Morgunblaðið - 09.07.1977, Side 20

Morgunblaðið - 09.07.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavrk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Fiskvernd á N orður- Atlandshafi Iskýrslu, sem kennd er við norska prófessorinn Leia- son og fiskifræðingar við Carlottelundhöll hafa unnið, er talið, að síldarstofninn I Norðursjó sé kominn niður í 2 — 300 þúsund lestir. Er þar lagt til, að gripið verði til langvarandi friðunaraðgerða með það í huga að ná stofninum upp í 1.5 milljónir lesta, sem talið er forsenda hagkvæmra veiða með nútímaaðferðum. I skýrslunni er ennfremur varað við augljósri hættu á því að síldarstofninum í Norðursjó verði eytt, fari afli fram úr ákveðnu mjög takmörkuðu magni í næstu framtið. Þessar fiskifræðilegu niðurstöður um stærð síldarstofnsins í Norðursjó er skylt að hafa i huga þegar metið er réttmæti brezkra ákvarðana um bann við síldveiði í Norðursjó, a.m.k. fram til næstu áramóta. Undanfarna mánuði hefur verið í gildi síldveiði- bann á þessum slóðum, sem samkomulag varð um innan Efnahagsbandalags Evrópu. Þegar svo virtist, sem ekki næðist samkomulag innan bandalagsins um framlengingu veiðibanns- ins, gripu Bretar til einhliða ákvörðunar þar um. Nú hefur Finn Olov Gundelach, framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar EBE, kunngjört, að framkvæmdaráð bandalagsins muni mjög bráðlega leggja fram tillögu um algert bann við síldveiðum í Norðursjó út árið 1978 og hugsanlega eitthvað fram á árið 1979, eftir að Evrópuráðið hafi samþykkt tillögu um þetta efni. Hér er um mög athyglisvert mál að ræða, ekki aðeins vegna nauðsynjar á verndun síldarstofnsins í Norðursjó, heldur ekki síður vegna hliðstæðrar nauðsynjar á verndun nytjafiska á íslandsmiðum — og afstöðu einstakra ríkja EBE til þess máls. Nauðsyn þess að þorskstofninn við ísland, og raunar fleiri nytjafiskar, nái eðlilegri stofnstærð, til að gefa hámarksafrakstur i íslenzkt þjóðarbú, skiptir þó afkomu og efnahagslegt sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar mun meira máli en síldarstofninn í Norðursjó Breta eða aðrar þjóðir Efnahagsbandalagsins Hér er þó um hliðstæður að ræða, frá fiskifræðilegu sjónarmiði. Það verður þvi með engu móti réttlætt, með hliðsjón af aðgerðum Breta og EBE til verndar sildveiðistofni í Norðursjó, ef þessar þjóðir halda fram veiðikröfum í ofnýtta fiskstofna innan íslenzkrar fiskveiðilög- sögu Þessar þjóðir hafa nú brugðizt við með sama hætti og íslendingar, og á sömu forsendum, til verndar fiskstofni, sem talinn er í eyðingarhættu Þar með hafa þær í verki viðurkennt hliðstæð viðbrögð íslendinga, sem eiga þó raunar mun meira í húfi. Viðræður milli íslendinga og annarra þjóða, er fiskveiðar stunda á Norður-Atlantshafi, um samvinnu í fiskverndarmálum, eru eftir sem áður eðlilegar og æskilegar. Fisktegundir, sem skipta okkur miklu máli, fara um fiskveiðilögsögu fleiri ríkja. Það er því æskilegt að sem nánast samstarf eða samkomulag um samræmdar fiskverndaraðgerðir geti náðst milli þessara þjóða Það er eðlilegt og sjálfsagt að halda uppi eins vinsamlegu og jákvæðu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir eins og ítrustu tök eru á; af sögulegum, menningarlegum og hagsmunalegum ástæðum. Árið 1976 fóru til EBE-ríkja 31.2% útfluttra sjávarafurða okkar, að verðmæti, og til EFTA-ríkja 20 8%, eða 52% útfluttra sjávarafurða til Evrópuríkja, samkvæmt verzlunaarskýrslum, sem birtar eru í nýjasta hefti Ægis, tímariti Fiskifélags íslands. Hlutfallsleg markaðsstærð Evrópuríkja í iðnaðarútflutningi okkar eru enn meiri. Við erum því tengdir Evrópuríkjum viðskiptalegum böndum, ekki síður en menningarlegum, sögulegum eða vegna svipaðrar þjóðfélagsbyggingar. En þrátt fyrir þetta allt, sem vissulega ber að hafa i huga, skiptir verndun fiskstofna okkar og fiskræktarsjónarmið okkur einfaldlega enn meira máli. Þar er i bókstaflegri merkingu um að ræða lifshagsmuni islenzkrar þjóðar í bráð og lengd, afkomuöryggi hennar og efnahagslegt sjálfstæði. Án eðlilegrar stofnstærðar hleztu nytjafiska okkar verður einfald- lega ekki haldið uppi menningarþjóðfélagi á íslandi. er veitt getur þegnum sínum sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðir búa við í samtíð eða framtíð. Þessar einföldu staðreyndir íslenzks sjávarútvegs og þjóðarbú- skapar ættu grannar betur að skilja eftir en áður að þeir hafa fetað í fótspor okkar um útfærslu fiskveiðilandhelgi og fiskvernd3rað- gerðir Við viljum gjarnan ræða við þá um samræmdar fiskvernd- araðgerðir á Norður-Atlantshafi. En við hvorki viljum né getum samið af okkur þær undirstöður, sem tilvera þjóðfélagsins hvílir á. VEIÐIÞA TTUR I Rétt austan við ystu byggð Reykjavíkur liggur Elliðavatn. Það breiðir úr sér í lægð, sem markast að sunnan og vestan af hæðunum sem Breiðholtshverf- in rísa nú upp af, og að austan af útivistarsvæði borgarbúa, Heiðmörkinni. Meðfram þjóð- veginum til suðurlands liðast ársprænurnar Bugða og Suðurá og Hólmsá, sem eiga upptök sín í Selvatni og Fóvelluvötnum á Sandskeiði og uppsprettum sem streyma fram undan Hólmshrauni, sem við Jaðar hafa verið girtar af til verndar fyrir umferð, þvi þar er aðal vatnsból Reykvíkinga, Gvend- arbrunnarnir. Þetta svæði allt er örlitill heimur út af fyrir sig, sem hefur staðist furðanlega þá venjulegu ásókn sem fylgir þéttbýli. Við þungan dyn um- ferðarinnar eftir þjóðveginum, sem á stilltum dögum niðar eins og beljandi fljót, undir að- flugi stórra og smárra flugvéla og á milli sumarbústaða og girtra túnskáka er vin fugla og silunga, svo fjölskrúðug, og þrátt fyrir allt ósnortin, að undrun sætir. Hér verpa grá- gæsir og stokkandir og álftir, sem annars halda til á Tjörn- inni i Reykjavik. Hér verpa I einnig hávellur og fiskiandir, lómur á það til að fljúga kvökk- andi hátt yfir, og einstaka sinn- um bregður fyrir rauðhöfða- pari. Heimarikir stelkar fljúga slittingslega upp undan þér með rauða leggina hangandi niður úr búknum eins og þeir hafi gleymst. Tjaldurinn setur i axlirnar og hleypur álútur og íbygginn til hliðar við þig, segj- andi si svona með látbragði sínu: „Já, haltu bara áfram, þá losna ég fljótt við þig,“ en spó- inn er opinskárri og flýgur hring eftir hring í kringum þig og vellur mikinn. Þegar kemur, fram á sumar gengur bleikja upp árnar, sem ella eru heim- kynni urriða árið um kring. Urriða sem eru ekkert að velja í sig matinn, éta bara það sem að þeim berst með straumnum, hvort sem það er lirfa eða fluga, hornsili eða lítið seiði af sama kyni. Hér skiptast á hyljir og strengir, hraðfara breiður og nær kyrrstæð sýki, sem á björt- um dögum sjást liðast um mold- arbotn ánna sem smaragðs- grænir lindar. Hver steinn sem þú tekur úr ánum er þakinn lirfum og púpuhylkjum, kuð- ungum og litlum krabbadýrum, svo ekki skortir silungana ætið, enda má það á þeim sjá því óvíða er bleikjan bústnari en einmitt hér við hlið höfuðborg- arinnar. Gráa slikjan, sem bleikjan fær á sig þegar hún er vel haldin, maginn allt að því harður viðkomu af kuðungaáti og kokið svart af mýflugu er óræk sönnum um það sérstaka lífríki sem hér er. Helluvatn og Elliðavatn eru full af slíkri bleikju, sem er þetta frá hálfu pundi upp í eitt og hálft til tvö pund hið algengasta, en getur orðið stærri þegar heppnin er með. Á mildum hlýjum dögum, þegar flugan klekst út, vaka bleikjurnar út um allt vatn. Sumar vilja fluguna rétt undir yfirborði vatnsins, þá kemur aðeins bakugginn og sporð- blaðkan í ljós, aðrar vilja flug- una heldur þurra og sjúga hana í sig svo finlega að varla sést örla fyrir hreyfingu á spegil- sléttum vatnsfletinum. Og ef einhver efast um að bleikjan hafi varir sem hún getur mynd- að i stút, má sannfærast um þetta næst þegar hlýtt er og logn við þessi vötn. í huga þeirra silungsveiðimanna sem hafa ,,uppgötvað“ þessa nota- legu gróðurvin, er bleikjan á þessu vatnasvæði erfiðari við- ureignar en nokkur annar sil- ungur. Hún er nefnilega svo vandlát og óútreiknanleg að fluga sem gafst þér vel i gær, eða bara rétt áðan, fær ekki högg hvernig sem þú reynir. Það hendir iðulega að maður sem veiðir við hliðina á þér, fær 10—30 vænar bleikjur á að því er virðist nákvæmlega eins flugu og við reynum án árangurs. Það munar ef til vill aðeins einu litlu hári í flugunni eða aldeilis ómerkjanlegu atriði, en sem bleikjan sér. Ég hef veitt þarna í mörg ár með misjöfnum árangri. Stundum fengið í soðið, stundum ekki, en alltaf farið heim með nýja hernaðaráætlun í huganum; hnýta minni flugu, setja stél á þá gráu eða gulu sem hann nartaði í en tók ekki og svo framvegis. En, það er engu líkara en bleikjan sé algjör eilífðarleikur, því þegar þú þykist vera búinn að finna út hvað hún vill og hefur veitt nokkrar bleikjur á alveg glæ- nýtt lirfuafbrigði, snertir hún öngulinn ekki meir, ekki aðeins þann daginn, heldur það sem eftir er veiðitímans. Ég skal segja þér litla sögu um þetta. Ég var uppi í á og fékk ekki neitt þó bleikjan ólmaðist í yfir- borðinu. Ég var búinn að gera alit sem mér datt í hug og nú var aðeins eftir að gefast upp og viðurkenna ósigur sinn. Ég sat þarna á bakkanum og horfði á stóra bleikju, sem birtist af og til nokkrum metrum neðar. Þá skildist mér allt í einu að hún kom upp með reglulegu milli- bili, og þegar ég athugaði vatns- borð árinnar, sá ég að framhjá mér flutu þrennskonar flugur og þar af ein með sömu tíðni og bleikjan vakti. Ég náði í eina slíka og reitti þurrflugu úr veiðiboxinu mínu þar til komin var sæmileg eftirlíking. Og viti menn. Þetta vildi hún og 17 aðrar 2ja punda bleikjur. Síðan eru liðin tvö ár og ég hef aldrei orðið var á þessa sömu flugu síðan. II Við Elliðavatn eru margir slyngir silungsveiðimenn og þeim hefur farið fjölgandi hin síðari ár sem betur fer. Þá þró- un má vafalaust þakka nokkr- um alveg einstökum aflaklóm, sem þarna veiða, svo sem Svav- ari Ólafssyni klæðskera, Skarp- héðni Bjarnsyni kollega hans, Inga Árnasyni og Karli Lúð- víkssyni og fleirum, sem okkur hinum eru nokkurs konar sönn- un um að bleikjan tekur er þú bara þekkir á hana. Þessir ná- ungar vita ekki aðeins hvar bleikjan er, heldur hvað hún vill á hverjum stað og hvenær hún tekur best á hverjum stað. í fyrradag gekk ég fram á Inga Árnason við Helluvatn. Hann stóð þarna eins og svo oft áður með veiðitöskuna um öxl og silungaháfinn hangandi yfir bakið, lítillátur og afskiptalaus, og ég ákvað að ganga til hans og fá að skoða í boxið hans. Ingi, sem hnýtir sínar flugur sjálfur, várð góðfúslega við þessu og her eru nokkrar flugur (púpur og lirfur), sem hann notar gjarnan í Helluvatni. Takið eft- ir hve einfaldar þær eru og látlausar. Á þessa púpu, sem Ingi nefnir TR, veiddi hann framúrskar- andi vel í mörg ár, en i fyrra hætti hún að duga svo undar- legt sem það er, en kanski verð- ur hún góð aftur næsta vor, hver veit. öngull 10—16, dumb- rautt loðið ullarband og flatt silfur- „tinsel." Þessi púpa, sem nefnist bara græn púpa, gefst oft vel sagði Ingi mér. Hún er hnýtt úr þön- um páfuglsins með stél úr gæs- arvængþön og vafin sams konar þön, sem við höfuðið er hnýtt í I lítinn vængstúf, og með örlítið svart skegg. Peter Ross lirfa, sem er svo sparlega klædd að hún er lítið meir en litur á önglinum. Silfur hálfan bolinn, þá fagurrautt silki og grannur silfurvir vaf- inn yfir. Svört púpa, vafin þétt með silki eða ull og gullvír yfir. Þessa púpu hnýtir Ingi i margs konar litbrigðum. I Elliðavatni sjálfu veiðir hann stundum vel á Wat- son’s Fancy og Connamara Black. Þetta verður að duga, þó að flugurnar í boxinu hans Inga hafi verið nógu fjölbreyttar til að fylla heilt Morgunblað. Þeg- ar ég kvaddi og þakkaði fyrir okkur, (það er að segja mig og þig, sem nú getum farið að hnýta), spurði ég hvers vegna honum þætti svona gaman að veiða hérna. „Vegna þess að það er svo erfitt að fá bleikjuna til að taka,“ var svarið. Lífið er skemmtilegt. J.Hj. Jóhann G. Jóhannsson list- málari hefur undanfarið sýnt bæði olíu- og vantslita- myndir í Hótel Borgarnesi. Mjög góð aðsókn hefur ver- ið aó sýningunni, en á henni eru 42 myndir. Strax fyrsta daginn seldist fjórð- ungur myndanna og í gær var helmingur þeirra seld- ur. Sýningu Jóhanns G. Jó- hannssonar lýkur á sunnu- dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.