Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUROG LESBOK
171.tbl.64. árg.
LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
Prentsniiöja Morgunblaðsins.
Anægja
með Carter
New York, 5. ágúst. AP.
FLESTIR BANDARIKJA-
MENN lfta svo á að Jimmy
Carter forseti standi sig vel
eða jafnvel prýðilega í starfi
sfnu, segir f niðurstöðu skoð-
anakönnunar sem var birt f
dag. Skoðanakönnunin var
framkvæmd dagana 2. og 3.
ágúst og var hringt til 1600
manna og þeir spurðir um af-
stöðu sfna til Cartcrs, svo og
hvernig þeir teldu hann hafa
haldið á efnahagsmálum
landsins, og hvort þeir teldu
Ifkur á styrjöld.
Tiu prósent spurðra sögðu
að Carter stæði sig afbragðs
vel sem forseti, og 45% sögðu
hann stæði sig vel. Þrjátíu og
Framhald á bls. 29
Betra útlit
á Kýpur
Nikosia Kýpur 5. ágúsl. Al*.
SPIROS Kyprianou, sem gegnir
til bráðabirgða embætti forscta
Kýpur, sagði í dag að ákveðin
jákvæð merki hefðu sé/.t um að
grfskir lciðtogar myndu geta
komið sér saman um eftirmann
Makarfosar heitins. Hann sagði á
blaðamannafundi að erfiðlcikar
væru ðhjákvæmilega framundan
og erfitl yrði að fylla skarð
Makaríosar. Hann vildi ekkert
segja um það hvorl hann myndi
gefa kost á sér til forsetafram-
boðs, en samkvæmt stjðrnarskrá
verður að láta kosningar fara
fram áður en 45 dagar eru liðnir
frá láti forseta. Kyprianou hefur
átt við veikindi að strfða en sagði
i dag að hcilsufar hans væri hið
ágætasta.
Stjórnmálaleiðtogar griska
þjóðarbrotsins hafa haldið fundi
með sér til að ákvarða hvorl eigi
Framhald á bls. 29
Fulltrúa
Kínaheimsóknina
Polisario
Nyerere:
Afekipti Vestur-
landa geta hraðað
vísað frá
Hollandi
Haag, 5. ágúst. AP.
FULLTRÚA Polisario, skæruliða-
hreyfingarinnar sem berzt gegn
hermönnum Marokkð og Máret-
aníu á landi því sem áður hét
Spánska Sahara, hefur verið neit-
að um landgönguleyfi í Hollandi,
að því er talsmaður hollenzka ut-
anríkisráðuneytisins sagði f
kvöld.
Fulltrúinn, sem heitir Mo-
hammad Fatah, var handtek-
inn við komuna til Amsterdam-
flugvallar á mánudagskvöldið
vegna þess að hann hafði ekki
næga peninga á sér og ekki far-
miða til baka. Honum var neitað
um gestavegabréfsáritun vegna
þess að hollenzka stjórnin lítur
ðhýru auga að hann dvelji um
kyrrt í Hollandi og fari ef til vill
að hafa þar uppi áróður fyrir
stefnu sinni.
lausn Ródesíumáls
Bolgrad 5. ágúsl Routor.
TITO, forseti Júgðslavíu, mun
fara í sfna fyrstu heimsðkn til
Kína í þessum mánuði, og sýna
þar með f verki bætia sambúð
Kína og Júgóslavíu að því er segir
í opinberri tilkynningu frá
Belgrad í dag. Var hún stuttorð
og aðeins sagt að forsetinn færi
þessa ferð í vináttuskyni og til
viðræðna, og var það ekki útlistað
nánar.
Peking verður siðasti viðkomu-
staður Titos á ferðalagi hans sem
hefst um miðjan mánuðinn.
Hann fer fyrst til Moskvu og verð-
ur þar í fjóra daga. Mun hann
verja mestum þeim tima til
fundahalda með Brezhnev og öðr-
um ráðamönnum þarlendum.
Siðan heldur hann til Norður-
Kóreu og hittir forsetann, Kim II
Sung.
Samskipti milli Kína og
Júgóslavíu hafa farið stórbatn-
andi upp ásíðkastið. Hálfopinbert
málgagn júgóslavnesku stjórnar-
innar hefur hvað eftir annað farið
lofsamlegum orðum um hlut Kina
í heiminum og látið í ljós samúð
og skilning á baráttu Kína gegn
„stórveldadrottnun" sem er fast
orðatiltæki i Júgóslavíu og er þá
venjulega átt við tilraunir Sovét-
manna til að ráðskast með
kommúnistaflokka annarra rikja.
Tilkynningin um för Titos vakti
upp ýmsar hugleiðingar meðal
stjórnmálafréttaritara Ein var sú
að verið gæti að hann hygðist >
12 þús. ára
gamafl rnamm
útsungi á
sýningu
Moskva 5. ágúst. Reuter.
MAMMÚTSUNGI, sem hefur
legið i jörðu i Síberíu í tólf
þúsund ár og varðveitzt þar i
frostinu, hefur nú verið þýdd-
ur og settur á sýningu i
Moskvu. Hafa hlaðamenn og
vísindamenn sýnt mannútn-
um unga sértaka athygli.
Mammúturinn er rösklega
einn metri á lengd og vegur
um eitt hundrað kíló að sögn
Tass fréttastofunnar. Frétta-
menn, sem hafa fengið tæki-
færi til að s'koða mammútinn,
hafa lýst furðu sinni vegna
þess hversu vel hann hefur
varðveitzt. Ilann fannst 8. júli
s.l. Talið er að hann hafi verið
sex mánaða þegar hann drapst.
Sigurvegarinn og sá sigraði. J.R. Jayewardene, nýr forsætisráðherra Shri Lanka ásamt forvera sínum 1
embætti, Sirimavo Bandaranaike, en flokkur hennar beið mikinn ðsigur f kosningunum á dögunum.
Myndin var tekin I gær er nýtt þing Shri Lanka kom saman til síns fyrstá fundar.
Fjöldaganga bönnuð
í Soweto í gærdag
Jóhannesarborg 5. ágúst. Reut-
er.
ÖRYGGISLÖGREGLA bannaði í
dag fjöldagöngu í borgarhlutan-
um Soweto og þúsundir svartra
námsmanna komu ekki f skóla
sfna og lentu í skotbardaga við
lögregluna í ðeirðum sem þar
héldu áfram einn daginn enn.
Svokölluð „Nefnd tíu,“ sem er
aðaltalsaðilinn í Soweto, hafði
boðað til fjöldagöngunnar og
hafði nefndin einnig á prjónun-
um að gefa út drög að sjálfstæðis-
yfirlýsingu borgarhlutans og
leita sfðan eftir umhoði göngu-
manna til að leggja tillögur sínar
fyrir ríkisstjórn landsins.
. Aðalborgarstjórinn í Jóhannes-
arborg, A. H. de Wet, sagði að
fjöldagangan væri ógnun við
borgaranna og þvi yrði hún ekki
leyfð. Þegar sú ákvörðun hafði
verið tilkynnt vakti það mikla
reiði og er óttazt að nú geti brugð-
ið til beggja átta meðal náms-
Framhald á bls. 29
W'ashington 5. ágúst. Reuter.
JULIUS Nyerere, forseti Tanzan-
að vera í lófa lagið að koma
minnihlutastjðrn hvftra manna í
Rhódesfu frá völdum án þess að
til afskipta Vesturlanda kæmi —
en þrýstingur sá sem Vesturlöng
gætu beitt Ródesfu myndi flýta
fyrir framgangi málsins og draga
úr blóðsúthellingum. Nyerere
sagði þetta á blaðamannafundi en
hann er staddur í opinberri heim-
sókn í Bandaríkjunum. Hann hef-
ur meðal annars átt langar við-
ræður við Carter B:ndarfkjafor-
seta um málefni svertingja al-
mennt í Afríku.
„Ég hef aldrei trúað þvi að
Ian Smith, forsætisráðherra
Rhódesíu, muni fallast á yfir-
stjórn svertingja í landinu. Aldrei
yrði hægt að fá Smith til þessa
með fortölum, en hins vegar
mætti neyða hann til að sam-
þykkja það. Ég er hingað kominn
til að forvitnast um hvaða hjálp
ég gæti fengið við það frá
Washington" sagði Nyerere.
Hann sagði að Tanzania fengi
vopn frá Sovétríkjunum og Kina
og nú væri nayðsynlegt að átta sig
á hvað Bandaríkin vildu leggja af
mörkum. Hann kvaðst þó ekki bú-
ast við að hann fengi loforð fyrir
vopnum í Bandarikjunum.
framtíðinni færa utanrikisstefnu
sina nalr Kinverjum og banda-
mönnum þeirra á Balkanskaga.
Albönum. Þá kom upp sú hug-
mynd að Tito myndi re.vna að
bera sáttarorð á milli Kinverja og
Sovétrikjanna.
Areiðanlegar heimildir i
Belgrad höfðu og fyrir salt að
Framhald á bls. 29
Titö
Bretar
spara
London 5. ágúst. Reuter
BREZKA stjórnin skýrði frá
því í dag, að þrátt fyrir 25%
verðbólgu hefði á síðasta fjár-
hagsári tekizt að halda opin-
berri eyðslu 900 milljónum
sterlingspunda fyrir neðan það
mark, sem ráð var fyrir gert á
fjárlögum. Hefðu nær öll ráðu-
neyti reynzt fær um að halda
eyðslu sinni í lágmarki.
Hagfræðingar telja ekki að
þetta verði til að auka tiltrú
erlendis á efnahagsmálastefnu
brezku stjórnarinnar, þar sem
hér sé aðeins um að ræða stað-
festingu á áður framkominni
efnahagsspá.
Tito fer 1 fyrstu