Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
23
‘+ Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir GÚSTAF E. PÁLSSON lést að heimili sfnu 30. júlf. Bálför hans hefur farið fram. Kristfn Guðmundsdóttir, böm og tengdaböm.
+ JÓN EYJÓLFSSON. Otrataig 14 lést i Landakotsspitala 4. ágúst. Guðrún AuSunsdóttir.
+ Eiginmaður minn, INGVARÁRNASON Bjalla, Landsveit, lézt að heimili slnu, 3. ágúst. Málf rfður Ámadóttir
+ Sonur minn og bróðir okkar ÞORBJÖRN AÐALBJÖRNSSON Skólavörðustig 24 A. er látinn Þorbjörg Grfmsdóttir og systkini.
+ Útför KRISTÍNAR E. VÍGLUNDSDÓTTUR, Norðurbrún 1, ferframfrá Fossvogskirkju, mánudaginn 8 þ.m. kl 13 30 e.h Óskar Magnússon. Jóhanna Óskarsdóttir. Vilbogi Magnússon. Rósa Viggósdóttir.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Iðunnarstöðum. Lundareykjadal Gunnþóra Þórðardóttir Friðrik Sveinsson Elfas M. Þórðarson Hrefna Danfelsdóttir barnaböm og barnabarnabörn.
+ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KJARTANS SVEINSSONAR, fyrrverandi skjalavarðar. Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Sveinn Kjartansson og barnaböm.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR JÓN GUÐJÓNSSON. fyrrv. umsjónarm. Landspftalans, Bárugötu 6, Reykjavík, verður jarðsunginn, frá Dómkirkjunni, mánudaginn 8. ágúst kl 1 3.30. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Margrét Hjartardóttir, Jón M. Steingrímsson, Guðrún H. Marinósdóttir, Helgi H. Steingrímsson, Valgerður Halldórsdóttir, Þorsteinn Steingrfmsson,' Anna Þorgrfmsdóttir, Guðjón Steingrfmsson, Björg Þorsteinsdóttir og barnaböm.
+ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, EYJÓLFS KRISTINSSONAR. skipstjóre. Ragnheiður Eygló Eyjólfsdóttir Jóhannes Sævar Magnússon, Ólafur Hermann Eyjólfsson Guðrún Jónsdóttir. Þórunn Marta Eyjólfsdóttir Guðmundur Andrésson. Eyrún Sigurbjörg Eyjólfsdóttir Jón Alfonsson. Inga Marfa Eyjólfsdóttir Sigurður Hallur Stefánsson og barnaböm.
MϚgur kvaddar:
Sigþrúður Sveinsdótt-
ir, Steinsholti og
Sigríður Eiríksdóttir
Við Nonni vinur minn sátum und-
ir Markagarðinum og virtum fyrir
okkur tilveruna, sem var sannar-
lega furðuleg og forvitnileg i aug-
um fimm ára snáða og varð flest
að athugunarefni. Markagarður-
inn greindi milli jarðanna sem
foreldrar okkar sátu, Steinsholts
og Bala. Feður okkar voru i að-
dráttaferð í Reykjavík eins og
gerðist á haustin og vorum við
langeygir eftir heimkomu þeirra
og fannst timinn lengi að liða, rétt
eins og á aðfangadag.
Þá verðum við þess varir að
austurhiminninn er orðinn dökk-
ur og dimmur, við virtum þetta
vandlega fyrir okkur um leið og
beygurinn óx með okkur. Aður en
varði höfðum við tekið á rás heim
i Steinsholt til Sigþrúðar móður
Nonna.
Henni var greinilega brugðið,
en hún tók okkur í fangið og
sagði: Jæja strákar mínir. Þið er-
uð eitthvað bangnir og það eru
víst fleiri, en þetta fer allt vel
með Guðs hjálp/ Þetta er hún
Katla að byrja að gjósa.
Fimm ára snáðar gera sér ekki
grein fyrir alvöru slíks atburðar,
þeir skynjuðu hinsvegar traustið
og öryggið í fangi Sigþrúðar. Þess
vegna gengu þeir aftur upp á
Markagarðinn, léttir í spori og
horfðu stórum augum á hinar
undarlegu blikur á hausthimnin-
um 1918.
„Jæja, strákar minir“ átti Sig-
þrúóur oft eftir að segja við okk-
ur, líka þegar við vorum orðnir
gráir og nokkuð gamlaðir. Af
hennar munni var þetta eðlilegt
ávarp, sem fyllti okkur sömu til-
finningum og i bernsku í því fólst
hlýja, myndugleiki og skilningur
sem lýstu upp og yljuðu hinar
ýmsu aðstæður sem iifið færði
okkur í.
Minningar hrannast fram frá
björtum bernskuárum.
Sunnudagur og messað á Stóra
Núpi. Steinsholtsfólkið lét sig
sjaldan vanta til kirkju og fór
jafnan ríðandi. Það voru löngum
góðir hestar en enginn hefur jafn-
azt á við Bleik Sigþrúðar í minn-
ingu minni. Sér í lagi þegar hún
sat hestinn sinn, vel klædd og
höfðingleg. Fátt hef ég séð til-
komumeira en þegar þeyst var úr
hlaði á sumardegi úr Steinsholti
og Sigþrúður fremst á Bleik sin-
um reistum og fjörmiklum en lét
þó fullkomlega að hennar stjórn.
En Sigþrúður var ekki aðeins
glæsileg, hún var flestum hjálp-
samari og traustari. önnur lítil
minning læðist fram.
Beitarhús Bala og Steinsholts
lágu alllangt frá bæjunum. Eitt
kvöld kom pabbi ekki heim á
venjulegum tima og veðrið var að
versna. Ég va sendur niður I
Steinsholt til að kanna hvort
gegningamenn þar væru komnir
heim. Sigþrúður sagði svo vera og
ég sagði mömmu frá því. Það leið
enn nokkur stund og mamma var
orðin mjög óróleg. Þá var bankað,
inn kom Sigþrúður og sagói okkur
frá þvi að hún hefði beðið Eirik
bónda sinn og pilta hans að fara
og svipast eftir pabba.
Þetta fór allt vel og er ekki
merkilegur atburður í sjálfu sér,
en þvi segi ég frá þessu hér, að
mér finnst þetta lýsa Sigþrúði vel.
Hún átti létt með að skilja vanda-
mál annarra og tók myndarlega á
til hjálpar — og ég minnist þess
glöggt rúmri hálfri öld siðar hve
okkur létti öllum, er Sigþrúður
stóð á baðstofugóifinu i Bala og
fyllti bæinn með myndarskap sín-
um, umhyggju og skilningi. Slikar
minningar veit ég að margir eiga
frá viðskiptum sinum við Sig-
þrúði og reyndar Steinholtsheim-
ilið allt.
Það eru trúi ég margir sem
vildu taka undir orð móður minn-
ar aldinnar, er hún sem oftar
ræddi um árin i Bala, og þá jafn-
an meó nokkrrri eftirsjá;
„Hún var mér mikill styrkur og
stoð hún Sigþrúður. Það var svo
einstaklega gott að leita til henn-
ar ekki aðeins um heimilisnauð-
synjar, heldur i hinum ýmsu til-
vikum lifsins"
Það fór nú svo að fluttumst frá
Bala, en tengsl fjölskyldnanna
hafa þó ekki rofnað. Fleiri ættlið-
ir okkar fólks hafa heimsótt og
dvalizt að Steinsholti, enda alltaf
gott þangað að koma. Fyrir það og
allt annað vil ég þakka Sigþrúði í
Steinsholti sem nú er öll.
Sigþrúður
Sigþrúður Sveinsdóttir var
fædd að Syðra Langholti i Hruna-
mannahrepp 10. maí 1885. Hún
ólst upp í glöðum systkinahóp við
gott atlæti, enda hafa öll systkin-
anna skilið eftir sig mikiðdags-
verk og flest náð háum aldri. Sóp-
ar að þeim systkinum og er kært
mjög með þeim, eftir iifa enn
bræðurnir Ágúst í Ásum og
Kristján i Geirakoti.
Sigþrúður fluttist i Eystri-
hreppinn að Steinsholti er hún
giftist Eiriki Loftsyni bónda þar.
Eirikur og Sigþrúður voru ólik
um margt en einstakalega samval-
in. Þvi er æviverk þeirra slíkt
sem það er. Eiríkur var allra
manna kappsamastur og kátur
svo að hversdagsleikinn rofnaði
þar sem hann var nærri. Hún var
hægari, dulari en fróð og
skemmtileg i viðræðu. Ég átti
margar ógleymanlegar stundir, er
þau hjónin rifjuðu upp fornar
sagnir og gréindu frá lifsháttum
fyrr á árum. Það var því löngun
mikil gestagleði í Steinsholti, og
ekki spillti það að orgel kom
snemma á bæinn Og gjarnan var
safnazt þar saman og sungið.
Söngfólk hefur verið með afbrigð-
um gott i Steinsholti enda burða-
rásar í sönglífi hreppsins, ekki
sizt í kirkjukórnum.
Ekki voru þau Eiríkur og Sig-
þrúður siður samvalin til starfa.
Það er nefnilega engin tilviljun
að bú þeirra gaf fljótt góðar af-
urðir og þau urðu vel bjargálna,
þrátt fyrir mikinn höfðingsskap,
gjafmildi og hjálpsemi. Það var
búió við rausn í Steinsholti og er
enn.
Sigþrúður í Steinsholti var
aldamótamaður. Hún varð gripin
af þeim hugsjónum sem þá
kveiktu í ungu fólki og sá eldur
logaði með henni alla tíð. Hún var
ræktunarkona, þau hjón ræktuðu
mörð sina og þau ræktuðu sitt
fólk. Það varð þeim mikið gleði-
efni að börn þeirra öll settust að i
heimabyggðinni. Bræðurnir allir,
Jón, Sveinn og Loftur, búa nú í
Steinsholti ásamt systrunum Guð-
björgu og Sigriði, sem lézt í vetur.
Margrét, yngsta dóttirin, er hús-
freyja i Geldingaholti, i næsta
nágrenni Steinsholts.
Systkinahópurinn frá Steins-
holti ber í verkum sinum vitni
þeirrar heimanfylgu sem þau
þágu í föðurgarði.
En fleiri urðu aðnjótandi þessa
ræktunarstarfs. Ötaldir eru þeir
sem áttu sér skjól hjá Sigþrúði,
skyldir sem óskyldir, á einhverj-
um tima lífs síns og hafa nær allir
haldið sterkum tengslum við
Steinshlotsheimilið.
Eirikur i Steinsholti lézt fyrir
nokkrum árum og nú kveðjum við
Sigþrúði. Miklu dagsverki er lok-
ið og hún hafði lengi hlakkað til
hvíldarinnar og var hennar albú-
in. Sigþrúður var trúuð kona og
lifði I samfélagi við Guð sinn sem
gaf henni lífið og hefur nú kallað
hana til sin.
Fyrir hönd fólksins mins alls vil
ég að leiðarlokum þakka Sigþrúði
samverustundirnar, styrk og
stuðning allan.
Við biðjum henni blessunar
Guðs og vottum allri fjölskyldu
hennar innilegustu samúð.
Guðmundur Magnússon.
1 fámennum sveitarfélögum,
þar sem flest fólkið býr venjulega
ævilangt á sama stað verða sam-
skipti þess nánari en þar sem
mannfjöldi er meiri og tækifærin
Sigriður
til samskipta við fleira fólk eru
auðveldari. 1 Gnúpverjahreppi
hefur mér ævinlega fundizt sveit-
in vera ein fjölskylda, svo samofið
er lif fólksins, að gleði þess og
vandamál snerta venjulega alla,
þannig að ef einum hlekkist á þá
liða allir.
Á þessu ári, sem nú er rúmlega
hálfnað, hefur sú alvara borið að
höndum, að tvær mæógur • frá
Steinsholti hafa horfið af lifssvið-
inu, svo að þar er nú skarð fyrir
skildi, svo að þeim sem eftir lifa
þykir nú dauflegra en áður.
Sigriður, elzta dóttir þeirra
Steinsholtshjóna, Eiriks og Sig-
þrúóar, lézt i febrúar siðastliðn-
um. Hún fæddist 8. júní 1917 og
ólst upp í foreldrahúsum og þar
átti hún heima nær óslitið til
hinztu stundar. Sigriður var
falleg stúlka og glaðvær, sem gott
var að vera með. Mér er minnis-
stætt hve hláturmild hún var og
hvaó gleði hennar var sannfær-
andi. Hún ólst upp í stórum
systkinahópi, þar sem hver studdi
annan. Þar var oft sungið við
vinnuna svo að ég man eftir að
hafa komið í fjósdyrnar og heyrt
fjórraddaðan söiig óma á móti
mér.
Sigríður, eins og hin systkini
hennar, var um skeið góður liðs-
maður i ungmennafélagi sveitar-
innar og tók þátt i störfum þess,
bæði á leiksviði, sem henni fórst
vel, og i sönglífi þvi, sem félaginu
jafnan fylgdi. Þó var henni jafn-
vel eiginlegast að standa að baki
annarra, svo að þeir gætu notið
sin, þvi sat hún oft heima og gætti
heimilisins er aðrir lyftu sér upp.
Þannig fannst mér dagfar hennar
lýsa sér bezt. Á ungum aldri
kenndi hún heilsubilunar, sem
hún átti æ siðan við að striða og
læknum tókst aldrei að vinna full-
an sigur á, svo að nú er ævi henn-
ar öll, þegar hún er tæplega
sextug að aldri.
Þeir einir, sem verið hafa henni
nákunnugir vita hve mjög þetta
hindraði hamingju hennar og lifs-
nautn alla. Um nokkurra ára bil
vann hún sem matráðskona við
heimavistarbarnaskólann að Ás-
um. Þar vann hún starf sem var
mjög við hennar hæfi. Þar nutu
sin vel hæfileikar hennar og börn-
in áttu þar hauk i horni, en hún
átti alltaf samleið með æskufólki.
Sigriður eignaðist son, Þóri
Haraldsson, sem ólst upp með
henni á heimili hennar I Steins-
Framhald á bls 18.