Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLI 1977 27 Snotra frá Sólbrekku var dæmd bezta hryssan I flokki 6 vetra og eldri. Knapi er Hrafn Vilbergsson. verðlaun. Skjóna er f föðurætt útaf Skugga, 201, frá Bjarnanesi og í móðurætt útaf Sörla, 71, frá Svaðastöðum. Meðal dætra Skjónu eru Drífa, sem varð 5. af hryssum 6 vetra og eldri á mót- inu, og Lokkadís, sem varð önnur af 4ra og 5 vetra hryssunum. Sýn- ing afkvæmahryssanna var á margan hátt skemmtileg, því þar mátti sjá skemmtilega einstak- linga, enda voru i hópnum mæður margra kunnra gæðinga á Austur- landi. Stefna Héraðs- búa ber ávöxt 1 báðum flokkum einstaklings- hryssanna voru klárhross áber- andi og lítið sást til skeiðspretta. Af 34 hryssum sem sýndar voru, komu 19 af Héraði og þaðan úr nágrenninu, 8 frá Hornafirði og Suðursveit og tvær af fjörðunum fyrir austan. Mátti á þessari sýn- ingu greinilega sjá ávöxt þeirrar stefnu Héraðsbúa í hrossaræktun- armálum að le’ggja rækt við að fá til undaneldis góða stóðhesta hverju sinni og voru á þessu móti mest áberandi áhrif Svips, 385, frá Akureyri og Hrímnis, 585, frá Vilmundarstöðum auk áhrifa frá Sörla, 653, frá Ketilstöðum. Af fimm beztu hryssunum í flokki 6 vetra og eldri voru þrjár undan Svip og tvær undan Hrímni. Snotra frá Sólbrekku 1 Fellum, eign Snæbjörn Jónssonar, varð efst í flokki hryssa 6 vetra og eldri með einkunnina 8,04. Fyrir byggingu fékk hún 8,20 og fyrir hæfileika 7,87. Snotra er undan Svip og Irpu frá Skeggjastöðum. önnur varð Alda, Guðmundar Þorsteinssonar, Sandbrekku, með einkunnina 8,03, 8,20 fyrir bygg- ingu en 7,85 fyrir hæfileika. Alda er undan Hrímni og Gránu frá Sandbrekku. Þriðja varð Freyja, eign Asmundar Þórissonar, Jaðri, með einkunnina 7,89, 7,60 fyrir byggingu og 8,18 fyrir hæfileika. Freyja er undan Svip og Þoku frá Finnsstöðum. Af 4ra og 5 vetra hryssunum varð efst Lipurtá, örnu Óskar Harðardóttur, Höfn, með einkunnina 7,90, 7,70 fyrir bygg- ingu og 8,10 fyrir hæfileika. Lipurtá er undan Glófaxa frá Hól- um, sem er útaf Nökkva, 260, frá Hólmi. önnur varð Lokkadis, Benedikts Sigfússonar, Beinár- gerði, með einkunnina 7,71, 7,70 fyrir byggingu og 7,72 fyrir hæfi- leika. Lokkadfs er undan Þjálfa frá Egilstöðum og Skjónu frá Jaðri. Þriðja varð Glóð, Jóns Bergssonar, Ketilsstöðum, með einkunnina 7,69. 7,90 fyrir bygg- ingu og 7,47 fyrir hæfileika. Glóð er undan Blakki, 828, frá Ketils- stöðum. Sömu gæðingar og fyrir 4 árum 1 gæðingakeppni mótsins sigr- uðu sömu hestar I báðum flokkum og á siðasta fjórðungsmóti á Austurlandi 1973. Skúmur, Sig- finns Pálssonar, Stórulág brúnn, 15, vetra, var dæmdur bezti al- hliða gæðingurinn með einkunn- ina 8,76. Næstur kom Sprettur, Ingimars Sveinssonar, Egilsstöð- um, jarpur, 5 vetra með einkunn- ina 8,60 og þriðji varð Glói, Harð- ar Valdimarssonar, Höfn, með einkunnina 8,32. Af klárhestum með tölti varð efstur Náttfari, Sig- rúnar Eiriksdóttur, Höfn, brúnn, 11 vetra, með einkunnina 8,88. Annar varð Glói, Ólafs Jónssonar, Urriðavatni, glórauður, blesóttur, 11 vetra, með einkunnina 8,64 en Glói varð einnig annar í þessum flokki á fjórðungsmótinu 1973. Þriðji varð Sprækur, Guðrúnar Gunnarsdóttur, Egilsstöðum, jarpur, 8 vetra, með einkunnina 8,50. Satt bezt að segja getur það ekki talist merki um miklar fram- farir, þegar forráðamenn hesta- mannafélaganna geta ekki fundið aðra gæðinga til að senda í keppni á fórðungsmóti heldur en þá, sem staðið hafa efstir á slíku móti fjórum árum áður. Það er ekki með þessu verið að segja slíkir gæðingar séu ekki verðir þess að vinna til verðlaunanna á ný, held- ur verða menn að hafa það hug- fast að þessir hestar hafa fengið sinn dóm á sambærilegu móti og eðlilegast hlýtur að vera að þar komi til nýir hestar. Þeir, sem ekki eru viðstaddir mótin líta gjarnan til úrslita i gæðinga- keppnum þeirra með von um að finna þar nýja gæðinga og sjá hvernig til hefur tekizt á þeim fjórum árum, sem líða milli fjórð- ungsmóta. Það hefur mjög tekið að tiðkast siðustu ár, að forráðamenn hesta- mannafélaganna þar sem fyrir dyrum standa stórmót hafi fengið til liðs við sig reynda tamninga- menn til að þjálfa hross til sýning- ar. Slíkt form hefur bæði kosti og lesti. Koma þessara manna getur orðið hvatning til að sýna hross sem ella hefðu ekki verið sýnd en yfirleitt er dvöl tamningamanna það stutt að verk þeirra verða meira handahófskennd en mark- viss. Þarna koma til ný hand- brögð, sem hrossin hafa oft ekki náð að venjast þegar til sýningar kemur. Tamning hrossa er verk, sem ekki verður unnið i skynd- ingu. Tamningamenn ná heldur ekki á stuttum tíma að breyta eldri og settum gæðingum, sem um árabil hafa unnið til verð- launa, setnir af eigendum sínum. Hvað veldur? Niðurstaða mótsins að Fornu- stekkjum vekur upp spurningar um stöðu hrossaræktarinnar i Hornafirði en þar hefur lengi ver- ið talin vera einn helzti og bezti hrossastofn landsins. Litið eða nánast ekkert fór fyrir þessum kostum búna stofni á mótinu og eru ástæður þess sjálfsagt fleiri en ein. Hornfirðingar hafa löng- um verið fastheldnir á að halda stofni sínum aðgreindum og lítið viljað sækja til annarra. Þá er það einnig að þeir menn sem hvað mest hefur kveðið að í hrossa- ræktinni i Hornafirði eru nú farn- ir að eldast, og hitt, að bændur í Hornafirði hafa yfirleitt frekar fá hross. Sumir kunna að vilja meina að veðrið yfir mótsdagana hafi spillt fyrir árangri hrossanna en þá er því til að svara að þau kynbótahross, sem til sýningar komu úr Hornafirði, voru fá — og að mati undirritaðs of fá. Þetta fjórðungsmót verður að teljast afturför frá fjórðungsmótinu á Iðavöllum 1973. Hornfirðingar komnir í strand Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af Þorkatli Bjarnasyni, hrossaræktarráðunaut Búnaðar- félagsins, að loknu mótinu og spurði hann álits á gæðum kyn- bótahrossanna á mótinu. Þorkell sagðist sammála þvi að þetta mót væri afturför frá fjórðungsmót- inu á Iðavöllum 1973. — Héraðs- búar eru búnir að ná réttri ieið. Þeir hafa fengið til undaneldis verðlaunaða stóðhesta og nú sýna þeir hér hryssur, sem að visu eru ekki fullorðnar, þær elztu 7 vetra. Þetta er árangur sem sýnir fram- farir. Hornfirðingar eru hins veg- ar i kyrrstöðu i ræktuninni og það segir ekkert til um árangur þó einstakir úrvalshestar standi efst- ir i gæðingakeppnum, jafnvel um árabil, sagði Þorkell. Þeirri spurningu var næst beint til Þorkels, hvað væri helzt til ráða fyrir Hornfirðinga til að bæta þeirra hrossastofn? — Ég er þeirrar skoðunar að þeir verði að koma með nýtt blóð inn í sina ræktun. Ekki vil ég þó segja að þeir eigi að taka til undaneldis alls óskyldan hest en þeir þurfa að gera þetta i áföng- um og byrja t.d. á hálfblóðhesti — hálfum Hornfirðingi og hálfum annars staðar að. Eins og staðan hjá Hornfirðingum er nú eru þeir að vissu leyti komnir í strand. Þeir þurfa að gera eitthvað og ég hef lagt til að þeir noti hest eins og Öfeig frá Hvanneyri, sem er hálfblóðhestur. En ég hef áður lagt til að þeir geri þessa breyt- ingu eins og þegar ég vildi að þeir fengju Svip frá Akureyri 1962, en þá voru þeir ekki móttækilegir. — Það er rétt að hér voru sýnd- ar margar afkvæmahryssur en slíkir dómar eru ekki markandi fyrir hrossaræktina, því hver hryssa á aðeins fá folöld. En það er jákvætt að menn komi með hryssur sinar til dóms og haldi þeim i kynbótastarfinu. Það sem mér finnst eftirtektaverðast við hestamennskuna á Austurlandi nú, er hversu menn eru I vaxandi mæli farnir að gripa til skeiðs. Þegar ég kom til starfa upp úr 1960 sáust menn varla grípa til skeiðs á þessum slóðum en nú er það algengt, sagði Þorkell að lok- um. Við kveðjum austfirzka hesta- menn að sinni með þeirri ósk að þem takist að notfæra sér niður- stöður þessa móts til framdráttar hrossarækt í fjórðungnum. Horn- firzkir hestamenn hafa á skömm- um tima byggt upp nýtt móts- svæði, sem kemur til með að koma þeim til góða i framtíðinni. Veðráttunni stjórnum við ekki — það er lagt í vald æðri máttar- valda. En það er áfall fyrir is- lenzka hrossarækt að hornfirzki hrossastofninn skuli vera i aftur- för eins og þetta mót sýnir. Við verðum að leita leiða til að bæta þar úr. 4 Hestamenn á Austurlandi fóru f hópreið um svæðið á sunnudag. Hér sjást nokkrir félagar Hornfirðings og fánaberi er Guðmundur Jónsson, formaður Hornfirðings. Það getur verið bfsna þægilegt að fá sér smá sopa af kaplamjólkinni f öllum þessum iátum. Hryssan H-Blesi frá Skorrastað var sýndur með afkvæmum. Knapi er Þórður Júlfusson. heitir Gletta frá Gerði en um nafn á folaldinu vitum við ekki. Gletta var sýnd með afkvæmum á mótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.