Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGUST 1977
Tekur 5 vikur að sjá hvort
gulan er komin í saltfiskinn
„ÞAÐ ER ekkert hægt að gera við
þann saltfisk, sem koparmengaða
saltið var notað í á Austfjörðum
annað en að bfða f einar fimm
vikur og sjá hvernig fiskurinn
Iftur út þá. Ef ekki koma fram
frekari gulublettir í honum, verð-
ur óhætt að senda hann úr landi,
en annars verður að reyna að þvo
hann allan og sjá hvernig til
tekst,“ sagði Jóhann Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða, í við-
tali við Morgunblaðið í gær, en
eins og fram hefur komið f Morg-
unblaðinu þá hefur orðið kopar-
mengun í salti sem notað var á
nokkrum Austf jarðanna, þótt
ekki sé hægt að slá þvf föstu enn,
hvort gula kemur fram í fiskin-
JARÐSVEIFLUMÆLINGUM
þeim, sem að undanförnu hafa
staðið vfir á tslandi og í hafinu
suður og austur af landinu, er nú
lokið, en mælingarnar voru gerð-
ar í samvinnu fslcnzkra, v-þýzkra,
rússneskra, kanadfskra og banda-
rískra vísindamanna.
í fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðinu barst í gær frá
Orkustofnun, segir, að þeir vís-
indamenn sem tóku þátt í þessu
verkefni hafi með þessari rann-
sókn reynt að komast að m.a.
bvgrs vegna eldgos eru mjög tíð á
íslandi, m.ö.o. hvers vegna ísland
sé í Atlantshafinu.
í fréttatilkynningunni segir, að
sprengt hafi verið í hafinu suður
af íslandi af þýzka rannsóknar-
skipinu Meteor, í hafinu norður
af landinu með aðstoð íslenzkra
fiskibáta. Einnig hafi verið
sprengt i fisklausu vatni inn á
hálendinu. Þá segir að hljóðöldur
þaír, sem sprengingarnar hafi
valdið, hafi farið eftir berglögum
og verið teknar upp af 38 íslenzk-
um, 43 þýzkum og 27 rússneskum
loðnu-
veiði
Ll'I'IL veiði var á loðnumiðunum
norður af Straumnesi í gær, en
frá því f fyrrakvöld fram til kl. 15
f gær tilkynntu aðeins þrjú skip
afla, samtals 1130 lestir, og fóru
skipin öll til Siglufjarðar með
aflann. Gfsli Arni RE var með 520
ícstir, Ársæll Sigurðsson GK með
180 og Jón Finnsson GK með 430
lestir.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATIIYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu nieð
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
fram á Bakkafirði, en salt úr sama
skipi var einnig notað á Reyðar-
firði, Eskifirði og i Neskaupstað.
Var það 19. júlí s.l. er saltgallinn
uppgötvaðist, þannig að enn þarf
að láta fiskinn á þessum stöðum
biða i tvær vikur þar til hann
verður skoðaður nánar.
Jóhann Guðmundsson sagði í
samtalinu við Morgunblaðið í gær
að koparmengunin skemmdi salt-
fiskinn ekki neitt, heldur væri
eingöngu um útlitsgalla að ræða
og saltfiskur með gulu þýddi
lægra verð.
— Eina ráðið sem við eigum er
gula kemur upp, er að þvo fisk-
inn. Það er ekki hægt að ná gul-
unni af með þvi, en hægt að koma
í veg fyrir frekari útlitsgalla,
sagði Jóhann.
stöðvum í landi og 5 þýzkum, 2
kanadískum og 1 bandarískri stöð
á hafinu og hafsbotni. Segir að
þannig hafi náðst nokkur þúsund
sveiflugröf, sem nú bíði úr-
vinnslu. Um leið og hljóðsveiflur
frá sprengistað berast i gegnum
jarðlögin til upptökustöðvar, beri
þær með sér upplýsingar um þau
jarðlög sem þær berist eftir í
formi hraða, styrks og lögun, en
allt er skráð á þeim upptökustöð-
um, er bylgjur nást.
Þá segir í fréttatilkynningunni,
að á þessu stigi sé aðeins hægt að
segja, að berggrunnurinn undir
hafinu suður af íslandi sé svip-
aður berggrunni annarra hafa, en
grunnurinn undir Islandi er ólík-
ur þvi sem finnst undir gömlum
meginlöndum og einnig ólíkur þvi
sem finnst undir höfunum. Hinn
lági hljóðhraði berggrunnsins
undir islandi bendi til þess að
hann sé mjög heitur og allt að því
bráðinn í hinum dýpri lögum.
1 lok tilkynningarinnar segir,
að hinn góði árangur rannsókn-
anna hefði ekki orðið slikur, ef
ekki hefði komið til góð tíð og
frábær aðstoð og þátttaka ís-
lenzkra stofnana, eins og Orku-
stofnunar sem undirbjó verkið á
Islandi, tók þátt i framkvæmd og
stjórnun þess, Háskóla islands er
lagði til upptökustöðvar og tók
þátt í framkvæmd þess og ís-
lenzka rikisútvarpsins er útvarp-
aði skilaboðum til rannsóknar-
fólksins þrisvar á sólarhring á
meðan á verkinu stóð.
Manns saknað
frá Amarholti
VISTMANNS á Arnarholti hefur
verið saknað síðan um hádegi síð-
astliðinn þriðjudag. Leituðu leitar-
sveitir og hundur frá Rannsóknar-
lögreglunni mannsins í gær. Nafn
mannsins er Guðmundur Halldórs-
son og er hann 44 ára, lágvaxinn,
grannur og ljós yfirlitum. Var
hann f bláum gallabuxum, dökk-
grænni skyrtu og trúlega i ljósum
frakka og með hatt.
— Æsilegur
eltingarleikur
Framhald af bls. 3
festa að piltarnir fengju verð-
launaféð, sem nefnt hefur ver-
ið. Sagðist Hallvarður ekki hafa
neinar tilkynningar eða stað-
festingar þar um. Hann sagði
það þó sina skoðun að piltarnir
tveir verðskulduðu umbun fyr-
ir hversu vökulir þeir hefðu
verið, hvort þeir fengju verð-
launaféð yrði trúlega komið
undir úrskurði dómstóla.
Brldge
LlTIÐ hefir frétzt af bikarkeppni
sveita sem BSl gengst fyrir og
hefir staðið yfir f sumar. Nýjustu
fréttir af keppninni eru þær að á
þriðjudaginn var dregið f 8 Iiða
úrslitum og drógust saman eftir-
taldar sveitir:
Jón Hauksson Vestmannaeyj-
um gegn Þórði Björgvinssyni
Akranesi.
Ármann J. Lárusson Kópavogi
gegn Birgi Þorvaldssyni Reykja-
vík. Jóhannes Sigurðsson Kefla-
vík gegn Guðmundi T. Gislasyni
Rvík. Bogi Sigurbjörnsson Siglu-
firði gegn Ríkarði Steinbergssyni
Rvík.
Fyrrnefndu sveitirnar eiga
heimaleikinn.
Leikjum þessum skal lokið fyrir
ágústlok, en 4ra liða úrsiit verða
spiluð í september og úrslitin síð-
an í október.
Athyglisvert er að aðeins þrjár
sveitir eru eftir úr Reykjavik i
keppninni. 32 sveitir hófu keppni
og þar af 20 úr Reykjavík. Sýnir
þetta að keppnin hefir tekist vel.
— Lugmeier
úr landi
Framhald af bls. 32
máls Lugmeiers hér á landi frá
því hann var handtekinn á föstu-
daginn. Er þeirri rannsókn nú
lokið hvað varðar islenzka lög-
gæzlu. Hins vegar mun rannsókn
málsins haldið áfram í V-
Þýzkalandi. Gögn og eignir Þjóð-
verjans hér á landi verða falin
v-þýzkum yfirvöldum.
Bandarikjamaðurinn, sem
handtekinn var með Lugmeier,
situr enn i gæzluvarðhaldi, en á
yfirmönnum Rannsóknarlögregl-
unnar mátti i gær skilja að honum
yrði sleppt fljótlega og óvist væri
hvort mál yrði höfðað á hendur
honum. Hefði Bandarikjamaður-
inn borið við yfirheyrslur að hann
hafi verið farinn að gruna Waller,
eins og hann kallaði sig, um
græzku og óttazt hann orðið. Hef-
ur hann borið að hann hafi áður
reynt að vekja athygli á fjárráð-
um Þjóðverjans. Sagði Hallvarður
Einvarðsson að það yrði síðan
ákæruvaldsins að ákveöa hvort
mál yrði höfðað á hendur Banda-
ríkjamanninum, en ljóst væri að
hann hefði tekið fé úr farangri
Þjóðverjans.
Eins og fram hefur komið í
fréttum Mbl. af þessu máli undan-
farna daga hefur Þjóðverjinn
haft talsverð umsvif hér á landi.
Hann leigði íbúð að Dúfnahólum
4, hann hafði keypt sér bifreið,
hann sýndi áhuga á að að leigja
húsnæði fyrir veitingastofu og
jörð úti á landi. Þá hafði hann
tekið bílpróf hér á landi og tekið
17 flugtíma. Hafði Lugmeier lýst
yfir áhuga sinum á húsnæði á
horni Grensásvegs og Fellsmúla
fyrir veitingastofu, en einnig
hafði hann gert ákveðin leigutil-
boð í veitingastofuna Vitabar á
horni Bergþórugötu og Vitatorgs.
— „Nýjar samn-
ingaviðræður
Framhald af bls. 32
en skipstjórar segðu að svo væri
ekki. heldur vantaði algjörlega
eina setningu i fyrstu grein samn-
ingsins.
„Setningin sem vantar veldur
þvi, að mikill hluti skipstjóra fær
ekki sömu kauphækkun og t.d.
yfirvélstjórar og 1. stýrimenn,
munar hér annars vegar 4% og
svo 5%.“ sagði Asgeir.
Hann sagði ennfremur, að skip-
stjórar hefðu gengið til þessarra
samninga með hinum félögunum
að því tryggðu, að launahlutfallið
milli þessarra stétta raskaðist
ekki innbyrðis.
„Við höfum nú tilkynnt við-
semjendum okkar, að þar sem
þeir hafi ekki fengizt til að leið-
rétta þetta, séu samningar okkar
við þá þar með fallnir úr gildi og
sé ég því ekkert annað framund-
an en nýja samninga, nema því
aðeins að skipafélögin leiðrétti
umrætt atriði,“ sagði Ásgeir.
— Larsen
Framhald af bls. 32
forðast leiðindajafntefli að
bjóða bara ekki „jafnteflis-
mönnum" á skákmót.
Larsen hefur ekki teflt hér á
landi síðan 1956 er hann tók
þátt i heimsmeistaramóti
stúdenta hér og þeir Friðrik
Ölafsson tefldu um Norður-
landameistaratitilinn í skák, ut-
an hvað hann tefldi sýningar-
skák við Friðrik á Laugarvatni
með lifandi mönnum er L:rsen
kom hingað til lands að fylgjast
með einvígi þeirra Spasskys og
Fischers.
— Er alls ekki
eins góð...
Framhald af bls. 2
Hún var næst spurð að þvl hvort
hún hefði metnað til að halda þess-
um titli sem hún var að verja, og
svaraði hún þvi til, að þegar hún
væri búin að vinna þetta mót tvisvar
væri gaman að vinna það einu sinni
enn, ,.en ég hef ekki áhyggjur af því
fyrr en þar að kemur, ef þar að
kemur" bætti hún við og hló.
Þegar Guðlaug var spurð að þvl
hvað væri það skemmtilegasta við
að taka þátt i mótum, sagðist hún
ekki geta greint þar á milli, „ég get
þó ekki neitað þvi að mér finnst
gaman að ferðast, og allt. sem ég
hef farið erlendis, hefur verið á veg-
um Skáksambandsins, ég get ekki
sagt að maður kynnist mikið fólki I
gegnum skákina, þetta er svo mikið
sama fólkið og ekki svo margir."
„Hvað sé framundan? Það er ekk-
ert ákveðið, til greina getur komið
að ég fari til keppni I sexlanda-
keppninni sem haldin verður I
Þýzkalandi I haust, en (slandsmeist-
ari kvenna I skák, Ólöf Þráinsdóttir,
á forgangsrétt á því."
Hún sagði að það væri mjög
skemmtilegt að keppa i sveitakeppn-
um, þar stæðu allir saman og
„mórallinn" væri þar af leiðandi af-
skaplega góður þegar svo stæði á
Blaðamaður var forvitinn að heyra
um framtiðaráætlanir Guðlaugar
Þorsteinsdóttur. „Ég veit ekki, þegar
maður var lltill átti maður sína
drauma, t.d. að gerast læknir, en
það getur svo margt breytzt.
E.F.
— Heimatúnið
Framhald af bls. 16
er hægt hjá okkur. Og rétt í þessu kom
inn ungur maður sem hafði verið úti að
slá land sem liggur hinum megin við
veginn og við þvi ekki séð hann er við
komum. Þetta var einn af vinum þeirra
hjóna frá Torfastöðum sem var að
hjálpa þeim. Úti fyrir stendur geysi
aldurhnigin dráttarvél, því spyrjum við
Sigurð hvort hún sé enn gangfær og
jafnframt hveru gömul hún sé Gan-
fær? Ég held það nú bara hún er í fínu
lagi og búin að ganga í 26 ár án þess
að bila. Annars er heimatúnið hjá okk-
ur mjög slæmt til að vera með vélar í
því.
Að lokum spurðum við þau hjónin
hvað þau þyrftu langan þurrk til að ná
inn öllu heyi. Þetta myndi bjargast ef
við fengjum svona 3 — 5 daga þurra.
Með þessum orðum Sigurðar kvödd-
um við og þökkuðum fyrir kaffið
— Mæðgur
kvaddar
Framhald af bls. 23
holti við mikið ástríki móður sinn-
ar. Hann er nú um þritugs-aldur
og er fjölskyldumaður í Reykja-
vik.
Mér hefur oft sárnað, er ég
hugsa um, hvað þessi góða stúlka
varð að fara margs á mis á þessari
öld lækna og framfara i heilsu-
gæzlu, eins og hún hafði góða
hæfileika, meðal annars var
henni létt um bóknám. Um tima
hafði hún hug á að sækja nám í
Kennaraskólann er örlögin tóku
þá í taumana, en ekki er ég i vafa
um að hún hefði orðió kennara-
stéttinni ávinningur.
Móðir Sigríðar, sem að framan
hefir verið getið, var Sigþrúður
Sveinsdóttir, húsfreyja í Steins-
holti. Hún mun nú verða jarðsett i
Gallarnir í saltinu komu fyrst
Allgóður árangur af
jarðsveiflumælingum
dag. Oftast ber dauðann að, svo að
hann er ekki mjög velkominn, en
í þetta sinn verður ekki yfir hon-
um kvartað, þar sem hin látna var
orðin 92ja ára og algerlega þrotin
að kröftum, svo að nú finnst
manni hann öðru fremur hafa
gegnt líknarhlutverki.
Sigþrúður i Steinsholti fæddist
10. mai 1885 i Syðra-Langholti.
Þar ólst hún upp með foreldrum
sínum en flutti með þeim að Ás-
um í Gnúpverjahreppi árið 1907,
giftist siðan Eiríki Loftssyni í
Steinsholti árið 1912 og þar
bjuggu þau uns börn þeirra tóku
við búi af þeim. Eiríkur lézt fyrir
9 árum að sjálfsögðu eftir mjög
strangan ævidag.
Þegar Sigþrúður er kvödd sið-
ustu kveðju kemur margt upp i
hugann og þá fyrst það að, þegar
hún fæddist var að ljúka einu
mesta harðindatimabili, sem yfir
landið hefur gengið, svo að undur
má heita hve margir lifðu þau af.
Það má því segja að fólkið hafi
alizt upp í skugga þess timabils,
enda hefur margt verið sagt um
aldamótakynslóðina og hve mikið
hafi verið i hana varið. Sigþrúður
var vissulega barn sinnar tíðar,
hafði þó komizt vel af, svo að hún
bar ekki merki skorts, en undir
niðri var hún alltaf alvörumaður
og leit á hlutverk sitt í lifinu af
alvöru, enda farnaðist henni þar
eftir.
Þau hjón Eirikur og Sigþrúður
voru í flestu samhent og vissulega
hófu þau búskapinn með sam-
eiginlegu átaki, þar sem ekki var
dregið af sér. Efnahagur var
erfiður eins og næstum allsstaðar,
en hin ungu hjón voru fædd til
trúar á framtiðina, og þau vissu
ekki betur en að þau yrðu að vera
sinnar eigin gæfu smiðir og yrðu
að ganga þar i fararbroddi, enda
þótt þau nytu dyggra vinnuhjúa.
Vissulega voru timar eftir stríðs-
árin fyrri erfiðir og á tímabili
þurftu þessi atorkusömu hjón á
öllum sinum kröftum að halda, en
allt blessaðist að lokum. Barnalán
þeirra varð mikið, svo að þegar
upp var staðið og þau létu af
búsforráðum var í Steinsholti eitt
myndarlegasta heimili sveitarinn-
ar og þó víðar væri leitað.
Minnisstæð er mér Sigþrúður
frá barnsaldri er hún söng í kirkj-
unni, en þar sungu þau hjón bæði
um langt árabil. Hann með þrótt-
mikinn bassa en hún hafði háa
sópranrödd. Þau settu lengi svip á
kirkjusönginn hér i sveit og að
öðru leyti ræktu þau trú sina svo
sem bezt má verða. Ég hefi líklega
lært eitt lagið af söng Sigþrúðar í
kirkjunni, því enn finnst mér þau
alltaf vera hennar lag og ávallt
kemur hún mér í hug er ég heyri
það sungið. Eitt af þvi, sem alla
ævi einkenndi Sigþrúði var hve
hún var vandlát með umgengni
alla á heimili, svo að i hreinlæti
bar hún langt af því sem algeng-
ast var á þeim tímum, þegar húsa-
kynni settu flestum takmörk.
Sigþrúður var um nokkurt
skeið formaður kvenfélags sveit-
arinnar, gegndi hún þvi starfi á
eftir móður minni. Þær voru
einlægar vinkonur, enda var Sig-
þrúður mjög lengi næstu
nágranni hennar. Siðasti fundur
þeirra mun hafa verið er ég flutti
þær á bíl á læknisfund. Mér er
enn hugstæð kveðjustund þeirra
á Steinsholtshlaðinu. Þetta var
mjög skömmu áður en móðir min
lézt.
Sigþrúður minntist á þessa
stund, meðan hún enn hafði
óskert minni.
1 þekktri bók sem skrifuð hefir
verið um líf þessarar kynslóðar og
þeirrar næstu á undan er það
nefnt fagurt mannlíf. Sumum
finnst að í þessu kenni nokkurrar
gráglettni og vel má vera að það
hafi meðal annars vakað fyrir
höfundinum í hinu margslungna
verki.
Nú þegar ég fæ litið á þetta úr
nokkrum fjarska sýnist mér að
þess séu fjöldamörg dæmi að
nafngiftin hafi verið meint í fullri
alvöru.
Að síðustu vil ég og heimilisfólk
mitt þakka Steinsholtsfólkinu,
bæði látnum og þeim sem eftir
lifa, alla vináttu og liðsemd á sam-
leiðinni.
Höfuðbólinu, Steinsholti, vil ég
óska þess, að það eigi alltaf slíkra
manna að minnast.
Einar Gestsson.