Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 6. AGUST 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Ungur reglusamur maður sem vinnur úti á landi óskar eftir forstofuherb. eða litilli ibúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar i sima: 32959 eftir kl. 7 á kvöldin. Rösk og vön afgreiðslustúlka 25—35 ára óskast nú þegar kl. 1—6e.h. Gjafahúsið, Skólavörðustíg 8 Læknanemi á 4. ári óskar að leigja litla ibúð, helzt nálægt Landspitalanum, frá 1. okt. n.k. Fyrirfram- greiðsla allt að kr. 200þús. Upplýsingar i sima 41399 eða 28010. i Kópavogi til leigu frá 1. sept til vors. Getur verið með hús- gögnum. Uppl. i sima 42002 Kl. 13 Tröllafoss- HaukafjÖII. Fararstj. Benedikt Jóhannesson. Verð 800 kr. Frítt f. börn m. fullorðum. Farið frá B.S.Í., vestanverðu Útivistir. Heimatrúboðið Almenn samkoma að óðinsgötu 6A, á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. HnemíuiG isuwis OLOUGOTU 3 SÍMAR. 11798 OG19533. Sunnudagur 7. agúst kl. 13.00 Gönguferð á Geitafell (509 m) Fararstjóri. Hjálmar Guðmundsson. Verð kr. 1000 re. v. bilinn. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Miðvikudagur 10. áaúst kl. 08.00 Þorsmerkurferð. Farm. á skrifstofunni. Sumarleyfisferðir 13. ág. 10 daga ferð á Þeistareyki, um Mel- rakkasléttu, ( Jökulsárgljúfur að Kröflu og viðar. Til baka suð- ur Sprengisand. Gist iTiúsum og tjöldum Fararstjöri: Þor- geir Jóelsson . 16. ág. 6 daga ferð um Mýrdal, Öræfasveit og Hornafjörð. Komið m.a. að Dyrhólaey, Skaftafelli, Jökullóni og í Almannaskarð, svo nokkuð sé nefnt. Gist allar nætur i húsum. Fararstjóri. Jón Á Gissurarson. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. Sunnud. 7/8. Kl. 10 Esja- Móskarðshnúkar. Fararstj. Haraldur Jóhanns- son. Verð 1 200 kr. í tFUM - KFUK Almenn samkoma i húsi félaganna að Amtmannsstíg 2b sunnudagskvöld kl. 20.30. Mr. Francis Grimm gestur kristilegs hjúkrunarfélags talar. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Fiskiskip Höfum til sölu 55 rúml. eikarbát smíðað- ur 1956 með 425 hö Caterpillar aðalvél, árg. 1976. SKIPASALA-SKIPALEICA, JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍML 29500 Bátar til sölu 3 — 4 — 5—10—12—14—15 _ 20 — 24 — 25 — 29 — 30 — 35 _ 40 — 45 — 46 — 48 — 49 — 50 — 53 — 57 — 60 — 64 — 65 — 76 — 105 — 120 — 130 — 230 — 300. tonn Frystihús á Suðurnesjum. Fasteignamiðstöðin Austurstræti 7. Sími 14120. Fyrirframgreiðsla Óska eftir að taka á leigu einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð, sem næst Fjöl- brautarskólanum i Breiðholti. Upplýsingar í síma 85887 eða 761 92. Verzlunarhúsnæði við Laugaveginn óskast Um er að ræða 40—60 fm á góðum stað á jarðhæð. Tilboð skilist fyrir 1 5. ágúst á Mbl. merkt: „Verzlunarhúsnæði — Laugavegur — 2462". 1 tils ölu I Til sölu eru eftirtaldar fasteignir á Sauðarakróki Mjög vandað einbýlishús á besta stað í bænum. Lítið þægilegt einbýlishús á góð- um stað. 5 herbergja mjög góð íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 95-51 60 eftir kl. 6:00. Þorb/örn Árnason /ögfræðingur. Frá tennis og badminton- félagi Reykjavíkur Vetrarstarfsemin í T.B.R.-húsinu hefst 1. september. Tímaleigan er hafin. Félags- menn hafa forgang að tímanum fram til 20. ágúst. Opið virka daga frá kl. 20 — 22. Stjórnin. Kæru vinir og frændfólk hugheilar þakkir fyrir hlýjar kveðjur, heimsóknir, blóm og höfðinglegar gjafir á 70 ára afmæli mínu 30. júní s.l. Sérstaklega þakka ég börnum, tengda- börnum og barnabörnum mínum. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Ólafsdóttir, Hafnargötu 39, Keflavík. Frysti-kæliklefi Höfum til afhendingar strax frysti- kæliklefa samsettan úr einingum: Stærð 2,4 m X 5,4 m X 2,25 m á hæð. Klefanum er skipt í tvennt. Ennfremur höfum við tilheyrandi frysti- kerfi. „ Kæl/ng h.f., Langholtsvegi 109, sími 32150. tilvalið að fá útgefna bók um list hans, þar sem gæfi að líta myndir af listaverkum hans? Hér er nefnilega um sjálfmenntaðan snilling að ræða. Ég hef engan heyrt nefndan honum fremri á þessu sviði af manni óskólagengn- um í greininni. Fyrir skömmu kom út bók um hagleiksverk Hjálmars i Bólu, eftir dr. Kristján Eldjárn. Það er merk bók um sjálflærðan mann við útskurð i tré. Nú þarf einhver snjall rithöf- undur að taka sig til og skrifa um hagleiksverk bóndans frá Litlu- Borg. Heill þér niræði heiðursmaður. A. B. S. Einn þeirra manna, sem ég heyrði oft getið í bernsku minni, var Kristófer á Borg. Ég þekkti hann þó ekki þar fyrir norðan, hann var þá fluttur suður, en menn töluðu um snilldarsmiðinn Kristófer Pétursson og smiðis- gripi hans. Hann var eini smiður á silfur og kopar þar um slóðir og menn sögðu, að hann hefði verið miklu meiri smiður en bóndi. Kristófer Pétursson fæddist að Stóru-Borg í Víðidal 6. ágúst 1887 og voru foreldrar hans Pétur Kristófersson bóndi þar og Elisa- bet Guðmundsdóttir siðari kona hans. Stóruborgarheimilið var viðþekkt, einkum fyrir húsbónd- ann, sem var athafnasamur at- orkubóndi, járn- og koparsmiður með afbrigðum svo sem hann átti ætt til, en hann var bróðursonur Teits Finnbogasonar járnsmiðs og dýralæknis. Pétur hafði kynnt sér búfræði i Bretlandi og hafði alla tíð mikil samskipti þangað, var jafnan mikill fjöldi brezkra lax- veiðimanna sem dvöldust sumar- langt á Borg og Pétur var fylgdar- maður Cochills sauðakaupmanns og sá um að reiða fram gull til íslenzkra bænda. Þar dvaldist lika málarinn Collingwood og málaði. Þá tók Collingwood ljósmynd af tíu ára strák á Stóru-Borg, þeim sem nú hefur bætt við sig átta áratugum, og enn man Kristófer hversu hann dáðist að þvi er Collingwood málaði þar myndina af Viðidalsfjalli. Elisabet, móðir Kristófers, var dóttir Guðmundar prófasts á Mel- stað Vigfússonar og standa þvi að Kristófer traustar ættir á báða vegu. A unga aldri hneigðist hugur Kristófers til smíða og hann fór ungur að hamra járn i smiðju föður sins. Pétur var gagnrýninn á smíðar sonar síns, slíkur lista- smiður sem hann sjálfur var, og mun heldur hafa kosið, að hann legði fyrir sig búskapinn en smíð- arnar. ,,Þú skalt ekki gera mikið að því að slá járn, drengur rninn,'1 sagði hann einu sinni, „þvi þú getur það aldrei." Aðra tilsögn fékk hann ekki. Hugur Kristófers stóð einkum til að læra úrsmíði og hafði fengið loforð fyrir að komast í læri i Reykjavík, en bréfið, sem átti að tilkynna um það hvenær hann skyldi koma suður og hefja námið kom aldrei. Árið 1909 kvæntist Kristófer Steinvöru Sigriði Jakobsdóttur frá Sigriðarstöðum. Þau bjuggu fyrst að Stóru-Borg, síðan að Borðeyri þar sem hann var af- greiðslumaður hjá Riisverzlun, en í fristundum fékkst hann við smíðar. Kona Kristófers lézt 1914 eftir mikil veikindi, en þau voru barn- laus. Fluttist hann þá fátækur maður að Litlu-Borg til Guðmund- ar bróður síns, sem hóf búskap sinn þar en sem bjó síðar að Ref- steinsstöðum í Víðidal og Hraun- um i Fljótum, en 9. mai 1918 kvæntist Kristófer Guðríði Emiliu Helgadóttur hjúkrunar- konu og hófu þau búskap að Litlu- Borg þar sem þau bjuggu til árs- ins 1946. Þar fæddust börn þeirra, sem öll eru á lifi, en þau eru Margrét húsfreyja á Kúlu- dalsá i Innri-Akraneshreppi, gift Þorgrími Jónssyni bónda þar, Pétur bifvélavirki í Hvalfirði, Steinvör gift sr. Guðmundi Guð- mundseyni á Utskálum, Jakobina Ragnhildur, gift Jóni Agústssyni rafvirkja í Reykjavík og Þórður úremiðameistari i Reykjavík, sem kvæntur er Huldu Sigurbjörns- dóttur. Er þau hjón, Kristófer og Emilia, brugðu búi fluttast þau að Kúludalsá til dóttur sinnar og tengdasonar. Þar bjuggu þau út af fyrir sig og nú gafst Kristófer tækifæri til að helga sig smiðun- um einvörðungu. Mun þaó áreiðanlega hafa verið honum léttir að losna undan búskapar- sýslunni, sem hann var aldrei hneigður fyrir. — Emilía lézt 1954, en Kristófer átti lengi heima eftir það á Kúludalsá og stundaði smíðarnar, en siðustu ár- in, eftir að sjónin þvarr, hefur hann dvalizt á elliheimilinu á Akranesi. Þetta er í fáum orðum ævi Kristófers Péturseonar. Þótt hann hlyti að verða bóndi mikinn hluta starfsævi sinnar var það þó smiðurinn, sem ævinlega hafði undirtökin og fyrir hann var búskapnum loks fórnað. Fagrir og velgerðir smiðisgripir áttu hug Kristófers allan i bernsku, og þegar vonin um úr- smiðanámið brást var málmsmíð- in fyrir valinu, einkum silfur- smíðin. Um nám i þeirri grein var þó varla að ræða. Eina námið var um fjögurra mánaða skeið hjá úr- smið Leví á Stóru-Borg, sem var mikill snillingur. Hann sagði Kristófer til i silfursmiði, en úr- smíðina vildi hann ekki hleypa honum i þrátt fyrir, að það vildi hann helzt nema. Eftir þetta var svo farið að smiða heima á Litlu-Borg, í smá- kompu innst i bæjardyrunum. Efnin voru engin til að kaupa áhöld. Það varð að byrja á að smiða þau að langmestu leyti, tengur, ali og hvaðeina annað. —■ Er ég skrifa þessa grein liggur Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.