Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 31
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGUST 1977
31
TÍMASEÐILL MÍ
LAUGARDAGUR 6. ágúst:
Kl. 13.30: 400 metra
grind karla, kúluvarp karla,
hástökk kvenna spjótkast kvenna
Kl. 13.45: 200 metra
hlaup karla 1. riðill
Kl. 13.50: 200 metra
hlaup karla 2. riðill
Kl. 14.00: 200 metra
hlaup kvenna 1. riðill
Kl. 14.05: 200 metra
hlaup kvenna 2. riðill
Kl. 14.10: 5000 metra
hlaup, kúluvarp kvenna
Kl. 14.20:
Hástökk karla
Kl. 14.30: Langstökk
karla, spjótkast karla
Kl. 14 45: 100 metra
grind kvenna
Kl. 14.55: 200 metra
hlaup karla, úrslit
Kl. 15.00: 200 metra
hlaup kvenna — úrslit
Kl. 15.05: 800 metra
hlaup karla — 2 riðlar
Kl. 15.15: 800 metra
hlaup kvenna — 2 riðlar
Kl. 15.25: 4x100 metra
boðhlaup kvenna
Kl. 15.30: 4x100 metra
boðhlaup karla
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST
Kl. 13.00:
Stangarstökk, sleggjukast
Kl. 14.00: 100 metra
hlaup kvenna 1. riðill, þrlstökk,
kringlukast karla.
14.05: 100 metra
hlaup kvenna 2. riðill
Kl. 14.10: 100 metra
hlaup karla 1. riðill
Kl. 14.15: 100 metra
hlaup karla 2. riðill
Kl. 14.20: 100 metra
hlaup karla 3. riðill
Kl. 14.30: 1500 metra
hlaup kvenna
Kl. 14.45: 1500 metra
hlaup karla — 2 riðlar
Kl. 15.10: 400 metra
hlaup kvenna 1. riðill
Kl. 15.15: 400 metra
hlaup kvenna 2. riðill, langstökk
kvenna
Kl. 15.25: 100 metra
hlaup karla, úrslit
Kl. 15.35: 110 metra
grindahlaup, kringlukast kvenna
Kl. 15.50: 400 metra
hlaup karla 1. riðill
Kl. 15.55: 400 metra
hlaup karla 2. riðill
Kl. 16.00: 400 metra
hlaup karla 3. riðill
Kl. 16.15: 4x400 metra
boðhlaup kvenna
Kl. 16.25: 4x400 metra
boðhlaup karla ,
VILMUNDUR Vilhjálmsson spretthlaupari úr KR, er Ifklegur sigur-
vegari f 100, 200 og 400 metra hlaupum á Meistaramóti Islands. Hann
verður einnig í boðhlaupssveitum KR og á þvf möguleika á fimm
lslandsmeistaratitlum.
Fimmtánda um-
ferfl íslands-
mótsins í dag
VALUR - ÞÓR, ÍBK - VÍKINGUR,
ÍA - FRAM, UBK - FH
í DAG, laugardaginn 6. ágúst fara
fram fjórir leikir i 1. deildar
keppni Islandsmótsins i knatt-
spyrnu. Eru leikir þessir i 15.
umferð og dregur þvi senn að
leikslokum í þessu skemmtilega
og tvísýna móti. Segja má að úr
þessu séu allir leikir úrslitaleikir
að einhverju marki, en þó má
ætla að baráttan verði aðeins á
toppnum það sem eftir er. Staða
KR og Þórs er orðín það vonlítil,
að það myndi ganga næst krafta-
verki ef liðin héldu sér uppi.
Leikirnir i dag verða milli Vals
— Þórs, ÍBK — Víkings, ÍA —
Fram og UBK — FH, og mun
athygli sennilega fyrst og fremst
beinast að viðureign IBK og Vík- ,
ings, en bæði þessi lið verða að
vinna leikinn í dag, til þess að
eiga möguleika á að blanda sér i
baráttuna á toppnum.
Leikur Vals og Þórs fer fram á
Laugardalsvellinum og hefst kl.
14.00. Öhætt er að bóka Valsmenn
fyrirfram sem sigurvegara í leik
þessum, en þegar liðin mættust
fyrr i sumar á Akureyri sigraði
Valur i hörkuleik með tveimur
mörkum gegn engu.
Leikur ÍBK og Vikings fer fram
i Keflavik og hefst kl. 14.00.
Þarna má búast við hörkuleik,
þar sem lið þessi eru sennilega
mjög svipuð að styrkleika. Er lið- 1
in mættust i fyrri umferðinni
urðu úrslit þau að Víkingar sigr-
uðu 1—0, og má búast við að
Keflvikingar hafi hug á að gjalda
þeim rauðan belg fyrir gráan i
dag.
Leikur ÍA j>g Fram fer fram á
Akranesi og einnig þar má búast
við tvísýnum leik. Framarar eru
til alls líklegir og hafa verið í
mikilli sókn að undanförnu. Ur-
slit i leik liðanna í fyrri umferð-
inni urðu 2—1 sigur Skagamanna.
A Kópavogsvelli leika svo kl.
16.00 í dag lið UBK og FH og þar
verður örugglega hið sama uppi á
teningnum og i hinum leikjunum
— ekkert eftir gefið. UBK sigraði
i fyrri leik liðanna 2—0.
Auk leikjanna í 1. deild verður
nóg annað um að vera á knatt-
spyrnusviðinu um helgina. 12.
umferð 2. deildar keppninnar
hófst í gærkvöldi með leik Reynis
frá Sandgerði og Reykjavikur —
Þróttar og í dag verða fjórir leikir
í deildinni — eftirtaldir: Árskógs-
völlur kl. 16.00: Reynir A — Sel-
foss; Kaplakrikavöllur kl. 14.00:
Haukar — ÍBÍ; Akureyrarvöllur
kl. 16.00: KA — Þróttur Neskaup-
stað, og Laugardalsvöllur kl.
17.00: Ármann — Völsungur. Þá
verða einnig fjölmargir leikir i 3.
deildar keppninni og nokkrir
leikir i yngri flokkunum
HÖRKUKEPPNI SPÁÐ í FLESTUM GREINUM
MJÖG góð þátttaka er í meistara-
móti Islands í frjálsum íþróttum
sem fram fer á Laugardalsvellin-
um nú um helgina. Skráóir þátt-
takendur eru um 140 talsins, tölu-
vert fieiri en á meistaramótum
undanfarinna ára, og eins og gef-
ur að skilja er nær allt bezta
frjálsfþróttafólk landsins meðal
keppenda. Má búast við að keppni
verði tvfsýnni og skemmtilegri en
oftast áður, og þó einkum og sér I
lagi f þeim greinum sem hvað
skemmtilegastar eru á að horfa
fyrir áhorfendur, þ.e. millivega-
lengdahlaupin.
Árangur fslenzks frjálsíþrótta-
fólks hefur verið mjög góður í
sumar, en hingað til hefur áhuga-
fólki um iþróttina ekki gefizt
mörg tækifæri til þess að sjá það í
keppni. Iþróttafólkið hefur verið
VETRARSTARF Tennis- og Badmin-
tonfélags Reykjavikur hefst 1. sept-
ember n.k. I hffjsi félagsins, GnoSa-
vogi 1. Að vanda verður starfsemi
félagsins fjölbreytt I vetur og má
nefna t.d. samæfingar keppnisfólks,
sem nú verða tvisvar til fjórum sinn-
um I viku, úthalds- og þrekæfingar,
unglingatlma. badmintonmót og fl.
Stærstur hluti félagsmanna hefur þó
ekki æft badminton sem keppnis-
á faraldsfæti í sumar og er það
fyrst nú sem flest er komið heim.
Þó vantar hlaupadrottninguna
Lilju Guðmundsdóttur i milli-
vegalengdahlaupinu, en hún dvel-
ur í Svíþjóð og kemst ekki til
mótsins.
Spretthlaupin
Skráðir keppendur í 100 metra
hlaupi eru 16, í 200 metra hlaupi
12 og í 400 metra hlaupi 14. I
öllum þessum greinum er Vil-
mundur Vilhjálmsson, KR, likleg-
ur sigurvegari, en Vilmundur hef-
ur i sumar jafnað metið i 100
metra hlaupi, og bætt metið í 200
metra hlaupi, auk þess sem hann
hefur náð ágætum árangri í 400
metra hlaupinu. Ætla má hins
vegar að hörð barátta verði um
annað sætið í þessum greinum
milli Armenninganna Sigurðar
Iþrótt heldur iðkað (þróttina fremur
sér til ánægju og heilsubótar, og
hefur verið mjög mikil eftirspurn
eftir einkatlmum á undanförnum ár-
um.
Nú er tlmaleigan hafin hjá félaginu
og hafa félagsmenn forgang fram að
20. ágúst. Tekið er á móti greiðslu
og pöntunum I húsi TBR. alla virka
daga frá kl. 20 til 22.
Sigurðssonar og Magnúsar Jóns-
sonar, Björns Blöndal og Hilmars
Pálssonar HVÍ i 100 metra og 200
metra hlaupum og Björns Blönd-
als, Gunnars Páls og Þorvalds
Þórssonar i 400 metra hlaupinu. I
boðhlaupinu eru svo skráðar
þrjár sveitir, og kann svo að fara
að Vilmundur Vilhjálmsson hljóti
meistaratitla í þeim. A hann tvi-
mælalaust góða möguleika á fimm
meistaratitlum á mótinu.
Millivegalengdahlaupin
Gífurlega mikil þátttaka er í
millivegalengdahlaupunum og
eru 20 skráðir til leiks i 800 metra
hlaupi og 21 í 1500 metra hlaupi.
Er sannarlega af það sem áður
var, er aðeins örfáir keppendur
voru i þessum greinum. Og i báð-
um greinunum má búast við
hörkukeppni. Koma þar væntan-
lega mest við sögu Borgfirðingur-
inn Jón Diðriksson og Ir-ingarnir
Gunnar Páll Jóakimsson og Agúst
Ásgeirsson. Er ekki ólíklegt að
nærri íslandsmetinu i 800 metra
hlaupi verið höggvið, og einnig er
líklegt að góður árangur náist í
1500 metra hlaupinu. Hvér sigur-
vegarinn verður í hlaupunum er
hins vegar ógerningur um að spá.
Langhlaup
Atta keppendur eru skráðir i
5000 metra hlaup og einnig i 3000
metra hindrunarhlaup sem fram
fer á mánudagskvöldið. Sigfús
Jónsson, Islandsmethafi í 5000
metra hlaupi, má teljast nær ör-
uggur sigurvegari í sinni grein,
en spennandi verður að fylgjast
með viðureign þeirra Ágústs Þor-
steinssonar, UMSB, og Sigurðar
Sigmundssonar, FH, en báðir eru
þeir ungir hlauparar í mikilli
framför. Erfitt er hins vegar að
geta sér til um sigurvegara í 3000
metra hindrunarhlaupi, þar sem
Agúst Asgeirsson, íslandsmet-
hafi, er ekki skráður til leiks í
þeirri grein.
Grindahlaup
8 keppendur eru skráðir i 110
metra grindahlaup og 3 í 400
metra grindahlaup. I fyrrnefndri
greininni er líklegt að baráttan
um Islandsmeistaratitilinn standi
milli Jóns Sævars Þórðarsonar og
Björns Blöndal, en Þorvaldur
Þórsson ætti að vera nokkuð ör-
uggur um sigur i síðarnefndu
greininni.
Stökk
í hástökki verða 10 keppendur,
í langstökki 11, í stangarstökki 7
og 8 í þristökki. Búast má Við
harðri keppni í hástökkinu og
eiga þar a.m.k. þrír stökkvarar
jafna möguleika, þeir Elías
Sveinsson, Hafsteinn Jóhannes-
son og Guðmundur R. Guðmunds-
son. I langstökkinu er Friðrik Þór
væntanlega öruggur sigurvegari,
en spurningin fremur um hvort
honum tekst að hnekkja Islands-
metinu. I stangarstökki má mikið
vera ef Elias sigrar ekki, en þar
sem Friðrik Þór keppir sennilega
ekki í þristökki er erfitt að geta
sér til um sigurvegarann.
Köstin
Skráðir keppendur i kúluvarpi
eru 9, i kringlukasti 9, i spjótkasti
12, og 3 í sleggjukasti. Aliir
sterku mennirnir verða með að
þessu sinni, og mun athyglin bein-
ast sérstaklega að Hreini Hall-
dórssyni í kúluvarpinu, að venju,
og baráttu Erlends Valdimarsson-
ar og Óskars Jakobssonar i
kringlukastinu. Erlend má svo
bóka sem sigurvegara i sleggju-
kasti og Óskar í spjótkasti.
Kvennagreinar
Ágæt þátttaka er i flestum
kvennagreinunum, mest i 800
metra hlaupi, þar sem 17 stúlkur
eru skráðar til leiks. Ef að líkum
lætur mun Ingunn Einarsdóttir
verða atkvæðamest i kvenna-
keppninni, og á hún góða mögu-
leika á a.m.k. fimm Islandsmeist-
aratitlum.
Laugardalsvöllur — I. deild
í dag kl. 2 leika
VALUR — ÞÓR
Valur.
VETRARSTARF
TBR HEFST SENN