinnann og lýðræðis-
í viðtalinu, sem ég hef þegar vitnað i
og tekið var árið 1973, ver hann
Moskvuréttarhöldin, er Stalín hélt
opinbera sýningu á fáeinum fórnar-
lömbum sínum úr kommúnistaflokkn-
um. „Ef ofviðri eða fellibyljir skella á,
þegar allar fleytur eru á sjó, þá verður
„HANN SAGÐIST VIUA FYLGJA RUSSUM"
að fylgja annarri hvorri blokk, þá væri
greinilegt að menn skiptust hér i
flokka, Ásgeir og aðrir vildu fylgja
vesturblokkinni, hann sagðist vilja
fylgja Rússum, En það sem hér væri
aðalatriði væri að skiptast ekki i blokk-
ir, heldur snúa sér alltaf til sameinuðu
þjóðanna í félagi.“
Þessi ummæli Brynjólfs taka af öll
tvímæli um hug kommúnista á þessum
árum, því að þau eru vissulega ekki
einkamál hans. Öðru nær. Brynjólfur
Bjarnason var ráðherra „Sósíalista-
flokksins" (sem er fyrirrennari
Alþýðubandalagsins) og formaður mið-
stjórnar hans á þessum árum og vegna
gáfna sinni og glöggskyggni valdamesti
maður hans. Kommúnistar kusu það
árið 1946, að Island yrði fylgiríki Ráð-
stjórnarríkjanna — væntanlega með
svipuðum „réttindum" og „skyldum"
og Ungverjaland og Tékkóslóvakía,
enda töldu þeir þá stjórnarfarið í þess-
um löndum til fyrirmyndar. Ef ein-
hverjir málsvarar Brynjólfs og komm-
únista benda á þann fyrirvara hans, að
„það sem hér væri aðalatriði væri að
skiptast ekki í blokkir, heldur snúa sér
alltaf til sameinuðu þjóðanna i félagi",
má svara því svo, að Brynjólfur vissi
það jafnvel þá og aörir, að Sameinuðu
þjóðirnar voru ófærar um alla öryggis-
gæzlu smáþjóða. Svo illa vill raunar til
fyrir þessa málsvara Brynjólfs, að
hann hefur sjálfur gert mál þeirra að
markleysu. Hann sagði í viðtali, sem
flutt var í útvarpi og birt í 3.—4. hefti
Tímarits Máls og menningar árið 1973,
er hann var spurður, hvort hann hefði
bundið miklar vonir við Sameinuðu
þjöðirnar í styrjaldarlok: „Þær voru
mjög takmarkaðar, m.a. í ljósi reynsl-
unnar af Þjóðabandalaginu." Og þarf
því enginn að efast um, að hugur fylgdi
máli, er Brynjólfur sagðist „vilja fylgja
Rússum“. Enn hafa kommúnistar kom-
ið upp um sig.
HELGISÖGUR AF
ÓHELGUM MÖNNUM
Tvær ástæður eru til þess, að ég geri
efni þessara minnisblaða eða fundar-
gerða Kristins E. Andréssonar að um-
talsefni. önnur er, að enn ein heimild-
in bætist við um raunverulega afstöðu
íslenzkra kommúnista í utanrikismál-
um á þessum tímum. Er öll sú saga hin
merkilegasta og verður færð I letur
fyrr en síðar. En hin er, að kommúnist-
ar og allir nytsömu sakleysingjarnir,
bandamenn þeirra, hafa keppzt við síð-
ustu árin að smíða helgisögur um frutn-
herja kommúnistahreyfingarinnar á ís-
landi, Brynjólf, Einar Olgeirsson, Jón
Rafnsson, Kristin E. Andrésson og
aðra. í þessu fara þeir að dæmi ein-
faldra og trúgjarnra munka I íslenzk-
um klaustrum til forna, sem settu sam-
an helgisögur um Jón biskup
Ögmundsson og Þorlák hinn sæla.
runnið upp fyrir Islendingum, hvað
hefur í raun og veru verið að gerast í
Ráðstjórnarrikjunum síðustu sextíu ár-
in, enda er varla unnt að koma orðum
að þeim tröllauknu glæpum, sem þar
hafa verið framdir. Á þeirri vargöld og
véöld, sem öldin okkar er, hafa margir
glatað hæfileikanum til þess að
hneykslast, og menn verða ónæmir fyr-
ir tölum, þegar komið er yfir tiltekið
mark. En af tölum má þó ráða, að
kommúnistar í Ráðstjórnarríkjunum
hafa verið afkastamestu fjöldamorð-
ingjar mannkynssögunnar. Sumir telja
fórnarlömbin tuttugu milljónir, aðrir
hafa jafnvel nefnt sextiu milljónir. Og
alla glæpina vörðu islenzku kommún-
istarnir. Ósannindi islenzkra kommún-
ista eru líka tröllaukin i ljósi sögunnar.
Þeir sögðu Ráðstjórnarrikin sæluland
á jörðu, er milljónir bænda létu líf sitt i
upphafi fjórða áratugsins vegna and-
stöðu sinnar við samyrkjubúin, er
Stalín gerði „hreinsanir" sínar
1936—1938, er aðrar milljónir og tug-
milljónir voru sendar í þrælkunarbúð-
ir — til dæmis fyrir það að tala illa um
Stalin. Þeir fögnuðu innrás Ráðstjórn-
arríkjanna inn i Finnland árið 1940,
vörðu valdatöku kommúnista í ríkjun-
um í austanverðri Norðurálfu eftir
heimsstyrjöldina síðari og valdaránið i
Tékkóslóvakiu 1948. Það er um þessa
menn, sem verið er að semja helgisög-
ur, gera þá að ,,verkalýðshetjum“.
VILJINN
OG VERKIN
í þessari grein get ég ekki látið óget-
ið nýlegrar tilraunar til þess að fella
speki hafði ekki verið hugsanlegt á
Sovétíslandi, óskalandi Brynjólfs, og
friðsömum hæglætismanni til orða og
verka eins og Páli prófessor hefði ekki
heldur verið þar vært. í slíku landi
hefðu ofaldir og illa menntaðir alþýðu-
foringjasynir keypt sér kennarastöður
við háskóla með niði um náungana. Ef
Brynjólfur hefði komið viljanum —
„að fylgja Rússum" — í verk, hefði
frjálsri hugsun verið lokið á Islandi.
BRYNJÓLFS
ÞATTUR
BJARNASONAR
Brynjólfur Bjarnason er án efa
mikilhæfasti foringi islenzkra sameign-
arsinna: Hann hefði orðið Robespierre
eða Lenin íslenzku byltingarinnar, en
það var gæfa íslendinga, að hún var
ekki gerð. Og þessi sjónvarpshetja okk-
ar hefur ekki látið sitt eftir liggja í
málsvörn f jöldamorðingjanna i Kreml-
kastala. Hann hefur haldið áfram að
verja þá, þótt samherjarnir hafi flestir
tekið þann kostinn að þegja: Hann reit
t.d. greinina „Gelgjuskeið nýrra þjóð-
félagshátta" í Rétt árið 1957 (og er hún
endurprentuð I ritgerðasafni hans,
Með storminn f fangið, sem Mál og
menning gaf út árið 1973). í þessari
athyglisverðu grein ver hann án allrar
tæpitungu árás Ráðstjórnarríkjanna á
Ungverja árið 1956 og deilir á Kreml-
verja fyrir að viðurkenna fáein glæpa-
verk Stalíns á hinu fræga 20. flokks-
þingi kommúnistaflokks Ráðstjórnar-
rikjanna 1956, með því að það hafi
somu
dagana
og
Rauði
herinn
kæfði
þjóðar-
upp-
reisn
Ung-
verja
í
blóði.
stórslysum naumast afstýrt. En gegn
slíkri nauðsyn berjast menn af öllum
kröftum, og á sama hátt reyna allir
góðir byltingarmenn að koma i veg
fyrir slys og óhappaverk í eigin her-
búðum.“ Hvert er inntak þessara 'orða
Brynjólfs? Það er, að kommúnistar i
Ráðstjórnarrikjunum hafi ekki komizt
hjá glæpaverkum sínum vegna hinna
ntiklu átaka við andstæðinga sina, inn-
lenda sem erlenda. Og ásökunarefni
hans er, að Stalin og félagar hans hafi
ekki látið sér nægja að skjóta andstæð-
ingana, heldur einnig skotið góða
kommúnista, menn „i eigin herbúð-
um“. Slík er málsvörn ofstækismanns-
ins. Ég ætla ekki að kveða upp dóm yfir
Brynjólfi Bjarnasyni, hann hefur
dæmt sig sjálfur, samið öll dómsskjöl-
in. Það skiptir mestu máli að skilja
þennan mann, orð hans og athafnir —
skilja sannan kommúnista. Brynjólfur
tók ungur trú á þau „vísindalegu fram-
vindulögmál" sögunnar, sem Marx hélt
sig hafa fundið. Ilann var trúmaður án
þess að gera sér grein fyrir því, hélt, að
sannleikurinn, sem hann hafði komið
auga á með fáeinum öðrum útvöldum,
væri vísindalegur, en ekki trúarlegur,
og þess vegna væri leyfilegt að neyða
menn til þess að taka við honum.
Tilgangurinn helgaði tækin.
TIL UMHUGSUNAR
Segjum sem svo, að einn islenzki
stjórnmálaflokkurinn hefði leynt og
ljóst og áratugum saman barizt fyrir
svipuðu stjórnarfari á íslandi og í
Þýzkalandi nazista — Þýzkalandi
Auschwitzbúðanna — foringjar hans
sótt Hitler, Himmler og félaga þeirra
heim að minnsta kosti árlega, málgögn
hans varið þá og athafnir þeirra i öllu
þrátt fyrir fullnægjandi heimildir um
hryðjuverk þeirra og farið ókvæðisorð-
um einum um vestræn lýðræðisriki,
t.d, Norðurlöndin, Bretland og Banda-
rikin; Hvaða dóma fellum við um slik-
an flokk og slika rnenn? Þungan
áfellisdóm, á þvi.er enginn vafi. Það er
ekki sagt manni til vegsauka á islandi,
að hann sé gamall nazisti. En þjóðernis-
sinnarnir islenzku, sem einir höfðu ein-
hverja tilburði til þess um tima að
verja gerðir nazista, eru þó varla sam-
bærilegir við kommúnistana, hreyfing
þeirra var miklu fámennari og skamm-
ærri og afstaða þeirra alls ekki jafnein-
dregin og kommúnistanna. En gömlu
stalinistarnir, Brynjólfur Bjarnason,
Einar Olgeirsson, Jón Rafnsson og aðr-
ir slikir. ganga kinnroðalaust um götur
Reykjavikur og gera sig jafnvei digra i
fjölmiðlum rikisins. Hvers vegna er
dæmalaus feröasaga Jóns Rafnssonar
frá Tékkóslóvakiu ekki lesin í útvarp?
Hvers vegna tekur sjónvarpið ekki við-
töl við gömlu nazistana? Eru Gulag-
eyjarnar metnar umfram Auschwitz?