Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 25 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Atvinna fyrir stúlku í Svíþjóð Nú þegar islenska barnfóstr- an okkar hættir óskum við eftir annarri frá 1. sept. '77 sem vildi vera hjá okkur í eitt ár. Við borgum ferðina til Stockholm. þar sem við búum. Skrifið svar á íslensku. sænsku eða ensku, með heimilisfangi og síma. Lars og Inger Nilsson Tullinge Strand 30 B 1 4600 Tullinge Sverige. Takið eftir Hjón óska eftir aukastarfi. Margt kemur til greina. Hef bil til umráða. Uppl. sendist Mbl. fyrir 13. þ.m. merkt: Hjón — 61 19. Járnsmið vantar að komast í starf þar sem mikil næturvinna er í fram- boði í Reykjavík. Upplýsingar í síma: 75054 eftir kl. 7.00. ouar Til sölu MERCEDES BENS 250 árg. '71 rauður. Upphaflega flutt- ur nýr til landsins. Automatic drive, powerstýring. í fyrsta flokks standi. Uppl. gefur Þorgrímur Þorgrímsson í sima 1 7835. Vörubíll Volvo 61 góðar sturtur, góð- ur pallur. Verð aðeins 400 þús. Góð dekk. Uppl. í sima 92-6519. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Steypum bílastæði leggjum gangstéttir og girðum lóðir. Sími 81081 — 74203. Bamford múgavél nýendurbyggð 6 hjóla til sölu Brautarholt, Kjalarnesi. >; I r. I1-, I.VRI t RÐIR Sunnud. 10.7. kl. 13 Skálafell ---- Hellisheiði. Fararstj. Haraldur Jóhanns- son. Verð 800 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.I., vestanverðu. Sumarleyfisferðir: 1. 15.—21. júlí Skaga- fjörður með Hallgrími Jónas- syni. 2. 18. — 26. júli Furufjörður með Kristjáni M. Baldurs- syni. Verð 1 5700 kr. 3. 14.—21. júlí Grænland með Sólveigu Kristjáns- dóttur. Munið Noregsferðina. Upplýsingar o'og'arseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606 Útivist. SIMAR, 11798 OG 19533. Laugardagur 9. júlí kl. 13.00 Esjuganga nr. 14. Gengið verður frá melnum austan við Esjuberg. Þátttak- endur sem koma á eigin bílum þangað, borga 1 00 kr. skráningarskjal, en þeir sem fara með bílnum frá Um- ferðamiðstöðinni greiða kr. 800.— Allir fá viður- kenningarskjal að göngu lokinni. Fararstjóri: Einar H. Kristjánsson. Sunnudagur 10. júli Kl. 09.30 Gönguferð á Hvalfell (848 m) og að Glym, hæsta fossi landsins. Fararstjóri: Jörundur Guðmundsson. Verð kr. 1 800 gr. v/bílinn. Kl. 13.00. Gönguferð um Breiðdal að Kald- árseli. Létt ganga. Farar- stjóri: Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Ferðafélag íslands. I. KFUM - KFUK Almenn samkoma i húsi félaganna við Amtmannsstig 2B, sunnudagskvöld kl. 20.30. Björgvin Jörgensen talar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 1 1.00 Helgun- arsamkoma kl. 20.30 Hjálp- ræðissamkoma. Brigader Ingibjörg talar. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fiskiskip Höfum til sölu 59 rúml. eikarbát Smíðað- ur 1 957, endurbyggður 1 973, með 425 h.a. Caterpillarvél frá 1973. SKIPASALA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍMI: 29500 Saab-eigendur Saab verkstæðið Skeifunni 1 1 verður lokað vegna sumarleyfa frá og með 18. júlí til 16. ágúst. Garðar Eyland. Vinningur í happdrætti Blindrafélagsins kom upp á miða númer 11633 en EKKI 1 1653 eins og auglýst var í blaðinu í gær. B/indrafé/agid. T résmíðameistarar — Trésmiðir Vegna sumarleyfa verða mælingarstofur félaganna lokaðar 18 júlí til 2. ágúst. Mfiistarafé/ag húsasmiða. Trésmiðafélag Reykjavíkur. húsnæöi öskast Skrifstofuhúsnæði Bókaforlag óskar að lelgja eða kaupa húsnæði, ca. 100—200 ferm., eða stærra — með lageraðstöðu og góðum aðkeyrslu- möguleikum. Húsnæðið, sem að mestu er ætlað undir skrif- stofur, má vera óinnréttað, eða jafnvel einungis tilbúið undir tréverk. Vinsaml. sendið upplýsingar afgr. Mbl. merktar: „Skrifstofuhúsnæði — 6116" — Hjálparsjóður æskufólks Framhald af bls. 23 sinn I júní 1975 og skipti það með sér verkum þannig, að Ingi Krist- insson varð formaður, Eiríkur Stefánsson ritari og séra Guðjón gjaldkeri. Það liggur ljóst fyrir, að ekki gat verið um að ræða verulega starfsemi sjóðsins, meðan svo var háttað um stjórn hans sem hér hefur verið greint frá. Og svo, þegar þriggja manna stjórn er loks mynduð, eru þeir allir nýlið- ar og litt kunnugir starfsviðinu. Olli það erfiðleikum. Er þessa get- ið til skýringar á því, að ýmislegt hefur ekki gengið svo liðlega sem æskilegt hefði verið. Enn skeði það, að séra Guðjón fluttist burt af landinu á siðast liðnu sumri. Leið þá enn langur tími, þar til annar kom í hans stað, en hann er nú fenginn og er séra Guðmundur Óskar Ólafsson, prestur í Nesprestakalli. Þess höfum við stjórnarmenn orðið varir, að sumir vinir Magnúsar heitins, einkum út um land, hafa fundið breytingu, sem þeim féll ekki. Nú kom enginn i fjáröflunarferð fyrir Hjálparsjóð æskufólks. Ekki mundi hann lengi verða starfi sinu vaxinn, ef ekki væri reynt að auka hann og efla. Þetta var okkur i stjórn sjóðsins ljóst, en það lá einnig í augum uppi, að fjáröflunarað- ferðir Magnúsar voru engum okk- ar færar, og bar margt til, þótt ekki verði hér greint. Hins vegar var litazt um eftir nýjum leiðum, en þá gerðist það, sem öllum kom á óvænt að Hjálparsjóður æsku- fólks hlaut arf. Mun verðmæti hans vera milli 11 og 12 millj. kr. Sá, sem arfleiddi, var einhleypur maður að nafni Guðmundur Guð- jónsson. Með arfleiðsluskrá hafði hann ánafnað Hjálparsjóði æsku- fólks 40% af eign sinni. Bókfærð eign sjóðsins er nú rúml. 24 millj. kr. Má það teljast allgott sem stendur, en nú eru verðbólgutím- ar og mun því vandséð, hvort tekst að láta sjóðinn halda fullu gildi jafnframt þvi sem hann ræk- ir skyldur sínar samkvæmt skipu- lagsskrá. Ekki eru likur til þess að aítur verði tekin upp fjáröflunaraðferð Magnúsar með ferðum viðs vegar um landið, en Hjálparsjóður æskufólks þiggur fúslega og með þökkum fjárhagsaðstoð frá öllum þeim, sem vilja honum vel og meta hjálparstörf hans, hvort heldur það eru gjafir í sérstöku tilefni, áheit eða í einhverju öðru formi. Má geta þess hér, að stund- um hafa borizt gjafir alveg óvænt. Var hin stærsta frá 10 ára stúd- entum M.R. vorið 1974. Nam sú gjöf kr. 320 þús. Það er rétt að láta þess getið hér, að Magnús lét eitt sinn gera minningarkort fyrir sjóðinn og dreifði þeim viðs vegar um land- ið, voru það einkum bókaverzlan- ir, sem fengu þau til sölu. Enginn listi hefur fundizt yfir það, hvar þessi kort hafa lent og mun ekki hafa borizt uppgjör eða skilagrein frá þeim — ekki öllum a.m.k. Væri vel, ef úr því yrði bætt fyrr en síðar. Siðast liðin tvö ár hafa einkum borizt beiðnir um aðstoð í sam- bandi við skólanám unglinga, þar sem einhverjir verulegir erfið- leikar hafa verið i vegi. Höfum við vissu fyrir því, að sú hjálp, sem þar hefur verið veitt, hefur í mörgum tilfellum skilað góðum árangri, ef svo má að orði komast. En aðstoð i mörgum öðrum tilfell- um kentur einnig til greina. Eitt sinn, er Magnús var spurð- ur um tilgang sjóðsins, svaraði hann: ,,Þvi miður eru til heimili hér í Reykjavik og viðar á landinu, sem ekki eru fær um að rækja uppeld- ishlutverk sitt eða skyldur — eru raunar ekki heimili nema að nafninu til. Þar er þörf björgun- arstarfs”. Ekki er ætlunin að Hjálparsjóð- ur æskufólks komi i stað lögboð- innar, opinberrar aðstoðar, held- ur þar sem slíka aðstoð er ekki að fá eða hún fullnægir ekki. Hins vegar má ekki líta svo á, að þess- um sjóði beri skylda til að gjalda jákvæði við hverri beiðni um að- stoð. I hverju einstöku tilfelli verður stjórnin að meta kringum- stæður og kemur þar margt til greina. Umsóknir um styrk úr þessum sjóði þurfa að berast stjórninni með nokkrum fyrirvara og þeim þarf að fylgja umsögn og með- mæli barnaverndarnefnda, félagsráðgjafa, skólastjóra eða viðkomandi prests. Oft eru það þessir aðilar, sem senda umsókn- irnar ásamt með nánari skýring- um. Enda er nauðsynlegt að gera ljósa grein fyrir þörf þess, er æsk- ir aðstoðar og ástæðum öllum. Fræðslustjórum út um landið hef- ur verið kynnt starfsemi sjóðsins og getur i mörgum tilfellum verið heppilegt að hafa samband við þá. I reikningum sjóðsins fyrir s.l. ár eru bókfærð hjálparframlög til ýmissa kr. 477 þús. en áreiðanlega verður það drjúgum meira á þessu ári. Að lokum skal þess getið, að bókfærsla Hjálparsjóðs æsku- fólks er falin löggiltum endur- skoðanda. Þá vil ég þakka öllum, sem hafa látið sér annt um þessa sérstæðu stofnun, gefið fé eða veitt margháttaða fyrirgreiðslu einkum i sambandi við ferðir Magnúsar Sigurðssonar, hins sér- stæða og fórnfúsa manns, sem fyrst sá Hjálparsjóð æskufólks i hugsýn, en hafði þrek og þolin- mæði til að hrinda þeirri hugsjón i framkvæmd. F.h. stjórnar Hjálparsjóðs æsku- fólks. Eiríkur Stefánsson, Karfavogi 32. RvCk. — Greinargerð I i amhalil af hls 29 1. Ragnar Júllusson formaður Út- gerðarráðs Reykjavikurborgar lagði fram skriflega skýrslu um ferð sina með togaranum Bjarna Benediktss til Þýskalands. Skýrslan var rædd itarlega. Páll Guðmundsson upplýsti að það sem eftir honum var haft í dagblaðinu Timanum 28 og 29. júnf s I. væri ekki rétt eftir sér haft Ragnar Júliusson óskaði bókað: Ég fagna þvi að Páll Guðmundsson ypplýsti á fundinum að það sem eftir honum er haft i Timanum 28 og 29 júni er ekki rétt eftir haft Ég harma að leiðrétting hafi ekki verið birt Von mín er sú að Tíminn sjái sér fært að birta hið rétta á forsíðu blaðsins 2 Lögð fram skýrsla vegna ferðar Ragnars Júliussonar og Sigurjóns Péturssonar til Noregs. Fleira ekki tekið fyrir Fundargerðin lesin upp og samþykkt Fundi slitið kl 14 Ragnar Júlíusson Einar Thoroddsen Gunnar Hafsteinsson Páll Guðmundsson Sigurjón Pétursson Björgvin Guðmundsson Gústaf B. Einarsson. — Minning Helga Framhald af bls. 23 það fljótlega gleymt og grafið, og ný visa á hraðbergi. Guðmund mann sinn missti Helga fyrir nokkrum árum, eftir erfiða sjúkdómslegu, og var það henni mikið áfall, svo og öðrum, sem hans höfðu notið. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessarri heiðurskonu það, sem hún hefur gefið mér unguni af hug sinum og hjarta. Kæra þökk frænka min, og megi ævi- kvöld þitt verða milt eins og vor- kvöldin í Melasveitinni. Hafsteinn Snæland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.