Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 19

Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULÍ 1977 19 Svart útlit í Rhódesíu mm Tveir sovézkir landhelgis- brjótar fyrir sænskum rétti Þetta eru sovézku togararnir tveir, sem teknir voru ad veid- um innan sænsku fiskveiði- markanna á Evstrasalti á þriðjudaginn var. Skipstjórarn- ir neituðu að hverfa frá borði þar til þeir hefðu fengið til þess leyfi hjá sovézka sendiráðinu, en við komuna til Landskrona, þar sem mál þeirra er til meðferðar, voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. Samanlagður afli skipanna var aðeins hálft tonn. Lfklega verður skipstjórunum gefinn kostur á að taka veiðarfærin með sér úr höfn, með því að setja tryggingu. Þetta er f fyrsta sinn sem sænska landhelgisgæzlan tekur sovézka togara innan markanna. Spánn: Efnahagsáætlun lögð fyrir stjórnina á mánudaginn Salisburv — 8. júlf — Reuter. EKKI ER búizt við miklum árangri af síðustu tilraun- Pakistan: Herinn kom i veg fyrir vopn- uð átök Islamabad, 8. júlf—Reuter. VALDATAKA hersins f Pakistan kom f veg fyrir vopnuð átök á milli stjórnmálaflokkanna, sam- kvæmt heimildum, nátengdum hernum. Samkvæmt þeim hafa flutningabflar, hlaðnir vopnum, sézt aka til stærri borga, og um það bil 300 vélbyssur höfðu verið fjarlægðar úr vopnabúri hersins, til dreifingar á meðal stuðnings- manna þjóðarflokksins, flokks Ali Bhutto, fyrrum forsætisráð- herra, f Lahore. Herma heimildir innan Þjóðar- bandalagsins, sem er bandaleg níu stjórnarandstöðuflokka, að áform hafi verið uppi um að berja andstöðu þeirra niður með vopna- valdi. Mjög óróasamt var orðið síðustu vikur í Lahore, og sló oft í brýnu milli stuðningsmanna stjórnmálaaflanna tveggja og beittu menn þá gjarnan hnífum. Valdamesti maður herforingja- stjórnarinnar, Zia-ul-Haque hers- höfðingi, sagði f dag að valdataka hersins hefði orðið til þess að ná Bhutto ofan úr skýjunum og nið- ur á jörðina. I ræðu, sem hann hélt í musteri í Rawalpindi, itrek- aði Haque, að herinn ætlaði sér aðeins 90 daga til að koma á eðii- legu ástandi í landinu og afhenda síðan stjórnina lýðræðislega kjör- inni ríkisstjórn. Ali Bhutto og helztu leiðtogar flokks hans eru enn í stofufang- elsi í sumarbústað hans nálægt Islamabad. Spánskir svara fyrir sig Madrid 8. júlf — Reuter. SPANSKI kommúnistaflokkur- inn svaraði f dag fyrir sig, með þvf að birta grein til varnar leið- toga sfnum, Santiago Carillo, sem hefur sætt harðri gagnrýni Sovét- manna fyrir kenningar sfnar um evrópkommúnisma. Manúel Azcarate, einn af helztu kannimönnum spánska kommún- istaflokksins og meðlimur fram- kvæmdanefndar hans, sagði að gagnrýni Sovétmanna sýndi, að stalinisminn væri enn lifandi f Sovétrfkjunum, og að f Moskvu sæju menn raunveruleikann með „forsögulegum" augum. Gagnrýni sovéska utanrikis- málaritsins „Nýir tímar“ á bók Carillos, „Evrópukommúnisminn og ríkið“, kallaði á hörð andsvör frá kommúnistaflokknum á Spáni, Italíu og i Frakklandi, sem litu á hana sem árás á evró- kommúnismastefnur sinar. í þessari viku neita „Nýir tim- ar“ að gagnrýni blaðsins hafi ver- ið beint að einhverjum einstökum kommúnistaflokki. Azcarate sagði að ekki færi á milli mála að gagnrýni „Nýrra tíma“ beindist að spánska kommúnistaflokknum og öðrum vestrænum flokkum, sem haldið hafa fram evrókommúniskum sjónarmiðum. En vopn Sovét- manna hefðu snúizt í höndum þeirra og nú nyti Carillo stuðn- ings fleiri kommúnista á Spáni en nokkru sinni fyrr. um Breta og Bandarfkja- manna til að koma á samn- ingum um meirihluta- stjórn f Rhódesfu á næsta ári. Brezkir og bandarfskir erindrekar eru nú í Salis- bury þar sem þeir ræða við fulltrúa stjórnar Ian Smiths, en þangað komu þeir frá Zambfu, þar sem þeir ræddu við fulltrúa stjórnarinnar þar, svo og blökkumannaleiðtogans Joshua Nkomo og Robert Mugabe. Nkomo krefst þess að Þjóðernisfylking- unni, sem hann veitir for- stöðu, verði falin myndun bráðabirgðastjórnar og fengin yfirráð yfir öryggis- sveitum landsins, en Smith segir aftur á móti, að fylk- ingin sé „mesti óvinur þjóðarinnar“ og komi ekki til greina að ganga að slfk- um kröfum. Það er verkefni sendinefnd- anna frá Bretlandi og Bandarikj- unum að reyna að fá þessa aðila til að samræma sjónarmið sín, en ákaflega litlar líkur eru á að tak- ast megi að finna slikan umræðu- grundvöll við núverandi aðstæð- ur. Höfðu nefndirnar meðferðis til Salisbury drög að stjórnarskrá, þar sem meðal annars er kveðið á um mannréttindi, lýðræðislega kjörna ríkisstjórn og skipan dómsmála. Madrid — 8. júlí. Reuter. ADOLFO Suarez, forsætis- ráðherra Spánar, átti í dag fund með þeim ráðherrum sfnum, er fara með efna- hags- viðskipta- og ferða- mál, um efnahagsaðgerðir og viðnám gegn verðbólgu, en stefnt er að því að leggja fram áætlun um lausn þessara mála á rfkis- stjórnarfundi á mánudag- inn, að því er forsvarsmað- ur stjórnarinnar skýrði frá í dag. 1 borginni Valladolid á Norður-Spáni hafa sorp- hreinsunarmenn verið f verkfalli í viku, og hefur þar komið til átaka milli verkfallsmanna og lög- reglu, sem unnið hefur að þvf að fjarlægja rusl á al- mannafæri. Lögreglan í Valencia notaði i gær gúmmíkúlur og reyksprengj- ur til að dreifa um þúsund manns, sem kröfðust þess að hin ríkis- reknu verkalýðsfélög yrðu leyst upp, en þegar frjáls starfsemi verkalýðsfélaga var leyfð i apríl- mánuði s.l. voru engar ráðstafanir gerðar varðandi ríkisreknu félög- in, sem Franco stofnaði á sinum tíma. Skotið á Rhódesíu Salisbury 8. júli—Reuler TVÆR herstöðvar Rhódesfuhers urðu fyrir árásum með sprcngju- vörpum og vélbyssum f fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum her- stjórnar Rhódesfu. t tilkynningu frá herstjórninni segir, að um klukkan tfu f gærkvöldi hafi verið ráðizt á herstöðina f Chirundi, og kom skothrfðin yfir landamærin frá Zambfu. Þá var skotió á landamæravarð- stöð skömmu seinna, í það sinn frá Mózambique. Ekki hefur verið skýrt frá neinu mannfalli. Rhódesiumenn svöruðu skothrió- inni f bæði skiptin. Ekki var skýrt frá því hvort herir þessara landa eða rhódesiskir skæruliðar gerðu árásirnar. Jámbraut- arslys í Svíþjóð Uddevalla, Svíþjóð —8. júlf— Reuter FARÞEGALEST og vöru- flutningalest rákust á rétt hjá Uddevalla í dag með þeim afleiðingum að tveir menn létu lífið. Enn er ekki vitað hvernig á því stóð, að lestirnar voru á sama spori. Areksturinn átti sér stað árla morguns og var aðeins einn far- þegi í farþegalestinni. Slapp hann ómeiddur, en tveir járnbrautar- starfsmenn voru fluttir í sjúkra- hús. Svo illa voru lestirnar farnar eftir áreksturinn að sex klukku- stundir tók að losa lik mannanna tveggja úr brakinu. Flugturn til Concorde: „New York gefur ykkur leyfi til að lenda núna. Concorde-bannið framlengt New York — 7. júlí. Reuter. FLUGVALLAYFIRVÖLD f New York og New Jersey ákváðu f dag, að bann við lend- ingum Concorde-þotunnar yrði I gildi, þar til niðurstaða frek- ari rannsókna á afleiðingum hávaðans frá hinu hljóðfráa flugfari liggur fyrir. Þá hafa flugumferðarst jórar á Kenn- edy-flugvelli sent frá sér yfir- lýsingu sama efnis. Forsvarsmaður flugvallar- yfirvalda gaf f skyn f dag, að endanlegrar ákvörðunar varð- andi lendingarleyfi Concorde væri vart að vænta fyrr en 1 september, en til hliðsjónar við þá ákvörðun yrðu hafðar upp- lýsingar um lendingar á Dulles- flugvelli við Washington, sem enn væru ekki tiltækar. Þotur af Concorde-gerð hafa lent þar reglulega f tilraunaskyni frá þvf f maf f fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.