Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977 VEIÐIÞÁTTUR JÓN HJARTARSON Stangaveiðar eru iðkaðar með þrenns konar agni. Fyrst má telja það sem er lifandi eða lífrænt, svo sem maðk, ána- maðk og hvítmaðk og hrogn, en rækju er lítið beitt hérlendis ólikt því sem tiðkast á írlandi og Skotlandi. Þá koma spænir ýmis konar, sem eru sfliseftir- líkingar, en þeir fást í miklu tegundaúrvali og margvísleg- um litum. I þriðja flokknum er svo það agn sem við á daglegu máli nefnum flugu. Þetta heiti er dálítið villandi, einkum þeg- ar talað er um laxaflugurnar, því þær eru yfirleitt hreinn til- búningur þess sem skáldaði þær fyrst, en ekki eftirlíking skordýra, svo sem silungaflug- an. Við höfum erft þetta heiti frá fyrri tið, þegar silungsveiði- menn voru að fikra sig fram til meiri þekkingar á háttum urr- iðanna. Þá lögðu þeir af og til eftirlíkingar sínar af vorflug- um og lirfum og púpum fyrir laxinn, sem greip þær stundum eins og hann á til enn þann dag í dag. En fljótlega uppgötvuðu menn að áhugi laxins á flug- unni jókst frekar en hitt, ef á öngulinn var hnýtt eitthvað lit- skrúðugt og þar með tók laxa- flugan að þróast í sína eigin átt. Fyrst í stað gekk þetta hægt fyrir sig. Stangirnar voru að sjálfsögðu heimatilbúnar og frekar ófullkomnar, og linurn- ar úr taglárum, sem veiðimaður hafði í hönk á hendinni, því hjólið kom ekki til sögunnar fyrr en löngu seinna, og þó þessi tæki dygðu bærilega við silungsveiðar endaði viðureign- in við laxinn oftast þannig að veiðimaðurinn glataði bæði flugu sinni og línu. Þannig var stangaveiðimönnum ráðlagt í einni bókinni, að fleygja stöng- inni í ána, ef lax hlypi á færið og láta hann þreyta sig sjálfan. Þætti nú mörgum slík aðferð brosleg, jafnvel þótt stöngin flyti. — En veiðimenn þá voru ekkert á þvi að gefast upp, frek- ar en góðir veiðimenn í dag, og smám saman urðu tækin betri, — einkum stöngin. Stangirnar lengdust úr 12 fetum í 16—20 fet og i stað hins þrlskipta hesliviðarstafs, sem reyndar er sagður hafa verið furðu sveigj- anlegur, fóru að tíókast langar bambusrenglur, sem sumir full- orðnir veiðimenn muna enn frá æskudögum sínum. Þessar stangir voru geysilega langar og sveigjanlegar. Þegar laxinn tók fluguna, lyftu veiðimenn stönginni hátt og aftur fyrir sig, en þannig náðist mesta við- bragðsmýkt út úr efninu og það á einnig við um stangir sem við notum í dag, þó við beitum þeimsjaldanþannig, því línurn- ar okkar eru svo sterkar. Á átjándu öld og þeirri nítjándu fór laxa,,flugan“ að þróast fyrir alvöru. Litadýrð hennar jókst og sundurgerð í tegundum. Um þetta leiti voru Bretar stórveldi og höfðingjar þeirra og her- menn dreifðust um allar jarðir. Þar fundu þeir margan lit- skrúðugan fuglinn, sem var heppilegur i flugu. Menn veiddu lax þá með veiðiþjónum, eins og útlendir veiðimenn sem til íslands koma temja sér enn, og þessir veiðiþjónar og fjöl- skyldur þeirra kepptust við á veturna að hnýta eitthvað nýtt fyrir herra sinn, sem að gagni mætti koma þegar hann færi á veiðar næsta vor. Laxaflugurn- ar urðu smám saman skraut- munir; samsetningur ótal lit- brigða í hefðbundnu formi og verklægni og kunnátta þeirra sem hnýttu þær slík, að hugsan- lega er enginn maður uppi i dag sem hnýtir jafn vel fjaðraflugu og sá sem aðeins var álitinn góður þá. Við þekkjum þessar flugugerðir, og eigum sumar þeirra í veiðiboxinu okkar. Svo sem „Thunder and Lightning," „Jock Skott,“ „Wilkinsons," „Doktorana” og fleiri. Þessar flugur, eins og þær voru hnýtt- ar, eru aðdáunarverðar og erf- itt að trúa þvi að einu tækin, sem fyrri tíma verkmaður not- aði, voru skæri. En, þannig var það nú samt. Konur til sveita í Skotlandi lögðu fjaðraefnið á svuntuna sina milli þess sem þær sinntu búverkum og hnýttu fullkomna flugu á auga- bragði, svona svipað og gömlu konuriiar okkar gripu prjónana sína ef færi gafst til. Efnið rann saman eins og töfrað á járnið, þannig að hver fjöður og þön féll að annarri. I Jock Skott til dæmis eru þanir og fjaðrir af 16 tegundum fugla, auk margra annarra efnishluta.. — Og áfram þróaðist laxaflugan, en eins og oft vill verða þegar eitt- hvað hefur staðíð lengi, breyt- ast hlutirnir ekki hægt, heldur umturna allri venju og taka stökkbreytingum. Menn áttu bágt með að trúa þvi að laxinn væri svo næmur og kresinn, að hann hætti við að gleypa flugu, ef í hana vantaði eina eða tvær þanir úr þessum 10—16 fuglum sem hún var sett saman úr. Hin klassiska fluga, sem margir héldu fram að væri frekar hnýtt fyrir auga veiðimannsins en laxins, sem átti að taka hana, vék þcss vegna úr boxum veiði- manna fyrir öðrum, sem voru einfaldari að gerð og flugum sem að lögun líktust engu sem áður hafði verið gert. Þetta voru fyrirrennarar túpuflug- unnar, sem við þekkjum svo vel í dag, og rækjuflugunnar, straumfjaðranna, lúrunnar og þurrflugunnar, en sú sfðast- talda er enn lítið notuð hér- lendis. Ásókn í laxaveiðar jókst um leið og laxgengd minnkaði víðast hvar, og veiðar urðu erf- iðari, þ.e.a.s. vandasamari. Veiðimaðurinn, sem hafði ein- faldlega flutt sig i næsta veiðí- stað ef laxinn vildi ekki taka í þeim fyrri og þannig áfram, varð nú að einbeita sér að þeim möguleika sem fyrir lá. Þetta varð til þess að aðferðir veiði- manna og tæki þeirra breyttust, og flugurnar nálguðust á ný uppruna sinn á vissan hátt; ekki endilega riki skordýranna, heldur einnig ýmislegt annað sem í ánum er. Þannig er straumfjöður síliseftirlíking eins og spónninn. Lúran er það einnig og jafnvel eftirlíking maðksins, eða rækjunnar. Þurr- flugan og flugur, sem veiddar eru með flotlínu, eru lagðar fyrir laxinn í þeirri von, að hann minnist þess hve flinkur hann var, sem lítið seiði, einum til þremur árum áður, að gripa hina bragðgóðu hnoðra, sem flutu niður ána. Þannig má lengi telja afbrigði hinna ýmsu gerða og tilgang þeirra. Efnið sem menn notuðu í flugurnar breyttist einnig. í stað fjaðra fór smám saman í vöxt að nota hár af alls konar dýrum, ýmist ein sér eða í bland með fjöðrum og þönum, — en um það fjöll- um við sfðar. II 1 lok þessa þáttar skulum við nú athuga heiti hinna ýmsu hluta laxaflugunnar. Ensku- mælandi þjóðir eiga orð yfir þá sem allir hafa fallist á, en við notum gjarnan eitt í dag og annað á morgun. Það væri gam- an ef við gætum samræmt þetta hjá okkur og fallist á heiti, sem fara vel í máli og eiga við hvern hluta Ég set hér þau orð sem ég hef oftast heyrt, en bið menn að senda þættinum athugasemdir sínar og uppástungur. Lffið er skemmtilegt. JHj. LÚPÍNUR (Lupinus) SEINNI GREIN I lok sfðustu aldar hófu menn f Bretlandi að kynbæta og blanda þessar fyrrnefndu amerfsku villtu lúpfnutegundir með allgóðum árangri. Menn eins og James Kelway, John Ilarkness og G.R. Downer unnu stórvirki á þvf sviði. Ilinn sfð- astnefndi fékkst þó einkum við einærar og viðkvæmari tegund- ir og hinar svonefndu „Dovner’s" lúpfnur eru ekki við okkar hæfi hér. En hann á þó sinn stóra þátt f þróun hinn- ar svonefndu SKRAUT- LlJPÍNU sem hér er stundum ræktuð sem einært sumarblóm. Það mun hafa verið árið 1913 að bréfberi f smábæ einum í Englandi kom með fangið fulit af lúpfnum sem hann hafði ræktað f garðinum sfnum á blómasýningu hjá garðyrkju- deild staðarins. Maðurinn hét George Russel — og lúpfnurnar hans hlutu engin verðlaun. Menn brostu í kampinn og vin- f hendur einkaleyfið á sfnum kæru lúpínum, auðvitað fyrir morð fjár — og með þvf skil- yrði að hann fengi að hafa þær f kringum sig og annast þær það sem hann ætti ólifað. Og f önnur 20 ár dundaði Russel gamli við lúpfnurnar sfnar eða þangað til hann lagðist loks f eilffðarinnar safnhaug á tfræð- is aldri. En þá hafði hann Ifka lifað það að sjá lúpfnurnar sfn- ar hljóta æðstu viðurkenningu á blómasýningu hins konung- lega breska garðyrkjufélags. Og „marmarans höll er sem moldarhrúga” á móts við þann minnisvarða sem gamli bréf- berinn frá York reisti sér með lúpfnunum sfnum RUSSEL- LUPÍNUNUM. Fræ af þeim er nú selt um vfða veröld með nafni hans, með mynd hans, með ræktunarleiðbeiningum hans og þær eru kjarni allra annarra flokka af fjölærum kynbættum garðlúpfnum sem á markaði eru svo sem Kónga- Russel-lúpínur ur hans sagði við hann að varla væri nú hægt að ætlast til þess að farið væri að verðlauna lúpfnur sem skrautblóm. Þá fauk f Russel og hann strengdi þess heit að svo sannarlega skyldi hann sýna þeim fram á hið gagnstæða. Og nú hófst slagurinn. Russel viðaði að sér plöntum og fræi úr öllum áttum. Hann pældi f gegnum frælista allra helstu fræverzlana veraldar, pantaði, sáði, valdi úr, frjóvg- aði og vfxlfrjóvgaði, valdi enn úr — og hafnaði oftast meiri- partinum. Aðeins hið allra besta hlaut náð fyrir augum hans. „Sérvitur sauður," sögðu menn. Þannig liðu árin. Vakinn og sofinn var Russel karlinn á kafi f lúpfnunum sfnum — f bók- staflegri merkingu. En nú fór ýmsum að verða starsýnt yfir girðinguna hjá gamla manninum og margir vildu gjarnan eignast fræ eða græðlinga. Einkum voru það fulltrúar fræverzlana og garð- yrkjustöðva sem komu á biðils- buxum — en Russel sagði þvert nei. Ilann var enn ekki kominn á leiðarenda. Það var ekki fyrr cn árið 1935 eftir meira en tveggja áratuga þrotlaust starf að hann lét undan og fékk hinu heimsþekkta fyrirtæki Baker’s lúpfnu (L. regalis) Regnboga- lúpfnu. Aðalsmerki Russel- lúpfnunnar eru hinir óvenju löngu þéttu blómstönglar f öll- um litum og litasamstæðum. Eins og áður var nefnt eru þær þó ekki eins sterkar og gömlu lúpfnurnar, einkum þær gulu, skærrauðu og sterk-fjólubláu. Best dafna þær f frekar send- inni jörð á sólrfkum stað en þola illa þungan og blautan jarðveg. öruggast er að skýla þcim með laufi og öðrum garð- úrgangi á vetrum. Ekki ætti að láta þær þroska fræ heldur klippa afblómstraða stöngla burtu jafnóðum, enda eru þær ekki fræekta og þvf vissast að fjölga þeim með græðlingum. — Og næst þegar þið lftið yfir skrautlega lúpfnu-beðið ykkar þá sendið Russel gamla þakkar- þanka. Að lokum vil ég svo nefna eina lúpfnutegund enn sem virðist vera á góðri leið að vinna sér þegnrétt hér á landi en það er Alaska-lúpfnan (L. nootkatensis) sem Skógræktin flutti inn til þess að græða upp sanda og mela. IIún virðist una sér hið besta hér en svo sterk er hún og yfirgangssöm við annan gróður að ástæða virðist til að gæta allrar varúðar við dreif- ingu hennar. Og lýkur svo lúpfnuspjalli. Ö.B.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.