Morgunblaðið - 15.07.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULÍ 1977
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15 JULÍ 1977
17
nfpjttMróittí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sfmi 22480.
Áskriftarcyald 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
Ræða Henry A. Kissinger
a ráðstefnu
um evrópukommúnismann
á
SIÐARI HLUTI J
\
Henry A. Kissinger, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, flutti eftirfarandi
ræðu á ráðstefnu um Ítalíu og Evrópu-
kommúnisma 9. júní s.l. Þeir sem efndu til
ráðstefnunnar voru The American Enter-
prise Institute for Public Policy Research
og The Hoover Institution on War,
Revolutin and Peace.
r
Island
og Þýzkaland
Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, kemur i
opinbera heimsókn til íslands í dag og er okkur íslendingum
sérstakt ánægjuegni að bjóða kanslarann velkominn hingað til
lands. Samskipti íslendinga og Þjóðverja hafa jafnan verið mikil
og náin og ekki úr vegi að ætla, að það geti orðið hagsmunum
beggja þjóðanna til framdráttar að efla mjög þetta samband á
næstu árum
Milli Islands og Þýzkalands hafa alltaf verið sérstök tengsl. Á
þessari öld hafa íslenzkir námsmenn mjög sótt menntun sína til
Þýzkalands, þegar undan eru skilin styrjaldarárin, og á síðustu
tveimur til þremur áratugum t.d. hefur mikill fjöldi islenzkra
námsmanna dvalizt við nám í Vestur-Þýzkalandi, sótt þangað
menntun sína og komizt í nána snertingu við hinn þýzka
menningarheim. En jafnframt hefur það alltaf vakið athygli okkar
íslendinga, að áhugi Þjóðverja á íslandi, náttúru landsins og
fólkinu, sem hér býr, hefur verið meiri en annarra þjóða, ef undan
eru skildar frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Þýzkir ferðamenn
hafa lengi verið fjölmennir í hópi þeirra erlendu ferðalanga, sem
sótt hafa ísland heim. Margir Þjóðverjar hafa setzt að á íslandi og
þýzkir vísindamenn hafa sýnt íslandi og íslenzkum málefnum
áhuga og þannig mætti lengi telja
En það er ekki aðeins á sviði menningar og vísinda, sem
íslendingar og Þjóðverjar hafa átt skipti saman Hagsmunir
þjóðanna tveggja hafa tengzt á viðskiptasviðinu og sameiginlegir
hagsmunir á hinu pólitíska sviði og í öryggismálum þjóðanna á
Norður-Atlantshafi fara vaxandi. Bæði eru þessi ríki aðilar að
Atlantshafsbandalaginu. Hér skal ekki fjölyrt um þýðingu þess
fyrir okkur islendinga að eiga aðild að því bandalagi, en vert er að
vekja athygli á því, að Þýzkaland er nú lang öflugasta Evrópuríkið
í Atlantshafsbandalaginu og segja má, að varnarmáttur banda-
lagsins byggist að mjög verulegu leyti á varnarstyrk Bandaríkj-
anna og Þýzkalands sameiginlega. Eftir því sem Þýzkaland hefur
orðið meira efnahagsveldi hefur styrkur þess að sama skapi aukizt
á sviði öryggismála og stjórnmála Með hliðsjón af því hvað
Vestur-Þýzkaland gegnir þýðingarmiklu hlutverki í Atlantshafs-
bandalaginu er augljóst, að hagsmunir okkar íslendinga og
Vestur-Þjóðverja fara mjög saman á þessu sviði og þess vegna
nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga og gagnlegt að efla samskipti
okkar og samráð við Vestur-Þjóðverja, þegar um er að ræða
viðhorf í alþjóðamálum og öryggismálum þjóðanna á Norður-
Atlantshafi
Vestur-Þýzkaland er einnig öflugasta ríkið i Efnahagsbandalagi
Evrópu og sú þjóð sem þar ræður mestu. Efnahagsbandalag
Evrópu er nú orðið einn stærsti viðskiptaaðili okkar íslendinga.
Þess vegna skiptir miklu máli fyrir okkur að eiga góð samskipti við
Efnahagsbandalagið Það þjónar því einnig hagsmunum okkar að
þessu leyti að efla og auka samskipti okkar við þá þjóð, sem er
öflugust innan Efnahagsbandalagsins, Það hefur óneitanlega
vakið athygli manna, að Efnahagsbandalagið hefur, eftir að
brezkir togarar hættu fiskveiðum á Islandsmiðum, ekki haft í
hótunum um að beita okkur íslendinga efnahagsþvingunum til
þess að knýja á um veiðar innan íslenzkra fiskveiðimarka. Óhætt
er að fullyrða, að innan Efnahagsbandalagsins hafa verið uppi
raddir um að beita ætti okkur slíkum þvingunum, en talsmenn
þeirra sjónarmiða hefa bersýnilega orðið undir enn sem komið er,
a m.k Vafalaust á vinsamleg afstaða Þjóðverja í okkar garð innan
Efnahagsbandalagsins ekki sizt þátt í því, að við höfum ekki lent í
viðskiptastríði við bandalagið af þessum sökum
Það gildir því einu hvort við lítum á samskipti Vestur-Þjóðverja
og íslendinga út frá pólitískum sjónarmiðum, viðskiptalegum
hagsmunum, út frá öryggismálum þjóðanna við Norður-
Atlantshaf eða á sviði menningarmála og vísinda, með einum eða
öðrum hætti eiga þessar tvær þjóðir, önnur fámenn og vanmátt-
ug, hin fjölmenn og öflug, eitt mesta iðnaðarveldi heims í dag,
sameiginlegra hagsmuna að gæta Þess vegna er tímabært fyrir
okkur íslendinga að efla mjög samskipti okkar við Þýzkaland
Heimsókn kanslarans nú hefur þvi sérstaka þýðingu og þess er að
vænta, að hún verði upphafið að nýjum kapítula í samskiptum
þessara tveggja þjóða, sem einkennist af nánara samraði og
samskiptum á öllum þeim sviðum, sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni.
Kommúnistaflokkar
og Atlantshafs-
bandalagið
Menn spyrja stundum sem svo:
— Þar sem Bandaríkjamenn geta
átt samskipti við rfkisstjórnir
kommúnistarikja 1 Sovétríkjun-
um, Kína Austur-Evrópu og jafn-
vel á Kúbu og Víetnam, hvers
vegna eiga þeir þá erfitt með að
sætta sig við valdabrölt og upp-
gang kommúnistaflokka í Vestur-
Evrópu, og hvers vegna skyldu
þeir ekki geta átt samskipti við
þá? Eru Rússar ekki uggandi um,
að kommúnistar myndi ríkis-
stjórnir, sem þeir hefðu ekki að-
stöðu til að ráða yfir?
Þessar spurningar snerta ekki
kjarna málsins. Það er reginmun-
ur á þvi tvennu, að halda í skefj-
um ágreiningi við andstæðinga
sína og að viðtalda samstöðu við
vini sina, einkum og sér i lagi þar
sem framtið samskipta austur- og
vesturveldanna hvílir umfram
allt á styrku bandalagi vestrænna
þjóða. Og enda þótt sumir
kommúnistaflokkar í Vestur-
Evrópu og yllu Sovétrikjunum
óþægari ljár í þúfu en leppríkin i
Austur-Evrópu og yllu þeim þvi
nýjum vanda, myndu þau skapa
mikiu alvarlegri vandamál fyrir
vesturveldin.
Spurningin er nefnilega ekki
sú, hversu „sjálfstæðir" kommún-
istarnir í Evrópu yrðu, heldur
hversu miklir kommúnistar þeir
yrðu. Harðfylgni kommúnista og
sú áætlun, sem þeir yrðu kjörnir
kæmust i ráðherrastóla i banda-
lagsrikjunum, yrði hinum sið-
ferðilega grunni kippt undan
skuldbindingu Bandarikjamanna
um aðstoð til að viðhalda hernað-
arjafnvægi í Evrópu. Bandaríkja-
menn yrðu beðnir að standa við
skuldbindingar sinar gagnvart
bandalagsrikjunum á grundvelli
tveggja skilmála, sem eru næsta
óljósir, enda hefur aldrei reynt á
þá: þ.e. að ný lína innan kommún-
ismans sé i mótun og muni hún
leiða til klofnings frá stefnu
Moskvuvaldsins og hafi vestur-
veldin aðstöðu til að ráða yfir
þessum klofningsbrotum.
Þessi ákvæði eru I hæsta máta
vafasöm. 1 herbúðum komm-
únista hefur aldrei komið upp
klofningur, sem vesturveldin
hafa unnið að. Staðreyndin er
hins vegar sú, að deilur Sovétríkj-
anna og Júgóslaviu annars vegar
og Kína hins vegar höfðu grafið
um sig mánuðum eða jafnvel ár-
um saman, áður en vesturveldin
höfðu hugmynd um þær.
En þótt slíkur klofningur yrði,
og það myndi áreiðanlega taka
nokkur ár, myndi hann vart draga
úr þeirri hættu, sem Atlantshafs-
bandalaginu yrði búin. Hans
myndi þá fyrst gæta, er bygging
bandalagsins hefði orðið fyrir þvi-
likum hnekki, að ekki yrði úr
bætt. Og samskipti Atlantshafs-
ríkja myndu gerbreytast, enda
þótt Bandaríkjamenn veittu
kommúnistiskum endurskoðunar-
sinnum aðstoð af eigin hvötum.
Veigamiklar
breytingar urðu á
utanríkisstefnu
Bandarfkjanna
Að sjálfsögðu munu Banda-
ríkjamenn láta sig það skipta, ef
Rússar ná tangarhaldi á ríkjum
Vestur-Evrópu. Á hinn bóginn
geta Bandaríkjamenn ekki haft
varanlegt herlið í Evrópu til að
verja kommúnistastjórn fyrir
annarri kommúnistastjórn. Slíkt
myndi þvi aðeins vera örþrifaráð
til að viðhalda valdajafnvægi, og
algerlega ósamræmanlegt vinnu-
brögðum og hugarfari Banda-
rfkjamanna.
Hér er ekki um að ræða per-
sónuleg meðmæli með æskilegri
stefnu, heldur er hér vegið og
metið samkvæmt bláköldum veru-
leika. Veruleg völd kommúnista í
rikisstjórnum Vestur-Evrópu
myndu, er fram liðu stundir, gera
okkur ókleift i siðferðilegu og
pólitisku tilliti að hafa herlið í
Evrópu.
Ahrifin á bandalagið sjálft og
samstöðu þess, myndu verða
hrapaleg. Það sem haldið hefur
bandalaginu saman eru tið funda-
höld, þar sem fjallað er um sam-
eiginleg markmið og samræman-
leg viðhorf. De Gaulle hershöfð-
ingja var umhugað um að Frakk-
ar væru óháðir Bandaríkjamönn-
um, en hann veitti bandamönnum
sinum dyggilegan stuðning í þýð-
ingarmiklum málum, svo sem i
Berlínardeilunni og deilunni út
af sovézkum eldflaugum á Kúbu.
málum og efnahagsmálum í landi
okkar og í Vestur-Evrópu." Hann
kvað jafnframt svo á, að „taka
þyrfti til umfjöllunar á nýjan leik
tengsl ríkja Vestur-Evrópu við
risaveldin tvö.“ Málsmetandi aðili
I miðstjórn italska kommúnista-
flokksins var nýlega spurður i
viðtali við Utvarp frjálsrar
Evrópu: „Ef kommúnista-
flokkarnir í Frakklandi og Italíu
væru við völd, hvaða afstöðu
mynduð þið taka, ef alvarleg al-
þjóðleg átök yrðu á milli Sovét-
rikjanna og vesturveldannna?"
Svar hans var á þessa lund: „Við
myndum að sjálfsögðu taka máls-
stað Sovétrikjanna.,, Slikur
„stuðningur" við NATO, sem
þarna er lýst yfir, er greinilegt
herkænskubragð og byggir á af-
skræmingu „detente". Hér flétt-
ast einnig saman við sú staðhæf-
ing að útilokað sé að Vestur-
Evrópu standi ógn af Sovétríkjun-
um. Enginn kommúnistaflokkur í
Vestur Evrópu lætur i ljósi þá ósk
að gerast aðili að bandalagi vest-
rænna þjóða til að stemma stigu
við útþenslustefnu Sovétrikj-
anna. Og hvernig I ósköpunum
gætu líka flokkar, sem kenna sig
við Lenín, svarizt í hernaðar-
bandalag, sem hafði það markmið
og hefur enn, að veita viðnám
veldi Sovétríkjanna.
Að minnsta kosti myndi hugur
þá vart fylgja máli.
Hafa ekki hvikað frá
stefnu Sovétmanna
alþjóðamálum.
Þessir flokkar hafa vissulega
skeið virt að vettugi boð og bönn
Rússa í málefnum Austur-
Evrópu, en jafnframt staðið gegn
vesturveldunum og Bandarikjun-
um á alþjóðavettvangi. Hvi skyld-
um við gera ráð fyrir, að
kommúnistaflokkarnir í Vestur-
Evrópu, verði okkur vinveittari,
en það riki Austur-Evrópu, sem
sjálfstæðast er? Það hefur um
þriggja áratuga skeið átt í hávær-
um deilum við Moskvu, og Rússar
hafa hvað eftir annað reynt að
grafa undan þvi.
Bandamenn okkar vinna að
verðveizlu vestrænna hagsmuna
víða í heiminum, og má þar til
dæmis nefna dirfskufullar að-
gerðir Giseards Frakklandsfor-
seta i Zaire. Við getum ekki gert
ráð fyrir því, að kommúnistar
geri slikt hið sama, ef þeir komast
til áhrifa. Þá má gera ráð fyrir, að
þátttaka þeirra i rikistjórnum
bandalagsirkjanna verði til þess
að ágreiningur skapist um mál,
sem hingað til hefur ríkt alger
samstaða um, t.d. málefni Mið-
Austurlanda, málefni Suður-
Afríku, samvinnu við þjóðir
þriðja heimsins, Berlínarmálið,
takmörkun vígbúnaðar og
öryggismál Evrópu. Og liklegt má
telja, að þeir beiti harðri and-
stöðu á ýmsum sviðum, svo sem á
rótgrónum sviðum menningar- og
stjórnmála I Evrópu. Viðsjár
myndu skapast á sviðum, þar sem
fullkomin samstaða og eindrægni
hefur rikt t.d. I viðleitninni við að
bæta efnahagsmálin i heiminum,
og að stuðla að framförum bæði i
þróuðum löndum og þróunar-
••íkjum; ennfremur innan OECD,
VESTURLÖNDUM STENDUR
ÓGN AF KOMMÚNISTA-
FLOKKUM VESTUR-EVRÓPU
til að framkvæma, er vísbending
um, að stefna þeirra i utanríkis-
málum myndi koma illa heim og
saman við hin almennu markmið
Atlantshafsbandalagsins.
Eindrægni hinna stóru iðnaðar-
og lýðræðisrikja hefur stuðlað að
öryggi í heiminum um 30 ára
skeið. Bandaríkin, Vestur-Evrópa
og Japan hafa getað unnið saman
að einingu Evrópu og að því efna-
hagskerfi sem tryggt hefur hag-
sæld i heiminum i skjóli hinna
sameiginlegu varna. Öllu þessu
samstarfi yrði stefnt í mikinn
voða, ef kommúnistar kæmust til
áhrifa í stjórnmálum bandalags-
ríkjanna.
Á það ber að benda sérstaklega:
Að bandariska þjóðin myndi
ekki skilja eðli bandalagsins. Þeir
sem undirrituðu Atlantshafssátt-
málann árið 1949 lýstu því yfir, að
þeir væru „staðráðnir í þvi að
standa vörð um frelsi, sameigin-
lega arfleifð og menningu þjóða
sinna, er byggðust á meginreglum
um lýðræði, einstaklingsfrelsi,
lög og rétt.“ Ef kommúnistar
Henry A. Kissinger
Á sama hátt má gera ráð fyrir, að
ríkisstjórnir kommúnista i
Vestur-Evrópu láti i ljósi sann-
færingu sína í þýðingarmiklum
deilumálum á alþjóðavettvangi,
edna þótt þeir séu ekki undir
áhrifavaldi stjórnarinnar i
Moskvu, hvað snertir innan-
flokksmál.
Ef kommúnistar komast til
valda í Vestur-Evrópu, verður að
gera veigamiklar breytingar á ut-
anríkismálastefnu Bandarikjanna
gagnvart Evrópu og slíkar breyt-
ingar þyrfti einnig að gera á milli
ríkja, þar sem kommúnistar fara
með völd, og þar sem þeir eru
áhrifalausir.
1 febrúar 1976 lýsti Berlinguer,
leiðtogi italska kommúnista-
flokksins, þvi yfir við blaðamann
frá London Times, „að friðar-
stefna Sovétríkjanna væri i þágu
mannkynsins í heild.“ Málgagn
ítalska kommúnistaflokksins jós
formælingum yfir NATO á síð-
asta ári, og sagði að það væri „eitt
helzta tæki Bandarfkjamanna til
að hafa hönd í bagga með stjórn-
elt grátt silfur við Sovétríkin, en
deilurnar hafa nánast alltaf snert
málefni innan vébanda komm-
únista. 1 alþjóðamálum hafa þeir
sjaldan eða aldrei hvikað frá
afstöðu Sovétmanna. Italskir
kommúnistar hafa kallað
kúbanska hermenn í Angóla
frelsishetjur og fordæmt þann at-
burð, er ísraelsmenn björguðu
gfslunum á Entebbe flugvelli með
þeim orðum, að þar hafi verið um
að ræða „óþolandi brot á fullveldi
Uganda.“ Þeir hafa fagnað ihlut-
un Sovétríkjanna í málefni
Afrikuríkja, en fordæmt tilraunir
Bandarikjamanna til að leysa
deilumálin i sunnanverðri
Afríku. Hafa þeir sagt, að Banda-
rikjamenn séu að leitast við að
bjarga hagsmunum heimsvalda-
stefnu sinnar, arðráni og hern-
aðaraðstöðu.
I hæsta lagi má gera ráð fyrir
því, að kommúnistaflokkar Vest-
ur-Evrópu viðhafi svipaða stefnu
og hin svonefndu hlutlausu riki,
þ.e. gegn hinum vestræna heimi.
Júgóslvaar hafa nú um langt
á Parisarráðstefnunni um alþjóð-
lega efnahagssamvinnu og á fund-
um rikisleiðtoga. Hvernig er hægt
að búast við þvi að eining
Atiandshafsrikja geti staðizt við
slikar aðstæður? Og hvernig færi
svo með öryggismálin?
Hernaðar- og samtakamáttur
NATO-ríkja myndi bíða alvarleg-
an hnekki. Kommúnistaflokkar
Vestur-Evrópu þykjast i orði
kveðnu vera hlynntir starfsemi
NATO. Á hinn bóginn er erfitt að
imynda sér, að starfsemi NATO i
núverandi mynd gæti haldið
áfram, ef kommúnistar hefðu þar
veruleg völd, þvf að bandalagið
byggir á sameiginlegum
hernaðaráætlunum, pólitiskum
ráðagerðum og háþróuðu upp-
lýsingakerfi.
Stórvægilegar breyt-
ingar á starfsháttum
NATO.
Ef kommúnistar i Vestur-
Evrópu kæmust í ríkisstjörnir,
myndi það óhjákvæmilega leiða
af sér stórvægilegar breytingar á
starfsháttum NATO, eins og raun-
in varð um skeið vegna Portúgal.
Þegar ósýnt var um hver yrði hin
pólitíska framtið Portúgala urðu
þeir að draga sig i hlé frá hinum
nánu samskiptum við bandalagið.
Öliklegt má teljast, * að komm-
únistaflokkarnir láti þarfir
NATO sitja fyrir við gerð fjár-
hagsáætlana. Þeir myndu
áreiðanlega færa sér valdaað-
stöðu sína i nyt til að draga úr
sameiginlegum varnarmætti
Vestur-Evrópu og myndu óhjá-
kvæmilega gera það að verkum að
við yrðum ófúsari en ella að
greiða kostnaðinn við dvöl banda-
ríska herliðsins í Evrópu.
Auk þessa má bæta þvi við, að
verði kommúnistar hlutgengir að-
ilar að rikisstjórnum forysturikja
Vestur-Evrópu yrði NATO
hugsanlega fyrir bragðið einkum
bandalag Þjóðverja og Banda-
rikjamanna. Gæti það orðið til
þess að önnur riki Vestur-Evrópu
fengju höggstað á því og leituðust
við að grafa undan leifunum af
samstarfi Atlandshafsrikja. Ef að-
staða NATO yrði svo veik, en
máttur Sovétrikjanna á sviði
hernaðar, sem og viðar, héldi
áfram að aukast, og þau hefðu
enn Varsjárbandalagið i sinum
járngreipum, myndi valdajafn-
væginu milli Austur- og Vestur-
Evrópu verða ógnað, svo að um
munaði. horfurnar á því, að all-
mörg Evrópuriki fengju sjálf að
ráða málum sinum, myndu
minnka í réttu hlutfalli við þá
hættu, sem af veldi Sovétrikjanna
stafaði.
Fyrr eða síðar yrðu viðtækar
breytingar, okkur í óhag, ekki
vegna þess að meiri hlutinn kysi
slíka afstöðu af frjálsum og fús-
um vilja, heldur vegna þess að
hann ætti ekki annars úrskosti
vegna hinna breyttu valdahlut-
falla.
Þá yrði grafið undan þeirri þró-
un sem að undanförnu hefur orð-
ið í átt að einingu Evrópu og
menn hafa bundið miklar vonir
við. A sínum tíma snerust
kommúnistaflokkarnir í Frakk-
landi og á Italíu öndverðir gegn
stofnun Efnahagsbandalags
Evrópu, á þeirri forsendu, að þar
væri um að ræða samsæri
kapítalista.. Þeir hafa til skamms
tíma barizt af alefli gegn öllum
hræringum i áttina að einingu
Evrópu. Nýlega eru þeir farnir að
sætta sig við bandalagið sem orð-
inn hlut, og kveðast nú ætla ða
efla „lýðræði" innan þess og hafa
áhrif á það með „ýmsum nýung-
um, bæði á stofnanir og almenn
viðhorf", svo að notuð séu orð
Berlinguer. Við getum reitt okkar
á, að þeir munu efla tengsl banda-
lagsins við ríkishagkerfi Astur-
Evrópu og gera sér far um að
koma til móts við öfgafyllstu kröf-
ur ríkja þriðja heimsins um
alþjóðlega nýskipan efnahags-
mála“. Þá munu þeir tæplega
hvetja bandalagið til samstarfs
við Bandaríkin. Og er fram liðu
stundir myndu ríkisstjórnir, sem
kommúnistar eiga sæti i, annað
hvort snúast algerlega á sveif með
þeim eða djúpstæður ágreiningur
myndi skapast á milli þeirra, er
styðja áframhaldandi samstarf
Atlantshafsrikja og fulltrúa
„hinna nýju vinstri afla“ í Efna-
hagsbanalaginu. 1 báðum tilvik-
um yrði afleiðingin sú, að einingu
Evrópuríkja og samstöðu Atlants-
hafsrikja yrði bráð hætta búin.
Það skiptir því ekki máli, hvaða
kenningu við aðhyllumst, þvi að
hvernig sem á málin er litið, mun
seta kommúnista f rfkisstjórnum
Vestur-Evrópulanda leiða til
örlagarikra árekstra i alþjóðamál-
um, eins og þau hafa skipazt eftir
lok heimsstyrjaldarinnar. Við get-
um ekki gert okkur seka um
skeytingarleysi eða sjálfsblekk-
ingu. Það er ljóst, að komizt
kommúnistar til umtalsverðra
valda og áhrifa i Vestur-Evrópu,
verða afleiðingarnar fyrir sam-
starf Atlantshafsþjóða engir smá-
munir,_______________________
Viðbrögð
Bandarfkjanna.
Afstaða Bandarikjanna til slikr-
Charles de Gaulle. — Var
umhugað um að Frakkar
væru óháðir Bandarfkja-
mönnum, en hann veitti
bandamönnum sínum
dyggilegan stuðning í þýð-
ingarmiklum málum.
ar þróunar verður að sjálfsögðu
margslungin. Afstaða ríkisstjórna
Vestur-Evrópu ræður úrslitum,
og lokaákvörðun verður á valdi
kjósenda í Evrópu. Þvi getum við
ekki um þokað.
En á það ber að lita, að megin-
styrkur kommúnistaflokkanna i
Evrópu er ekki fólginn þeim sjálf-
um, heldur öllu fremur i veik-
leika andstæðinganna, svo sem
siðspillingu, sundrungu og glund-
roða. Þeir koma þá fyrst til skjal-
anna er lýðræðiskerfið verður
ófært um að leysa þjóðfélags-
vandamál líðandi stundar, þegar
upplausn verður eða andstæð öfl
togast á I þjóðfélaginu. Vaxandi
ofbeldi, eins og gætt hefur á
Ítalíu að undanförnu, hefur orðið
til þess að margir hafa í örvænt-
ingu sinni snúizt á sveif með
kommúnistum og telja þeir, að
einungis örþrifaráð geti bundið
enda á hið iskyggilega þjóðfélags-
ástand.
Orsakirnar fyrir framsókn
kommúnista eru því djúpstæðar,
og það er ekkert á hlaupaverk að
uppræta þær. Víða i Evrópu telja
menn, að lýðræðisstjórnir og lýó-
ræðisleiðtogar hafi brugðist von-
um þeirra. Við lifum á friðartim-
um, þar sem skrifstofubákn og
fjöldaframleiðsla setja svip sinn á
þjóðfélögin, fátt rekur menn út í
baráttuna og litil tækifæri gefast
til hetjulegrar framgöngu. Á tim-
um þar sem allt er á hverfanda
hveli grefur ósjálfrátt undan virð-
ingu fólks fyrir yfirvöldum án
þess að nokkur annar burðarás í
þjóðfélaginu komi i þeirra stað.
Báknið er yfirþyrmandi, kalt og
ópersónulegt, og kjósandinn efast
um að rikisstjórn hans sýni rétt
viðbrögð. Þau lýðræðisriki eru of
mörg, þar sem æskan nýtur of
litillar hvatningar og innblásturs
og of margir af eldri kynslóðinni
hafa glatað sínu fyrra lífsgildi. Of
margir lýðræðisleiðtogar beina
kröftum sinum að þvi umfram allt
að ná kjöri og halda þingsætun-
Enrico Berlinguer: —
Friðarstefna Sovétríkj-
anna í þágu mannkynsins í
heild.
um, og eru því ekki færir um að
beita sama sannfæringarkrafti og
sýna sömu tröllatrú á ágæti skoð-
ana sinna og hinir róttæku and-
stæðingar þeirra.
Ríkjum Vesturlanda hefur tek-
izt að bæta lífskjörin svo mjög, að
enginn hefði látið sig dreyma um
slíkt fynr 40 árum. Hins vegar
stendur sumum stuggur af þess-
um miklu lífsgæðum. Þegar vel
árar s ka andans menn þjóðfélag-
ið um'efnishyggju, en þegar ekki
tekst að tryggja almenna hag-
sæld, saka þeir það um órettlæti.
Hinir viðtæku efnahagsörðugleik-
ar, sem við höfum átt við að glima
undanfarin fjögur ár, — sam-
dráttur og verðbólga, er eiga
miklu leyti rætur að rekja til
gifurlegrar verðhækkunar á oliu,
kynda undir óánægju og vonleysi
þeirra, er einblíndu á auknar
efnahagsframfarir. Þjóðir eru
hver annarri háðar efnahagslega,
og það veldur því, að verðbólga og
samdráttur verða alþjóðleg fyrir-
bæri, sem breiðast út yfir landa-
mæri eins og lok yfir akur. Að
sama skapi ryður sér til rúms sú
skoðun, að einstaklingur og þjóð
séu vanmegandi.
En samt sem áður, hvað sem
þessum erfiðleikum liður, hafa
lýðræðisöfl Vesturlanda það á
valdi sinu að ákveða, hvort
kommúnistar muni halda áfram
að sækja á, eða verði að láta und-
an siga. Þær hafa tök á þvi að
koma efnahagsmálum sinum í það
horf að verðbólga leiki ekki laus-
um hala. Þær hafa andleg og
^fnisleg verðmæti, sem hægt er
að beita til hvers kyns nýsköpun-
ar. Það er ekki nægilegt að hafa
uppi andróður gegn kommúnist-
um — við verðum að leita nýrra
úrræða til að svara efnahagsleg-
um og félagslegum kröfum
manna. Við verðum að bæta úr
því ójafnrétti, sem hin ólýðræðis-
legu öfl hagnast á að verulegu
leyti. Með öflugri forustu og sam-
stöðy geta hin vestrænu lýðræðis-
ríki unnið bug á hættunni og
varðað veginn til nýrra tíma,
framfara og farsældar.
Helztu vopn þeirra
eru ótti, tor-
tryggni og úrtölur.
Við verðum umfram allt að
viðurkenna hreinskilningslega
hvilíkum vanda við stöndum and-
spænis, ef kommúnistarnir kom-
ast til áhrifa í Vestur-Evrópu, og
við verðum að gera okkur grein
fyrir þeim raunhæfu ákvörðun-
um, sem þjóðin yrði knúin til að
taka, ef sú yrði raunin. Við verð-
um að forðast auðvelda úrlausn
og megum ekki koma okkur und-
an efiðum ákvörðunum með þvi
að gera ráð fyrir, að framvtnda
mála verði okkur i hag A þessum
erfiðu timum verðum við að
styðja við bakið á frjálslyndum og
hægfara öflum, og megum ekki
láta af þeim stuðningi, enda þótt
svo fari, að kommúnistar beri
hærri hlut.
í annan stað megum við alls
ekki láta á okkur skilja i viðræó-
um við kommúnistaleiðtoga og i
loðinyrtum yfirlýsingum, að við
teljum sigur kommúnista „orðinn
hlut." Kommúnistar hafa ekki
unnið sigur, en ef Bandarikja-
menn sýna hik, eða láta bilbug á
sér finna í þessum efnum. geta
þeir stuðlað að þvi, að svo verði.
Kommúnistaflokkar hafa ótelj-
andi veikleika. Þeir eínkennast af
innbyrðis togstreitu, og í þeim er
mikill þverbrestur; flokkar, sem
virða að vettugi þau mannlegu
verðmæti, er þjóðir Vesturlanda
hafa sett ofar öðrum um aldaraðir
munu áreiðanlega ekki fá hljóm-
grunn hjá meirihluta kjósenda
vestrænna þjóða nema á mjög við-
sjárverðum krepputimum. Við
frjálsar kosningar í Vestur-
Evrópu hafa kommúnistar aldrei
fengið meira en um það bil þriðj-
ung atkvæða. Helztu vopn þeirra
eru ótti, lortryggni og úrtölur.
Styrkur þeirra felst i goðsögninni
um óumflýjanleg yfirráð þeirra.
Af þeim sökum gerðum við vinum
okkar í Vestur-Evrópu bjarnar-
Vramhald á bls. 21