Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 26

Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 26
26 FJOKÐUNGSMÓT austfirzkra hcstamanna var, eins og áður hef- ur komið fram f biaðinu, haldið á mðtssvæði Hestamannafélagsins Hornfirðings um sfðustu helgi. Hefur þegar verið greint frá helztu úrslitum á mðtinu en hér á eftir verður gerð nánari grein fyr- ir sýningu og dðmum kynbðta- hrossa og gæðinga. Allt bar mðta- haldið keim af einstöku slagviðri, sem gekk yfir á laugardag, og nutu hvorki menn né hestar hins ágæta mðtssvæðis sem skyldi af þeim sökum. Undirritaður varð fyrir nokkrum vonbrigðum með hross þau, er sýnd voru á mðtinu, bæði vegna takmarkaðrar þátt- töku f vissum greinum og nánast ekkert var um kostagripi. Þarna kann þó leiðinleg veðrátta yfir mðtsdagana að hafa ráðið ein- hverju, en það hefði sjálfsagt ekki bætt árangurinn til muna þð sðl hefði skinið f heiði. A mótinu tók Hestamannafélag- ið Hornfirðingur i notkun nýtt mótssvæði og er það i Iandi Fornustekkja, skammt innan við Höfn. Þarna hafa hornfirzkir hestamenn komið upp 800 metra langri, beinni hlaupabraut auk sýningarvallar. Á svæðinu eru einnig í byggingu hesthús, sem hýsa eiga hesta félagsmanna, og hafa tvö þeirra þegar risið og það þriðja er í byggingu. Vígsla vall- arins fór fram á sunnudag og gerði það séra Gylfi Jónsson, sóknarprestur þeirra Hornfirð- inga, en við það tækifæri fluttu einnig ávörp Sveinbjörn Dag- finnsson, ráðuneytisstjóri, Egill Jónsson, ráðunautur, fyrir hönd Búnaðarsambands Austur- Skaftafellssýslu og Albert Jóhannsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga. Afhenti Egill Jónsson félaginu 500 þús- und krónur að gjöf frá Búnaðar- sambandi A-Skaftafellssýslu og Kaupfélagi Austur- Skaftafellssýslu og skal þeim var- ið til að rita sögu hornfirzka hrossastofnsins. Astæða er til að óska hornfirzkum hestamönnum til hamingju með þetta nýja mót- svæði, sem þeir hafa byggt upp á skömmum tima. Fátækleg kynbótasýning Ýmsum kunna að þykja það stór orð, þegar sagt er að kynbóta- sýning mótsins hafi verið fátæk- leg en það var hún hvað stóðhest- ana áhrærir. Heldur komu hryss- urnar betur út, þó engar væru þar i hópi úrvalshryssa. Vakti það sér- staka undrun hversu lítið fór fyr- ir góðhrossum af hornfirzkum stofni, enda lét Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur þau orð falla í viðtali, sem birtist síðar í grein þessari, að Hornfirðingar væru í kyrrstöðu og þar þyrfti að koma til nýtt blóð. Hryssur af Héraði voru helzti vaxtarbroddur- inn í ræktuninni á mótinu. Aðeins þrír stóðhestar voru sýndir á mótinu, einn með af- kvæmum og tveir í flokki 3ja til 5 vetra. En til samanburðar má geta þess að á síðasta fjórðungs- móti í Austfirðingafjórðungi, á Iðavöllum 1973, voru sýndir 11 stóðhestar, 1 með afkvæmum og 10 í flokki 3 til 5 vetra. Övenju- margar hryssur voru sýndar með afkvæmum á þessu móti eða 21. Tuttugu hryssur voru sýndar í flokki hryssa 6 vetra og eldri og 14 4ra til 5 vetra. Sóðhesturinn H-Blesi, 827, frá Skorrastað i Norðfirði var sýndur með afkvæmum og hlaut 2. verð- laun fyrir afkvæmi en 7,50 i eink- unn. H-Blesi er sonarsonur Hrafns 583, frá Arnanesi, undan Ulfi frá Skálateigi í Norðfirði og Glettu frá Borgarfelli í Skaga- firði. Afkvæmi H-Blesa eru ung, MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 fcessir voru dæmdir sjö bestu klárhestar með tölti, talið frá vinstri: Náttfari, Sigrúnar Eirfksdóttur, knapi Reynir Aðalsteinsson, Glói, Olafs Jónssonar, knapi Þorsteinn Egilsson, Sprækur, Guðrúnar Gunnarsdóttur, knapi Ingimar Sveinsson, Kári, Sigurðar Sveinbjörnssonar, knapi Kagnar Hinriksson, Haukur, Hafdfsar Gunnarsdóttur, knapi Benedikt Þorbjörnsson, Randver, Armanns Guðmundssonar, og Ófeigur, Magnús- ar Guðjónssonar, knapi Jón Steinbjörnsson. Sjö bestu alhliða gæðingarnir á Fjórðungsmótinu að Fornustekkjum, talið frá vinstri: Skúmur, Sigfinns Þorsteinssonar, Sprettur, Ingimars Sveinssonar, Glói, Harðar Valdimarssonar, knapi Reynir Aðalsteins- son, Valur, Benedekts Þorbjörnssonar, Austri, Atla Vilbergssonar, Léttir, Björns Hallgrímssonar, knapi Ragnar Hinriksson, og Faxi. aðaleinkunn. Kolskeggur er und- an Hrafni, 583, frá Árnanesi og Hrafnhildi frá Hafnarnesi en hún er útaf Skugga, 201, frá Bjarna- nesi og Blakk, 129, frá Árnanesi. Hrafnhildur var sýnd með af- kvæmum á mótinu og hlaut 2. verðlaun. Þriggja vetra hesturinn var Kjarni frá Egilsstöðum, jarp- ur, eign Armanns Guðmundsson- ar á Egilsstöðum. Kjarni fékk einkunnina 7,50 fyrir byggingu og 7,60 fyrir hæfileika og 7,55 í aðaleinkunn. Faðir Kjarna er Þjálfi, Armanns Guðmundssonar, undan Gusti frá Finnsstöðum. Móðir Kjarna er alsystir Kol- skeggs, 901, frá Hafnarnesi en það er Hrefna, 4497, frá Hafnar- nesi, undan Hrafni, 583, og Hrafn- hildi frá Hafnarnesi. Eins og einkunnir stóðhestanna bera með sér voru hér ekki á ferðinni áberandi getuhestar en báðir voru þeir klárhestar. Það hlýtur að vera nokkurt undrunar- efni að hvorki koma fram fleiri stóðhestar á móti, sem haldið er i Hornafirði og að þeir, sem sýndir voru, skuli ekki vera betri en raun ber vitni. Fjórðungsmót austfirzkra hestamanna: Eru dagar homfirzku góðhrossanna á enda? þau elstu 6 vetra en flest 4ra og 5 vetra, enda hesturinn sjálfur að- eins 9 vetra. H-BIesi hefur verið notaður á litlu svæði og þær hryssur, sem leiddar hafa verið undir hann, margar hæfileikalitl- ar og ekki merkilegar að bygg- ingu. Áhrif H-Blesa hafa því verið jákvæð að mörgu leyti. Stærð af- kvæmanna er góð, þau eru frið og útlit þeirra gott, einkum er háls- bygging fínleg og falleg og reising af þeim sökum góð. Afturbygging afkvæmanna er stundum full grönn og ekki veigamikil. Vilji er fyrir hendi I hrossunum, klár- gangur er höfuðgangur, brokkið rúmt og nokkurt tölt með léttum, heldur góðum fótaburði. Skeið er ekkert. Hvatti Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðu autur til þess að H-Blesi yrði notaður víðar en í Norðfirði á næstunni, þannig að tækifæri gæfist til að reyna betur á hæfileika hans. H-Blesi er dreyrrauður, blesóttur og eigandi hans er Þórður Júlíusson, Skorra- stað. Tveir stóðhestar voru sýndir sem einstaklingar, annar 5 vetra og hinn 3 vetra. Sá eldri var Kol- skeggur, 901, frá Hafnarnesi brúnn eign Þrúðmars Sigurðsson- ar, Miðfelli í Nesjum. Kolskeggur fékk einkunnina 7,70 fyrir bygg- ingu, 7,32 fyrir hæfileika og 7,511 Óvenjumargar hryssur með afkvæmum sýndar Efst I flokki hryssa með af- kvæmum varð Mön frá Flatey, eign Bergs Þorleifssonar, Flatey og hlaut hún fyrstu verðlaun og einkunnina 8,04. Mön er undan Eldi, 538, frá Fornustekkjum og Bleik, 2904, frá Flatey, sem er undan Nökkva, 260, frá Hólmi. Meðal afkvæma Manar eru hlaupahesturinn Þjálfi, Sveins K. Sveinssonar og stóðhesturinn Skór, Sigurbjörns Eiríkssonar, Stóra-Hofi, en einnig var sýndur með hryssunni bleikur tveggja vetra foli óvanaður. Var folinn, sem er ljósbleikur, allálitlegur nema hvað hann var helzt til of þykkur að framan. I dómsorðum Manar segir að hún sé góð kyn- bótahryssa og synir hennar séu miklir hæfileikahestar með öllum gangi. Stjarna frá Arnanesi, eign Guð- jóns Jónssonar, Arnanesi, var dæmd önnur bezta afkvæma- hryssan og hlaut 1. verðlaun og einkunnina 7,88. Stjarna er und- an Jarpi, 474, frá Hólum en i móðurætt er hún útaf Brjáni, 144, frá Dilksnesi. Þriðja varð Skjóna frá Jaðri, eign Guðbjargar Þóris- dóttur með einkunnina 7,83 og 1. Tveir stóðhestar voru sýndir sem einstaklingar á mótinu. Sá fremri er Kjarni frá Egilsstöðum, eigandi og knapi er Armann Guðmundsson, en hinn er Kolskeggur, Þrúðmars Sigursðsonar, knapi Benedikt Þorbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.