Morgunblaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
Þorskurinn gengur á land:
Fengu þorsk í net í
vatni í Kaldbaksvík
„JÚ VIÐ fonKum þursk f vatninu,
þegar við áttum von á að fá siiung
í netin,“ sagði Agúst Einarsson,
viðskiptafræðingur hjá L.I.U., en
hann lagði fyrir nokkrum diigum,
ásamt Jóni Olafssyni haffræðingi,
silunganet f vatn í Kaldhaksvík á
Ströndum, og þegar þeir félagar
drðgu upp netið var þorskur f
ásamt nokkrum silungum.
Skrifstofustjóri
verðlagsst jóra:
Athuganir
eftir helgi
„Þetta er nú fyrsta skrefið að aug-
lýsa taxtana, en ég reikna með þvf,
að við förum að gera athuganir í
málinu eftir helgi“, sagði Gunnar
Þorsteinsson, skrifstofustjóri
verðlagsstjóra, f samtali við Mbl. í
gær, en verðlagsstjóri hefur nú
birt f Lögbirtingablaðinu og dag-
blöðum ákvörðun verðlagsnefndar
um hámarksverð hverrar seldrar
vinnustundar málmiðnaðarmanna
og bifvélavirkja og rafvirkja.
Að sögn Gunnars höfðu síðdegis
í gær engar kvartanir borizt til
verðlagsskrifstofunnar vegna
þeirra taxta, sem Samband málm
og skipasmiðja og Landsamband
íslenzkra rafverktaka hafa gefið
út.
Ágúst sagði i samtali við Mbl. í
gær, að svo hagaði til þarna, að
vatnið næði fram undir sjó og
osinn stuttur, og eftir því sem Jón
Olafsson segði, væri þarna selta
við botn vatnsins, þó það væri
alveg ferskt við yfirborðið.
„I fyrsta sinn, sem við lögðum
netið þá fengum við 2 þorska, i
annað skiptið voru þeir þrír og í
það þriðja fengum við átta
þorska,“ sagði Ágúst.
Kvað hann þorskana hafa verið
fremur litla, sennilega eins árs
gamla, enda væri vitað að ungvið-
ið héldi sig mikið inni á fjörðum
og víkum á þessum slóðum. Hins
vegar sagðist Ágúst ekki vita til
þess að þorskur hefði veiðzt í
vatninu áður, en sagnir væru um
að sfld hefði gengið þarna inn
fyrr á árum.
Þjóðhátfð Vestmannaeyinga hófst f gær f Herjólfsdal að viðstöddu miklu fjölmenni.
Þetta er í fyrsta sinn frá því fyrir eldgos sem hátfðin er haldin f dalnum og sýnir
myndin, sem Sigurgeir tók, tjaldborg Eyjamanna.
Júlíus Geirmundsson aflaði
fyrir 100 millj. kr. á 45 dðgum
Á 45 dögum eða frá 16. júní
til 1. ágúst s.l. landaði skut-
togarinn Júlíus Geir-
mundsson 1063.5 lestum á
Fræðslustjórar
funda í Reykjavik
Fræðslustjórar höfuðborga
Norðurlandanna héldu árlegan
fund sinn f Reykjavfk 2.—4. ágúst.
A þessum fundum, sem haldnir
eru f höfuðborgunum til skiptis,,
flytja fræðslustjórarnir skýrslur
um það sem gerst hdfur í skóla-
málum frá sfðasta fundi og einnig
er skipt á gögnum varðandi skóla-
mál.
Á hverjum fundi er svo eitt um-
ræðuefni brotið til mergjar og á
fundinum hér var rætt um náms-
aðgreiningu. Andri Isaksson pró-
fessor flutti þar um framsöguer-
indi.
Fundinn sátu 11 fræðslustjórar
og aðstoðarmenn þeirra. Þeir sátu
boð menntamálaráðherra og einn-
ig höfðu borgarstjóri og fræðslu-
ráð Reykjavíkur boð inni- fyrir
fræðslustjórana.
Isafirði, að því er Birgir
Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Gunnvarar
h.f. sem á togarann, tjáði
Mbl. í gær.
Heildaraflaverðmæti þessara
rösklega 1000 tonna var rétt tæpar
100 milljónir króna eða nánar til-
tekið 99.1 millj. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem Mbl. hefur aflað
sér mun enginn íslenzkur togari
fyrr og síðar hafa náð jafn miklu
aflaverðmæti á ekki lengri tima.
Eðlilega er hlutur hvers og eins á.
togurunum mjög hár, eftir svona
mikla aflahrotu, en þess ber jafn-
framt að geta að vinnuálag á
mönnum er mikið á meðan hrotan
stendur yfir. Birgir Valdimarsson
sagði þegar Mbl. ræddi við hann,
að það væri heldur ekki alltaf sem
togararnir öfluðu þetta vel, en
hann kvað háseta á skipinu hafa
nú að meðaltaii um 2000 kr. á
hvert tonn. Þannig mun háseta-
hluturinn á Júlíusi Geirmundssyni
vera um 2 milljónir króna eftir
umrætt 45 daga úthald.
Viðtal við Hermann Skúlason,
skipstjóra á Júlíusi Geirmunds-
syni, er í opnu blaðsins í dag.
Mjög sáttur við úthlut-
un síldveiðileyfanna
— segir Kristján Ragnarsson
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við Kristján Ragnars-
son, formann Landssambands fsl.
útvegsmanna, og leitaði álits hans
á fyrirkomulagi því sem við verð-
ur haft f haust við úthlutun sfld-
veiðileyfa. Kristján Ragnarsson
svaraði þvf til, að hann væri mjög
sáttur við þessa afgreiðslu sjávar-
útvegsráðuneytisins, enda væri
„Er alls ekki eins
góð og af er látið”
PERSÓNULEGA finnst mér gert
allt of mikið úr þessum árangri hjá
mér og ég er alls ekki eins gó8 og
af er látíS."
Þetta voru orð Guðlaugar Þor-
steinsdóttur, sem er nýkomin frá
Finnlandi þar sem hún varSi titil
sinn: „Norðurlandameistari
kvenna I skák," en þessi keppni er
haldin á tveggja ára fresti.
Guðlaug er 16 ára og stundar
nám við Menntaskólann I Reykjavlk,
er búin með einn bekk. Morgun-
blaðið ræddi litillega við Guðlaugu,
og inntí hana m.a. eftir hvernig
mótið hefði verið „Þetta var ágætt
Rætt við Guðlaugu Þorsteinsdóttur
GuSlaug Þorsteinsdóttir, Norðurlandameistarí
kvenna I skák.
Ljósmyndir: Friðþjófur.
mót, það tóku tíu konur þátt i þvl,
og flestar þeirra voru frá Finnlandi,
mótið tók sjö daga fyrir mig, en
lengur fyrir aðrar.
Reyndar fannst mér það ekki al-
veg nógu vel skipulagt, en það kom
ekki að sök. Þær sem erfiðast var að
tefla við voru tvær 14 ára stelpur.
báðar frá Svlþjóð, þær Siv Bengts-
son og Pia Cramling, en við þrjár
vorum yngstar."
Guðlaug sagðist hafa lært að tefla
þegar hún var fimm ára, en er hún
var tiu ára fór áhuginn að vakna.
Aðspurð sagði hún að enginn i fjöl-
skyldunni væri með skákáráttu, faðir
hennar tefldi nokkuð, en ekkert
meira en gerist og gengur.
„Ég er alls ekki með skákáráttu,
eins og sumir skákmenn, þetta er
einungis áhugamál hjá mér og ég
held að þetta verði aldrei annað en
„hliðarhobby" Ég er einnig að læra
á píanó i Tónlistarskóla Kópavogs,
er búin að vera að því síðastliðin sjö
ár, og maður hefur ekki tima til
alls "
Blaðamaður innti Guðlaugu eftir
þvi hvað hún æfði sig mikið og
hvort hún tefldi daglega „Ég stunda
engar reglulegar skákæfingar, tefli
þegar mér dettur það i hug, þó að i
raun ætti ég að taka eina skák
Guðlaug við komuna frá Finnlandi
daglega, en ég geri það samt sem
áður ekki Ég les ekki mikið heldur,
aðallega fyrir mót og þess háttar,
heima er timaritið Skák keypt, en
ekkert annað "
Guðlaug sagði að vinkonur henn-
ar hefðu engan sérstakan áhuga á
skák, og að þetta áhugamál kæmi
sama og ekkert niður á náminu.
Talið barst að taflmennsku á (s-
landi og Skáksambandi íslands og
vildi blaðamaður fá skoðun Guð-
laugar á þvl „Hér er mikill áhugi
ríkjandi og það má segja að Skák-
sambandið starfi ágætlega, alltaf
einhver mót í gangi, það eru ekki
margar konur sem æfa skák, ég veit
ekki af hverju því þær geta alveg
eins teflt og karlmenn, ætli þær gefi
sér nokkuð tíma til þess ."
Framhald á bls 18.
hún í meginatriðum ( samræm
við samþykkt aðalfundar Lands
sambands fsl. útvegsmanna
fyrrahaust.
Hins vegar sagði Kristján ac
vissulega gætti óánægju hjt
mörgum vegna þessa úthlutunar
fyrirkomulags, þar sem nú vær
sá háttur viðhafður að stóru bát
arnir, sem fengið hefðu síldveiði
leyfi tvö s.l. ár, fengju ekki at
veiða síld í haust. Þeir væru nú é
loðnu og allir vonuðu að þeir fisk
uðu vel.
Karl prins
að fá’ann
ÞEGAR Morgunblaðið
hafði samband við veiði-
húsið að Teigi í Vopna-
firði um kvöldmatarleit-
ið í gær sagði eiginkona
Brians Booth að vitað
væri að Karl prins væri
búinn að fá nokkra laxa,
en hún sagðist ekki vita
hve marga, þar sem
veiðimennirnir væru
ekki enn komnir í hús.
Kvað hún veður hafa verið
slæmt þar til um miðjan dag í
gær, að birti til, og þá hefði
mönnum farið að ganga betur
að ná laxinum.
Sýnir í gallerí
Suðurgötu 7
1 DAG, laugardag, opnar Hreinn
Friðfinnsson málverkasýningu í
gallerý Suðurgötu 7. Sýning
Hreins stendur til 17. ágúst og er
opin frá kl. 16 til 22 virka daga og
frá kl. 14 til 22 á laugardögum og
sunnudögum.