Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
13
• ••
SJO
„Það versta við þetta land er aS þaS er ekki hægt að vinna kosningar án olíufélaganna og
ekki hægt aS stjórna landinu vegna olíufélaganna". Þetta sagði Franklin D. Roosvelt
einhvern tíma eftir 1930 og lýsir hann vafalaust einu af vandamálum bandarískra
stjórnmála.
Átta af fimmtán stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum eru olíufélög. Þau starfa þó ekki
eingöngu við olíuviðskipti heldur hafa mikil umsvif í öðrum greinum orkumála eins og
kolavinnslu og beizlun kjarnorku, auk lyfja- og plastiðnaðar.
OKufélögunum hefur tekizt að skapa sér einstaka stöðu innan bandarfska samfélagsins
sem áhrifamikil efnahagsöfl, pólitfskur þrýstihópur, nokkurs konar annað utanrfkisráðu-
neyti.
Fimm stærstu olíufélaganna í Banda-
ríkjunum, Exxon, Gulf, Texaco, Mobil
og Chevron, ásamt evrópsku félögun-
um tveimur, brezk-hollenzka Shell og
brezka BP, hafa mestan hluta þessarar
aldar stjórnað upp á eindæmi ollumál-
um heimsins, án þess að neyzlulönd
eða framleiðslulönd hafi haft teljandi
áhrif þar á.
Finir vinir
Þessi olíufélög hafa fengið viður-
nefnið ..Systurnar sjö'. Þær halda þvl
fram að á milli þeirra sé hörð sam-
keppni, og I fljótu bragði virðist svo
vera Auglýsingastriðið virðist vera i
algleymingi og benzínstöðvar sýnast
berjast um hvern bita.
En sannleikurinn er hins vegar sá að
ef eitt olíufélag hefur sett tlgrisdýr I
tankinn hjá sér þá gildir hið sama um
hín. Félögin skiptast nefnilega á ben-
zíni og ollum eins og þeim hentar
Mismunurinn á milli framboðins varn-
ings oliufélaganna er nártast enginn,
þó svo að þau reyni að halda hinu
gacjnstæða fram.
I olluframleiðslurlkjunum starfa oliu-
félögin saman eins og flnum vinum
sæmir. í Kuwait starfa BP og Gulf
saman. í Abu Dhabi starfar BP hins
vegar með Shell, Exxon og Mobil og I
íran hafa allar systurnar sjö með sér
náið samstarf.
Ef að yfirvöld ganga hart að einu
félagi kemur annað þvl til aðstoðar. Ef
bann er sett á eitt eða fleiri félög, vinna
öll félögin saman að þvi að brjóta
bannið I stað þess að berjast um bita
þess bannfærða
Fyrstu áratugi þessarar aldar var bar-
áttan hins vegar hörð á milli ollufélag-
anna Þá var markmiðið að gera út af
við þann veikasta Friður komst ekki á
fyrr en Esso (nú Exxon), sem var I eigu
Rockefellers, varð Ijóst að keppinaut-
arnir voru orðnir svo stórir að ekki yrði
hægt að ryðja þeim úr vegi með verð-
strlði
Leynisamningar
Olfa fannst I fyrsta sinn I smábænum
Titusville, á milli New York og Chica-
go. Nokkrum árum slðar tókst ungum
bókara, John D. Rockefeller, að eign-
ast olluhreinsunarstöð I grenndinni.
Hann varð brátt vlða hataður fyrir
starfsaðferðir sínar, sem fólu I sér með-
al annars leynisamkomulög og undir-
boð. Þeir olluleitarmenn, sem ekki
unnu með honum voru fljótt knésettir
Fyrirtækið, sem þá hét Standard Oil,
óx hratt og varð brátt slíkt stórveldi að
almenningsálitið krafðist aðgerða gegn
því. Árið 1 890 barði forseti Bandarikj-
anna I gegnum þingið lögin gegn
hringamyndunum. Lögunum var hins
vegar ekki beitt gegn Standard Oil fyrr
en árið 1911, þegar fyrirtækjasam-
steypan var brotin niður I 38 fyrirtæki,
sem skyldu starfa sjálfstætt og óháð
hvort öðru (þó að Rockefellerfjölskyld-
an héldi stórum hluta hlutabréfa I fyrir-
tækjunum).
Esso varð stærsta fyrirtækið, annað
varð sfðar meir að Mobil og hið þriðja
að Chevron Mellon fjölskyldan, sem
réði yfir stærsta kola- og stálfyrirtæki
Bandarlkjanna, stofnaði Gulf. í Texas,
þar sem miklar oliulindir fundust óx
Texaco úr grasi
Rússnesk olía
Um sama leyti uxu evrópsku ollufé-
lögin hratt og rákust brátt á hagsmuni
bandarlsku félaganna. Esso ákvað að
gera út af við Shell með undirboðum
En Shell hafði aðgang að ódýrri rúss-
neskri ollu frá fyrirtæki, sem það átti
ásamt tveim bræðrum Alfred Nobel,
þess sænska föður dýnamitsins. Rúss-
nesk olla tók að vella yfir evrópsa
markaðinn og brátt voru Rússar farnir
að framleiða 15% allrar ollu, sem
notuð var I heiminum.
Eftir byltinguna var fyrirtækið þjóð-
nýtt, en Esso tók áhættuna af þvl að
kaupa kröfur Nobels bræðra fyrir 1 1,5
milljónir dollara árið 1920 og tapaði
þeim að sjálfsögðu öllum og þá var
sett bann á rússneska ollu.
Þegar Winston Churchill var flota-
málaráðherra Bretlands, 1914, keypti
hann persneskt félag, sem hlaut nafnið
British Petroleum (BP). Brezka ríkið
hefur upp frá því átt meitihluta I félag-
inu. Þegar veldi Tyrkja I Mið-
Austurlöndum leið undir lok gerði BP
sér hagstæða samninga við hina nýju
herskara, sem voru fremar veikir
stjórnendur Einn sllkur samningur var
gerður i írak árið 1 925 og átti hann að
gilda til ársins 2000.
Gagnstætt öllum spádómum varð
mikið offramboð á ollu milli 1920 og
30. Risarnir Esso, Shell og BP gerðu
sér Ijóst að áframhaldandi strlð yrði
þeim öllum banvænt.
Fundur
F Skotlandi
Stjórnendur olludélaganna héldu
fyrsta leynifund sinn I veiðikastala I
Skotlandi árið 1928 og samkomulag-
ið, sem þar var gert, varð ekki þekkt
fyrr en 24 árum siðar eða 1952.
Mikilvægasta atriði þess var að félögin
urðu að láta sér nægja þann hluta
markaðarins sem þau þá réðu yfir og
auka viðskipti sln aðeins innan þess
hlutfalls.
Samkomulag varð einnig á milli ollu-
félaganna um að miða olíuverð ávallt
við það verð sem hún hafði við Mexi-
kóflóa (Texas) og bæta svo við flutn-
ingskostnaði eins og hann hefði orðið
þaðan. Þetta kom I veg fyrir samkeppni
ódýrrar ollu frá Mið-Austurlöndum við
bandarlska ollu. Mismuninn hirtu ollu-
félögin sjálf.
Örfáir forstjórar ollufélaga stjórnuðu
þannig að meira eða minna leyti olíu-
framleiðslunni i heiminum og ákváðu
verðið. Farmi þeirra sumra endaði þó á
miður skemmtilegan hátt. Forstjóri
Essó var ásakaður um leynisamninga
og brot gegn lögunum um hringa-
myndun og var rekinn Forstjóri Shell
var látinn fara fyrir að hafa haft of náið
samband við leiðtoga nazista. Texaco
forstjórinn féll I ónáð eftir að hafa sent
francosinnum ollufarma I miðju
borgarastríðinu.
Gutlbragðið
„Gullbragðið" svonefnda átti eftir að
hafa mikil áhrif á þróun olluiðnaðarins
Þar sem litið var á greiðslur til olluland-
anna sem skattgreiðslur, urðu þær frá-
dregnar tekjuskatti heima I Bandarlkj-
unum
Þetta gerði það að verkum að ollufé-
lögin lögðu áherzlu á að ná inn tekjun-
um á framleiðslustiginu Fjöldi benzín-
stöðva spratt upp og verðsamkeppni
varð óþörf
Bragðið leysti einnig erfiðan utan-
rikispólitískan hnút fyrir Bandarikin.
Það gerði mögulegt að halda konungs-
fjölskyldu Saudi-Arabiu og öðrum
drottnurum Mið-Austurlanda, með
miklum fjárgreiðslum. Áður höfðu ollu-
félögin með valdaaðstöðu sinni haldið
niðri hráolluverðinu En eftir að hafa
fundið upp „gullbragðið" reyndist það
óþarfi.
NorðursjávaroKa
Eftir 1 960 urðu ollufélögin fyrir nýj-
um erfiðleikum, meðal annars með
stofnun Opec, samtaka olluútflutnings-
ríkja. Meiri hætta stafaði þeim i fyrstu
af nýjum ollufélögum, sem u:;u upp I
einstökum löndum, eins og rlkisfyrir-
tækinu ENI á ítallu og OK I Svíþjóð.
Þessi fyrirtæki áttu engar ollulindir
heldur keyptu umframollu, sem farin
var að fljóta um heimsmarkaðinn. Smá
ollufélög spruttu einnig upp I Banda-
rikjunum. En systurnar sjö héldu þó
70% af olíuframleiðslunni utan Banda-
rlkjanna og Austur-Evrópu
Þegar þær fundu oliu I Alaska og
Norðursjó fóru þær sér hægt Olluverð
var ennþá of lágt til að það borgaði sig
að hefja framleiðslu á þessum stöðum,
þar sem aðstæður hækkuðu fram-
leiðslukostnaðinn.
BP sýndi þó meiri óþolinmæði og
vildi hraða olíuvinnslu I Alaska, þar
sem félagið réði yfir fáum lindum I
Mið-Austurlöndum Náttúruverndar-
mönnum tókst þó að tefja fyrir því að
framkvæmdir hæfust og er því haldið
fram að BP hafi grunað Exxon um að
hafa leynilega veitt náttúruverndarsam-
tökum fé.
Ollukreppan 1973—74 virtist I
fyrstu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
systurnar sjö. Ollulöndin tóku olluverð-
ákvarðanir 1 eigin hendur og þjóðnýttu
flestar ollulindir ollufélaganna En I
raun höfðu þessar aðgerðir engin áhrif
á hagnað félaganna.
Mestur hagnaður
Ef litið á hráolluvinnslustig fram-
leiðslunnar þá kemur I Ijós að hagnað-
ur ollufélaganna af því hefur minnkað
úr 80 bandarískum sentum á hverja
tunnu árið 1961 I 25 sent árið 1975.
Tekjur af öllum framleiðslustigum hafa
hins vegar vaxið úr 5.70 dollurum I
8.20 dollara á hverja tunnu (1 59 litra)
að meðaltali. Um leið uxu tekjur olíu-
landanna af hverri tunnu úr 0.76 I
10.10 dollara Samkvæmt nýlegri at-
hugun tlmaritsins Fortune hefur ollu-
iðnaðurinn haft mestan hagnað allra
iðngreina I Bandarlkjunum árin 1966
til 1976
Olluflögin halda þvi fram að hagnað-
urinn sé of lltill til að fjármagna nýjar
fjárfestingar En hvað hæft er I þvi
veltur á hvaða viðmiðun er notuð Fáar
greinar hafa nefnilega getað fjáfest jafn
mikið af eigin fé og olluiðnaðurinn.
Ollufélögin hafa verið ásökuð um að
fela hagnað til að komast hjá skatt-
greiðslum, með mismunandi verðlagn-
ingu á olluförmum til dótturfyrirtækja i
Framhald á bls. 25
Helga Ingólfsdóttir og Camilla Söderberg á æfingu.
Ljósm. Öl.K.M.
Síðustu sumartónleikarnir í Skálholti:
Verk fyrir blokk-
flautu og sembal
Um næstu helgi verða síðustu
tónleikarnir á „Sumartónleikum i
Skálholtskirkju 1977“. Er þetta
fjórða helgin sem haldnir verða
sumartónleikar í kirkjunni. Tón-
leikar þessir eru- á laugardögum
og sunnudögum kl. 4, og hefur
aðsókn verið mjög góð. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis.
Að þessu sinni verða flutt verk
frá 17. og 18. öld fyrir blokkflautu
og sembal. Flytjendur eru Cam-
illa Söderberg blokkflautuleikari
og Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari. Á efnisskrá þeirra eru
verk eftir G. Frescöbaldi, W.
Byrd, G.P. Telémann, J.v.Eyck,
J.P. Rameau og A. Vivaldi.
Messað er i Skálholtskrikju á
sunnudag að tónleikum loknum
kl. 17.15.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKSSJÓÐS:
Yfirgengi
miðað við
1966 2. flokkur
1967 1. flokkur
1967 2. flokkur
1968 1. flokkur
1 968 2. flokkur
1 969 1. flokkur
1 970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
VERÐSKULDABRÉF:
Kaupgengi innlausnarverð
pr. kr. 100.- Seðlab.
1746.37 16.6%
1640.23 36.1%
1629.78 25.8%
1424.06 16.1%
1339.66 15.4%
1000.43 15.5%
919.85 35.4%
675.76 15.4%
638.53 34.2%
556.69 15.3%
478.14
371.51
343.42
238.51
195.00
148.81
141.39
1 14.84
106.64
Kaupgengi
pr. kr. 100 -
1 árs fasteignatryggð veðskuldabréf með 12 — 18% vöxtum.
75.00—80.00 (ca)
2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 12 — 18% vöxtum.
64.00—70.00 (ca)
3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 1 9% vöxtum.
63.00—64.00 (ca)
4ra ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 19% vöxtum.
58.00—59.00 (ca)
5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 1 9% vöxtum.
54.00—55.00 (ca)
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100.-
1977 2. flokkur Nýtt útboð 100.00 — dagvextir
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
1973 — B
1973 — C
1974 — D
HLUTABRÉF:
Hafskip HF
fslenskur Markaður hf.
Sölugengi pr. kr. 100.-
359.51 (10% afföll)
313.29 (10% afföll)
271.86 (10% afföll)
Kauptilboð óskast
Kauptilboð óskast
PJÁRPffflnGRRráM ÍftAADS
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsinu)
Simi20580.
Opiðfrá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.