Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUC, ARDAGUR 6. ÁGUST 1977
15
Átakalítið m.i™
jafntefli
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Þeir Spassky og Portisch
sömdu um jafntefli í elleftu
einvígisskák sinni sem tefld var
i Genf í gær. Spassky sem hafói
hvitt, bauð jafntefli eftir 17
leiki, sem Portisch þáði. Staðan
í einvíginu er þvi enn jöfn,
hvor keppandi hefur hlotið
fimm og hálfan vinning. Harry
Golombek, fréttaritari Morgun-
blaðsins í Genf, lýsti skákinni
þannig:
„Eftir viku hléið, sem kepp-
endurnir höfðu fengið, bjugg-
ust flestir við að þeir mundu
mæta úthvildir til leiks og í
baráttuhug. I fyrstu leit út fyr-
ir að þessi spá rættist. Spassky
þreifaði fyrir sér á kóngsvæng í
byrjun, en Portisch tókst á móti
aö ná góðum tökum á miðborð-
inu. 1 miðtaflinu virtist það
vera ungverski stórmeistarinn
sem hafði frumkvæðið, en eftir
17. leik sinn þáði hann jafntefl-
isboð Spasskys, líklega með það
í huga að á sunnudaginn gæfist
honum betra tækifæri á að
tefla til vinnings, en þá hefur
hann hvítt.“
Hvftt: Boris Spassky
Svart: Lajos Portisch
Torre árás •
1. d4 — RfG, 2. Rf3 — e6, 3. Bg5
— c5, 4. e3 — Be7
(Öllu hvassara er hér 4... Db6.
Framhaldið gæti orðið 5. Bxf6
— gxf6, 6. Rbd2 — Dxb2 og
staöan er tvísýn. Portisch tekur
hins vegar aldrei neina áhættu
með svörtu).
5. Bd3
(1 sjöundu skákinni lék
Spassky hér 5. Rbd2, og fékk
örlltið rýmra tafl eftir 5. ..
cxd4, 6. exd4 — b6, 7. e3 — Bb7,
8. Bd3)
b6, 6. c3 — Bb7, 7. Rbd2 —
cxd4, 8. cxd4
(Eftir 8. exd4 kæmi upp sama
staða og i sjöundu skákinni)
Rd5, 9. Rc4
(Skemmtilegur leikur, en
nokkuð yfirborðskenndur)
0-0
(öllu lakara væri 9... Bxg5, 10.
Rd6+ — Kf8, 11. Rxb7 — De7,
12. Rxg5 —Dxg5, 13. Rd6)
10. h4
(Hvitur græðir ekkert á 10. Rd6
— Bxg5, 11. Rxb7 —• De7 og
riddarinn á b7 er mjög afkára-
lega staðsettur)
f5, 11. a3 — Rf6, 12. De2 — Bd5
(Lakara var 12... h6, 13. Bxf6
— Bxf6, 14. Rce5 og veikleiki
svarts á g6 gæti átt eftir að
reynast alvarlegur)
13. IIcl — Re4, 14. Bxe7 —
Dxe7, 15. g3 — Rc6, 16. 0-0 —
Rf6, 17. Rcd2.
X m jm—ggp Mi m i WjjÁ . ... i m
m Wþ. i
* 'gm 'hzztí
wm ts <* B m
\ - \ UÉ
■ ■ s ^a.:;
Rxd2. Jafntefli.
Oncitanlcga virðist hvítur
hafa rýmra tafl, hann gæti t.d.
scinna reynt að leika Bd3 — c4,
en á móti kemur að hann hefur
veikt nokkuð kóngsstöðu sfna
og hefur því ekki viljað tefla á
tvær hættur.
Los Angeles — 5. ágúst — Reuter
SAKSÖKNÁRI f Kalifornfu liefur
skýrt frá þvf að Roman Polanski
segist vcra saklaus af ákæru um
að hafa nauðgað 13 ára stúlku og
gefið henni eiturlyf, og muni
hann á mánudaginn breyta fram-
burði sfnum f einu af sex atriðum
ákærunnar. Getur þetta orðið til
þess að Polanski þurfi ekki að
koma fyrir rétt vegna málsins.
Lissabon. 5. ágúst. AP.
TÖLUVERÐ spenna er nú
í Portúgal og í fréttum seg-
ir að herinn þar muni vera
i viðbragðsstöðu til að stilla
til friðar ef óeirðir brjótast
út i kjölfar vaxandi póli-
tískra deilna síðustu daga.
Mario Soares forsætisráð-
herra hefur þó reynt að
gera lítið úr þessu hættu-
ástandi en hvati þess er
gagnrýni Alvaro Cunhals,
formanns kommúnista-
flokksins, á rikisstjórnina
og krafa hans um að hún
segi af sér. Er óttast að
stuðningsmenn komm-
únista kunni að grípa til
Mario Soares
Veður öll vá-
lyndíPortúgal
valdbeitingar, þar sem
mikill hiti er víða í mönn-
um.
Enda þótt herinn eigi að
vera við öllu búinn hefur
þó verið lögð áherzla á að
hann skuli ekki hafa nein
afskipti af stjórnmálum og
Eanes forseti hefur ítrekað
það nýverið.
Cunhal hefur gagnrýnt
Soaresstjórnina fyrir getu-
leysi og segir að vandi sá
sem við er að glíma, bæði í
efnahags- og atvinnumál-
um, verði æ meiri og sýnt
sé að stjórnin ráði ekki
neitt við neitt. Spáði Cun-
hal stórfelldri fylgisaukn-
ingu kommúnistaflokksins
ef kosningar færu fram nú,
en sú yfirlýsing var þó ekki
studd neinum tölulegum
rökum.
í fréttum frá Lissabon í
kvöld sagði síðan að
Alvarao Chunhal væri far-
inn áleiðis til Moskvu í
Bankarán á Ítalíu
Polanski semur
við ákæru valdið
Þetta er ekki óvenjuleg máls-
meðferð í Kaliforníu, þ.e. að sam-
ið sé um að sakborningur játi á
sig sum ákæruatriði gegn því að
önnur verði felld niður.
Nauðgunarmálið, sem hér um
ræðir, hófst i marz s.l., en
Polanski hefur siðan farið frjáls
ferða sinna gegn tryggingu. Reyn-
ist Polanski sekur um öll atriði
ákærunnar á hann yfir höfði sér
allt að 50 ára fangelsisdóm.
Catanzaro, Italíu, 5. ágúst AP.
FJÓRIR vopnaðir menn
komust undan með að
minnsta kosti eina milljón
dollara í reiðufé, svo og
heilmikið af gimsteinum úr
þekktum næturklúbbi
Mediterranee í Catanzaro í
gærkvöldi. Klúbbur þessi
er mjög sóttur af ríkum
ferðamönnum og voru þar
um átján hundruð gestir
staddir, flestir franskir eða
þýzkir. Réðust ræningjarn-
ir inn á skrifstofu forstöðu-
manns klúbbsins og
neyddu hann til að opna
peningaskáp sinn og létu
síðan greipar sópa með
fyrrgreindum árangri.
011 leyniþjónusta Banda-
ríkjanna undir einn hatt
heimsókn og þykir það, að
sögn fréttastofu, táknrænt
að þangað skuli hann
bregða sér, svo skömmu
eftir að hann hefur gagn-
rýnt núverandi ríkisstjórn
í landinu og lýst væntan-
legri fylgisaukningu
kommúnista.
Ráni þessu svipar mjög
til annars sem framið var á
grísku eynni Korfu í fyrra
mánuði. Ræningjarnir
munu hafa verið fjórir.
Washington — 5. ágúst
— Reuter
CARTER Bandaríkjaforseti hef-
ur fengið yfirmanni leyniþjónust-
unnar CIA í hendur mun meiri
völd en hingað til hefur verið.
Listaverk
eyðilögðust
London 5. ágúst. Reuter.
LISTAVERK, sem virt voru á
rösklega eitt hundrað þúsund
sterlingspund, skemmdust eða
eyðilögðust i eldi í dag, og öldruð
kona, Mabel Smith, sem var eig-
andi listaverkanna lézt af völdum
brunans. Bruninn kom upp á
heimili frúarinnar, sem var gam-
alt höfðingjasetur i Hertfortshire.
Meðal listaverka sem eyðilögðust
voru málverk eftir
Gainsbourough, Jacob Bogandi,
Charles Philips og Richard
Wilson, en þessir málarar voru
allir uppi á 19. öld.
Héðan 1 frá mun yfirmaður CIA
hafa umráð yfir öllum fjárveit-
ingum til leyniþjónustu sem
fram fer á vegum stjórnvalda, 6
milljörðum dala á ári, auk þess
sem honum er í sjálfsvald sett
hvaða breytingar verða gerðar til
að gera stofnunina hæfari til að
gegna hlutverki sinu og koma I
veg fyrir að hún fari út fyrir
Verksvið sitt. Endurskipulagning
leyniþjónustunnar fer fram á
vegum nýstofnaðrar nefndar, sem
skipuð er fulltrúum f Öryggis-
málaráði Bandarfkjanna, en þar á
meðal eru bæði utanrfkisráð-
herra og varnarmálaráðherra.
Forsetinn hefur falið Stanfield
Turner, yfirmanni leyniþjónust-
unnar, að veita nefnd þessari for-
stöðu, en það þýðir i raun að hann
hefur ráð allrar leyniþjónustunn-
ar i hendi sér.
Auk þess að vera yfirmaður
CIA verður Turner æðsta vald i
málum leyniþjónustu varnar-
málaráðuneytisins, öryggismála-
stofnuninni, sem fer með mál er
snerta tölvuupplýsingar, svo og
fleiri stofnana.
Jody Powell, blaðafulltrúi
Carters, lýsti þvf yfir þegar þessi
skipan mála var kunngerð, að ný-
ir starfshættir leyniþjónustunnar
myndu stuðla að betri árangri
hennar um leið og ástæða væri til
að ætla að með þeim yrði komið i
veg fyrir þess konar mistök sem
CIA hefðu verið borin á brýn á
undanförnum árum.
Stanfield Turner, sem tók við
stjórn CIA skömmu eftir að
Carter tók við forsetaembætti í
janúar s.l., hefur heitið því að
koma í veg fyrir að ólöglegt at-
hæfi af því tagi sem CIA hefur
verið brugðið um endurtæki sig,
en fyrr i þessari viku skýrði
Turner þingmönnum frá því að á
árunum 1953 til 1963 hefði CIA
staðið fyrir tilraunum með hættu-
leg lyf, sem gefin voru fólki án
vitundar þess.
ak;lvsin(,a-
SÍMINN ER:
22480
Ánæstunni ferma!
m
skipvor til Islands
sem hér segir:
ANTWERPEN:
Úðafoss 8. ágúst
Reykjafoss 1 5. ágúst
Úðafoss 22. ágúst.
ROTTERDAM:
Skeiðsfoss 8. ágúst
Úðafoss 9. ágúst
Reykjafoss 1 6. ágúst.
| Úðafoss 23. ágúst.
[á EELIXTOWE:
Andrew
Youngí
ferðalag
Washington, 5. ágúst — Reuter.
ANDREW Young, sendiherra
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, lagði i dag af stað í
tveggja vikna ferðalag til tíu
landa t Karabiska hafinu og í
Suður-Ameríku. Er förin gerð í
þeim tilgangi að leggja aukna
áherzlu á við þessi rfki að Banda-
ríkjunum sé annt um að efla sam-
skipti við þau. Young hefur sem
alkunna er iðulega vakið umtal
og á stundum gagnrýni fyrir það
hversu opinskár hann hefur verið
f yfirlýsingum sfnum.
Hann fer nú til Jamiaca,
Mexico, Costa Rica, Guyana,
Surinam, Trinidad og Tobago,
Barbados, Dominikanska lýð-
veldisins, Haiti og Venesúela. Er
búizt við að fylgzt verði af mikl-
um áhuga með ferð Youngs til
þessar landa og talið að árangur
af henni geti orðið umtalsverður,
enda njóti Young virðingar víða i
þessum löndum fyrir hreinskilni
sina og þyki löndum þessum sem
Carter sýni þeim ótvíræðan sóma
með því að senda hann þangað.
ERLENT
Mánafoss 9. ágúst
Dettifoss 1 6. ágúst
Mánafoss 23. ágúst
Dettifoss 30. ágúst.
HAMBORG:
Mánafoss 1 1. ágúst
Dettifoss 1 8. ágúst
Mánafoss 25. ágúst
Dettifoss 1. sept.
PORTSMOUTH:
Goðafoss 1 5. ágúst
Bakkafoss 18. ágúst
Hofsjökull 24. ágúst
Selfoss 2. sept.
KAUPMANNAHÖFN
Laxfoss 10. ágúst.
Háifoss 1 6. ágúst
Laxfoss 23. ágúst
Háifoss 30. ágúst.
GAUTABORG:
Laxfoss 10. ágúst
Háifoss 1 7. ágúst
Laxfoss 24. ágúst
Háifoss 31. ágúst.
HELSINGBORG:
Álafoss 1 1. ágúst
Tungufoss 22. ágúst
Álafoss 31. ágúst.
MOSS:
Álafoss 1 2. ágúst
Tungufoss 23. ágúst
Álafoss 1. sept.
KRISTIANSAND:
Álafoss 1 3. ágúst
Tungufoss 24. ágúst
Álafoss 2. sept.
STAVANGER:
Álafoss 1 5. ágúst
Tungufoss 25. ágúst
Álafoss 3. sept.
ÞRÁNDHEIMUR:
Álafoss 1 6. ágúst.
GDYNIA/GDANSK:
(rafoss 1 3. ágúst
Skip 26. ágúst.
VALKOM:
Múlafoss 16. ágúst
íraofss 30. ágúst
Múlafoss 1 3. sept.
VENTSPILS:
írafoss 1 1. ágúst
Múlafoss 18. ágúst^
Skip 28. ágúst.
WESTON POINT:
Kljáfoss 1 8. ágúst
Kljáfoss 31. ágúst.