Morgunblaðið - 15.07.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15 JJILÍ 1977
11
VIÐ VÖTN
OGSANDA
BYGGÐASAGAAUSTUR-
SKAFTAFELLSSÝSLU III. 328 bls.
Bókaútg. GuSjónsÓ. Rvlk. 1976.
Aftan á kápu þessa bindis er gerð
grein fyrir tilurð ritsins:
»Árið 1955 flutti Steinþór Þorðar-
son bóndi á Hala það mál, að efnt yrði
til byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu
og í hverjum hreppi sýslunnar yrði
fenginn maður til að skrifa sögu sinnar
sveitar . «
I þessu bindi er byggðasaga Hofs-
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
hrepps (Öræfa). höfundur Sigurður
Björnsson, Kvlskerjum. og Byggða-
saga Hafnarhrepps en höfundar þess
þáttar eru tveir, Bjarni Bjarnason,
Brekkubæ, og Glsli Björnsson, Höfn.
Eins og tltt er I ritum af þessu tagi
skiptast á frásagnir og upptalningar
staðreynda. Þetta er héraðssaga en
ekki landssaga og þvi er farið ofan i
smáatriði sem landssagan horfir fram-
hjá: sögu bæja, húsa. einstaklinga, allt
er tiundað. En vitanlega teygir héraðs-
sagan inn á svið landssögunnar þar
sem tekur til stóru atriðanna. Þannig
verður gildi þessara rita i senn stað-
bundið og viðtækt
Héraðssögur sem þessar eru hver
annarri áþekkar. Búskaparhættir og
lifnaðarhættir voru svipaðir um land
allt. Mismunur skapaðist helst af óllk-
um ytri skilyrðum: landslagi, veðráttu
og þess háttar. Það sem helst greinir
héraðssögu skaftfellinga frá öðrum
slikum er samgöngu- og verzlunarsag-
an. Samgönguerfiðleikarnir gerðu
skaftfeilinga að þjóðhetjum I vitund
landsmanna. Sigurður Björnsson telur
að verzlunarstaður héraðsins hafi verið
á Höfn frá söguöld til einokunar. Þjóð-
verjar hafi verslað þar síðastir. Þegar
þeir hættu að versla þar lagðist
verslunarstaðurinn niður. »Urðu Öræf-
ingar, eins og aðrir Austur-
Skaftfellingar, að verzla við kaupmann-
inn á Djúpavogi, meðan einokunin
stóð, eða til ársins 1787, og var þar
aðalverzlunarstaður þeirra allt fram til
1861 Hversu mikið óhagræði þetta
var fyrir Öræfinga má nokkuð sjá af
þvi, að til Hafnar eru 123 km frá
Fagurhólsmýri, en 224 km á Djúpa-
vog «
Sigurður upplýsir að 1905 »var
fyrsta kerran fengin i sveitina « Hins
vegar kom fyrsta vélknúna farartækið
ekki i Öræfi fyrr en 1934 Gerðist nú
hröð þróun þvi fjórum árum siðar lenti
þar fyrsta flugvélin. Vöruflutningar
öræfinga, flugleiðis, eftir strið vöktu
verðskuldaða athygli.
Þrátt fyrir hinar geysierfiðu og löng-
um frumstæðu samgöngur — eða
hugsanlega vegna þeirra — urðu
öræfingar snemma tæknilega sinnaðir.
Þegar fyrir strið lásu börn i landafræð-
inni að þar i sveit væru fleiri bæir
raflýstir en annars staðar á landinu. Nú
er einangrun Öræfa lokið Þetta er eins
og hver önnur sveit fyrir augum ferða-
mannsins sem ekur þar hjá.
Saga Hafnar í Hornafirði, sem seinni
hluti bókarinnar greinir frá, er að ýmsu
leyti merkileg þó á annan hátt sé en
saga Öræfanna. Hvað veit fólk um
þann stað? Að innsiglingin þangað inn
er erfið og hættuleg, að þar er dæma-
laust vel rekið hraðfrystihús ug að þar
er stórt og myndarlegt hótel Svo er
Hornafjörðurinn þekktur fyrir hrossa-
kyn gott. Og listmálarar frábærir hafa
þaðan komið Hornfirðingar hljóta að
hafa hraðar hendur þvi öðru visi hefði
þeim tæpast tekist að byggja þorp sitt
upp á svo skömmum tima sem raun
ber vitni. Um þá uppbyggingu má
gerst fræðast af frásögn þeirra. Bjarna
Bjarnasonar og Gisla Björnssonar
Bjarni skrifar um bújörðina Hafnarnes
en Gísli um kauptúnið Og það er síður
en svo útkjálkabragur yfir þeirri frá-
sögn samanber heiti siðustu kaflanna:
»Hornafjörður lendingarstaður i hnatt-
flugi« og »Alþjóðlegur mótastaður*.
Höfn mun liggja einna næst megin-
landi Evrópu íslenskra þéttbýlisstaða.
Þess skal ekki látið ógetið að mikill
fjöldi mynda eru i bókinni. einkum
mannamyndir.
Erlendur Jónsson
Snið:WEBBO
med eda án vestis
KORONA BUÐIRNAf
Herrahúsiö Aóalstræti4, Herrabúóin við Lækjartoi
FENWICK gaffallyftarar:
hand-, raf-, benzín- og oliuknúnir. Fáanlegir
með alls kyns aukaútbúnaði, þar á meðal
veltibúnaði á gálga. Lyftiorka allt að 35
tonnum.
CIPAX fiskikassarnir
yj frægu úr níðsterku plastefni, sem
ekki brotnar. Tvær stærðir, 70 Itr.
og 90 Itr.
Vörubretti.
sérhönnuð fyrir fiskikassana, og úr
sama sterka plastefninu.
v:
Sjálfvirk og afkastamikil rafknúin
bindivél (plastband) úráli og ryðfríu
stáli, sérstaklega ætluð til notkunar í
matvælaiðnaði.
CIPAX fiskiker,
úr hinu sterka óbrjótandi plastefni,
og sérhönnuð fyrir gaffallyftara, og
geta staflast fjögur saman.
Átta mismun-
andi stærðir
og gerðir,
með rúmtak
allt að
1000 Itr.
HÓLMSGÖTU 4
SlMI 24120 -
UMBOÐSMENN
- P. O. BOX 906
101 REYKJAVIK
MMMCKi
1