Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 37

Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 37 Svo mörg voru þau orð um orkumátin og virkjanirnar. Það hafa sjálfsagt margir velt þeirri spurningu fyrir sér hvernig það sé f Krlsuvík, hvort ekki megi nýta alla þessa orku, sem þar virðist vera og það væri ekki úr vegi að fá einhvern til að rifja upp hvernig þeim málum er háttað þar, hvort það væri raun- hæft og hvað það væri sem helzt stæði í vegi fyrir þvf. En frá orkumálum er horfið að húsbyggingu tannlæknadeildar háskólans og varpar bréfritari hér að neðan fram spurningum um það: 0 Hvað kostar að flytja götuna? „Nýlega var frá því skýrt opinberlega, að framkvæmdir væru hafnar við hús tannlækna- deildar háskólans, sem rfsa á neðan við Hringbraut á móts við Landsspftalann. Húsið verður að flatarmáli tæpir 11 þúsund fer- metrar. Þá er og ráðgert að færa Hringbrautina niður að tann- læknahúsinu. Þessar fram- kvæmdir eiga að taka 6—7 ár. I tilefni af þessari fregn væri ekki óeðlilegt að almenningur yrði upplýstur um eftirfarandi m.a.: 1. Hvaða aðilar tóku ákvörðun um þessar framkvæmdir? 2. Hver er áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir og hvernig skiptist hann milli rfkis og borgar? Hver er áætlaður kostnaður vegna húsbyggingar- innar annars vegar og flutnings götunnar hins vegar? Tannleysingi.“ # Svar til Ævars Kvaran: „I sambandi við athuga- semd Ævars Kvarans við bréfi mfnu þann 28. júnf s.l. langar mig að svara honum f eitt skipti fyrir öll, því ekki er útskýring hans öll f samræmi og þvf illa brynvarin nýjum árásum. En fyrst vildi ég taka fram, að í bréfi mfnu þann 28. beindi ég ekki aðeins orðum mfnum tif félagsmanna anda- trúarinnar, heldur einnig til almennings sem aðhyllist kenningar þær sem Kvaran lýsti svo einkar vel. Það er einnig annað atriði. Kvaran telur mig ekki vita um það sem ég fjallaði um, en það er hann sem hefur engan vitnisburð um það. Ég hefi lesið og kynnt mér mikið andatrúna en Biblfuna hef ég lfka lesið og þar hef ég lært hvað andatrúin er í raun og veru. 1 útskýringum Kvarans kemur fram að andatrúarmenn afneita frelsara sfnum, Jesú, og segja að hver sé sinn frelsari. Biblían segir og svarar þannig Ævari vel: Hver sem afneitar syninum afneitar mér, þe.a.s. Guði. Þess vegna segir Ævar þá óbeint: Við trúum ekki á Guð. Ég er ekki með mfnar kenningar hér á blaði, heldur kenningar skapara okkar og þá tel ég mig hafa sterkari grundvöll en andatrúarmenn, því Guð sagði: Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Viljið þér, Kvaran þvf útskýra eða gera atlögu að orði Guðs sem segir: Eigi skal heldur nokkur finnast hjá þér... eða sá er fari með galdur eða spár eða fjöl- kynngi eða töframaður eða spásagnamaður eða sá er leitar frétta af framliðnum, þvf að hver er slfkt gjörir er Guði andstyggi- legur, 5. Mós. 18. 10—13. Einnig er gott að athuga þessa ritningar- staði: Efesusbr. 6. 10—16, Tímót. 3. 16—17, og Jesaja 8. 19—21. Það væri skrftið ef verk smiðsins segðu: Vér erum ekki af honum gerð. Einar Ingvi Magnússon." Þessir hringdu . . . % Um þroskaþjálfa N.N.: hafði samband við Vel- vakanda nýlega og vildi fjalla aðeins um málefni þroskaheftra barna, og nefndi m.a. að skortur væri svo mikill á hælisvist fyrir vangefin börn og þroskaheft, að foreldrum þeirra þætti stundum erfitt að koma með ábendingar eða umkvartanir af ótta við að barnið myndi missa pláss sitt þar. Vildi þessi N.N. fá upplýsingar um störf og nám þroskaþjálfa og sagði að sér virtist af tali við kunningjafólk sitt, sem ætti þroskahefta dóttur, sem þjálfun barna á þessum hælum væri ekki nógu markviss og það væri verið of mikið með börnin á ferðinni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A Ölympiumótinu í Haifa sfðastliðið haust kom þessi staða upp f skák Timmans, Hollandi, sem hafði hvítt og átti ieik, og Hug, Sviss. 28. Rd5H og svartur gafst upp. Hann verður mát eftir 28. ... Dxcl 29. Re7+ — Kg7 30. Dd4+ — Kh6 31. Hh3. Það var einmitt góðkunningi okkar, Jan Timman, sem hlaut hæsta vinningshlutfall fyrsta borðs manna á mótinu. Velvakandi þekkir nú takmark- að til þessara mála, en veit þó að þroskaþjálfaskólinn er I mótun, enda mjög nýr, og þessi stétt er rétt að verða til, ef svo má segja og er að þreifa sig áfram, og sjálf- sagt vinna þroskaþjálfar, eins og aðrir er starfa að málefnum van- gefinna, fórnfúst starf sem ber að styðja og efla. HOGNI HREKKVISI endursýnir Nki úrvalsmyndir næstu nki daga. Hver mynd aðeins sýnd í einn dag 20th CENTURY-FOXp-esems Laugardagur 9. júli, HOMBRE Sígildur vestri með Paul Newman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 1 4 ára. Sunnudagur 10. júli, MASH Allir þekkja þessa ógleymanlegu mynd með Elliott Gould og Donald Sutherland. Sýnd kl. 3. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 1 2 ára. Mánudagur 11. júlí Hraðakstursmyndin fræga með Barry Newman Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 1 2 ára Þriðjudagur 12. júli FRENCH CONNECTION I Hin æsispennandi lögreglumynd með Gene Hackman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Miðvikudagur 13. júli PATTON + Stórmyndin um hershöfðingjann fræga með George C. Scott. Kjk Sýnd kl. 5 og 8.30. Bönnuð innan 14 ára. Ih Cenlury foi prtitnti <21<01U2I< KAllL C. S00TT/ MAL1)1< N inwl»ATTOX IBWIN AUfKS (wduchon o( Fimmtudagur 14. júli ^ POSEIDON SLYSIÐ Stórslysamyndin mikla með Gene Hackman. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 1 2 ára. Föstudagur 15. júli önnur ofsaspennandi lögreglumynd með Roy Scheider. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 1 6 ára. From the producet of Bullitt and The French Connection Laugardagur 16. júli TORA! TORA! TORA! Hin ógleymanlega stríðsmynd um árásina á Pearl Harbor. Sýnd kl. 5 og 9. Sunnudagur 1 7. júli BUTCH CASSIDY OG THE SUNDANCE KID PAIIL NEWMAN ROBERT REDFORD KATHARINE ROSS Einn besti vestri siðari ára með Paul Newman og Robert Redford Sýnd kl. 3. 5, 7.1 5 og 9.30. Bönnuð innan 14 ára. Nú er tækifærið að sjá gamlar og góðar myndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.